Morgunblaðið - 21.12.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1952, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. des. 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 GllÍjRUMldur H. Pálssoií, kemiari - Mennfaskólinn 'jónas Á. Jónasson, — Gullfossi fagnað Miiiiíingarorð AÐFARANÓTT 13. þ. m. lézt í Landsspítalanum Guðmundur H. Pálsson, kennari við Mela- skólann. Hann var fæddur 20. júlí 1918 og því aðeins 34 ára að aldri. Lengi hafði þar staðið tafl milli lífs og dauða, tafl, sem fyrirsjá- anlegt var orðið, að ekki gat endaö nema á einn veg, en lífs- þróttur sá, sem dauðinn þurfti þar að sigra var óvenju mikill og þess vegna varð taflið bæði langt og erfitt. Okkur, sem eftir sitjum, gengur erfiðlega að átta okkur á, að öll sú orka og allt það líf, sem Cuðmundur Pálsson bjó yfii% sé nú horfið sjónum okkar. Á morgun fylgja samt ástvinir hins og kunningjar hon- um til hinztu hvíldar. Kennarastéttin hefur, við frá- fall Guðmundar, séð á eftir ein- um bezta félaga sínum og einum ágætasta kennara þessa lands og með honum hverfur góður dreng- ur og vinsæll. Þegar slíkur ágæt- is maður er kvaddur hinztu kveðju, koma margar minningar fram í hugann. Mér er fyrst í minni, þegar ég kynntist Guð- mundi í fyrsta bekk Kennara- skólans og þriggja vetra sam- veru okkar þar. Þar reyndist Guðmundur góður félagi, sí- glaður og upplífgandi, eins og hann var æ síðan. I Námsmaður var hann með ágætum og söngmaður góður. — Guðmundur 'lauk kennaraprófi vorið 1941 og hóf þá sinn glæsi- lega kennaraferil, sem varð allt of stuttur. Fyrst gerðist hann skólastjóri á Djúpavogi og gegndi því starfi í fimm ár við góðan orðstír. Þá fluttist hann hing- að til Reykjavíkur, og hefur verið kennari við Melaskólann síðan. i Guðmundur var elskaður og virtur af nemendum sínum, enda gerði hann sér mikið far um að gera þeim námið að leik og' skemmtun. Oft dáðist ég að því, er við Guðmundur áttum leið saman um götur bæjarins, hve gamlir og nýir nemendur hans heilsuðu honum af mikilli vin-.| áttu, og sjaldan átti Guðmundur [ svo annaríkt, að hann gæfi sér ekki tíma til að staldra við og tala við þá stundarkorn. Sam- starfsmenn Guðmundar við Mela- skólann, svo og aðrir kennarar víðs vegar, báru mikið traust til hans og viðurkenndu hæfni hans fram yfir aðra. Þannig var hann | fenginn til að vera leiðbeinandi j á kennaranámskeiði vorið 1951. Nutu þar margir, bæði eldi'i ogj yngri kennarar, tilsagnar hans og ráða í sambandi við vinnu- j bókakennslu, en við það atriði, kennslunnar hafði Guðmundur lagt sérstaka rækt. Einnig var hann valinn eftirlitskennari í ís- lenzku í skóla sínum, og vann mikið og gott starf J;il þess að árangur íslenzkukennslunnar | yrði þar sem beztur. Guðmundurj gegndi mörgur trúnaðarstöríum i fyrir kennarasamtökin. Um skeið var hann í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík, en baðst undan þvi starfi, er heilsan fór að bila. Hann var fulltrúi Samb. ísl. barnakennara á þing- um B.S.R.B. og oft fulltrúi á þmgum S. í. B. — Einnig vann bann mikið starf í nefnd, sem S.Í.B kaus til að vinna að út-, breiðslu vinnubóka í skólum og útyega ýmis gögn til þeirrar kennslu. Það má með sanni segja, aff Guðmundur hafi helgað ung- dóminum alla starfskrafta sína. Hugur hans var allur í starfinu og þess vegna tókst honum líka að ná slíkum árangri, sem raun | bar vitni um. Um tíma kenndi Guðmundur nokkuð við tvo gagn fræðaskóla bæjarins, og hef ég ( það eftir skólastjóra annars þess skóla, að honum þótti það mik- j ill missir, er Guðmundur treysti' sér ekki lengur til að halda því áfram vegna heilsuleysis. Guð- n undur hafði nokkuð lengi átt við vanheil'su að búa. Ekk! flík- aði hann því samt mikið og vissu þeir, sem mest umgengust’hann, sjaldan hvað heilsu hans'leið.