Morgunblaðið - 18.12.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. des. 1952 Útg.: H.f. Árvakur,. Reykjayík, Framkv.stj.: Sigfúá jónssön. Ritstjóri: Vaitýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 1 krónu eintakið. Kristmann Guðmundsson skrsíar um B Ó K M E N l\l T I R Aukinn kðupmáttur í stað vaxandi dýrtíðar MEÐ tillögum þeim, sem ríkis- stjórnin lagði í fyrradag fyrir sáttanefndina í vinnudeilunni er skapaður samningsgrundvöllur, sem opnar nýjar leiðir til lausn- ar þessu víðtækasta verkfalli, sem háð hefur verið hér á landi. í þessum tillögum er gripið til nýrra úrræða til þess að tryggja atvinnu og afkomu almennings í landinu. Þar er í fyrsta lagi ákveðin veruleg verðlækkun á ýmsum brýnustu nauðsynjavörum al- mennings. Þannig er gert ráð fyrir að mjólk lækki um 54 aura hver líter, kartöflur um 70 aura hvert kíló, kaffikílóið lækki um kr. 4,40, sykur um 44 aura kílóið og saltfiskur, kol og brennslu- olía lækki einnig nokkuð. Með þessum ráðstöfunum er gert ráð fyrir að fram- færsluvísitalan lækki strax um rúmlega 5 stig. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að sú lækkun hennar hafi áhrif á kaupgjald til lækkunar. Enn- fremur er lagt til að kaup- gjald lækki ekki þó vísitalan lækki um 10 stig. Lækki hún hins vegar meira verður að- eins tekið tillit til þeirrar lækkunar, sem er fram yfir 10 stig. Þá hefur ríkisstjórnin einnig gert samkomulag við kaupmenn og kaupfélög um töluvert lækk- aða álagningu á ýmsum nauð- synjavörum. Mun sú ráðstöfun ásamt þeim verðlækkunum, sem áður er getið einnig stuðla að auknum kaupmætti launanna. Eitt mikilsverðasta atriðið í tillögum ríkisstjómarinnar er þó fyrirheit hennar um það, að auka fjölskyldubætur all- verulega. f stað þess að fjölskyldu- bætur eru nú ekki greiddar fyrr en við fjórða barn heitir ríkisstjórnin að beita sér fyrir þeirri breytingu á lögunum um almannatryggingar, að þær hefjist framvegis við 2. barn. Hreinn ávinningur hjóna, sem eiga þrjú börn eða fleiri, af þeirri ráðstöfun yrði krónur 1440 á ári. Auðsætt er, að barnafjöl- skyldum, sem við þröng kjör búa yrði að þessu miltil kjara- bót. Þá er gert ráð fyrir því í til- lögum ríkisstjórnarinnar að b“nzín lækki um 4 aura hver líter og að aðflutningsgjöld með SKipum verði lækkuð um 5%. Samtals er gert ráð fyrir að með þeirri lækkun vísitölunnar og verðlækkun á nauðsynjavörum, sem rætt hefur verið um hér að framan muni kaupmáttur launa Dagsbrúnarverkamanns aukast um eitthvað á annað þúsund krónur. j Þessar tillögur ríkisstjórnar- innar byggjast þannig fyrst og fremst á því að auka verðgildi krónunnar og hækka kaupmátt launanna. Hins vegar er ekki lagt til að grunnkaup hækki. Af þeirri ráðstöfun hlyti að leiða aukínn rekstrarkostnað atvinnu- veganna, hækkandi verðlag á innlendum afurðum og áfram- haldandi skrúfugang dýrtíðar- innar. Þa3 liggur því í augum uppi, að launþegum yrði eng- in kjarahót i beinum grunn- kaupshækkunum. Þær myndu þvert á móti rýra atvinnu- möguleika þeirra og draga enn úr kaupmætti launanna. Á mikiu veltur að íslendingar átti sig nú á þeim mikla mismun, sem felst í þeim tveim leiðum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Annars vegar eru möguleikar til raunverulegra kjarabóta, og fyrir þær hefur al- menningur fulla þörf. Hins vegar er ný ' dýrtíðaralda, sem óum- flýjanlega hlyti að skola með sér á örskömmum tima öllum ár- angri grunnkaupshækkana. íslenzkur almenningur hef- ur beizka reynslu af áhrifum dýrtíðarinnar