Morgunblaðið - 16.12.1952, Síða 2

Morgunblaðið - 16.12.1952, Síða 2
2 1 MÓRGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1952 ] Vk*A- Prl^íttCr\: ii eftlrlit með arekstzi ríkis- stdnona aikilks Frumvarp irá Gísla Jénssyni ILACT var fram á Alþingi í gær frumvarp frá Gísla Jónssyni og fjailar það um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana. Áður hfcfur Gísli hreyft svipuðu máli á þingi, en frumvarpið mun nú fram borið sökum niðurstaða þeirra, er fjárveitinganefnd afiaði sér tím óhagsýni í rekstri ýmissa ríkisstofnana, viðvíkjandi samningu 1 járlagafrumvarpsins. Er frumvarp þetía hið merkasta og verður að nokkru rakið hér á eftir, svo og hluti greinargerðar. SJA OG GA ! Setja skal á stofn eftirlit með •Cpinberum rekstri. Hlutverk þess er: 1. Að hafa eftirlit með rekstri ■ ríkisstofnana og starfsmanna j ríkisins, starfsmannahaldi, I vinnuafkösttim og vinnuskil- yrðum þessara aðila. 2. Að leiðbeina ríkisstofnunum : og ríkisstarfsmönnum um starfstilhögun og mannahald. j 3. Að gera tillögur til ríkisstjórn- ar og Alþingis um bætta starfs- tilhögun og breytt skipulag og sparnað, eftir því sem við verð 1. ur komið, þar á meðal niður-! 1 lagningu eða sameiningu stofn ana eða starfa. T' -á RÁÐSMAÐ L'IÍINN SÉJJNGMAÐUR M 2. fundi fjárveitinganefndar Aiþjngis, sem haldinn er að af- stöfjnum almennum alþingiskosn- ingym, kýs nefndin eftirlitsmann ijneð rekstri ríkisins og ríkisstofn- ana, Til starfans má aðeins velja Jnngmann, sem kosinn hefur ver- «5 lögmætri kosningu og tekið hefur sæti á Alþingi. ! Fjárveitinganefnd ákveður eft- Irlitsmanni nauðsynlegt starfslið Og skrifstofukostnað. Skrifstofustjórar stjórnarráðs- ins, ríltisbókari, endurskoðendur •Og forstöðumenn ríkisstofnana, aeiTT heyra beint undir ráðherra, skulu vera eftirlitsmanni til ráð- gjáíar í störfum hans, og getur hgpi kvatt þá einn eða aila til feameiginlegra fundarhalda um ■tiitekin málefni. Rikisstofnunum og einstökum starfsmönnum ríkisins er skylt að veita eftirlitsmanni hverjar þær upplýsingar, sem hann þarfnast vegna starfa síns. Ber þeim að hafa fullt samstarf við hann um hvað eina, sem mætti verða til }>ess, að reksturinn gæti orðið sem hagkvæmastur fyrir ríkis- sjóð. UMBÓT EFTIRLITSMANNS Fjárveitinganefnd skal láta eft irlitsmanni í té allar þær upp- lýsingar um rekstur ríkis og ríkis stofnana, er til hennar berast á ^ hverjum tíma, og ieyfa honum aðgang að öllum gögnum þar aðj lútandi. Skal eftirlitsmaður vera nefndinni til aðstoðar um öll þau tnál, er lúta að sparnaði í rekstri rikis og ríkisstofnana, og sitja fundi nefndarinnar, þegar hún óskar þess. Hann skal enn frem- ur vera ríkisstjórninni til aðstoð- •ar við samningu fjárlagafrum- varps ár hvert. Nú telur eftirlitsmaður, að ■cmbætti eða ríkisstofnun mætti Starfrækja með meiri hagsýni en gert er, eða honum þykir rétt að sameina embætti eða stofnanir ■eða leggja niður, og skal hann þá ræða þessi mál við viðkom- andi aðila og leita eftir samkomu lagi við þá urn breytta starfs- tilhögun til hagsbóta fyrir ríkis- sjoð. Takist ekki samkomulag við ■aðila um bætt rekstrarfyrirkomu Jag, skal eftirlitsmaður leita að- stoðar ráðuneytanna