Morgunblaðið - 21.11.1952, Qupperneq 5
Föstudagur 21. nóv. 1952
MORGUNBLAÐIÐ
5 7
Ráðhúsbyggingin á ný á
dagskrá i bæjarstjórninni
p. Bent á hæðirnar ausfan Sjómannaskólans
B^GGING ráðhúss fyrir Reykjavíkurbæ og skipulagning á sér-
stökif Jtiverfi ýmissa opinberra bygginga bar á góma á fundi bæjar-
stjórnar í gær.
EKKI f MIÐS.’ENUM
Fulltrúai* Alþýðuflokksins
vöktu máls á þesap- Jón Axel
Pétursson taldi það- fyrirsjáan-
legt, að það væri nú oi'tSitf úrelt
tillaga, sem komið hafði franv' um
það að velja væntanlegu ráðhttsi
stað í Miðbænúm. Fyrirsjáanlegt
væri að búa þyrfti til nýjan mið-
bæ, eins og hann orðaði það, í
úthverfum Austurbæjar, og taldi
hann helzt koma til mála hæð-
irnar fyrir innan Stýrimanna-
skólann. Hann taldi nauðsynlegt,
að bærinn tryggði sér lóðir í
þéssu skyni þar. Bar hann siðan
fram tillögu þess efnis, að skipuð
skuli 7 manna nefnd til þess að
athuga og gera tillögur um stað-
setningu ráðhúss og nokkurra
annarra opinberra bygginga, og
skuli nefndin hafa lokið störf-
tim fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar 1954.
i
BENT HEFUR VEREÐ
Á 16 STAÐI
Borgarstjóri kvað ráðhúsmálið
oft hafa verið rætt í bæjarráði,
og snemma á þessu ári hafi hann
falið skipulagsnefnd að semja
greinargerð um þá staði, er hún
teldi koma til greina fyrir ráð-
hús. Hafi hún bent á 16 slíka
staði. Einkum taldi nefndin Von-
arstræti. heppijegt, og fyllt yrði
þá upp við norðurenda Tjarnar-
innar. Sá staður, sem nefndin
taldi næst æskilegan var fyi'ir
ofan grjótnám hafnarinnar.
i
ÓFORMLEG FYRIRSPURN
BORGARSTJÓRA
Borgarstjóri kvaðst eitt sinn í
lok bæjarráðsfundar nýlega hafa
spurt bæjarráðsmenn að því ó-
formlega hvar þeir helzt vildu,
að ráðhús yrði byggt. Einn þeirra
Vildi, að það yrði reist í norður-
enda Tjarnarinnar, einn inni á
Klambratúní, tveir á Háaleiti,
eða þar nálægt, og sá fimmti
hafði ekki tekið afstöðu. Taldi
Borgarstjóri að þessi skoðana-
könnun hans væri sýnishorn af
því, hve bæjarbúar væru skiptir
í málinu.
i/ ‘
HÆTT VAR VIÐ
SKÓLAVÖRÐUHOLTIÐ
Um 1920 hafi verið um það
rætt, að ráðhúsið yrði reist á
Skólavörðuholtinu, en frá því
var horfið þar eð þá þótti það
Of langt frá Miðbænum. Hins
Vegar munu margir vera þeirrar
skoðunar í dag, að æskilegt hefði
verið að Skólavörðuhæðinni
hefði verið haldið opinni, svo að
ráðhúsið hefði getað risið þar.
Borgarstjóri kvaðst ekki á þessu
Stigi vilja segja sínar persónu-
legu skoðanir um, hvar ráðhúsið
ætti að vera, en hann vseri mót-
íallinn því að taka hluta af
Tjörninni undir ráðhús.
Borgarstjóri kvað bæjarráð nú
myndi taka þetta mál til umræðu
á ný og kvaðst vona, að eigi
þyrfti að bíða þess Iengi, að mál-
ið fengi endanlega afgreiðslu.
Sýslumaður ísafjarð-
arsýslu heiðraður
ÍSAFIRÐI, 20. nóv. — í gser var
Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslu-
maður í Ísaíjarðarsýslu og bæj-
arfógeti á ísafirði, fimmtugur.
í tilefni þessa afmælis heimsóttu
hann fjöldi samstarfsmanna í
héraði og vinir hans og sátu þar
lengi dags í góðum mannfagn-
aði.
Voru honúm fluttar margar
ræður og árnaðaróskir og honum
þökkuð margþætt og mikilsverð
störf í þágu síns sýslufélags ög
bæjar. BáruSt þönum margar góð
ar gjafir, m. a. færði sýslunefnd
N.-ísafjarðarsýslu honum mál-
verk að gjöf og starfsfólk hans
borðlampa. Hvorutveggja góðir
munir.
