Morgunblaðið - 21.11.1952, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. nóv. 1952
Guðm. Jónsson, skólasfjóri á Hvanneyri:
Nokkrar búfræðilegar nýjungar
úr ifianför í snmar
i i
SJAFNAR KE
Ibúðir til sölu
Þriggja herbergja íbúðir til sölu í húsi, sem lokið er
til fullnustu að utan. — Upplýsingar í síma 4768 eftir kl.
14 í dag og næstu daga.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 55., 56. og 58 tbl. Lögbirtingablaðsins
1952 á Mjölnisholti 14, hér í bænum, eign Ragnars Löv-
dahl, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans og tollstjórans
í Reykjavík, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 25. þ. m.
kl. 3 e. h.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
Fokhelt hús
Á fallegum og eftirsóttum stað í bænum, er til sölu
í glæsilegri villubyggingu, efri hæð og rishæð. Á
hæðinni eru fimm herbergi, eldhús og bað, í risi
fjögur herbergi, ásamt geymslu. Tilboð leggist inn
á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardagskvöld
merkt: Fokhelt hús —288.
*
P
Til sölu er eitt eintak af Munksgaards
„Icelandic Illuminated Manuscripts"
(Lýsingu íslenzkra handrita)
Tilb-oð óskast send’á afgr. Morgunblaðsins
merkt: „Illuminated“.
ÞAÐ er stundupi erfitt að átta
sig á því, hvað er nýtt og hvað
er gamalt, einkum fyrir þá, sem
ekki eru sérfræðingar í neinni
sérstakri grein. Ég mun þó freist-
ast til að segja frá nokkru af því,
er ég sá í utanför minni í júlíi
1952 og ég tel til nýjunga, þótt
ýmsir kunni að hafa veitt því
athygli á undan mér.
MOLDIN — l'LÖNTURNAR
Radioaktiv efni. Vísindamenn
hafa lengi velt því fyrir sér,
hversu.mikið af efnum jurtanna
væri frá áburði þeim, er jarðveg-
urinn fær og hversu mikið frá
moldinni sjálfri. Nú er slík rann-
sókn auðveld með svo kölluðum
„radioaktiv" efnu'm. Að þeim
rannsóknum sá ég unnið í Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku. „Rad-
ioaktiv“ fosfor hefur frumeinda-
þunga 32 í stað 31 hjá venjuleg-
um fosfor. R.adioaktivt köfnunar-
efni hefur frumeindaþungann 15
í stað 14 hjá venjuíegu köfnun-
arefni.
I tilraunum þessum er aðeins
noíuð radioaktiv efni sem áburð-
ur. Með sérstökum mælitækjum
er hægt að finna, hvvrsu mikið
er af „radioaktivum" efnum í
iurtinni. Þau stafa öll frá áburð-
inum. Finnist meira af fosfór og
köfnunarefni stafar það frá jarð-
veginum. Þessar rannsóknir eru
nýjar og enn lítið um árangur. Þó
má geta þess, að við Blangsted-
gaard tók jurtin 20% af fosfór
frá áburðinum, en 80% frá jarð-
veginum.
Næring gegnum blöðin. Fram
að þessu hefur verið litið svo á,
að jurtin fái næringarefni sín, að
kolvetni undanskildu gegnum ræt
urnar og því þurfi önnur nær-
ingarefni að komast að þeim.
Á síðustu árum hafa rannsóknir
sýnt, að jurtin getur tekið til sin
efni úr næringarupplausn, sem
sprautað er á blöð þeirra. Verk-
anirnar eru mjög örar og fram
yfir það, sem á sér stað við venju
i legan áburð. Enn eru þessar til-
Iraunir þó á frumstigi.
„Tensiometer“ eru mælitæki
• kölluð, sem mæla vatn það i jarð
veginum, sem er aðgengilegt fyr-
ir jurtirnar —loftrakavatn. Með
þessum mælitækjum er hægt að
segja fyrir um það, hvenær jurt-
irnar þarfnast meira vatns, þ.e.
hvenær þörf er á vökvun.
Þessi mælitæki sá ég í notkun
í Danmörku á tveimur stöðum.
Þau eru einföld og ekki mjög
dýr. Sennilegt þykir, að þau verði
, mikið notuð við jarðvegsrann-
1 sóknir og muni skýra betur en
i hingað til hefur verið hægt,
hvaða atriði það eru, sem hafa
áhrif á uppgufun vatns úr jarð-
vegi í sambandi við jarðvinnslu,
legu jarðvegs, sláttutíma o. fl.
