Morgunblaðið - 21.11.1952, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. nóv. 1952 ^
í H
ADELAIDE
1 Skáldsaga eftir MARGERY SHARP \
I 1
tMmNimnmtfiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiMiimiifiimiiiniiiiiiiiiiiimMiniiiiiiiiifiimmiiiiiiiiifitiifimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiHiMiiMiMiiHiHtmiHiiiniiiiiiiiiiiiitiiiiiimiiiiiMiiiii*
Framhaldssagan 67
ekki vindil?“ spurði hún. „Þú get
ur talað við mig alveg eins og við
vern annan karlmann. Finnst þér
ekki kynferðismálin vera mjög
mikilsvert vandamál?“
Herra Culver stirnaði. Hann
hafði rétt höndina yfir í vindla-
öskjuna en höndin stöðvaðist
miðja vegu. Það var þó ekki
vegna spurningar frænku henn-
ar, heldur vegna þess að hann
heyrði að pósturinn var að ganga
upp stíginn heim að húsinu. Svo
var barið að dyrum og áður en
varði var Treff rokinn á fætur og
til dyra.
Það var ekkert bréf til hans,
aðeins kort, en það var ítalskt
frímerki á því.
„Amica mio, viltu láta Bumpus
eða Hatchards senda mér eitt ein-
tak af bókinni eftir Fowler Cox,
Oxford University Press, og einn-
ig annað sem hann hefur skrifað,
kærar kveðjur, M. Van Thal.“
Dodo var farin að leiðast biðin
inni í stofunni. Hún kom í dyrnar
til að gá að frænda sínum.
„Treff ....“, sagði hún.
„Haltu kjafti“, sagði Treff æst-
ur.
„Treff frændi! ....“.
Hann reyndi að ná stjórn á sér,
þegar hann sá undrunarsvipinn
sem kom á hana. Hann stakk kort
inu ! vasa sinn og reyndi að brosa
til hennar.
„Fyrirgefðu. En ég var einmitt
að komast að því að bréfin mín
hafa verið send í vitlaust heimilis
fang. Hvað varstu að segja?“
Dodo hikaði og óskaði þess að
hann mundi koma inn aftur og
setjast. En henni sýndist hann
vera að fara upp.
„Ég var að spyrja þig hvað þér
fyndist um kynferðismálin yfir-
leitt ....“.
„Kynferðismál'1. Treff brosti
aftur. „Heilbrigðir menn eyða
ekki of miklum tíma í að hugsa
um það. Konur og blóm eru
falleg. Hvorki karlmenn né bý-
flugur geta verið án þeirra. Mér
hefur persónulega alltaf fundist
býflugan skynsöm“.
Dodo horfði á hann alvarleg í
bragði. Þetta var sama platan sem
hafði verið spiluð upp aftur og
aftur. Án þess að segja eitt orð,
snéri hún sér við í dyrunum. Og
Treff Culver fór upp.
2.
Við morgunverðin næsta morg
un lék Alice á als oddi og sagði
frá hljómleikunum kvöldið áður.
Dodo og frændi hennar voru bæði
fremur þögul. Það var rigning úti.
Freddy Baker vopnaði sig regn-
kápu og regnhlíf þegar hann fór
til vinnunnar. Þegar hann var
farinn, lýsti Treff því yfir að
hann þyrfti líka að fara til borg-
arinnar.
„í þessu veðri. Hvaða vitleysa,
Treff“, sagði Alice. „Þú færð
kvef“.
Treff benti á það að hann hefði i
þegar fengið kvef.
„Þá versnar það“.
Treff stóð upp og hnerraði og j
spurði hvort hann mundi geta
fengið lánaða regnhlíf.
„Þú getur fengið mína“, sagði
Dodo, „en það er bara gat á
henni“.
„Úr því þú þarft að fara, því
fórstu þá ekki með Freddy? Held
urðu að þú komist ekki af með
að hringja?"
