Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1952 CJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavljt rramkv.stj.: Sigfúa JónssoD Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarno.) Lesbók: Áxni Óla, simi 3041 Auglýsingar: Ami Garöar Kristinsaoa Ritstjórn, auglýsingar og aígreiBsla Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 & mánuöi. tnnanianda f iausasölu 1 krónu eintakift Heiftið á brezka togaraskipstjora að beita skynsaralegri íhugua Aumlegar aðfarir HINN 28. apríl árið 1951 skipaði dómsmálaráðherra 5 manna nefnd til þess að endurskoða gild- andi áfengislöggjöf. Voru til þess vandasama starfs fengnir þeir Gústav A. Jónasson skrifstofu- ■ stjóri dómsmálaráðuneytisins, sem var formaður nefndarinnar, Erynleifur Tobíasson áfengismála ráðunautur, Jóhann G., Möller íc-rstjóri Tóbakseinkasölunnar, Ólafur Jóhannesson lagaprófessor og Pétur Daníelsson gistihús- stjóri. Þessi nefnd samdi síðan frv. til nýrra áfengislaga og lagði tíómsmálaráðherra það fyrir Al- þir.gi. Það kom í hlut allsherjarnefnd ar Efri deildar að ræða um frv. þetta. Varð niðurstaða hennar sú, aö tveir nefndarmenn, Lárus Jó- hsnnesson og Páll Zóphóníasson lögðu til að frv. yrði samþykkt með nokkrum breytingum. En meirihlutinn, Rannveig Þorsteins tíóttir, Guðmundur í. Guðmunds- son og Steingrímur Aðalsteinsson lögðu til að því yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá.- Rök- studdi meiri hlutinn þessa af- stöðu sina aðallega með því, að nauðsynlegt væri að hafa frek- ari samvinnu við Stórstúku ís- lands og „a. m. k. tvær konur“, er áfengislöggjöfin væri endur- skoðuð. Þessi rökstudda dagskrá var samþykkt í Efri deild með eins atkvæðis mun. Eru end- urbætur á áfengislöggjöfinni þar með úr sögunni á þessu þingi. Allt benair til þess að þjóðin verði enn um skeið að búa við fcinar afkáralegu regl- ur um sölu og veitingar áfeng- is. í þessum málum mun enn um skeið ríkja það ófremdar- ástand, sem flestir heilvita menn eru sammála um að nú- gildandi áfengislöggjöf eigi ríkan þátt í að skapa. Þeim meiri hluta Efri deildar, scm samþykkti hina rökstuddu dagskrá hefur hvorki farizt stór- mannlega né viturlega. Rökstuðn ingur hans fyrir frávísun frum- varpsins er beiniínis fáránlegur. í nefnd þeirri, sem dómsmála- ráðherra skipaði til þess að und- irbúa endurskoðun þessarar lög- gjafar átti sæti einn mikilhæf- asti og greindasti forystumaður bindindissamtakanna í landinu, Erynleifur Tobíasson mennta- skólakennari. Það er því hrein fjarstæða, sem meiri hluti alls- herjarnefndar lætur liggja að, að Stórstúku íslands hafi ekki gefizt tækifæri til þess að hafa hönd í bagga þegar endurskoðun áfeng- isiaganna var framkvæmd. Um nauðsyn þess að konur taki þátt í siíku starfi er það að segja, að' vissulega hefur samtökum kvenna gefizt tækifæri til þess, eins og öðrum samtökum lands- manna, að láta í Ijós skoðun sína á þessum málum. Má í því sambandi geta þess, að milli- þinganefndin sendi hvorki meira né minna en 94 aðiljum, félaga- samtökum og opinberum starfs- mönnum, fyrirspurnir varðandi ýms atriði áfengismálanna. Að- ei-ns 54 aðilar svöruðu þessum spurningum nefndarinnar. Þess má enn geta, að með frv. því, sem lagt var fyrir Alþingi, j fylgdu tillögur og umsagnir ýmsra samtaka, þar á meðal Kvenréttindafélags