Skjólverkanir.
Lengi hafa menn vitað, að skjól
hefur áhrif til aukningar á upp-
. skeru.
Nýjar tilraunir í Danmörku
^ virðast leiða í ljós, að bezt verki
eins konar rimlagirðingar. Vind-|
urinn má ekki stöðvast algerlega
við skjólgarðinn, því að þá ná
verkanirnar aðeins skammt. Skjól
garðurmn má því ekki vera alveg
þéttur. Liklegt má telja, að vcrk-1
anir skjóls verði á þann veg að
draga úr uppgufun vatns úr jarð
vegi og þar með minnka hitatap
jarðvegshis.
Útskoiun efna úr blöðum jurt-
anna. Ný.iar rannsóknir á Blang-
stedgaard í Danmörku benda til
i þess, að við regn geti talsvert
magn af efnurn, t. d. kalí þvegist
úr blöðunum og borist til jarð-
ar og síðar sogist upp í rótunum
aftur. Á þann hótt verður hring-
rás efna í jurtunum.
Upplausn tormelts fóðurs. Á síð
ustu stríðsárum gerðu Norðmenn
allmikið af því að 'láta hálm
liggja á lút í því skyni að gera
hann auðmeltari. Hálmurinn er
látinn liggja í lútnum í 1 sólar-
hring, síðan afvatnaður í 1—2
sólarhringa og hefur þá fóðurgildi
hans aukizt um helming.
Aukakostnaður við þetta er
ekki talinn verulegur. Þetta er
víða notað enn. Hér á landi not-
um við að vísu ekki mikinn hálm
til fóðurs. En hugsanlegt teldi ég,
að þessi aðferð gæti komið til
greina við sinuborna síðslægju
eða hrakið hey.
Á „Smábrukslærerskolen“ á
Sem eru nú í gangi allvíðtækar
tilraunir með að kynblanda tvö
hænsnakyn og fá fram 1. ættlið
(Fl) til varps. Sá ættliður er ekki
notaður til framhaldsræktunar á
stofninum. Upphaflegu kynjun-
um er stöðugt haldið hreinum og
aðskildum.
Þessi 1. ættliður verður oft
betri til varps en upphaflegu kyn-
in voru hvort fyrir sig (heterosis)
í Danmörku og Svíþjóð er það
algengt, að bóndi þarf til við-
halds stofninum að eiga jafn
mörg geldneyti og mjólkurkýr.
Þetta er ákaflega dýrt viðhald,
miklu meira en þekkist hjá okk-
ur og eykur kostnað við kúahald-
ið gífurlega. Orsökin er sjúkdóm
ar og að kýrnar haida illa.
Venjulega er ekki hægt að
þekkja sundur hana og hænur
fyrr en ungarnir eru um 6 vikna
gamlir. En til eru kyn, þar sem
á litarhætti unganna má sjá strax
og þeir koma úr egginu hvors
kyns þeir eru. Þetta er mikill
kostur, ef ekki borgar sig að ala
hanana til slátrunar.
Gott er að hafa í svínastíum
dálítinn afkima eða kassa, sem er
sérstaklega upphitaður, t. d. með
stórri ljósaperu eða litlum raf-
magnsofni. Grísirnir skríða þang-
að, og liggja því ekki alveg hjá
móðurinn nema rétt á meðan þeir
sjúga. Þetta minnkar hættuna á
að móðirin leggist ofan á þá. í
þessari litlu stíu má líka fóðra
þá sérstaklega.
Vénjulegir hreiðurkassar í
hænsnahúsum hafa þann galla, að
fleiri en ein hæna vill oft kom-
ast í sama hólf, án þess að rúm
sé nóg. Á Bellahöj-sýningunni sá
ég tvenns konar gerð af hreið-
urkössum, sem eru þannig út-
búnir, að þegar ein hæna er kom-
in inn í hvert hólf, þá lokast fyrir
það, þannig að fleiri hænur kom-
ást ekki inn, en sú sem inni er
getur sloppið út, þegar hún vill.
Þetta er einfaldur útbúnaður og
ekki dýr.
