Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 16. des. 1952 ] 14 ADELAIDE Skáldsaga eftir MARGERY SHARP Framhaldssagan 88 Hún komst með erfiðismunum aftur út á gangstéttarbrúnina. „Bíil“, kallaði Adelaide. Um leið sá hún Belle Burnett. Hún sat í bifreið sem hægði á sér um leið og hann beygði inn í garðinn. Þegar hún sá Adelaide hallaði hún sér áfram í sætinu og brosti. En í þetta sinn ætlaði A.de laide ekki að láta blekkjast. Belle Burnett var dáin. En skynjun hennar var öll úr jafnvægi, og þegar hún snéri sér við, gekk hún í fangið á einhverjum manni. Hann vék til hliðar og lyfti batt- inum kurteislega. Adelaide rak upp Stór' augu, en mundi þá að herra Vaneck var líka dáinn MaSurinn hélt áfram. Hún tók vasaklút sinn og bar hann að vörum sér. Bifreið nam staðar fyrir framan hana. Hún vissi ekki hvort hún hafði kallað í hana. Ef til vill hafði lögregluþjónninn stöðvað hana fyrir hana. Hún sté inn í bílinn og um leið og hún var sezt sá hún að einhver tók um húninn að utan og andlit birtist í glugganum. Það var dökkhærð- ur maður með brún augu...... „Henry“, hrópaði Adelaide. „Svona var Henry einmitt". Enda þótt henni fyndist sjálfri hún kalla hátt, var þó eins og hvorki bílstjórinn né maðurinn heyrðu til hennar. Hún ætlaði að opna dyrnar, en Henry snérí burt og bílstjórinn stóð einn fyrir utan Og horfði á hana. Hún reyndi að opna, en fingurinn á henni varð einhvers staðar á milli og sárs- aukinn í fingrinum yfirgnæfði allt annað. 3. Þegar klukkan var orðin fjög- ur og Adelaide var ekki komin, lagði Dodo af stað. Hún gekk í gegnum Kensingtongarðinn og til baka aftur. Og þegar hún kom aftur, var auðséð að Hoffmann var orðinn mjög áhyggjufullur. „Hún gerir það ekki viljandi að vera svona lengi í burtu frá manninum sín- um“, sagði hann. Treff vildi helzt ekki þurfa að hafa áhyggjur af öðrum og sló því föstu að hún hefði farið til að heimsækja Iris O’Keefe. „Ég hringdi til henn- ar“, sagði Dodo, „en það svaraði enginn“. Hún hringdi aftur. í það sinnið kom þjónustustúlka í símann og sagði að húsfreyja hennar hefði farið út úr bænum og engir gestir hefðu komið að spyrja um hana. Sjálf hafði þjón- ustustúlkan verið heima nema á milli klukkan fimm og sex. „Ein- mitt“, sagði Treff. „Adelaide hef ur komið einmitt þá og er nú á leiðinni heim“. Dodo leit á klukk una. Hún var að verða sjö. 6. kafli. Klukkan sjö iór Dodo að tiringja upp sjúkrahúsin. En hún fékk engar upplýsingar þar. „Við verðum að reyna við lögregluna" sagði Hoffmann. „Henni mundi ruðvitað ekki líka það, en við veiðum að reyna það líka“. Mað- irrinn á lögregluvarðstofunni þekkti Adelaide vel í sjón og lof- rði að láta vita strax ef hann Eréíti af henni. Klukkan átta fór Dodo aftur út i Ker.sir.gtongarðinn og fékk tvo umsjónarmenn þar í lið með sér. Annar þeirra hafði séð Adelaide sða að minnsta kosti konu sein var mjög lík henni. Hún hafði *engið hægt og vakið töluverða ithygli vegfarenda. „Hvað eigið bér við“, spurði Dodo strax. „Virt ist hún utan við sig, eða ....“. Umsjónarmaðurinn flýtti sér að lanníæ’. a hana um að svo hefði jkki ve; ið. Hún væri þara þann- g persóna að menn tækju eftir henni. Ef eitthvað af fólkinu væri ennþá í garðinum sem hafði séð hana, myndi það sjálfsagt eftir henni. En klukkan var orðin margt. Sólin var sezt og fáir eftir í garðinum. Á horninu á Chester Street rakst Dodo á Treff. Jlann hafði farið út til að segja henni að lögregluþjónn hefði hringt og sagt að hann hefði séð Adelaide við Stanhope-hliðið. 1 „Hvenær?“ „Um fimmleytið. Hún fór upp í leigubifreið11. „Ueigubifreið?“. „Já. Er nokkuð óhugnanlegt við það“, spurði Treff. Dodo varð svo reið að hún mátti ekki mæla nokkra stund. Hún gekk svo hratt að hann mátti hafa sig allan við til að fylgjast með henni. Þá sá hún allt í einu að hann skalf og riðaði. Hún minntist þess ekki að hafa tekið eftir því fyrr að Treff væri óstyrk ur. Um leið hvarf henni reiðin. Því raunverulega var Treff skelfd ur. Hann hafði ekki komið á móti henni vegna þess að hann vonaði að fréttir hans gætu róað hana. Heldur vegna þess að hann hafði vonað að hún gæti hughreyst hann. Hughreystingu var ekki að finna hjá Gilbert eða Hoffmann. Eða kannske vegna þess að hann var orðinn þreyttur á að bíða heima. Kuldaleg framkoma Dodo j var jafnvel betra en ekki neitt. Hann hélt sig fast við hlið henn- ar eins og gamall tryggur hund- ur. . | „Ég hélt að þú vissir eitthvert ráð“, sagði Treff. ) Þau komu heim til Britannia Mews. Hoffmann kallaði til Dodo um leið og hún kom inn um hlið- ið en hún fór beint inn í miða- söluna þar sem síminn var og hringdi til lögreglunnar. Þar gátu þeir ekki sagt henni neittj meira. Lögregluþjónninn við; Stanhope hliðið hafði séð frú Lambert fara upp í leieubíl klukk an nákvæmlega tíu mínútur yfir fimm. Hann þekkti frú Lambert í sjón, þar sem hann hafði einu sinni komið í brúðuleikhúsið. Honum hafði sýnzt hún vera þreytuleg, en ekki svo að henni liði illa. „Munduð þér vita það, ef bíll- inn hefði lent í slysi?