— Hann var alltaf jafn glaður og léttur í lund og var erfitt að hugsa sér, að nokkuð gæti arh- að að svo glöðum manni. Guð- mundur var giftur Ásdísi Stein- þórsdóttur bekkiarsystur sinni og áttu þau yndælt heimiii á Nes- vegi 10. Oft var gaman að koma til þeirra og rabba við þaú úfn áhugamálin og voru kvöldstund- irnar þar of fljótar að líða. Nú gistir sorgin þetta heimili, þar sem áður var heimkynni gleðinn- ar. Mér finnst erfitt að hugsa um Guðmund og sorgina samtím- is, því að meðan hann var í lif- enda tclu, var engin öruggari lfeið til að dreifa sorgum en að hitta Guðmund Pálsson. Ég kveð þennan kæra vin hinztu kveðju með þökk fyrir alla þá velvild, hlýju og gleði, sem hann hefur veitt mér og mínu heimili. Syrgj- andi konu hans óska ég þess, að guðs hjálp og hin glæsta rhínn- ing, sem bundin er við mann hennar, megi verða henni sá styrkur, er geri henni fært að aíbera þennan mikla missi. Jónas Eysteinsson. Ég var að lcsa ÉG VAR að lesa litla bók, sem ég ætla að gefa sonarsyni ,mín- um í jólagjöf. Bókin héitir Most stýrimaður og er eftir W. Christ- mas. Ég er með því marki brennd- ur, að mér þykir gaman að ungl- ingabókum. Ég geri það því eins mikið fyrir sjálfan mig eins og drenginn, að gefa honum bæk- ur. Frá því að hann var svolítill hnokki, hef ég sagt honurp sögur. Fyrstu árin færði ég daglega við- burði í söguform, en-síðar sagði ég honum efnið úr því, sem ég hafði lesið. Nú er hann orðinn fleygur og fær, og les það sem henn hefur ánægju af. En nú var ég að lesa bókina um Most stýrimann. Og þá ryfj- aðist upp fyrir mér, að höfundur bokarinnar hefur skrifað fleiri bækur ,sem hafa verið þýddár á íslenzku. Fyrsta bókin heitir Pétur Most, og mun vera upp- sfeld. En auk „Most stýrimanns" er til „Pétur konungur“, „Á víga- slóð“ og „Háski á báðar hendur"! Þessar bækur eru allar skemmtilegar og góðar unglingá- bækur. Þær lýsa æfintýraþrá æskumannsins. Þar er sagt’ fra ferðum ungs manns út í heimihri, og hvernig vinnan og sjálfsbjarg- arviðleitnin efla viljann og styrkja kraftana. Náttúrlega rat- ar Pétur í fjölmörg æfintýri, og vex við hverja raun. Og þegar henn kemur heim, er hann orð- inn heljarmikill karl, sem ætt- ingjar og vinir eru hreyknir af. Línur þessar skrifa ég, af því að ég vil mæla með þessum bók- um. Þær eru skemmtilegar og vekja og glæða athafnaþrá ungl- ir.ganna — og þær eru ódýrar. Sigurður Jónsson. Frh. af bls. 3. sögn af ýmsum störfum og fyrir- komulagi í Menntaskólanum, en þó er eftir að minnast á skóla- blaðið. í ritnefnd skólablaðsins, segir Gunnar, eru fimm menn og er einn þeirra ritstjóri, kosinn sér- staklega. Nú er ritstjóri Árni Björnsson í 6. bekk B. Stjórnar hann fundum nefndarinnar, en hún ákveðúr hváð skuli ijoma í blaðinu, í samráði við ábyrgðar- mann, en hann er úr hópl kenn- arrij- óg: er nú Jón Guðmundsson. HVERT ÆTLARDU? — Hvað getið þér að lokum sagt mér um- þann áhuga og anda sem ríkir meðal nemendanna. Ég sé ekki betur, segir Gunn ar, en andinn í skólanum sé yfir- íeitt góður. Þar ríki óaðfinnanleg ur riámsáhugi, nemendur og kenn arar séu samhuga um að náms- dvölin í skólanum komi að til- ætluðum notum. I — Og hvért stefnir hugur