um að koma á umbótum. Beri það hins vegar cngan árangur, skal eftirlitsmað- lii’ leggja fyrir fjárveitinganefnd ásamt skýrslu um gang þess og tillögum sínum til umbóta. RÁÐSMAÐLR RÆBLU EMBÆTTLM Eftirlitsmaður getur einnig hvenær sem er gert tillögur beint til fjárveitinganefndar, þegar þing situr, um endurbætur á rekstri einstakra embætta eða stofnana ríkisins. Nýja stofnun má ekki setja á fót nema með lögum. Áður en það er gert, skal leita umsagn- ar og tillagna eftirlitsmanns. Sama gildir, ef stofna skal nýtt embætti eða fjölga skal starfs- mönnum í embætti eða stofnun- um ríkisins. GREINAEGERÐ Á Alþingi 1948 bar þáverandi fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, fram stjórnarfrv. um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana (138. mál, þskj. 358). Náði frv. þctta samþykki efri deildar og komst auk þess til 3. umr. í neðri deild, en fékk þar ekki endanlega afgreiðslu: í meginatriðum hafði frv. ekki tek- ið öðrum breytingum í meðferð þingsins en þeirri, að samkv. 2. gr. frv. eftir 2. umr. í Nd. (sjá þskj. 727) skyldi fjármálaráð- herra setja mann til forstöðu fyr- ir eftiríitsdeild til reynslu 1 eitt ár, eftir þann tíma gat forseti íslands skipað hann, en þó þvi aðeins að allir ráðherrar væru sammála um að leggja til, að svo yrði gert, í stað þess að gert var ráð fyrir því í frv. upphaf- lega, að forseti íslands skipaði manninn strax eftir að lögin tækju gildi. Á þessa breytingu gat þáverandi ráðherra ekki fall- izt, og náði frv. þvi aldrei fram að ganga. SPARNAÐARNEFND Árið áður en framangreint frv. var borið fram, hafði sparnaðar- nefnd, er skipuð var til að at- huga, á hvern hátt koma mætti við sparnaði í rekstri ríkisins og ríkisstofnana, bent á, að nauð- synlegt væri að koma á víðtæk- um sparnaði í rekstrinum, en frumskilyrði fyrir því, að svo mætti verða, væri það, að komið yrði á stofnun, er hefði því hlut- verki að sinna, að frv. ætlaðist til. Um þetta atriði varð heldur enginn ágreiningur, heldur um hitt, hvernig velja skyldi þann mann, sem hafa skyidi forustu í þessum málum og vald til að koma umbótum á. Síðan frv. það, sem að framan greinir, var fram borið, hafa mörg rök hnigið að því, að nauð- syn beri til þess að koma á því eftirliti með rekstri rikis og ríkis- stofnana, sem þá var einróma álit þingmanna, að koma ætti á. Svo áð segja daglega er upplýst um ný og ný atriði, sem viðkomandi aðilar eru gagnrýndir fyrir, ýmist í sambandi við afgreiðslu fjár- laga, í fyrirspurnatímum í Sþ. eða í umræðum um einstök mál, og nú síðast eru gefnar upp í nefndaráliti meiri hl. íjárveitinga nefndar margvíslegar tölur, sem sýna, hversu það er orðið afar aðkallandi, að hér sé haft á meira eftirlit en unnt er að koma við með óbreyttu fyrirkomulagi. Þá má einnig benda á athugasemd- ir endurskoðenda ríkisreikning- anna, sem árlega benda á ýmsar misfellur í rekstri ríkis og ríkis- stofnana, sem áreiðanlega mætti mjög draga úr með meira eftir- liti. Þjóðin gerir sí og æ hávær- ari kröfur um samvizkusamleg- an pg gætinn fjármálarekstur ríkisins og trúir því ekki, eftir að hafa hlustað á oft og tíðum rétt- láta og sanna gagnrýni á með- ferð ríkisfjár, að