Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. nóv. 1952 ] Ff - Eisenhower Framhald af bls. 9 neskum úrsmiðum, vélsmiði gegn IÞjóðverjum, vefnaðarvörufram- lejðendur gegn Japönum. 'Reynt verður að blása eldi að öllum glæðum hleypidóma og' óvildar í garð Breta, Frakka, Þjóðverja, Japana og ítala. Reynt verður að beita fyrir sig fölsuðum friðaráróðri og upp- gerðar-hugsjónavaðli. Það verður lævíslega varað við brezkri nýlendustefnu eða þýzk- um nazistum, við myndun jap- anskra viðskiptasamtaka og hæg- fara endurvopnun Frakka. Þar sem ekki verður hægt að grípa til öfugsnúinni sannleiks- brota, verður gripið til hreinna lyga. Með hugkvæmni og lævísi verður reynt að lauma inn hjá frelsisunnandi þjóðum hatri í garð annarra vina frelsisins. Svipuð fyrirmæli má segja, að þegar hafi verið póstlögð til kom- múnistaflokka Vestur-Evrópu. Lagt er fyrir- þá, að leita banda lags við öll eigingjörn þjóðernis- flokksbrot og óttaslegna hlutleys- ingja. Þeir eiga að gera sér upp harm yfir þátttöku Evrópu í hernaðar- stefnu Bandaríkjanna. Þeir eiga ■ að varpa mæðulega öndinni yfir binu ímyndaða afsali hvers lands um sig á landsréttindum til handa alþjóðasamtökum. í Þýzkalandi eiga kommnistar að ráðast á Schumanáætlunina og kalla hana lævíslega tilraun Frakka og Bandaríkjanna til þess að fjötra efnahagslíf Þýzkalands. í Frakklandi er þeim upp á lagt að brennimerkja Schuman-áætl- unina af því áð hún sé samsæri Þjóðverja og Bandaríkjamanna í því skyni að styrkja hinn forna fjanda Frakklands til valda í Evrópu. Á öllum sviðum og í öllum málum, hvort sem um er að ræða skiptingu kolaútflutnings eða skipun fulltrúa í Norður-Atlants- hafsbandalagið, skal kynda und- ír hatri þjóða í milli undir því yfirskyni, að verið sé að prédika þjóðrækni, og á öllum sviðum skal reynt að ánetja þá, sem trú- gjarnir eru, lífsþreyttir og öfund sjúkir. HÆTTAN ER MIKIL, EN VERÐUR YFIRUNNIN Vér getum skýrt þessa stefnu hvaða nafni sem oss sýnist, nefnt hana steínubreytingu í kalda stríðinu eða .iafnvel upphaf hins kalda friðar. En hvaða nafni, sem vér nefnum stefnu Sovétríkjanna þá getum vér enga skyssu gert alvarlegri en þá, að efast um þá hættu, sem hún felur í sér fyrir einingu hins frjálsa heims. Þó gæti oss orðið ein kórvilla á, verri en hin fyrri og það væri að efast um að oss geti auðnast að hrinda þessiam árásum og öfl- um þeim, sem að henni standa, ef vér sýnnm ’oæði vit og kjark. \ í síuttu máli álít ég, að vér þurfum bæði að gera oss ljós- an styrk óvinanna og jafn- l framt hitt, að þeir eru ekki jafnokar vorir, ef vér leggj- um oss alla fram. Ég segi þetta ekki af létíúð eða kokhrcysti, heldur af trausti, sem borið er uppi af skynsam- legu mati. Vil ég nú skýra bæði það, hvers vegna ég ber þetta traust í brjósti, og hitt, hvað ég á við með því að leggja oss alla fram. (í síðari hluta ræðunnar, sem birtist í næsta blaði, rekur ræðu- maður þessi málsatriði, er hann pefnir í niðurlagi þessa ræðu- kafla). i/iim««Tjóri og þrír vakt- ráðnir í Aiþýðuflokksmenn viidu ekki augSýsa síöðumar Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI, sem haldinn var í Hafnarfirði s.l. þriðjudag, var samþykkt að ráða Vaigarð Thoroddsen, rafveitu- stjóra, til að gegna starfi slökkvi- liðsstjóra. En samkvæmt þeim samningum, sem gerðir voru við Brunabótafélag