Páll Pálsson, hreppstjóri að
Þúfum, færði honum gjöf sýslu-
néfndar og flutti honum þakkir
sýslunéfndar fyrir vél unnin
störf í þágu héraðsins og árnaði
honum allra heilla.
Sátu gestir þeirra hjóna lengi
við góðan fagnað og rausnar-
legar veitingar. —Fréttaritari.
Kuldabylgja
í Evrópu
LUNDÚNUM — Norð-austlægur
heimskautavindur hefur undan-
farið leikið um Vestur- og Mið-
Evrópú, svo að þar héfur kyngt
niður feikimiklum snjó auk þess
sem kuldinn hefur verið gífur-
legur.
í Skotlandi hefur frostið kom-
izt upp í 23 gráður á Celsíus. í
París hefur einnig snjóað allmik-
ið og í Ölpunum er nú þegar
kominn geysimikill snjór. ■—
Yfirleitt hefur verið 6—7 stiga
kuldi í Frakklandi undanfarið.
— Sömu sögu er að segja úr flest
um Vestur-Evrópulöndum; meira
að segja hefur þessarar kulda-
bylgju gætt suður eftir öllum
Ítalíuskaganum. Þar skjálfa menn
um þessar mundir úr kulda ekki
síður en annars staðar í Mið- og
Vestur-Evrópu. —Reuter-NTB.
Píanóténieiksr
Rögnvaldar Sigur-
jónssonar í Ausfur-
bæjarbíói
RÖGNVALDUR Sigurjónsson
hélt píanótónleika i Austurbæjar
bíói á vegum Tónlistarfélagsins,
mánudaginn 17. og miðvikudag-
inn 19. þ. m. Verkefnin voru eft-
ir Chopin og Prokofieff.
Rögnvaldi Sigurjónssyni eig-
um við það fremur öðrum að
þakka að við höfum átt kost á að
heyra hér dálítið af nýrri tónlist.
Á þessum tónleikum lék hann
sónötu eftir Rússann Prokofieff,
sem aldrei mun hafa heyrzt hér
áður og virtust áheyrendur taka
hénni mjög vel, enda er verkið
skemmtilegt, hægi kaflinn mjög
fallegur. Einnig voru á efnis-
skránni nokkur smærri verk
sama höfundar.
Það segir sig sjálft að tónleik-
ar sem ætlaðir eru stórum hóp
áheyrenda eins og meðlimir Tón-
listarfélagsins eru nú orðnir
verða að verulegu leyti að vera
valdir eftir eldri tónskáld, því að
slíkir hópar koma ekki á hljóm-
leika nema að litlu leyti til þess
að nema alveg nýja list, heldur
til þess að heyra nýja túlkun á
þeirri tónlist, sém þeir hafa að
meira eða minna leyti tileinkað
sér, en öllum má þó vera ljóst
jafnframt að menbirnir geta ekki
staðið í stað. Sá sem kýs að láta
fara svo vel um sig að hann vill
ekki leggja það á sig að freista að
kynnast þvi nýja í list síns tíma
er einnig dæmdur til þess að
missa sjónar á fegurð og gildi
þess, sem fyrri kynslóðir hafa af-
rekað. Listin er ekki með öllu ó-
tímabundið fyrirbæri á þann hátt
að eitt tónskáld geti samið tón-
list eða málari gert málverk fyrir
margar aldir. í höfuðatriðum lifir
hver einstaklingur, ef hann á
annað borð lifir einhverju and-
legu lífi, í mjög tímabundnum
heimi og umhverfi. Gefist hann
upp við að ná þar fótfestu, skilja
samtíðarlist, flosnar hann upp
með öllu og á hvergi athvarf í and
legum heimi. Að flýja frá samtíð
sinni er flótti frá lífinu sjálfu.
Túlkun Rögnvaldar á verkum
ýmissa samtíðarlistamanna er
mjög sannfærandi. Leikni hans
er örugg og glitrandi og virðist
njóta sín þar til fullnustu. Pro-
kofieff hefir lengi verið eitt af
eftirlætisskáldum hans, enda var
sá liður efnísskrí;'innar hápúnkt-
ur tónleikanna. Var listamannin-
um marklega fagnað.
Vikar.
Hlauf !2 þús. kr. sekf o§ missfi
58 vínfl&kur fyrir smyg!
í NÓTT sem leið komst tollvörúurinn á Akranesi,-Magnús Krist-
jánsson, á snoðir um að maður no.kkur hafði fengið eina flösku ai
víni um borð í Selfossi. Gerði ham,’ Þegar bæjarfógetanum, Þór-
halli Sæmundssyni, aðvart, en hann fy'rirskipáði toJlverði að fram-
kvæma tafarlausa leit í skipinu hátt AS lágt. ,
58 FLÖSKUR AF STERKUM 1
VÍNUM
| Fór tollvörðurinn? ásamt lög-
regluþjónum um 'bófð*'! Selfoss
og hófu þeir leitina. Lauk henni
með því að fundust höfðu 58
flöskur af sterku áfengi.