ekki sé unnt að koma við endurbótum og sparn- j aði í rekstri ríkis og ríkisstofn- ana. Af margra ára starfi mínu í fjárveitinganefnd er ég þess fullviss, að eftirlit með rekstri ríkis og ríkisstofnana á þann hátt sem gert er ráð fyrir í frv. þessuý mundi marka nýja og holla stefr.u í sambandi við meðferð ríkisfjár og verða til þess að koma á stórfelldum umbótum í rekstrinum til hagsbóta fyrir ríkissjóð. EÍKIÐ GANGI Á UNDAN Það er nú að verða öllum ljóst, að kapphlaupið Um hærri laun 1 og minni vinnu leiðir þjóðina ékki út úr þeim erfiðleikum, sem að henni steðja nú á öllum svið- um, og í sambandi við lausn þeirra vandamála er bent á réttilcga, að ríkissjóði beri að hafa forustu um, að snúið sé við á þeirri braut, sem farið hefur verið lengra og lengra inn á, að hækka laun eftir ýmsum leiðum langt fram úr því, sem lög heimila, og gera á þann hátt all- an rekstur ríkis og ríkisstofnana margfalt dýrari en ella. Þess er því vænzt, að þingmenn sjái, hversu óhjákvæmilegt það er að hefja hér nýja sókn til umbóta á þessum málum, en ein leiðin til þess er að samþykkja frv. það, sem hér um ræðir. Lífið í Túnis er nú smáín samsn að færast í eðlilegt horf eftir óeirð- irnar, sem þar urðu á dögunum. Hersveitir voru þá kvaddar á vett- vang og bældu þær niður óspektirnar. — Myndin hér að ofan er frá hinu blóðuga uppþoti í Casablanca. Gúmmislöngu er slegið um fótlegg helsærðs innfædds hermanns, mitt í bardaganum við hina arabisku þjóðernissinna. auna og visitafan í TII.EFNI af deilum þeim, sem orðið hafa bæði í útvarpsumræð um frá Alþingi og blöðum út af töflu um kaupmátt tímakaups Dagsbrúnarmanna í bók minni „Þjóðarbúskapur íslendinga" langar mig til þess að taka eft- irfarandi fram til skýringar: Allar tölurnar er sýna kaupmátt launanna frá 1938—51 eru reikn- aðar út á sama grundvelli, þ. e. vísitölu framfærslukostnaðar og tímakaupi í jan.—marz 1939. e tveggja Sjálfstæliæi söiii þjóð- og kirk|u]arla EFTIRFARANDI tillaga til þingsályktunar um sölu þjóð- og kirkju- jarða var lögð fram á Alþingi í gær. Flutningsmenn hennar eru: Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason, Sigurður Ágústsson. Tillagan er svo hljóðandi: — Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til uin, að þeim bændum, sem búa á þjóð- og kirkjujöröum, verði gtfinn kostur á að fá ábýlisjarðir sínar keyptar fyrir fasteigna- matsverð. í greinargerð segir: SIÍYLDA LANDEIGANDA Tillaga þessi var flutt á síð- asta þingi, en fékk ekki endan- lega afgreiðslu. Svo hljóðandi greinargerð fylgdi till.: „í landinu er mikið af þjóð- og kirkjujörðum. Samkvæmt lög- um er landeigandi skyldur til að byggja íbúðarhús á þeim jörð- um, sem nauðsynlegt telst að endurbyggja. Þessari lagaskyldu hefur ríkið ekki fullnægt, enda væri það mjög kostnaðarsamt. En til þess að ekki værf með öllu útilokað, að byggt væri á jörð- urum, hefur ríkið horfið að því ráði að gefa ábúendum veðleyfi fyrir byggingarláni. Landsetar ríldsins hafa því margir byggt á sinn kostnað og tekið byggingar- lán undir eigin nafni, eftir að séð var, að ríkið gat ekki uppfyllt þær skyldur, sem á því hvíla ssmkvæmt ábúðarlögunum.... BÆNDUR EIGI JARÐIRNAR