íslands, þarf slökkviliðsstjóri að vera verk- fræðingur eða tæknimenntaður maður. En ekki er ætlast til að starf slökkviliðsstjóra sé annað en að hafa yfirstjórn þeirra mála, Öll dagleg störf eiga að hvíla á varaslökkviliðsstjóra, sem jafn- framt á að vera fastur starfsmað- ur á slökkvistöðinni. Jafnframt þessu var samþykkt að Sigurður ! Gislason, sem verið hefur slökkvi liðsstjóri síðan urn áramót verði varaslökkviliðsstjóri og vara- slökkviliðsstjóri, Vigfús Sigurðs- son, verði leystur frá störfum VAKTMENN RÁDNIR Þá var samþykkt að ráða þrjá vaktmenn á slökkvistöðina og verða jafnframt teknar upp fast- ar vaktir, sem ekki hafa verið áður. Meiri hluti bæjarráðs, þeir Emil Jónsson og Óskar Jónsson, lögðu til að þeim Guðmundi Hall- dórssyni, Suðurgötu 67, Njáli Haraldssyni, Suðurgötu 66, og Sigurði Þórðarsyni, Hverfisgötu 17, yrðu veitt störfin, en fjórar umsóknir höfðu bnrizt. — Tillaga þessi var samþykkt með 5 atkv. AB-manna. % STÖRFIN EKKI AUGLÝST Minni hluti bæjarráðs, Helgi S. Guðmundsson, lýsti þeirri afstöðu sinni, að hann teldi, að það ætti að auglýsa þessi störf með ákveðnum umsóknarfresti og veita þau þá fyrst, er umsóknar- frestur væri úti. Taldi hann að það ætti að gefa. hæjarbú.um..kost á að sækja.vúíp^þap .sStprí,'.. Sém þannig féllu'^til hja bænum. — Hann væri því ósamþykkur þeirri aðferð, sem væri viðhöfð við þessa ráðningu, en lýsti bví jafn- framt yfir, að hann hefði ekki á móti þeim mönnum, sem til starf- ans væru ráðnir. Á þeim forsend- um, að ekki væri rétt að farið við ráðningu í þessi störf greiddu bæj arfulltrúar Sj álfstæðisflokks- ins ekki atkvæði. — Þá greiddi kommúnistinn í bæjarstjórn ekki atkvæði og taldi sig ósamþykkan aðferðinni við ráðninguna og'að það bæri að auglysa störf hjá bænum. . . , . BREYTT VIÐHORF Annars er mjög breytt viðhorf AB-meirihlutáns í málum þess- um, því Emil Jónsson lýsti því yfir á bæjarstjórnarfundinum, að slökkviliðsstjóri og varaslökkvi- liðsstjóri hefðu leitað eftir góð- um mönnum til að taka þessi störf að sér og taldi hann það farsælla en að auglýsa. Þannig væri það tilkomið að þessir menn hefðu verið ráðnir til starfans.. Enda höfðu menn þessir með- mæli bæði slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. En hér er komið nokkuð ann- að hljóð í strokkinn, en þegar Haraldur Kristjánsson var slökkviliðsstjóri. Þá var sett ný reglugerð til þess að koma í veg fyrir það, að slökkviliðsstjóri gæti haft nokkur áhrif á það, hver væri ráðinn til starfa á slökkvistöðinni, og þá réði AB- meirihlutinn starfsmann á slökkvistöðina í fullri andstöðu við slökkviliðsstjórann og rák-u síðan slökkviliðsstjórann frá störfum. BATNANDI MANNI ER BEZT AÐ LIFA En nú er þetta breytt þannig, að slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra er falið að leita eftir hæfum mönnum til starfans og Emil tclur það farsælast fyrir málið. Er hér um algera kúvend- ingu að ræða og er það vel, því svp munu brunavarnirnar í Hafnarfirði vera til mests ör- yggis fyrir bæjarbúa, að ráða- mennirnir séu ekki að beita þar sínu pólitiska ofstæki. — Á það bentu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í átökunum í bruna- málunum, en þá máttu Emil og félagar ekki heyra á það minnzt. Lokið brúarsmíði yfir Skaflá KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 