I Bæjarfógeti yfirheyrði við-
komandi aðilja þegar um riótt-
ina. Kom í Ijós að einn maður
átti vín þetta.
12 ÞUS. KR. SEKT
j Dómur í málinu var kveðinn
upp með morgninum. Allt vinið
j var gert upptækt til handa rikis-
sjóði og eigandi þess dæmdur í
12 þús. króna sekt._______
LUNDÚNUM, 20. nóv. — í
clag lýsti Eden, utanríkisráð-
- 1
sfæðlsmavina í Kjós-
arsýslu n.k. laugartf.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÁsGIÐ Þor-
steinn Ingólfsson I K,'ósarsýsl«
heldur héraðsmót að Fév'agsgarði
í Kjós langardaginn 22. nóv. og
hefst mótið kl. 10 e. h.
Ræður flytja þingmaður kjör-
dæmisins, Ólafur Thors, atvínnu-
máiaráðherra og Sigurður Bjarna
son, alþingismaður. — Skemmti-
herra Breta, yfír því á fundi atriði: Haraldur Á. Sigurðsson,
Allsherjarþingsins, að brezka' Alfreð Andrésson og fleiri sýna.
stjórnin væri fvlgjandi tillög-
um Indverja til lausnar Kór-
eudeilunni. — Reuter-NTB.
þætti úr Haustrevýunni.
Hljómsveit Halldórs frá Kára-
stöðum leikur fyrir dansi.
IMarm sýni sama sam-
takamátt og aðrar átvineustéttir
Bygging Blóðbankans
kostar 503 bús. krónur
j Bsrinn leggi fram helming keslnaðar
A FUNDI bæjárstjórnar í gær
var samþykkt að verja á næsta
ári um 279 þús. kr. til byggingar
Blóðbankans við Barónsstíg.
Borgarstjóri reifaði málið. —
Bygging Blóðbankans hófst fyri
ir tveimur árum. — Hér er á
ferðinni nauðsynlegt fyrirtæki,
Og komu þegar í byrjun fram
öskir um það, að bærinn greiddi
50% bygginga.rkostnaðar. Málið
hefir oft verið rætt í bæjarráði,
þar sem það fékk góðar undir-
•tektir bæjarráðsmanna. í Blóð-
bankanum verða aukin húsa-
kynni fyrir rannsóknarstofu Há-
skólans. Borgarstjóri upplýsti
síðan, að byggingarkostnaðurinn
við Blóðbankann sjálfan væri
558 þús. kr. og myndi því hlutur
Keykjavíkurbæjar verða 279 þús.
kr. Prófessor Níels P. Dungal,
sem verið hefur driffjöður þessa
nauðsynjamáls, hefur skýrt borg-
arstjóra svo frá, að það nægi, að
bæjarsjóður greiði þennan hluta
sinn á næsta ári. Það er ekki
gert ráð fyrir því, að bæjarsjóð-
ur taki neinn þátt í öðrum kostn-
aði við stofnun Blóðbankans en
byggingarkostnaðinum.
„Mímir" móhnælir
háskólafrumvarpinu
Á AÐALFUNDI Mímis, félags
norrænunema, sem haldinn var
mánudaginn 17. október 1952,
var eftirfarandi tillaga samþykkt
einróma:
„Mímir, félag norrænu-
nema, lýsir sig eir.dregið
mótfaliið frumvarpi því til
laga, sem nú liggur fyrir al-
þingi, um breytingu á lögum
nr. 21, 1. febrúar 1936, um
Háskóla íslands.
Félagið telur, að frumvarp
þetta, ef að lögum yrði, sé
til þess fallið að torvelda fá-
tækum nemendum nám enn
frekar en orðið er, og sér það
enga frambærilega ástæðu til
þess að prófa þá nemendur
þyngra en aðra, sem vegr.a
ytri aðstæðna geta ekki sótt
tilskilinn tímafjölda, eins og i
frumvarpinu felst. Af þessum
sökum skorar félagið á hæst-
virt alþingi að fella frumvarp
þetta.
Félagið mótmælir ennfrem-
ur þeim starfsháttum há-
skólaráðs að leggja frumvarp
þetta fyrir alþingi án vilja og
vitundar stúdenta.“
ALMENNUR fundur í Félagi
ísl. iðnrekenda var haldinn í
Þjóðleikhúskjallaranum s. 1.
laugardag. Formaður félagsins,
Kristján Jóh. Kristjánsson, setti
fundinn og bauð fundarmenn og
gesti velkomna, en gestir félags-
stjórnarinnar á fundinum voru
iðnaðarnefndir beggja deilda Al-
þingis, bankaráð Iðnaðarbanka
íslands h.f. og stjórn og framkv.-
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna.