á lífskjör hans. Þúsundir manna í landinu vita að grunnkaupshækkanir síðustu ára hafa ekki skapað þeim raunverulegar kjara- bætur. Þær hafa runnið út í svelg dýrtíðarinnar. Nú er réttur tími til þess að taka upp nýja stefnu, lækka dýrtíðina, auka kaupmátt launanna og skapa grundvöll varanlegrar atvinnu í land- inu. Hvort þessi leið verður farin eða haldið verður áfram lengra út í kviksyndi verð- bólgunnar, veltur á þroska fólksins sjálfs. Þess vegna verður hver bugsandi maður að gera dæmið upp með sjálf- um sér og marka afstöðu sína á grundvelli rólegrar yfirveg- unar og ábyrgðartilfinningar. INDÍALÖND, Lönd og Iýðir XIX. Eftir Björúlf Ólafs- son. — Bókaútgáfa Menning- arsjóðs. AF bókaflokki þessum eru nú komin fjögur bindi og fjallar hið síðasta um Indíalönd. Er miklu efni þar þröngur stakkur skor- inn, en skipulega sagt frá. Er , bókin hin læsilegasta og hvergi þurr né leiðileg. Má telja það all- j vel af sér vikið, un) bók af þessu! tagi. Fjallar fyrsti kaflinn um Indland sjálft, landfræðileg lýs-1 ing og stutt en ágætlega gert1 ágrip af sögu þess. Einnig er drepið á dýralif, atvinnuvegi, trúarbrögð, listir, vísindi o. fl. Þá eru kaflar um Ceylon, Aust- ur-Indland, Indónesiu og Filips- eyjar. Eðlilega er fljótt yfir sögu farið, en lofsvert er hvílíkum kynstrum af fróðleik höf. hefur komið fyrir í jafn stuttu máli og þc tekist að gera hann val að- gengilegan fyrir lesandann. Mun bindi þetta bezt, af þeim, sem komin eru. Nokkrar góðar ljósmyndir af landslagi, byggingum og fólki prýða bókina og gera þær sitt til að færa þessi fjarlægu lönd nær lesandanum. þýddur kafli úr bók eftir George Russel Harrison, stutt grein, rit- uð af bjartsýni og mannviti. — Vildi ég sjá þá bók alla. — Að lokum er svo grein eftir Símon Jóh. Ágústsson: „Móðurvernd og íöðurhandleiðslp." Á hún erindi ti’ allra foreldra og mættu flestir þeirra lesa hana. ISLENZK ÚRVALSRIT Ljóðmæli eftir Stefán frá Hvitadal. — Sveinn Berg- sveinsson sá um útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Úrvalið virðist gott, þótt les- ai.dinn hljóti að sakna nokkurra kvæða úr heildarútgáfunni. En formálsgrein útgefanda er prýði- leg og er góður fengúr að henni. Framan við bókina er mynd af Stefáni, sem gefur betri hug- mynd um raunverulegt útlit skáldsins, en aðrar þær, er ég hef séð. Stefán frá Hvitadal var mik- ill bragsnillingur og unnandi fegurðarinnar. í þessu litla kveri eru mörg af beztu ljóðum hans og frá honum sjálfum sagt af vel- vild og skilningi. Leikritasafn Menningarsjóðs, 5. og 6. — PILTUR OG STÚLKA, eftir Emil Thoroddsen. (Eftir sam nefndri skáldsögu Jóns Thor oddsen). SKUGGA-SVEINN eftir Matthías Jochumsson. Leikritasafn Menningarsjóðs bætir úr brýnni þörf hinna mörgu ltikfélaga víðsvegar um landið, enda er það orðið vinsælt. Eru nú komin út sex leikrit og hefur valið tekizt vel. En mikið er und- ir því komið, að útgáfa þessi geti haldið ófram, svo að smám sam- ar. verði til stórt og go<tt safn handa þeim, er stunda leiklist, ! sem tómstundaiðju. | Hin nýju leikrit eru bæði svo kunn, að ekki þarf að fjölyrða um þau. Deila má um hversu vel hafi tekizt að gera skáldsöguna Pilt og stúlku sviðhæfa ,en víst er um það, að leikrit þetta er einkar vel fallið fyrir byrjendur í listinni. Skugga-Svein Matthíasar þekkja allir, og það mun enn skemmta mörgum komandi kyn- slóðum. asig hluta af lækbuEi mjólkurverðsins EINS og frá hefur verið skýrt er í tillögum ríkisstjórnarinnar lagt til, að verð á mjólk lækki