5. nóv. — Síðast í júlí í sumar var hafin bygging á nýrri brú yfir Skaftá, skammt fyrir austan Kirkjubæjtjrklaustur. Nýlega er þessari brúargerð lokið — og var brúin tekin í notk- un um s. 1. helgi. Hún er gerð úr járnbentri steinsteypu. Aðalbrúin er 23 m löng milli stöpla, og auk þess er 6 m löng „höf“ hvoru megin. Þar að auki er 11 m langir brúar- vængir, svo að samfelld steypa með handriði er 46 m á lengd. Sunnan við brúna er steyptur 35 m langur garður. Myndar hann ytri kantinn á vegarbrugð- unni, þar sem ekið er upp á brúna. Garður þessi liggur yfir veginn að gömlu brúnni, og var því búizt við að umferð myndi teppast nokkra daga meðan verk- íhu væri að ljúka. Svo varð þó ekki, og má það þakka verk- hyggni óg dugnaði þeirra, sem að þessu hafa unnið. í allt þetta mannvirki hafa farið um 175 tonn af sementi og rúmlega 16 tonn af steypustyrkt- arjárni. — Vanalega unnu 12 menn við verkið. — Yfirsmiður var Valmundur Björnsson í Vik í Mýrdal. —Fréttaritari. — Morræna félagið Framhald af bls. 10 að undanförnu. Meðal þeirra er hin svonefnda vinabæjahreyfing, Sefn’þegar 'er áð riokkrú þokkf.' Eru þegar um 40 bæir á Norð-ti urlöndum þátttakendur í hreýf ingunni þar af 9 íslenzkir bæir.,: í stjórn Norrænafélagsins erri nú Guðlaugur Rosinkranz form., Páll ísólfsson, tónskáld, Gylfi Þ.’ Gíslason prófessor, Aðalheiðúr Jónsdóttir, kennari, Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, Vil- hjálmur Þ. GíslaSon, skólastjórj, óg Sveinn Ásgeirsson hagfræð- ingur. GÆFA FYLGIR trúlofunarhring unum frá Sigurþór Hafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið ná- kvæmt mál. — — Kvennasíða Framhald af bls. 7 inn sama málið og forn-íslenzk- an. Eru einnig lesnir kaflar úr fornaldarsögum Norðurlanda. Nemendur eiga kost á að leggja aðal áherzlu á norrænu til stúd- entsprófs, sem þ.eir síðan geta lagt stund á við norrænudeildir háskólanna. MÝVATNSSVEIT — ÆVINTÝRAHEIMUR — Hafið þér ferðazt eitthvað um hér ó íslandi? — Já, dálítið. íslenzk náttúra stórfengleg og sérkennilega fögur, ekki ósvipuð því er ger- Ú'sf í norðurhluta Noregs. Síð- ;astliðið sumar fór ég norður til Akureyrar og hafði ég mjög Tgaman af þeirri ferð, fór m. a. austur að Mývatni og varð þar hrifnari en orð fái lýst. Ég held áð ég hafi hvergi séð meiri nátt- úrufégurð en þar — að minnsta kösti er hún ólík öllu því, sem jég- hefi nokkurn tíma séð áður. V atnið, hraunið, fjallahringur- ínn, allír einkennilegu klettarn- ir — það var eins og ævintýra- heimur, óviðjafnanlegur og dá- sámlega fagur. — Gætuð þér hugsað yður að setjast að hér fyrir fullt og allt? — Eins og ég hefi áður sagt, þ:á kann ég Ijómandi vel við mig á íslandi. Og að minnsta kosti, segir Anne-Marie Hagen að lok- um, þá hefi ég fullan hug-á að Ijúka læknisnáminu hér við há- ,skólann — síðan sjáum við, hvað setur. sib. BhaldsfL júk fySgi sitt' LONDON 5. nóv. — íhaldsflokk- urinn jók fylgi sitt í aukakosn- ingum, sem fram fóru í gær í kjördæminu Vickham i Buck- inghamshire. Var beðið með eft- irvæntingu úrslitanna í kosning- um þessum, því að talið var að þær sýndu, hvort íhaldsflokkur- inn hefði tapað fylgi frá því hann vann sigur í allsherjarkosn ingunum s.l. ár. Frambjóðandi íhaldsflokksins Jay Hall náði kosningu að þessu sinni með 2100 atkvæða meiri- hluta, en meirihluti íhaldsflokks- ins