Fundarstjóri var kjörinn H. J.
Hólmjárn.
! Fyrstur tók til máls Kristján
Jóh. Kristjánsson, en dagskrár-
mál fundarins var, iðnaðarmál-
in á Alþingi. Ræddi hann m. a.
um nauðsyn þess, að iðnáðaí-
stéttin sýndi sama samtakarríátt
og aðrar atvinnustéttir, til þ'éss
að koma fram réttmætum óskr-
um um fyrirgreiðslu af hálfu
löggjafans. Einnig fluttu fráíri-
söguræður þeir Páll S. PálsSóB,
framkvæmdastjóri F.Í.I, er raéddi
um iðnaðarbankann og lánsfjár;-
j þörf iðnaðarins, Björgvin Fr.ede-
riksen, form. Landssambands
1 iðnaðarmanna, er gerði • greiri
fyrir samþykktum síðasta -. iðu-
þings og skýrði viðhorf -Lands-
sambandsins til hinna ýmsu. iðn-
aðarmála á Alþingi, Magnus-.,yíg-
lundsson, ræðismaður, ræddi um
innflutningsmál iðnaðarins og
endurskoðun frílistans, Sveinn
jValfells talaði um frumvarp til
hlutafélaga.
Útbýtt var á fundinum fjölrit-
uðu yfirliti um iðnaðarmál, sem
nú eru á baugi á Alþingi, og
lýst afstöðu F. í. I. til þeirra.
j Að framsöguræðunum loknum
töluðu alþingisménnirnirGíslr;
Jónasson, Emil Joná'sson, Skúli
Guðmundsson og áteingrimur
Aðalsteinsson. Gerði hver um
sig grein fyrir áístöðu sinni til
ýmsra iðnaðarmála, er nú liggja
fyrir Alþingi og fylgdust fund-
aimenn með ræðum þeijra af
óskiptri athygli.
Ennfremur töluðu H. J. Hólm-
járn, Axel Kristjánssón og
Kristján Friðriksson. Fundurinn
var fjölsóttur af iðnrekendum og
fór hið bezta fram. Létu fundar-
menn í ljós ánægju sína ýfir þvi,
að fá tækifæri til þess að ræða
við og hlýða á mál þeirra þing
rrianna er valdir eru af þing-
■ flokkunum til þess að fjalla sér
staklega um iðnaðarmálin á Al-
þingi. (Fiá FÍI).
Hugulsemi
í GÆRKVÖLDI eftir vinnutíma
kom til mín bifvélavirki meJ
720,00 kr. að gjöf í lyftusjóð þann^
sem vistmenn hér stofnuðu fyrir
nokkru. Fjárhæð þessi var gjöf
frá , nokkrum starfsmönnum á
Bi|reiðaverkstæði Steindórs Ein-
arssonar. Mér þykir vænt um
þessa ræktarsemi í garð gamla
fólksins. Elli- og hjúkrunarheimil
ið Grund fær sjaldan gjafir, enda
er ekki leitað um fjárstyrk til
starfseminnar, en það gleður mig
ávallt, þegar ég finn samúð og
velvild fólksins og skilning þess
á því starfi sem hér er unnið.
Þessi gjöf sýnir, að mennirnir*
sem vinna við viðgerð á flutn-
ingatækjum •— bifreiðum —
skilja manna bezt hvers virði
það er að geta ferðast — ekki
aðeins í bifreið ■— heldur Og
einnig innanhús — í lyftum. Þeir
bera samúð í huga með gömla
og lasburða fólki, sem oft á erfitt
með stigagang og þess vegna
hafa þeir lagt fram rausnarlega
gjöf í lyftusjóðinn.
Flyt ég þeim alúðar þakkir vist
fólksins fyrir þessa hugulsemi.
Gisli Sigurbjörnsson.
1
Aðalfundur Verzlun-
armannafélags
Hafnarfjarðar "
AÐALFUNDUR Verzlunarmanna
félags Hafnarfjarðar var haldinn
10. þ. m. en starfsemi þess hef-
ur að mestu leyti legið niðri aS
undanfórnu. Nú er hins vegar
mikill áhugi meðal félagsfólks
um að eila sem mest félagsstarf-
ið og standa vörð um velferðar-
og*hagsmunamál verzlunarfólks.
í stjórn voru kosnir: Haraldur
Guðmundsson form og meðstjóm
endur Sævar Magnússcn, Jóhann
T. Bjarnason, Hrefna Árnadóttir
og Pálmi Ágústsson. Þá var kös-
ín launakjaranefnd og hlútu
kosningu: Kjartan Ólafsson,
Helgi Sigurðsson og Jón Pálma-
son.