Morgunblaðið - 28.11.1952, Blaðsíða 8
MORGUIVBLAÐltí
Föstudagur 28. nóv. 1952
Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
t lausasölu 1 krónu eintakið
Fjárlögin í deiglunni
FJÁRLÖGIN eru nú í deiglunni
á Alþingi. í rúmlega einn og hálf-
an mánuð hefur fjárveitinga-
nefnd setið að störfum. Hún hefur
að vanda lagt mikla vinnu í að
afla upplýsinga um rekstur rík-
isins og einstakra stofnana þess.
Samkvæmt frv. til fjárlaga
fyrir árið 1953 voru tekjurnar
áætlaðar tæplega 388 millj. kr.
Er það um það bil 12 millj. kr.
hærra, en þær voru áætlaðar á
f járlögum yfirstandandi árs. Hins
vegar urðu tekjur ársins 1951
samkvæmt ríkisreikningi samtals
kr. 413.5 millj. eða 115.5 millj.
kr. hærri en áætlað var í fjárlög-
um það ár. Rekstrarútgjöld urðu
á þvi ári 304.5 millj. kr. og rekstr-
arhagnaðurinn því rúmlega 109
millj. kr.
Greiðslujöfnuður varð hagstæð
ur á árinu um rúmar 59.3 millj.
kr. Því fé, var eins og kunnugt
er, að mestu ráðstafað til ýmissa
nauðsynlegra framkvæmda í
landinu, svo sem til bygginga
smóíbúða, iðnaðarbanka, skóla,
og hafnarframkvæmda o. fl.
Ef athuguð er fjárhagsaf-
koma ársins 1951, kemur í ljós,
að í lok októbermánaðar voru
tckjur ríkissjóðs orðnar 318
millj. króna. Á sama tíma í ár
voru þær orðnar 316 millj.
króna. Fjárveitinganefnd ger-
ir ráð fyrir að heildartekjurn-
ar á þessu ári verði um 411
millj. króna, eða 35 millj. kr.
hærri en áætlað var.
I lok októbermánaðar s.l. voru
rekstrarútgjöld orðin 263 millj.
króna, eða tæpum 30 millj. kr.
meira en á sama tíma og í fyrra.
Hins vegar voru þau 47 millj. kr.
lægri en tekjurnar á sama tíma.
Enda þótt auðsætt sé, að rekst-
ursafkoma ríkissjóðs verði engan
vegin eins góð á þessu ári og s.l.
ári, er þó auðsætt af þessum töl-
um, að hún verður að teljast
sæmileg. Óhætt er að gera ráð
fyrir að nokkur greiðsluafgangur
verði.
hækkanir ná fram að ganga,
hlýtur það að hafa þau áhrif,
að útgjöld fjárlaga hækki um
milljóna tugi. Þeim útgjalda-
auka yrði ekki hægt að mæta
nema með öflun nýrra tekna,
hækkun skatta eða tolla. Um
það ríkir hins vegar naumast
ágreiningur, að opinberar álög
ur séu nú orðnar það háar, að
ekki sé á bætandi.
Á síðasta þingi var líka um það
rætt, að undirbúa endurskoðun
skattalaga, með það fyrir augum
að koma skaplegri skipan á
skattheimtu ríkisins. Sjálfstæðis-
menn höfðu forystu um tillögu í
þessa átt. Vitað er að nefnd hefur
setið á rökstólum s.l. sumar til
athugunar þessu máli. En árang-
urinn af starfi hennar sézt hvergi
ennþá. Allt situr við það sama í
skattamálunum. Fjárlagafrum-
varpið byggist á sömu tekjustofn-
um og áður. Frá fjármálaráðherr-
anum sjást engar tillögur um al-
mennan sparnað í ríkisrekstrin-
um, eða lækkun skatta.
Það skal fúslega játað, að
samdráttur ríkisbáknsins, sem
undanfarna áratugi hefur ver-
ið að þenjast út, er engan veg-
inn auðunnið verk. En nokkru
mciri viðleitni í þá átt mætti
þó gjarnan verða vart hjá
þingi og stjórn.