“ „Ég hef rannsakað þann mögu- leika, en það hafa ekki orðið nein slys núna. Við skulum reyna að finna bifreiðina, en það tekur dálítinn tíma. Hafið þér hringt á sjúkrahúsið?“ „Já“, sagði Dodo. „Ef nokkrar frekari fregnir koma inn, þá skal ég láta yður vita“. „Þakka yður fyrir“, sagði Dodo. Hún lagði frá sér tólið og sat dá- litla stund með hendur fyrir aug- um. Hún reyndi að hugsa skyn- samlega og draga réttar ályktan- ir. En sú staðreynd að Adelaide hafði tekið sér leigubíl frá Stan- hope hliðinu- þegar aðeins var tíu mínútna gangur til Britannia Mews, var henni óskiljanleg. Hún hefði getað verið komin heim fyrir löngu síðan gangandi. Hvað hafði skeð? Hvað gat hafa kom- ið fyrir. Hún heyrði að Hoff- mann kallaði aftur í hana. Hún fór út. | „Dodo. viltu koma upp til herra Lambert?" I Dodo fór upp með hálfum hug og inn í svefnherbergið þar sem hann lá í rúmi sínu. Hún vissi hve sjaldan hann var með fullri meðvitund, þegar Adelaide var ekki hjá honum. Eins og hún hafði vonað, virtist hann vera hálfsofandi. En við fótatak henn- ar bærði hann á sér og höndin sem lá ofan á ábreiðunni opn- aðist. Dodo lagði hönd sína í lóf- ann. Fingur hans, þurrir og léttir eins og fölnuð laufblöð. struku um handarbak hennar. Svo dró bann hendina að sér og sagði biturri röddu án þess að opna augun: „Hvar er Adelaide?" „Hún fór út snöggvast". „Þeir segia mér þrð líka“. Hann fálmaði með hendinni vfir ábreiðuna eins og hann hefði e^ga ró. „Náunginn þarra . og bróðir hennar.....Þ“i»- v-h um hana. Veiztu hvar hún er?“ i Dodo bölvaði bæði Treff og Hoffmann í hljóði en svaraði ró- legri rödd: Hrói hott * snýr afftta* 3ltu Joíud C - 79 Hann var kominn alla leið til Nottingham til þess að reyna að hafa sem mest út úr fólkinu þar, sem, eins og honum hafði verið sagt, lifði í allsnægtum. Hér voru hin ríku klaust- ur og prestai, sem höfðu svo næmt auga fyrir öllum unað- semdum hér í heimi. Hinir ríku urðu vissulega að hugsa um Jóhann landlausa, hinn fátæka konung þeirra, hafði hann sagt við sendimenn sína áður en þeir fóru til Nottingham. Það var svo ágætt að eiga við prestana. Ef raskað var við einum þeirra, þá komu hinir allir á eftir. Að gera innrás í klaustur var svipað. Það var nákvæmlega sama og að reka hendina inn í maurabú. Þar að auki voru munkarnir öðru vísi en aðrir menn. Þeir gátu treyst vald hans enn meir en nokkrir aðrir. Þar eð Merchandes hafði lag á því að koma sér vel við prestana og hina ríku, hafði Jóhann landlausi sent hann í þessa ferð. Svslumaðurinn í Nöttingham sagði Merchandee, að hann skyldi fyrst reyna hamingjuna hjá Anselm. Sýslumaðurinn harox aíeioaruega vitaö Javuö nann song, pegar naun nenti a Anselm. Mechandee hafði látið greipar sópa um allt húsið, allt frá kjallara upp á exsta loft. Hermennirnir höfðu fundið Ijöída gripa, sem þeir settu í poka sína. Þeir tóku í sínar vörzlur mjög fagurlega gerða bikara úr gulli og öðrum málmum, ljosastjaka og margt fleira. Af peningum höfðu þeir hins vegar ekki l'undið meira en 100 sterlingspund. Merchandee hafði aftur á móti gert ráð fyrir að fá miklu meiri peninga hjá hinunr ríka.Anselm. Hann hafði geymt peningana sína svo vel, að það var éngín leið að finna þá. Hann skyldi þó Þcir, ssm vilja koma $ó(a Li/e 4 'jutn eða öðrum aucplvfóLncfUin í jólallaJtiJi eru vinsamlega beðnir að hringja í síma eða 1600 6801 JÓLATRÉS-UÓS 4 iegundir STRAUJÁRN 4 fegimdir KRADSUÐUKATLAR HRADSUÐUKÖNNUR OFNAR 2 legundir BORDELDAVÉLAR 3 gerðir RYKSUGUR 4 fegundir HRÆRIVÉLAR 4 fegundir BÓNVÉLAR 2 tegundir ÞVOTTAPOTTAR ÞVOTTAVÉLAR 4 gerðir KÆLiSKÁPAR 2 gerðir UÓSAKRQNUR VEGG- OG BORÐLAKPAR og fjölda margt fleira Alll nytscsnar jólagjafir Véla- og Rafiækjaverzlun in Bankastræti 10, sími 2852. Tryggvagötu 23, sími 81279. Bragðast feetur msð S05U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.