nem- endanna yfirleitt að afloknu námi? — Flestir okkar sem skólann sækja, koma þangað með ein- hverja sérstaka námsgrein í huga er þeir ætla sér að stunda af áhuga og kappi. En áhugamálin í námsgreinunum breytast oft Við nánari kynni er í skólann kemur, er. nemendurnir kynnast nám- inu betur og fá betri kunn- * leika á sjálfum sér og hæfileik- um sínum. Greinar, sem þeir mátu lítils í upphafi, geta orðið þeirra eftirlæti, þegar fram í sækir, og upprunalegu eftirlætis- greinar lent í skugga fyrir hin HASIiOLANAM OG AÐRIR LÍFSVEGIR Og er það eins og áður var, að allir Menntaskólanemendur hafi fyrst og fremst það í huga að leggja stund á háskólanám að stúdentsprófi loknu? — Flestöllum af okkur piltun- um er það efst í huga, en margar stúlkurnar hætta námi að stúd- entsprófi loknu og nokkrir helt- ast úr lest og hverfa frá námi á leið sinni gegnum Menntaskól- ann. En menn velja sér náms- greinar til framhaldsnáms nokk- uð eftir atvinnumöguleikum á hverjum tíma. Nám í Menntaskóla út af fyrir sig er að sjálfsögðu gott veganesti undir lífsbaráttuna, þó ekki sé lengra farið. En það er skoðun mín, að mikill meirihluti núver- andi nemenda hyggi á háskóla- náms, eftir stúdentspróf. Á síðustu árum höfum við feng ið góða menn til að halda fyrir- lestra í skólanum um námið í einstökum deildum Háskólans, er geta orðið okkur til leiðbeining- ar um val á námsgreinum þar. En hingað til hafa fyrirlestrarnir eingörigu fjallað um háskólanám- ið, enda þótt eðlilegt væri, að víkka umræðuefnið og fá grein- argerð úm þau kjör, sem mönn- um bjóðast við alls konar atvinnu í landinu. Ég er ekki frá því, að í aðsigi sé breyting i þeásu efni. Að á hæstu áfúm renni fleiri huganum til þess að' nota stúdentsm'ennt- unina sem hagriýtan úntíirbún- ing til ýmsfri starfa við atvinnu- vegi þjóðarinnar ' og'hýggi ekki á háskólanámj þar’ eð ýms fram- leiðslustörf geta orðið mönnum arðsamari én þau, sem'útheimta langa háskólavist. ★ Þá' er lokið frásögn Gunnars Jónssonar af hinu margþætta félagslífi elztu kennslustofnunar landsins, sem að fáum árum liðn- uni getur haldið 900 ára afmæli I sitt hátíðlegt. En skólinn á sér . ■ samfeMa sögu frá því ísleifur I biskup gfndi til skóiahalds í Skál- ■ holti, þegar hann varð biskup Z 1056. I • Undirbúningur. hefst á næsta I ári undir þá mestu hátíð. er hafin ; verður bygging nýs Menntaskóla- ■ húss. ■ . . .. V; . ;r • ■ : V. st. JONAS Á. JÓNASSON. tré- smíðameistari á Aku.réýrt, 'Jand- aðist 1. desember s.l., rúmlega 81 árs að aldri. Hann var fædd-1 ur 5. nóv. 1871 að Ytri-Bug á Snæfellsnesi, en fluttist snemma vestur á Dýrafjörð. Þar vann hann að smíðum, en ennfremur var hann fiskimatsmaður á Vest- fjörðum. Vann hann einkum við fiskimatið á veturna. Jónas fluttist til Akureyrar 1914. Þar stundaði hann húsa* og skipasmíði og annaðist einnig síldarmat. Þótti hann verkmaður góður og vandvirkur með allt, er hann lagði hönd’á'. Hann unni mjög leiklist og vár einn af stofnendum Leikfékigs. ,Akureyr-_ ar. Jónas var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ipgibjþrg Dags- dóttir, Pálssonar frá Páishúsum í Reykjavík, er hann gekk að eiga árið 1900, en. hún lézt 1932. Síðari kona Jónasar var Oddrún Jónsdóttir frá Miðhúsum á Mýr- um. — Af fjórum börnum Jón- asar eru nú tvö á- lífr, frú Emilía leikkona og ' Gúsaf, rafvirkja- meistari á Akureyri. Þessum fáu línum fylgir kveðja dótturinnar: Elsku pabbi, far þú í friði, friður guðs sé með þér, hafðu þökk fyrir allt