Víða erlendis eru kýr mjólkað-
ar úti allt sumarið og koma aldrei
í fjós þann tíma. Er þá hentugt að
hafa járngrind á hjólum, sem
hægt er.að flytja til kúnna eftir
því sem þær færa sig til á beit-
inni og binda þær við meðan á
mjöltun stendur. Á grindinni er
þá líka benzínmótor, sem knýr
mjaltavélarnar, ef ekki er hægt
að koma rafleiðslum við.
Hentugan mjaltastól sá ég í
Hollandi. Hann hvílir aðeins á
einum fæti, sem gengur niður úr
setunni miðri, en á henni eru ól-
ar, þannig að mjaltamaðurinn
spennir stólinn á sig og gengur
með hann meðan á mjöltum stend
nr.
Eftir upplýsingum, sem ég fékk
í Noregi mun A. I. V. sýra til
votheysgerðar kosta um 4% eyri
pr. fóðureiningu. Með gengis-
breytingu og flutningi hingað til
lands mundi kostnaðurinn hér
sennilega vera nálægt 12—15 aur
um á fóðureiningu eða 6—8 aurar
á hvers kg. af töðu. Auk þess
krefur sýrunotkunin talsverða
vinnu.
í Svíþjóð sá ég sérstaka gerð
af pappa, sem er sérstaklega
þykkur og sterkur. Allstórt verk-
færahús hafði verið byggt með
því að leggja þennan pappa á tré-
grind. Það var ekki fallegt að ut-
an, það var mjög ódýrt, aðeins
M—Vf> af verði venjulegra verk-
færahúsa. Þessi pappi er kallað-
ur „Panserboard". Verkfærahús
þetta var í laginu líkt og braggi
og pappinn notaður í hliðar og
þak.
Á sama stað (hjá dir. Örborn)
sá ég votheysturn úr aiuminíum.
Hann var upp kofninn helmingi
ódýrari en turnar úr tré eða stein
steypu. Utan um turn þennan var
trégrind til styrktar. Var hún
notuð við byggingu turnsins.
Byrjað var á turnbyggingunni
efst. Kom svo hver hringurinn
utan yfir annan niður eftir. Á
samskeytunum milli hringanna
gat runnið út safi úr heyinu, en
ekkert loft komst þar inn meðan
safi rann út. Samskeytin á hverj-
um hring verkuðu sem eins konar
vatnslás.
I Svíþjóð og Danmörku sá ég
votheysturna hlaðna úr plötum
og greyptar saman líkt og plægð-
ur viður. Mjög fljótlegt er að
gera slíka turna og sparast móta-
viður.
Athugandi fyrir okkur er sú
staðhæfing forstjórans fyrir til-
raunabúgarðinum í Asker í Sví-
þjóð, að kalkköfnunarefni verki
jafn vel og saltpétur miðað við
innihald af hreinu köfnunarefni,
aðeins ef áburðurinn er réttilega
notaður. í kalkköfnunarefni
(tröllamjöli) fæst köfnunarefni
oft ódýrara pr. kg. en í öðrum
tegundum áburðar. Tilraunastöðv
ar okkar ættu því að taka þetta
upp í tilraunir sínar, t. d. reyna
haustáburð með kalkköfnunar-
efni eða bera á mjög snemma að
vori til.
' Þá er mjög athugandi fyrir okk
ur sú ákvörðun Norðmanna að
láta hvert hérað hafa sinn bún-
‘Vðarráðunaut, alls um 500 tals-
ins, og styrkja þá starfsemi með
um % hlutum frá því opinbera.
f Noregi sá ég vermireit upp-
hitaðan með rafmagni. Leiðslum
var komið fyrir í pípum, sem lágu
eftir vermireitnum með ca 12 cm.
millibili. Leiðslurnar hituðu loft-
ið í nípunum ov það svo moldina.
Vafalaust mætti nota þetta hér á
landi við vermireiti eða lítil gróð-
urhús. þar sem rafmagn er ódýrt.
Beitirækt fer áreiðanlega í
vöxt víða í grannlöndum okkar.
Er þá notaður mikill áburður,
einkum köfnunarefni, og upp-
skeran eftir því. Slík framleiðsla
er talin mjög ódýr, t. d. í Svíþjóð
15 aurar á hverja fóðureiningu
(sænskir nen.).
Sæðmg búfjár fer mjög í vöxt
vtra. í Danmörku er sú aðferð
notuð við um 66% af öllum kúm
í landinu, í Hollandi við um 40%.
Framhald á bls. 11