í allsherjarkosningunum var 1753 atkvæði. — Reuter. — SfrætisYagnastj. Framhald af bls. 2 Til dæmis um ósamræmi það, sem á sér stað að því er varðar farþega strætisvagnanna annars vegar og farþega sem aka í einka bifreiðum hins vegar, viljum við benda á að oft erum við sjónar- vottar að því að um gatnamót aka t. d. 10—-20 bifreiðar með 1, 2 eða 3 farþega hver, á sama tíma og við verðUm að bíða með 50—60 farþega í strætisvögnun- um, horfandi á klukkuna og vit- andi það að farþegar okkar eru að verða of seinir til vinnu eða að þeir ætla að ná í annan vagn í annað bæjarhverfi, en missa af þeim vagni vegna þess hvo okk- ur er skorinn þröngur stakkur í umferðinni. BRÝN NAUÐSYN 1 FARÞEGANNA Nú myndi margur e. t. v. segja að hér væri aðeins um að ræða sjálfsfyrirhyggju vagnstjóra á strætisvögnunum, þ. e. að þeir væru að skapa sér betri tíma á endastöð. En þessu er ekki til að dreifa. Vagnstjórunum er fuil- komlega ljóst hversu farþegun- um er brýn nauðsyn á að komast leiðar sinnar. En hvað vagnstjór- unum viðkemur þá er starf þeirra unnið í einni lotu, auk þess sem sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp, að vagnstjórum er óheimilt að yfirgefa vagna sína á endastöð. Við væntum þess fastlega að háttvirt bæjarstjórn Reykjavík- ur taki mál þetta til rækilegrar athugunar með hliðsjón af því sem að framan segir.“ ‘Yagf! IÉÉPPILEGRI ENDASTÖÐ Síðari tillagan er á þessa leið: „Fundur haldinn í Strætis- vagnadeild bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils þ. 23. okt., Skúlag. 61, skorar á stjórn Reykjavíkur- bæjar að hraða því sem mest, að Strætisvögnum Reykjavíkur verði valinn heppilegri endastöð í Miðbænum heldur en nú er. Fundurinn vill benda á hversu mikla umferðarhættu þetta getur haft í för með sér, sökum mik- illa þrengsla á Lækjartorgi, sem stafar af ört fjölgandi strætis- vögnum. Tclur fundurinn að þetta mál þurfi afgreiðslu sem allra fyrst.“ ^talir í Grikklándi SEX manna ítölsk hernaðarsendi- Markús: t.'rxr ■ Efíir Ed Dod«L æ. f GOSH, JEFF, ANYÓNE WHO'D TAKE A BOAT THROUGH THE GRAND CANYON DESBGVES SIO.OOO... TNffT'S A DEffTH v_______ TRAP! íqogö —'TrwrÆm t0 árujC’ff- B WELL, TMEY'CE WITHDRAWING T| THEIR OFFEK NEXT WEEK " > ANYHOW...THEY COULDN'T FIND A GUY CPAZY ENOUGH TO TAfl/l C= TUC OAWVnM f M S VIVIAN, THE MORE I SEE LCT JASPER RANK. MY PLANS fi OF MARK TRAIL, THE BETTER \ FOR GETTING INtO THE CLUB i A 1 LIKE HIWi / HE‘S THE MAN , / AEE WOEKING VERY WELL... N FOÍZ CHERRY, HOT CRANE!/ VOU KEEP OUT OP IT ! 1) — Ég þekki Miklu-Gljúf- ur. Jafet og ég get vel um það ínefnd dvelst nú í Aþenu. Er það borið, að hver sem leggur sig í íyrsta hernaðarsendinefnd ítala, hættu með því að sigla niður ensótt hefur Grikkland heim um þau, hann á skilið 150 þúsund langan tíma. ___i krónur. Það sleppur enginn lif- andi frá þeirri þraut. 2) — Jæýa, fyrirtækið • ætlar að tak^ tilboð sitt aftuí í næstu viku. Það var enginn svo af goíl- unum genginn að hann hætti á þetta. 3) Á meðan. •— Vígborg. Eftir því sem ég heyri meira af þessum Markúsi, þeim mun betur geðjast mér að —Tm—- honum. Hann er maðurinn fyrir Sirrí, en ekki Jafet. 4) — Heyrðu Jósep minn. Fyr- irætlanir mínar með að komast inn í klúbbinn ganga eins og í sögu. Skiptu þér ekkert af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.