allverulega. Verður sú lækkun framkvæmd í senn með því, að bændur fá lægra verð fyrir hvem mjólkurlítra og ríkissjóður greið- ir verið niður. Með þessum hætti taka framleiðendur sveitanna nokkurn þátt í viðleitninni til þess að auka kaupmátt launanna og snúa dýrtíðarhjólinu við. Ef grunnkaupshækkana leiðin yrði hinsvegar farin hefði það í för með sér lögbundna hækkun landbúnaðarafurða. Kaupgjald það, sem bændur verða að greiða, myndi þá hækka svo að segja að sama skapi, og sú hækkun kæmi fram i afurðaverðinu á komandi hausti. Ef nú tækist að lækka verðlag en halda kaupgjaldi ó- breyttu myndi afurðaverð hins- vegar ekki hækka. Mjólkurverð- ið myndi þvert á móti lækka eins og gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstjórnarinnar. Þegar þetta atríði hefnr ver- ið athugað sérstaklega verður það enn ljósara, hversu þýð- ingarmikið það er fyrir laun- þega, og raunar alla lands- menn, að unnt verði að hverfa af braut sívaxandi dýrtíðar en taka í þess stað upp niður- færslu á verðlagi uauðsynja. GUÐIR OG MENN Úrval úr kviðum Hómers. Sveinbjöm Egilsson þýddi. Jón Gíslason sá um útgáf- una. — Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. Sveinbjörn Egilsson vann það einstæða afrek, að þýða svo hin fagurfræðilegu söguljóð Hómers, að þau urðu ævarandi verk í bókmenntum íslendinga! Vinnu- brögð hans eru slík, að enginn mun voga að hrófla við þeim; hann gaf okkur Hómer fyrir alla framtíð, islenzkaði hann þann- ig, að við höfum eignast meiri hlutdeild í honum en flestar aðr-1 ar þjóðir, að Grikkjum undan- skildum. Kviður Hómers komu út fyrir i skömmu hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs. En bók sú, er hér um . ræðir, er úrval úr þpim. E’U það ellevu þættir úr Illíonskviðu og sextán úr Odysseifskviðu, en auk þess fróðlegur inngangur, I eftir Jón Gíslason og eftirmáli. Þá eru í bókinni fimmtíu mynd j ir. Frágangur er ágætur og kver- i ið hið eigulegasta. Mun það vel , henta til notkunar í skólum. En því spái ég, að þessir vel völdu þættir freisti margra til að lesa kviðurnar allar og væri það vel. farið, því þær eru einn hinn fegursti fjársjóður í heimsbók- menntunum. ANDVARI — Tímarit hins íslenzka Þjóðvinafélags. — 77. ár. Ritið hefst á minningargrein um fyrsta forseta íslands, herra Svein Björnsson, eftir Steingrím Steinþórsson. Er hún vel og virðulega gerð, og þótt stutt sé, gefur hún skilmerkilegt yfirlit yfir ævi þessa stórmerka sonar Islands. Þá er ágæt grein eftir Þorkel Jóhannesson, er nefnist: „Skúli Magnússon og Nýju innrétting- arnar. Tvö hundruð ára minn- ing.“ Er þar haglega saman tek- inn mikill fróðleikur um Skúla og samtíð hans í ljósri og sam- anþjappaðri frásögn. Sveinn Bergsveinsson hefur ritað grein um „Nútízku í ljóða- gerð“. Greinin er fjörlega skrif- uð og víða skemmtileg aflestrar, er nokkuð andar þar köldu í garð hinna svonefndu ..atóm- skálda", að mér finnst. Um eitt þeirra, Hannes Sigfússon, ræðir hann þó af fullri sanngirni, og lokaorð greinarinnar eru höf. til sóma. Þá er grein um Sveinbjörn Egilsson, Hundrað ára dánar- j minning, eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son, stutt og góð, skrifuð af skilningi. „Vísindi og styrjaldír“ nefnist Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LtFINU Enn um „Ágirnd“. OSKAR Gíslason ljósmyndari hefur sent sér athugasemd í tilefni af skrifum þeim, sem birst hafa hér um kvikmynd hans. Fer bréf hans hér á eftir, en það er dagsett 10. þ.m.: „Kæri Velvakandi! Vegna