íslands. Svo kemur meiri hluti alls- herjarnefndar og krefst þess að málinu sé vísað frá til þess að Stórstúkan og kvennasam- tökin geti athugað það nánar! Þetta eru svo afkáraleg vinnu- brögð að Alþingi er til mikillar vanvirðu, að hafa látið það henda sig að samþykkja slíka skrípa- tillögu. En það er komið sem komið er. Efri deild hefur komið fram af miklu ábyrgðarleysi og einstæð- um yfirborðshætti í þessu máli. Meiri hluti hennar hefur orðið þess valdandi að þjóðin verður enn um ófyrirsjáanlegan tíma að búa við það ófremdarástand, sem nú ríkir í áfengismálum okkar. — Á þessu ástandi verður þessi meiri hluti að bera ábyrgð. Það ei þýðingarlaust að æpa um ó- fremd og siðleysi í meðferð áfeng is, en vinna svo markvíst gegn öllum umbótum, sem gætu bætt úr ástandinu. En það er nákvæm- lega það, sem hent hefur þá, sem vísuðu fyrrgreindu frv. frá. Það er engu líkara en það sé takmark sumra manna hér I á landi, að skapa sem allra mest öngþveiti og niðurlæg- ingu í sambandi við sölu og veitingar áfengis. Þessir menn vilja að vitlevsan og ýfirborðs hátturinn ráði þar öllu. Þeir vilja engar umbætur á þessu j sviði. Þeir vilja aðeins þvæla I um það ár eftir ár að umbóta sé þörf. Jafnframt vilja þeir gcta sakað aðra um að bera ábyrgð á ósómanum. Þessir menn hafa bcðið sig- ur með samþykkt hinnar rök- studdu dagskrár í Efri deild. En þjóðin hefur beðið mikinn ósigur. Æskilegasfa leiðin ÞESS fleiri daga, sem verkfallið stendur yfir þess augljósari verð- ui nauðsyn þess að þessi kaup- deila leysist. Hvorki þjóðarheild- in né það fólk, sem gengið hefur* um atvinnulaust í hálfan mánuð, hefur efni á að halda verkfallinu áfram. Langsamlega æskilegasta leiðin til lausnar því væru ráðstafanir, sem stöðvuðu vöxt dýrtíðarinnar og ykju kaupmátt launanna. Allt bendir til þess að grunnkaups- hækkanir væru gjörsamlega þýð- ingarlausar. Þær myndu aðeins halda við skrúfugangi verðbólg- unnar. Lækkun verðs á nauðsynjum, lsgfæringar á skattalagaákvæð- um og ýmsar hliðstæðar ráðstaf- anir myndu áreiðanlega líklegri til þess að skapa almenningi raunverulegar kjarabætur. Ef nokknr möguleikl er á þessum ráðstöfunum verður þess vegna að framkvæma þær, og það scm allra fyrst. Verkfallið er þegar farið að bitna harlialega á þúsundum heimila í landinu og þá fyrst og fremst hér í Reykjavík, sem verst hefur orðið fyrir barði þess. Sáttanefndin hcfiir undan- farna daga unn'ð að því, að finna einhverja leið til sátta í deilunni. Hefur hún nú hafið fundi með deiluaðiljum að nýju. Það er von allra þeirra, sem raunverulega vilja að sættir takist hið fyrsta að ein- hver áþreifanlegur grundvöll- ur fyrir lausn deilunnar verði lagður áður en Dngt um Iíður. FISKIMÁLAFULLTRÚANUM við íslenzka sendirráðið í Lund- únum barst fyrir skömmu eftir- farandi bréf um verndun fiski- miða, sem birtist í enska blað- inu „The Hull Daily Mail“ hinn 20. nóv. s.l. Bréf þetta er ritað af gömlum brezkum togaraeiganda og út- gerðarmanni, Mr. McCann, merk um brautryðjanda á sviði úthafs- veiða Hull-togara. Hefur hann jafnan notið mikils trausts og á- lits innan stéttar sinnar, enda er hér á ferð maður, sem er þess- um málum þaukunnugur og tal- ar af langri og lærdómsríkri reynslu. ELZTI MEÐLIMUR í FÉL. TOGARAEIGENDA „Ég, sem einn hinn elzti, ef ekki hinn elzti, meðlimur í