og allt. Útför Jónasar va)' gerð frá Dómkirkjunni að ýlðstoddu fjöl- menni, en áður hafði kveðjuat- höfn farið fram á Akureyri. Framhald af bls. 2 tæplega verða um mikla flutn- inga að ræða. . j — En aðalatriðið við þessæ komu „Gullfoss" er, að Norð- mönnum er það væntanlega ljós- ara en áður, að íslendingar eiga farþegaskip, sem að hverri þjóð mætti vera sómi að eiga, bæði að því hvað snertir skipið sjálft og þá ekki síður hitt, að skips- höfnin er einvalalið og að að- búð farþega er þar eins og bezt verður á kosið. En það eru fleiri Norðmenn en Trop forsætisráð- herra, sem ekki höfðu gert sér það ljóst áður. Þessvegna varð þessi Noregs- koma „Gullfoss“ gleðilegur við- burður. Það er dálítið einkenni- legt orsakasamband sem olli henni — nfl. gin- og klaufaveikin í Danmörku. E fhún hefði ekki verið, mundu íslendingar hafa keypt jólatrén ,sín í Danmörku eins og undanfarið, og enginn. ..„Gullfoss“ hafa komið til Kristi- anssands. Sk. Sk. , Framnald af bls. 4 in og drengskapurinn, en þetta tvennt hefur gert henni mögulegt [ að þola harðrétti og áþján fyrri itíma. Og enn sem fyrr getur það j orþið lífsnauðsyn fyrir okkur, að standa fast á grundvelli þjóðlegr 1 ar menningar. Ritið er prýtt fjölda mynda af landslagi og mönnum, er koma jvið sögu. í eftirmála getur útg. þess, að von sé á enn eimi bindi. jVerður þetta ómetanlegt heim- ildarrit þegar timar liða. ! Framhald af bls. 10 lengi óvinnufær og beið þess aldrei bætur, enda var hann og þau hjónin bæði orðin lúin eftir svo langtng vel unnið starf. Vilborg andaðist 12. ágúst 1935, þá tæpra 83 ára. Eftir það lifðj, Eyjólfur í tæp tvö ár, því að hann andaðist 5. júní 1937, tæplega 85 ára gamall. Nú hvila þau merkis- ^hjón í Langholtskirkjugarði og mun þeirra lengi minnzt þar — Kvennasíða Framhald af bls 7 víslegum óþæginaum og tjóni eins og fieirum. Annars er óhætt að segja, að það er helmingnum erfiðara að stunda kaupskap í dag heldur en það var fyrir 20—30 árum. Reynd ar gæti maður búizt við fjöl- breyttari og fjörugri viðskiptum í 50 þús. íbúa borg heldur-en í 18 þús. íbúa bæ, en öll höftin og ófrjálsræðið í íslenzkri verzlun á seinni árum hefir gert mjög óhægt um öll vik þeim, sem þenn an atvinnuveg stunda. — Ekki er samt neina uppgjöf á-yður að heyra? __ Nei, ég finn hvorki til þreytu né leiða í starfi mínu fremur en þegar ég hóf það fyr- ir tæpum aldarhelmingi síðan, segir frú Sara að lokum, — og ég geng að því með jafnmiklum ahuga og ánægju og ég gerði þá. sib. eystra. E. — Faxaflói og 1 sementið ' Framhald af bls. 10 er móðir velfarnaðar. En of scint kvað vera að iðrast eftir dauð- Lýk ég svo þessum orðum m- ð öðru spakmæli, sem á jafnt við um þjóð og einstakling: „Hver er sinnar gæfu smiður“. Marituís Þórarinsenn. Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar S. B. kr. 50,00. Stalli 100,00. Efemía Waasre 50,00. H.f. „Jupi- ter“ og h.f. „Mars“, 1 tonn saltfisk ur. Guðrún litla 10,00. Ónefndiir 25,00. H. Toft 200,00. Hildur 50,00 Stefanía Thorarensen 300,00. Eim skipafélag Reykjavíkur h.f. 1 þús. Magnús Kristjánsson 100,00. Amra Margrét Pétursdóttir 50,00. Heild- verzlunin Edda 500,00. Skátasöfn- un í Austurbænum 30.316,00. —• Skátasöfnun í Laugarnes, Lang- holts, Voga og Bústaðahverfum 7.877,25. Geiri 50.00. Guðbiörg og Þóra 25,00. Flækingur 50,00. K. 100,00. — Kærar þakkir. — F. h. Vetrarhjálparinnar. — Stefán A. Pálsson. — i : kemur öiium í jólaskap j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.