Má því fullyrða, að það er röng stefna fyrir ríkið að halda í þann eignarrétt, sem það hefur á mörgum jörðum í landinu. Það er einnig að öðru leyti þjóðhags- legt tjón, vegna þess að bændur bæta frenaur þær jarðir, sem þeir eiga sjálfir, heldur en ef þeir eru leiguliðar, hvort heldur það er hjá ríkinu eða einstaklingum. — Þess vegna er lagt til, að ábúend- um ríkisjarða verði gefinn kost- ur á að fá ábýlisjarðir sinar keypt ar. Mundu bændur taka því boði yfirleitt með þökkum og ríkis- sjóður þannig losna við bagga, sem eðlilegt er að losa hann við að bera“. Bikarkeppnin enska DREGIÐ hefur verið um hvaða féiög leiki saman í 3. urnferð ensku bikarkeppninnar, sem fram fer 10. jan. n.k. Þetta er fyrsta umferðin, sem félög úr I. og II. deild taka þátt í. Helztu leikir umferðarinnar verða: Arsenal — Doncaster, Aston Villa — Midd- lesbrough, Bolton — Fulham, Brentford — Leeds United, Derby County — Chelsea, Hull — Charl ton, Leicester — Notts County, Lincoln — Southampton, Luton — Blackburn, Portsmouth — Burnley, Preston — Wolves, Sheffield W — Blackpool, West Ham — WBA. Fyrir vangá er í töflunni talað um okt. 1938, en í textanum um jan.—marz 1939, er það gerir engan mun efnislega þar sem kaupgjald og vísitölu var sama, hvorn tímann sem við ér miðað. Ástæðan til þess að tölurnar fyr- ir 1950 og 1951 eru í svigum í töflunni, er sú að erfiðleikarnir á því að leiðrétta vísitöluna eftir reglu Jónasar Haraldz voru orðn ir svo miltlir, að ég taldi rétt ;:ð gefa það til kynna með svigun* um. i f þessum sömu umræðum hef- ir einnig borið á góma afrit af umræddri töflu í „Þjóðarbúskapn um“, sem ég lét stjórn Vmfci, Dagsbrúnar í té í nóv. s.l.. en þar voru aðrar tölur fyrir’ árin 1950 og 1951. Ástæðan til þeirra „ieiðréttinga“ sem ég gerði á tölunum fyrir þessi tvö ár var sú að ég treystist ekki til þess að halda áfram að umreikna vísitöl- una eftir aðferð Jónasar, eftir það að hætt var við að reikna út vísitöluna á gamla grundvellin- um, og leiðrétti því vísitöluna I samræmi við aðferð Hagstolunn- ar er hún breytti vísitölugrund- vellinum frá jan.—marz 1939 I grundvöllinn frá marz 1950. Taldi ég þessa breytingu á aðferð verjandi án þess á því væri vak- in sérstök athygli, með tilliti til þess að ónákvæmni í útreikningn um er hvort eð er svo mikil aS ógerningur er að segja um það hvort 130 eða 135 eða eitthvað þar á milli hefir verið sú rétta kaupmáttarvísitala fyrir des, 1950. Umrædd tafla var heldur ekki ætluð til birtingar opinber- lega. N d Hvorki í „Þjóð3rbúskapnum‘* né i töflunni, er ég lét Dagsbrún- arstjórninni í té, er gerð nein tilraun til útreiknings á hlutdeild verkamanna í þjóðartekjunum, og ég hefi alls staðar þar sem ég hefi farið með þessar tölur var- að eindregið við því, að draga af þeim mjög ákveðnar ályktanir. Eigi hins vegar að bera saman þjóðartekjurnar og kaupmátt launanna, ber að siálfsögðu að nota sömu vísitölu við umreikn- ing hvors um sig, svo sem þeir hafa gert Skúli Guðmundsson og dr. Benjamín, en að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til þess að blanda mér i deilu þessa. , Ólafur Björnsson. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.