tog- araeigendafélagi Hull-borgar, nú hættur störfum, svo að ég hef engra fjárhagslegra hags- muna að gæta í togaraútgerð- inni, en hef engu að síður mjög mikinn áhuga á framgangi henn- ar í nútíð og framtíð, — ég heiti á alla skipstjóra á togurum frá Hull og Grimsby að taka til alvar legra íhugunar deilu þá, sem komið hefur til við íslendinga, áður en þeir stöðva skip sín og stofna með því til grundroða- ástands í fiskmálum okkar og verulegs fjárhagslegs tjóns fyrir alla, sem hér eiga hlut að máli. í fyrsta lagi ættu skipstjórar, scm við stöðvun þessa eru riðn- ir, að íhuPa paumgæfilega, hvort að sú ráðstöfun ríkisstjórna Is- Trúði tkfo á Sfafíii © Gama!! fasarsskipstjár! cg úfgcrðaririaðnr í Huii skrifa? um isRdunarbannilf lands og Noregs að loka vissum ] um. Ef við hefðum gert fyrir 40 hafsvæðum umhverfis strendur j árum það, sem Noregur, Rúss- þeirra, muni í raun og veru á ' Dnd og Island eru nú að reyna nokkurn hátt skerða hagsmuni að fá framgengt, þá væru fisk- Grimsby- ar. og Hull-útgerðarinn- veiðar okkar í dag ef til vill arð- vænlegri en þær eru. PARÍS 12. des.: — Franski kommúnistaleiðtoginn André Marty, er borinn þungum ásök unum í höfuðblaði flokksins, „L’Humanite“ í dag. Sök hans er að hann hafi sýnt vantrún- að á herstyrk og sigurvilja sovéthersins, meðan hann var í heimsókn í Rússlandi 1949, og eftir að hann kom heim það- an. > Miðstjórn franska flokksins svipti Marty öllum embættum innan flokksins á Iaugardag- inn og vék honum úr mið- stjórninni. ) Sakir hans eru þær helztar, að liann var andvigur og réðst á vináttusamning Rússa og Þjóðverja og taldi að Rússland mundi ekki sigra í styrjöld, ef til átaka kæmi nú. Hafi hann því sýnt höfuðríkinu vítaverð an fjandskap og vantrúnað, sem refsist fyrir. Tiliaga SAr-teríku> ríkjanna samþykkt WASHINTON 13. des.: — I dag var felld í stjórnmálanefnd Alls- herjarþingsins, tillaga 11 Araba- og Asíuríkja þess efnis, að S Þ. setji á stofn nefnd, sem vinni að lausn Túnisdeilunnar. — Hins vegar var samþykkt tillaga Suð- ur-Ameríkuríkjanna þess efnis, að Frakkar stuðli að samkomu- lapi í Túnisdeilunni með því að taka upp beina samninga við Túnisbúa. — Var sú tillaga sam- þykkt með 45:3 atkv. — NTB-Reuter. ÞAÐ SEM ER AB GERÆST Hverjum skipstjóra hlýtur að' vera ljóst, að ef haldið yrði á-1 fram á sömu braut og að und-' anförnu, á mjög skömmum tíma f liðnum, allur flatfiskur verðaf gjörsamlega uppuririn á mioum, þeim, sem hér er um að ræða. Norska og íslenzka ríkisstjórnin! eru i rauninni að gera tilraun tii, þess í dag, sem Bretlandi og öll- j um öðrum Evrópuríkjum, sem ’ að sjó liggja, hefur misbeppnast að koma í framkvæmd, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu1 50 árin — verndun fiskímiða í Norðursjónum. 1 DAG í dag er máúnu svo komið, að vegna stöðugrar og langærrar ofveiða á hrygningamiðum ís- lands Og annars staðar, hefur Norðursjórinn tæmzt svo mjög af flatfiski, að veiði togaranna, sem stunda þar veiðar, hrekkur ekki lengur fyrir kolareikningn- GÆFUSPOR Verndun hinna fjaðægu fiski- miða er því greinilega orðin að hinni brýnustu nauðsyn svo að allar þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli ættu að skoða hinn nýuppkveðna dóm Alþióðadóm- sfólsins í Haag Noregi til handa, sem gæfunspor í rétta átt fyrir sameiginlega hagsmuni þeirra. Á