yfirlýsingar hr. Frið- finnst Ólafssonar, framkvæmdar stjóra Tjarnarbíós í dálkum þín- um í gær, vildi ég bæta við eftir- farandi: Kvikmyndin „Ágirnd“ var sýnd til skoðunar (prufusýnd) í Tjarnarbíó s.l. fimmtudag að við- stöddu kvikmyndaeftirlitinu og hr. Friðfinni Ólafssyni, fram- framkvæmdastjóra. Hafi fram- kvæmdastjóranum fundist mynd- in á takmörkum þess að vera sýningarhæf — eins og komist er að orði í ofangreinuri ytirlys- ingu — lét hann þess að engu við mig getið, né heidur, að nein vandkvæði væru á því yfirleitt, að myndin væri tekin til sýning- ar. S.l. laugardag komu hinsvegar fram tumæli írá lögregiustjóra um að fresta sýningum á kvik- myndinni þar til nánari athugun færi fram. Varð ég við þeim til- mælum og hætti sýningum á sunnudag, — og er þannig Ijóst, að sýningum var ekki hætt að frumkvæðis Tjarnarbíós. Úrskurður dómnefndar. DÓMNEr iNiJ logreglustjóra at- hugaði síðan myndina, og leyfði á henni sýningar, en Tjarn arbíó hinsvegar — eða stjórn þess — taldi sér ekki fært, að hefja sýningar að nýju. Þiátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir bíógesta, að því er Frið- finnur Ólaísson hefir tjáð mér, en myndin mun annars verða sýnd í öðru kvikmyndahúsi á næstunni. Viðbrögð manna og yfirlýsing- ar í tilefni af sýningu kvikmynd- arinnar „Ágirnd“, eru annars með nokkuð broslegum hætti, og tæplega situr á kvikmyndaliús- unum — hverju sem er — að þykjast um of næm fyrir hrylli- myndum“ — eins og eitt dag- blaðið nefnir mynd mína. Óskar Gíslason.11 „Það blæðir úr morgunsárinu". SVO er hér bréf frá tveimur ungum menntamönnum. Þeir \ skrifa allhressilegan ritdóm um ljóðabókina „Það blæðir úr morg unsárinu“, eftir J. E. Svafár. Enda þótt ég sé ekki allskostaí- sammála niðurlagi ritdóms þeirra læt ég hann fjúka. Hann er á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Nú fyrir skömmu barst oss í hendur bókarkorn eitt, hvert prentað er í prentverki ,,Þjóð- viljans“. Þá er oss barst bókin, glugguðum vér í Snorra og hugð- umst finna þar líka bragarháttu, en í Ijós kom, að arfleifð hans hefir aldrei verið eins herfilega fyrir borð borin. Bragarháttinn nefndum vér að lokum tröllriðuslag. (Tröllriða merkir maximun hins negativa gáfnafars, sbr. lýs- ingarorðið tröllriðinn, sem al- þekkt er). I bókinni er enga hugsun að finna, engan frumleik, enga stæl- ingu og alls ekki háð, því að háð og skopstæling krefst jafnan nokkurrar snilli. „Gasalegt puð —“ DÆMI tekið af handahófi: „andi minn glímdi við guð • og það var gasalegt puð. þjáningin þakti mitt borð með þögninni sekri um orð“. Það er nokkuð, sem andi skálds ins hefir ekki gert. Hann heíir slegizt upp á guð og ritlistina, og erum vér þess fullvissir, að höf- undar prent- og ritlistarinnar hefðu aldrei birt uppgötvanir sín ar, hefðu þeir séð fyrir téða morg unsársblæðingu. Þá má vikja að nafni bókarinnar. Það eitt orsak- ar blæðingu í máitilfinningu vorri, því að samsetning orðsins morgunsár er morguns ár (sbr. árla, árdegis o. fl.) Endemin hefj ast því ekki, eins og oft vill verða með fyrsta kvæði bókarinnar, heldur strax með nafni hennar. Regnbogastrengir kvíðans. VÉR beinum því þeim tilmæl- um til landa okkar, að þeir fái morgunsársblæðandi skáld- um hæfan samastað, enda verði þar enginn aðgangur að neins- konar ritföngum, svo að hljómar regnbogastrengja kvíðans fái aldrei náð eyrum þjóðarinnar, eins og höfundur hótar fremst í téðri bók!! — H. J. og H.B.“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.