íPrag
Samkvæmt tillögum fjárveit-
ingarnefndar er gert ráð fyrir að
tekjuáætlun fjárlagafrv. hækki
samtals um 9.7 millj. kr. Hækkun
þessi sprettur þó ekki af því, að
nefndin leggi til að tollar og
skattar verði hækkaðir. — Hún
hefur hins vegar breytt áætlun-
inni nokkuð, til samræmis við
niðurstöðurnar á þessu ári. Ef
litið er á gjaldaliðina, hefur frv.
hækkað um rúmar 8 miilj. króna
í meðferð fjárveitinganefndar. Er
þar gert ráð fyrir að rekstrar-
hagnaður verði 37.6 millj. kr., en
greiðslujöfnuður á sjóðsyfirliti
hagstæður um 2.1 millj kr.
Óhætt er að fullyrða að þetta
verði ekki endanlegar niðurstöðu
tölur á fjárlögum ársins 1953. —
Fjárveitingarnefnd skýrir sjálf
frá því í nefndaráliti sínu, að hún
hafi ekki að fullu lokið tillögum
sínutn um breytingar á 18., 20.
og 22. grein. Kveðst hún taka þær
til athugunar- fyrir þriðju um-
ræðu. Auk þess koma svo breyt-
ipgartillögur frá einstökum þing-
mönnum. Má gera ráð fyrir að
einhverjar þeirra nái samþykki.
★
Loks er svo þess að geta að
ef hinar stórfelldu kröfur
verkalýðsfélaganna um kaup-i
NIÐURSTAÐA réttarhaldanna í
Prag hefur orðið svipuð og ráð
var fyrir gert. Hinir ákærðu
kommúnistaforingjar hafa flestir
verið dæmdir til dauða. Höfuð
þeirra verða látin fjúka. Þannig
gengur lífið í þeim löndum, sern
njóta „friðar“ og „öryggis“
sovétskipulagsins!
Meðal hinna dauðadæmdu eru
eins og kunnugt er menn, sem
gegnt hafa æðstu virðingar- og
trúnaðarstöðum innan kommún-
istaflokks Tékkóslóvakíu. Sjálfir
höfðu þeir staðið fyrir „hreins-
unum“ innan flokks síns. En
allt í einu er röðin komin að
þeim sjálfum. Þeir voru gripnir,
settir í fangelsi og sviftir völdum
og áhrifum. í blöðum kommún-
ista um allan heim voru þeir
stimplaðir sem „svikarar'* og
„njósnarar".
Gyðingaofsóknir
leppríkjuan Rússlands
KOMMUNISTARETTAR-
HÖLDUNUM í Tékkóslóvakíu
er nú lokið, eins og kunnugt
er, og er ekki annað sýnna en
að kommúnista forsprakkarn-
ir vinni öllum árum að því,
að gera samtök Gyðinga í
Austur-Evrópu ábyrg fyrir
þeim Titóisma, sem nú virð-
ist mjög fara í vöxt austur
har.
í miðjum réttarhöldunum gerð
ist sá furðulegi atburður, að
foringi kommúnistaflokks ísra-
els, Mardochai Oren, skaut skyndi
lega upp kollinum í rétíarsaln-
um til að bera vitni gegn Slanskí.
r
n
samkvæmt áætlun
Skjótt hefur sól brugðið sumri.
Það má nú segja. Það er skammt
á milli æðstu valda og högg- j
stokksins í löndum „alþýðulýð-
ræðisins".
Er ekki eitthvað rotið í þjóð- !
félögum slíks réttarástands? —
Áreiðanlega. — Sannleikurinn
er auðvitað sá, að „hreinsanirn- j
ar“, fangelsanirnar og aftökurn- '
ar í löndum kommúnista eru ■
greinilegasta vitnið um það nið- !
urlægingarástand, sem þar ríkir.