„Þú getur ferigið lánaða regn-
kápuna mína líka“, saeði Dodo.
„Hún er úr grænu silki“.
Það endaði með því að Treff
fór I sínum eigin frakka með tvo
trefla og regnhlif sem Hambro
gamli hafði áður átt.
Það var falleg silkiregnhlíf með
gylltum röndum.
,Hann týnir henni. Það veit
! ég“, sagði Dodo.
j Hún hékk aðgerðarlaus heima,
hringdi til Sonju, en það svaraði
enginn og loks fór hún inn í stof-
una til móður sinnar, hún sat þar
| við sauma. Dodo spurði hana um
greinarnar sem Treff frændi henn
j ar hafði skrifað og Alice tók þær
I upp úr skúffunni. Dodo settist
með þær á gólfið og las þær gaum
gæfilega.
Hún sá að birtar höfðu verið
eftir hann greinar um listir fjör-
um, fimm sinnum á ári og ekki
einu sinni það.
„Þetta getur ekki verið allt,
mamma?"
„Jú, það held ég“, sagði Alice.
„En ekki hefur hann lifað af
þessu“.
„Fólk leitar ráða til hans og ég
býst við að það hafi borgað hon-
um fyrir. Treff hefur alltaf getað
séð sér farborða ....“.
„Áttu við að hann hafi lifað á
kunningjum?“
„Dodo. Ég banna þér að ta^a
niðurlægjandi um frænda þinn“.
„Ég er bara forvitin“, sagði
Dodo. „Mig langar bara til að vita
hvernig hann hefur fengið nóg að
borða“.
Alice hafði líka siálf velt því
fyrir sér. Hún laeði frá sér saum-
j ana og hugsaði sig um.
„Ég he.vrði það einu sinni ....
' það var frú Ambrose sem sagði
mér það .... að þetta „Palasso"
sem Treff skrifaði frá væri ekki
I gistihús í venjulegum skilningi,
heldur væri það hús rikrar ekkju.
Ef til vill bjó Treff hjá henni . .“.
„Ég er viss um að hann hefur
búið hjá henni“.
„Dodo“.
„Hvað hefur hann lengi haft
það heimilisfang?“
„í mörg ár“.
„Þá er ég viss um að hann hef-
ur verið elskhugi hennar", nagði
Dodo æst. „Það væri eina afsök-
unin. Það getur ekki verið að
hann hafi búið þar án þ"ss að
vera elskhugi hennar .. Eg get
ekki hugsað mér að hann hafi
verið þar eins og köttur sem læt-
ur strjúka sér og færa sér rjóm-
ann. Og nú hefur hann yfirgefið
hana, vesalinginn, vegna þess að
hann hefur haldið að það væri
gaman að koma aftur til Eng-
lands. Mér finnst það andstyggi-
legt“.
Stundum kom Alice Baker
fólki á óvart, því hún átti það tii
að vera kjarnyrt og skýr í hugs-
jun. Nú leit"hún á dóttur sína og
sagði ákveðin:
„Þú ert ekki sjálfri þér sam-
kvæm. Þið unga fólkið eruð alltaf
j að tala um að eldra fólkið sé harð
gert. Ef Treff frændi þinn hefur
1 þegið gestrisni af konu í öll þessi
ár, án þess að sýna henni blíðu-
jhót, þá hefur hann sigrað kenn-
ingar ykkar, og þú ættir að dást
j að honum fyrir það. En ef þér
' finnst hugsjónir hans andstyggi-
legar, þá eru þínar það engu að
síður.“
| Dodo þagði. Eftir nokkra um-
' hugsun sagði hún:
„Við erum.öll harðger, mamma.