síðustu árum hefur borið töluvert á andúð gegn löndun íslenzks fisks í Hull, vegna þess, að hann setti niður verðið á fiski, sem okkar eigin togarar hefðu veitt. Ég er hræddur um, að sá grunur leynist í hugum margra, ekki sízt fisksalanna, að hinar afdrifaríku aðgerðir, sem eru til umræðu á meðal útgerð- armanna í Grimsbv og Hull um þessac mundir séu til komnar meira fyrir áhrif af von þeirra um að halda í óbreytt verðlag heldur en af því, að mikið tjón þvki búið af missi fiskimiða við ísland“. Velvakandi skrifar: UEt DAGKEGA LÍFINU Jólasveinar einn og áttaj ,JÚ ER tekið að kólna á f jöll- j unum, þar sem jólasvein- ] arnir eiga heima. Eru þeir nú á. hraðri ferð til byggða. Þeir' bregða aldrei vana sínum, bless- j aðir karlarnir. Hvernig sem á stendur leggja þeir upp í jóla- j ferðalag sitt. Þeir vita að krakk- arnir eiga von á þeim og þeir , kunna ekki við að láta þær von- ir bresta. Annars eru jólasveinarnir að verða hálf einmana. Þeir eru svo að segja einir eftir af hinum huldu vættum þjóðtrúarinnar. Draugarnir eru horfnir, huldu- fólkið, útilegumenn og jafnvel sjálf Grýla gamla h'ka. Fólkið er hætt að trúa á tilveru þeirra. Líf jólasveinanna er því orðið hálf dapurlegt uppi í fjöllunum. Þeir eru þar einir á rjátlj um hjarnið. En jólaheimsóknin niður í mannabyggðir skapar þó dálitla tilbreytingu í líf þeirra. Verst hvað hún tekur skaníman tíma. Að henni lokinni verða karlang- arnir að trítla upp i fjöllin sín aftur og þreyja þar Þorrarm og Góuna. Þar sitja þeir með hrímugt skeggið og blása í kaun sér í norðan næðingnum. Friðarboðskapur skáltísins KILJAN, bóndi í Gljúfrasteini, skrifaði sunnudagshugvekju í kommúnistablaðið í fyrradag í tilefni friðarþings í Vín. Kemst þann þar m.a. að orði á þessa leið: „Hversu skemmtileg iðja, sem morð kann að vera, hafðu það þó fyrir fasta reglu, kæri kristni bróðir, að drepa aldrei fleiri mcnn en svo, að þú ásamt með fjölskyldu þinni treystir þér til að éta þá“. Ekki er að spyrja að mann- kærleikanum og friðarástinni hjá skáldinu. Það er svo sem auðséð að „friðarþingið“ í Vín heíur glætt trú hans á mann- kindina og veitt honum nýjan styrk í baráttu hans og „félaga" hans fyrir friði og réttlæti I heiminum!! Ilver er munurinn? NÚ HEFUR verkfallsstjórnin hér í Reykjavík látið af þeirri firru sinni að hindra dreifingu pósts, sem kemur með flugvélum frá útlöndum. En hún heldur fast við bannið á þeim pósti, sem kemur sjóleiðina. En hver er munurinn ó pósti, sem kemur loftleiðis og þeim, sem kemur með skipum? Það væri fróðlegt að heyra þann mun skilgreindann. Sannleikurinn er auðvitað sá, að á þessu er enginn munur. Það er því hrein fólksa og ekk- ert annað, að halda uppi banni gegn dreifingu pósts, sem kem- ur sjóleiðina til landsins. Slík ráðabreytni hefur enga hernað- arlega þýðingu fyrir verkfalls- menn. Með henni er almenningi aðeins gerð dálítil skráveifa. Það er líka aðeins hér í Reykja vík, sem verkfallið er fram- kvæmt þannig. Verða jólaávextirnir eyðilagðir? LLT bendir nú til þess að jóla- ávextirnir, sem eru i skipum hér í höfninni muni eyðileggjast ef verkfallið stendur enn um hríð. Er að sjálfsögðu að því milljónatjón. En auk þess fer almenningur í landinu svo á mis við þá. Allt er þetta ráðslag hið ömur- legasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.