Jafnvel æðstu menn kommún-
istaklíkunnar eru hræddir hver
við aðra. Öðru hverju eru nokkr-
ir drepnir. En enginn veit, að
hverjum röðin kemur næst. Nú
er jafnvel rætt um að sjálfur;
Gottwald kunni að verða næsta j
fórnardýrið í Tékkóslóvakíu. 1
búðum kommúnista, leysta úr
haldi. Síðan hefur ekkert af hon-
um spurzt, fyrr en nú, að hann
birtist í einum andstyggilegasta
réttarsal heims austur í Prag.
FENGU EKKERT SVAR
í sumar, sem leið, spurðist
ísraelsstjórn fyrir um það í Prag
hver örlög hans hefðu orðið, en
fékk ekkert svar. — Hins veg-
ar var Óren einn þeirra, sem gaf
„játningu", enda þótt hann væri
ekki nema vitni og sagðist hafa
farið þessa ferð í því skyni að
reka njósnir fyrir Zíónistasam-
tökin og verið handtekinn af
þeim sökum.
LÉK HLUTVERK SITT VEL
Hins vegar lék hann hlutverk
sitt í hinum kommúniska grín-
leik með hinni mestu prýði, og
lýsti því m. a. yfir, að það hefði
verið varautanríkisráðherra Júgó
slavíu, Alez Bebler, er fyrstur
hefði skýrt honum frá svikastarf-
semi Slanskís. Árið 1943 hefði
svo júgóslavneski utanríkisráð-
herrann staðfest þessi ummæli
í hans viðurvist og bætt því enri
fremur við, að Títóismanum hefði
vaxið ásmegin í Austur-Evrópu-
löndunum. Sagðist utanríkisráð-
herrann hafa þessar upplýsingar
frá Slanskí, en sendiherra ísraels
í Prag, Avríel Ehuda, hefði kom-
ið þeim til sín.
Óren skýrði enn fremur frá
því í þessari „játninga“-ræðu
sinni að honum væri kunnugt
um það, að margir stjórnmála-
menn í Vestur-Evrópu, þ. á. m.
Morrison, fyrrum utanríkisráð-
herra Breta, hafi skipulagt und-
! irróðursstarfsemi í Tékkóslóva-
kíu í því skyni að kollvarpa hinni
kommúnisku „lýðræðisstjórn"
landsins.
ALLSKYNS „JÁTNINGAR".
Eins og kunnugt er, hafa sak-
borningarnir „játað" sekt sína
hver í kapp við annan. Hafa þeir
„játað" á sig Títóisma, Zíonisma,
njósnastarfsemi og alls kyns
föðurlandssvik. En þó má segja,
að „játningar" Clementis, fyrrum
utanríkisráðherra tékknesku
kommúnistastjórnarinnar hafi
vakið einna mesta athygli um
heim allan.
„ÉG ER SVIKARI“
Clementis komst m. a. svo að
orði:
„Ég er svikari. Ég er njósnari.
Ég hef alltaf verið afturhalds-
seggur. Þegar í æsku var ég
borgaralegur þjóðernissinni. Ég
hef alltaf reynt eftir megni að
innleiða kapitalismann í Tékkó-
slóvakíu. Ég hef æ ofan í æ lát-
ið erlendum sendimönnum ýmis
leyndarmál í té. Þegar ég var í
Lundúnum 1939 komst ég í sam-
band við njósnahring, sem ég
hef alltaf haft samband við síð-
an.Ég var alltaf andvígur samn-
ingnum, sem Stalín gcrði við
Hitler á sínum tíma“. — Og
trainnaiu a bls. 12
Velvakandi skrifcn:
ÚS DAGLEGA LÍFINU
Óren þessi hvarf á dularfullan
hátt fyrir einu ári, er hann var á
ferðalagi fyrir austan járntjaldið
i þeim tilgangi að reyna að fá
Gyðinga, sem verið hafa i faoga-
Skautasvellið
á Tjörninni
ÞAÐ er komið svell á Tjörnina
og krakkarnir eru komnir á
skauta. Hundruð unglinga renna
sér um sléttan ísinn, gleypa gol-
una og sækja þrek og yndi í úti-
veruna.