, Þá stöndum við jafn að vígi. Þessi
kvenmaður, sem Treff frændi hef
ur haft gott af er ef til vill hjálp-
arvana vesalingur, sem getur
ekki séð um sig sjálf“. |
Alice hafði vit á því að svara
engu. Dodo setti úrklippurnar í!
skúffuna aftur og fór út. Hún var
að reyna að viðurkenna ekki von
brigði fyrir sjálfri sér.
3.
Herra Culver stóð rennvotur
hjá Hatchards og var áð kaupa
bókina sem frú Thal hafði beðið
um. j
Þegar hann kom heim, hóstaði
hann og hnerraði á víxl. Hann
hafði fengið að vita það í bóka-
búðinni að herra Cox væri sjálf-
ur staddur á Ítalíu og mundi
verða þar fram á vor. Heimilis-
fang hans var í Pallazzo í Flor-
enee.
Alice lét Treff hátta, þegar
hann kom heim og það var stjan
að við hann í þrjá daga. Dodo var
bannað að koma nálægt honum.
Hún átti að sksr'a hálsinn vand-
lega oft á dag til að smitast ekki
og fara til að heimsækja frænku
sína, Ellen, og sýna áhuga sinn á
húsinu. „Maður skyldi halda að
þú ættir ekki eftir að búa þar“,
sagði Alice. „Þú sýnir engan
áhuga fyrir því“.
UJ
Hrói höfttur
snýr afftur
eftir John O. Ericsson
58.
Nú er ykkur frjálst að fara til Nottingham, sagði hann.
En reynir ekki að laumast inn í skóginn og bíða þar unz
dimmt er orðið. Dagsbirtan skal fá að skíha á skömm ykkar.
Annars liggja þrír af mönnum okkar í leyni hinu megin
við veginn. Ef annar hvor ykkar stígur spor í aðra átt, skul-
um við sjá um, að þið gleymið því ekki svo auðveldlega. |
Langen tók úr örvamal sínum ör með grágæsarfjöður á
og rak hana upp undir nefið á Normandímönnunum og
brosti um leið. Bróðir Tuck hafði einnig nokkur vel valin
orð að segja við þá að skilnaði. I
— Auðvirðilegu hrakmenni, sagði hann, og var auðfundið,
að honum létti við að geta sagt það. Nú berið þið það þó
greinilega og ótvírætt utan á ykkur hvers konar menn þið
eruð. Og allar manneskjur, karlar sem konur, munu hlæja
að ykkur, hvar sem þið farið. Nú geta allir séð hvað Hrói
höttur gerir við þá samvizkulausu ágirndarpúka, sem æða
eins og úlfar gegn hinum hjálparvana og féfletta fátækl-
ingana inn að skinninu. í dag geta allir hlegið, sem eru ekki
nógu öflugir til að reka sjálfir réttar síns gegn hinum vold-
ugu, því að nú vita þeir, að það eru til menn, sem vilja
hjálpa þeim.
— Og þú gráðuga skriðlús, sem útsýgur bóndann og dirf-
ist að leggja saurugar krumlurnar á frjálsa menn. Hér sneri
bróðir Tuck sér að Stork, sem stóð albúinn að flýja leiðar
sinnar, en gat það ekki, því að Litli-Jón stóð fyrir honum
og varnaði honum þess. — Þiggðu kveðjukoss af eina kjaft-
inum, sem hefir nokkurn tíma þráð að kyssa þig. Verðir
þú nokkrn tíma á vegi mínum framar, hengi ég þig upp
í belti þit.t. Snæri er of gott handa þér, hrakmennið þitt.
Strauvélarnar
fyrirliggjandi
Verð kr. 1.990.00
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
HEKLR M/F.
Skólavörðustíg 3. — Siml 4748.
Ný sending af
kápum
ftekin upp i dag
3Mur /,/
Ausfturstræti 10
Eftirsóftftu
strigaefmn
í fjölbreyttu úrvali.
Verð kr. 26,40 meterinn.
K
4
llMIIIIMIMMMMIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMMMMimilllllMIMIIIIIIII