Morgunblaðið - 03.01.1953, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. janúar 1953
Frá jólagieðí Menntaskólans
Myndir þessar voru gerðar af nemendum Menntaskólans til
skreytingar fyrir Jólagleoi skólans, er haldin var síðla í desem-
ber. Efri myndin er skopmynd, sem á að sýna lífið á Raufar-
höfn eftir að liéraðsbann gengur í gildi. Neðri myndin er að
sumu leyíi gerð í líkingu við Valþjófsstaðahurðina. Var hiin
dregin á gagnsæjan pappír á gluggarúðu í skólanum.
TÖLUVERÐUR áhugi er nú að
vakna manna á meðal fyrir því,
að komið verði upp sjónvarps-
stöð í eða við Reykjavík. Menn
sem hafa farið utan síðustu árin,
og kynnst þessari nýjung, hafa
orðið hrifnir af henni.
Flestir óttast þó, að sjónvarp
verði okkur ofvaxið sökum mann
fæðar og víðáttu landsins, auk
þess sem landslag mun víða
„erfitt“. Ég skal játa, að fyrst í
stað var ég og þeirrar skoðunar,
en við nánari íhugun hefi ég þó
komist á aðra skoðun — og minn-
ist ég í því sambandi að er ég
fyrir réttum 30 árum hóf að
vinna að því, að hér yrði hafin
útvarpsstarfsemi, að þáverandi
ráðamenn töldu okkur ókleift að
koma á útvarpsrekstri, og töldu
Dalakórinn á kirkju-
kóramoiinu
á ákranesi
Hr. ritstjóri!
I HEIÐRUÐU blaði yðar var svo
sagt frá kirkjukóramótinu á Akra
nesi hirm 16. nóv. s.h, að Balakór-
inn hafi verið úrval úr 5 kirkju-
kórum. — Þetta er ekki rétt. Ur
Dalasýslu komu 3 kirkjukórar
fram eins og þeir eru venjulega
skipaðir heima fyrir.
Þá segir og svo frá, þá er Dala-
kórinn hafi lokið söng sínum og
næsti kór hóf sönginn: „Þá birtist
nýr heimur“.
Þar sem undirrituðum er kunn-
Ugt orðið um það nú, að sumir af
lesendum blaðsins hafa skilið
þessi ummæli fréttaritarans á þá
leið, að söngur Dalakórsins hafi
verið mjög lélegur, vildi ég mega
óska eftir því, að þér gerðuð svo
vel og birtuð umsögn „Bæjarblaðs
ins“ á Akranesi um söng Dalakórs-
ins. — Þar segir (23. tbl.):
„Dalakórinn stóð á sviðinu. —
Stjórnandi Dalakórsins var sókn-
arpresturinn séra Pétur T. Odds-
son, en undirleikari Kjartan Jó-
irannesson. Var strax auðheyrt á
söng Dalakórsins, að kórfólkið
Iiafði gengið í strangan skóia hjá
stjórnanda sínum, því að söngur-
inn var fágaðor, öruggur og mjög
fallegur, einkum veiki söngurinn.
S5t jórn séra Péturs var röggsöm og
ákveðin, og var strax auðséð, að
ífenn er ekki neinn viðvaningur í
jfieirri list. Aðalgalli þessa kórs
Mom ekki fram fyrri en í þriðja
Jáginu, þegar til átaka kom, en
líánn var skortur á sópranröddum.
Má hiklaust segja, að þessi kór
hafi komið mest á óvart".
Með þökk fyrir birtinguna.
I K. J.
slíkt hina mestu firru. Eg hafði
þó óbifanlega trú á málefninu,
j og er hið opinbera (ríkisstjórn
og símastjóri) vildu ekki sinna
málinu, fékk ég í lið við mig
nokkra framsýna og áhugasama
| menn, og útvarpsstarfsemi hófst
hér, svo sem kunnugt er, án
nokkurs opinþers styrks, eða
^ stuðnings. Þvert á móti, þurftu
• bæði löggjafi og frainkvæmda-
vald að ganga þannig frá mál-
um, að illmögulegt var að reka
fyrirtækið. Eftir kosningarnar
1927, og stjórnarskifti þau er
urðu upp úr þeim, lagðist svo
starfsemi þessi niður. Ekki leið
þó á löngu áður en menn fóru
að finna þörf þess að slík starf-
semi yrði tekin upp aftur, og
sinnti hið opinbera nú málinu
betur og fékk það greiða af-
greiðslu hjá þingi og stjórn.
Reynslan hefir sýnt, að útvarpið
átti mikið erindi til þjóðar vorr-
ar, og að henni er vel kleift
halda uppi slíkri starfsemi.
Sama rháli held ég að gegni
um sjónvarpið. Ég trúi því, að
reynslan verði sú, sjónvarpið fái
eigi lakari viðtökur en hljóSvarp-
ið, og að kostnaðuririn verðr ekki j
ókleifur. Ég hefi heyrt þeim mót-
bárum fleygt, að hér muhi skorta j
sjónvarpsefni. Hið sama ýar sagt
urn hljóðvarpið, þ.' e. að erfitt
myndi að fá hér nægiíegt út-
varpsefr.i, en hver hefir rcyndin
orðið? Auk þess efhis, sem . fá
má hér heima, mætti flytja inn
efni á filmum, og 'déttur mér þar
fyrst og fremst, í hug að sýna
mætti merka eríenda viðburði.
Tillaga mín er sú, að Ríkisút-
varpið hefji nú þegar undirbún-
ing að byggingu einnar sjón-
varpsstöðvar hér í Reykjavík.
Stöð þessi ætti að ná yfir Reykja-
vík, Hafnarfjörð, Akranes, Kefla-
vík, Suðurnes og aðra hluta Gull-
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
Sprenging kosfaði
margra lif
VALPARAISO, Ghile, 2. jan. —
Fyrir tveimur dögum kom upp
eldur skammt frá skotfæra-
geymslu chilenska hersins í
höfuðborginni Valparaiso. Fjöldi
fólks úr borginni safnaðist sam-
an til að horfa á bálið, eins og
forvitinna er siður. Allt í einu
kvað við þrumandi sprenging.
Sprengiefnageymslan hafði
sprungið í loft upp. Til þessa
hafa fundizt 48 iík í rústur.um.
— Reuter.
eyðimörkfnni
HAAG, 2. jan. —• Skymaster-
flugvél, eign hollenska flugfél-
agsins KLM, varð að nauðiemta
í Arabíu-eyðimörk um 30 'huxi:
fyrir NV Dahran-flugvöllinn.
Innanborðs voru 56 farþegar ög
átta manna áhöfn. Engan þeirra
sakaði. Síðla í dag lentú aðrar
flugvélar hjá hinni strönduðu vél,
tóku fárþegana og flugu rnpð þá
til Dahrán-flúgvallar, .—Reuter.
brignusýslu, en á þessu svæði
býr nú um helmingur lands-
manna. Má svo auka við kerfið,
eftir því sem efni og ástæður
leyfa, líkt og átt hefir sér stað
með útvarpsstöðvakerfið.
ÍSáiL&iuU.,. . O. B. Arnar.
Framhald af bls. 9
mennt veitt athygli hve sérkenni-
legt fyrirbrigði hið íslenzka þjóð-
félag er. Það á vart sinn líka,
þótt leitað sé um heim allan. Hér
er minnsta — þ. e. fólkfæsta þjóð
á hnetti vorum, 150 þúsund
manns í tiltölulega mjög stóru
landi, erfiðu til búskapur hvort
sem er við sjó eða í sveit.Vér höf-
um hlot ið algjört fullveldi og leit
umst við að lifa sjálfstæðu menn
ingarlífi. Vér höfum gerzt þátt-
takendur í þjóðarsamstarfi á fjöl-
mörgum sviðum — og að sjálf-
sögbu tekið á okkar herðar marg-
víslegar skuldbindingar í því sam
bándi. Hið fámenna þjóðfélag
vbrt er reist á sömu meginregl-
um og sjónarmiðum og ríki er
lelja milljónir íbúa, já, tugi
miirjóna, jafnvel hundruð millj-
óna. Sú skoðun á nokkur itök
meðal islenzku þjóðarinnar, að
vér höfum gengið of langt í þessu
efni. Vér hefðum átt að einangra
okkur' meir, standa utan við ýmis
konar þjóðarsamtök, vera áfram
cinbúinn í Atlantshafi, langt frá
öðrum þjóðum. Þeir, sem þannig
hugsa, gá ekki að því hve stór-
köstle'gar breytingar hafa orðið
á þjóðarsamstarfi síðustu ára-
tugina. Heimurinn er orðinn svo
lítill vegna tækniþróunar nútím-
ans. Engin fullvalda þjóð getur
einangrað sig á þann hátt og allra
sízt vér íslendingar, með þeirri
legu, sem ísland hefur á hnett-
inum. Vér. verðum því að taka
þátt í alþjóðasamstarfi, svort sem
er á sviði fjárhagsmála, atvinnu-
mála eða menningarmála.
Hitt er víst, að útlendingar,
sem hingað koma til þess að kynn
ast landi og þjóð — óg þó einkum
fulitrúar s'tórveldanna — munu
mjög undrast það, að einar 150
þúsundir í stóru og harðbýlu
landi, skuli geta stárfað hér sem
fullvalda ríki, með þeim skuld-
bindingum, er því fylgja. Búast
má við að margir útlendingar
telji vonlítið um framtíð slíks
þjóðfélags. Fyrir okkur veltur
ekki á mestu hvað útlendingar
halda um þetta. Allt veltur á því
hvað við sjálfir viljum, því að:
Reistu í verki viljans merki •—
vilji er allt sem þarf. —
Eins og Einar skáld Benediktsson
segir. Manngildi hvers einstakl-
ings er sá efniviður, sem hvert
þjóðfélag er reist á. Að valinn
maður sé í hverju rúmi, hvers-
konar störf, sem unnin eru. Að
hver maður geri skyldu sína —
það eru máttarstólpar hvers þjóð
félags. Fyrir jafn örsmáa þjóð og
þá íslenzku er enn nauðsynlegra
að hvert rúm sé vel skipað, eng-
inn vanræki störf sín. Fyrir vort
þjóðfélag er hver einstaklingur
enn meira virði en hjá milljóna-
þjóðum. Þjóðfélag vort má ekki
við því að glata nokkrum af hin-
um fámenna hóp sona sinna og
dætra. Já, ég vil bæta því við,
að hið fámenna íslenzka ríki fær
því aðeins rækt skyldur sínar —
að dætur þess og synir vinni
meira og vinni betur en annarra
þjóða borgarar.
Eitt af góðskáldum vorum læt-
ur svo ummælt í erfiljóðum um
einn af beztu sonum þjóðarinn-
ar:
-----að ætíð eigi hún menn að
missa
meiri og betri en aðrar þjóðir“.
Látum okkur biðja þess og
vona það, að vér eigum alltaf og
alls staðar, í hverju rúmi, úrvals-
mönnum á að skipa, til hvaða
starfa sem er. Þá er engu að
kvíða. Þá mun þessari fámennu
þjóð takast að inna það hlutverk
af höndum, sem Guð vors lands
hefur ætlað henni að gera frá
öndverðu. Það er að varðveita,
þroska og efla tungu vora og hina
sérstæðu íslenzku menningu.
—//—
Þótt um þessi áramót blasi við
erfiðleikar í ýmsum áttum, heima
og erlendis, eins og jafnan áður,
þá hefur útlitið oft verið verra
og engin ástæða til annars en
horfa vondjörfum augum fram
á við. Ég vona að hið komandi
ár færi öllum þjóðum heims hag-
sæld og hamingju. Að árið verði
þjóð vorri gott og gjöfult og að
þjóðin beri gæfu til að hagnýta
sér gæði þess sem allra bezt til
vaxandi þroska og manndóms.
Gleðilegt ár!
- Aftnæli
Framhald af bls 11
ljúfur en þó fastur fyrir, ef því
er að skifta. En í dagfari öllu
slíkt prúðmenni, að slíks eru fá
dæmi. Séra Jóhann var settur
prófastur í Húnavatnsprófasts-
dæmi 1922—1923. Hann hefur
fengizt nokkuð við kennslustörf,
m. a. í Reykjaskóla og verið for-
maður fræðslunefndar. Formað-
ur yfirkjörstjórnar 1 Vestur-Húna
vatnssýslu hefur hann verið síð-
an 1933.
Hann er söngvinn vel, eins og
hann á kyn til og hefur haft með
höndum söngkennslu- og söng-
stjórn í sóknum sínum, m. a. æft
og stjórnað karlakór.
Fjölmennt var á heimili þeirra
prestshjóna í gær, af sóknarbörn-
um þeirra og vinum, sem komin
voru til að finna prestinn sinn,
árna honum heilla og þakka hon-
um og þeim hjónum báðum fyr-
ir allt það, sem þau hafa verið
söfnuðum sínum á umliðnum ár-
um. En veitingar og móttökur
tinkenndust af þeirra alkunnu
ástuð og glæsibrag.
Þrátt fyrir þennan háa aldur er
séra Jóhann enn teinréttur, létt-
ur á fæti, glaður og reifur og
ber fárra eða angra ellimarka
vott.
Það er víst, að allir hinir
mörgu vinir prestshjónanna á
Meistað. senda þeim hugheilar
þakkir og árnaðaróskir á þess-
um afmælisdegi. Og persónulega
iangar mig til að enda þessar lín-
ur með innilegum árnaðaróskum
og kærri þökk fyrir vináttu og
ástúð mér til handa og fjölskyldu
minni og gott samstarf, þann
tíma, sem ég hefi átt heima á
Hvammstanga.
Brynjúlfur Dagsson.
★ M ARKtJ S Eftir Ed Dodd * *
1) — Þú veizt það, að ég hef
alltaf vænzt þess að þið Markús
giftust.
2) — Ef þú vilt í raun og veru
giftast Jaíet, barnið mitt, þá
færðu samt samþykki mitt og
blessun.
— Þakka þér fyrir, pabbi.
4) — Jæja, þá er allt til reiðu
að leggja upp í ferðina. Bjarni,
þú gætir Anda vel á meðan ég
er í burtu. Þakka þér svo fyrir
alla hjáipina.
.Mátaí.