Fáar íþróttir eru eins hollar og
skemmtilegar og skautaíþróttin.
Það er ekki mikil hætta á að fólk
ofreyni sig á skautum. Aðalatrið-
ið er að renna sér sem léttilegast
áfram. Þeir, sem geta leika alls-
konar listir, fara í hringi, renna
sér aftur á bak og rispa stafina
sína í svellið.
En þótt Tjörnin sé grunn er þó
rétt að ganga þar varlega um
gleðinnar dyr, sérstaklega fyrir
iitla stráka og stelpur. ísinn er
misjafnlega sterkur og er enginn
gamanleikur að detta í vatnið í
frosti. Farið þess vegna varlega,
krakkar mínir, og búið ykkur
líka vel. Kuldaboli getur verið
anzi hrekkjóttur.
Hreyfing á
handritamálinu
EINHVER hreyfing er að kom-
ast á handritamálið við Eyr-
arsund. Er nú næstu daga von á
frumvarpi frá Hvidberg, mennta-
málaráðherra, um ákveðnar til-
lögur í málinu.
Fréttaritari Mbl. í Kaupmanna-
höfn hefur skýrt frá því í frétta-
skeyti, að Berlingatiðindi hafi
látið þau orð falla fyrir skömmu,
að meirihluti danska þingsins
vildi að öll handritin yrðu af-
hent íslendingum.
Þetta þykja mér góðar fréttir
og má vera að sannar séu.
Meðal danskra stjórnmála-
manna hefur ríkt vaxandi skiln-
ingur á þessu máli. Er það áreið-
anlega ekki hvað sízt því að
þakka að margir danskir stjórn-
málaleiðtogar hafa komið hingað
til lands hin síðari ár. Þeir hafa
kynnst bæði íslenzkum stjórn-
málamönnum og menntamönn-
um og fundið þann einlæga á-
huga, sem hér ríkir meðal al-
mennings fyrir endurheimt
hinna fornu þjóðardýrgripa.
Hafa kynnst landinu
ÞESSIR norrænu frændur okk-
ar hafa einnig kynnst land-
inu, Sögueyjunni, eins og ísland
er oft nefnt á Norðurlöndum. —
Koma þeirra hingað hefur skapað
þeim skilning á því, að hér er
vagga norrænna fræða. Hér hafa
flest handritin verið skráð og
varðveitt þangað til umkomu-
leysi þjóðarinnar varð þess vald-
andi að þau voru flutt úr heima-
högum sínum.
Ástæffa til bjartsýni
MEÐAL þeirra manna, sem
hingað hafa komið og
kynnst afstöðu fslendinea í hand-
ritamálinu er einmitt Flemming
Hvidberg, núverandi mennta-
málaráðherra. Hann kom hingað
á fund Norræna þingmannasam-
bandsins, sem hér var haldinn
sumaríð 1947. Hvidberg hefur
sjálfur sagt frá því, að dvöl sín
hér hafi veitt sér aukið útsýni og
skilning á handritakröfum ís-
lendinga.
Ýmsir aðrir merkir stjómmála-
menn, svo sem Hans Hedtoft,
leiðtogi jafnaðarmanna, og Ole
Björn Kraft, einn af dugmestu
forystumönnum íhaldsflokksins
danska, hafa einnig komið fram
af velvild og drengskap gagnvart
okkur í þessu máli. Nokkur á-
stæða er því til bjartsýni um úr-
slit handritamálsins í danska
þinginu.
Um það þarf hins vegar ekki
að fara í neinar grafgötur, að
ýmsir af prófessorum og forvígis-
mönnum Hafnarháskóla eru eng-
an veginn eins frjálslyndir og
sanngjarnir í okkar garð og
stiórnmálamennirnir í Ríkisdeg-
inum.