Morgunblaðið - 03.01.1953, Blaðsíða 7
í Laugardagur 3. janúar 1953
MORG UIS BLAÐIÐ
dlið auðgast að nýjum orðum meðan
gömul orð týnast af vörum þíóðarinnar
TUNGAN, sem við tölmn, ís-
| lenzkan, er á sífelldri hreyf-
ingu. Vi® tiikum upp á hverju
ári mikinn fjölda nýyrða og
gildir bað ekki hvað sízt á
þessum síðustu áratugum þeg-
ar aiit þjóðlíf okkar hefur tek
íð g-erbreytingum. Samtímis
þessu er hætt við að með tím-
anum falli gömul orð niður og
gleymist alnienningi. Fólk hef-1
ur ekki börf fyrir hciíi á verk-!
færum, sem það er hætt að
nota eða heiti á vinnuaðferð,
sem fyrir löngu er orðin úrelt.
En því skulum við ekki
gleyma, að stofn tungunnar
helzt óbreyttur þrátt fyrir t
þetta. Hin nýju orð, hvaðan
sem hau koma og hvernig sem
þau myndast, verða að beygja
sig undir lögmál tungunnar,
' verða að taka íslenzkum orð-|
beygingum og falla undir hin
ókönnuðu lögmál, sem við
nefnum málsmekkur.
Þannig komst dr. Sveinn Berg- '
sveinsson að orði, er ég hitti hann J
um daginn. En hann hefur flest-j
um öðrum mönnum betur kynnt
sér nýmyndarnir íslenzkrar1
tungu, er hann hefur unnið að
samningu hinnar svokölluðu ný- |
yrðabókar. Hann sagði mér áður |
en við tókum að rabba frekar'
um myndun nýyrða í tungunni,
hvernig orðabók sú er hann vinn-
ur að er til komin.
FYRSTA HEFTI NÍVRÐA-
BÓKAR VÆNTANLEGT
— Upptökin að nýyrðabókinni
sagði dr. Sveinn, eru hjá Birni
Ólafssyni menntamálaráðherra,
er kom fjárveitingu til söfnun-
ar nýyrða inn á síðustu fjárlög.
Var stjórn Orðabókar Háskólans
falið að annast framkvæmdir, en
hún fól mér aftur að safna ný-
yrðum og sjá um útkomu bók-
arinnar. Hóf ég verkið í febrúar-
mánuði s. 1. og mun nú ekki líða
á löngu þar til fyrsta hefti henn-
ar kemur út. Kemur það vænt-
anlega út alveg á næstunni.
— Hvernig er nú efnið í þess-
ari nýyrðabók?
— Hún verður í fyrsta lagi
fræðiorðabók, þar sem teknir eru
saman kaflar með flestum orð-
um og orðatiltækjum, sem nöt-
uð eru í einni fræðigrein eða iðn-
grein. Um leið verður hún sam-
heitaorðabók, þar sem Undir
hverju uppsláttarorði verður
upptalning á öðrum orðum sömu
merkingar. Og í þriðja lagi er
ætlunin að láta hvérjum kafla
fylgja lista yfir útlend orð, svo
að þeir sem þau þekkja géti
fljótlega fundið íslenzka orðið.
ORÐ I HEILUM
FRÆÐIG REINUM
— Hvernig er ætlunin að skipta
verkinu niður í kafla eftir fræði-
greinum?
— í þessu fyrsta hefti, sem er
væntanlegt á næstunni, eru nokkr j
ir kaflar. Sá fyrsti fjallar um'
eðlisfræði, raftækni, efnafræði
og kjarneðlisfræði. Annar kafl-
inn fjallar um bifvélafræði, en
það er fræðigrein, geysilega orð-
mörg, sem ekki var til fyrir
nokkrum árum. Þriðji kaflinn
fjallar um heimspeki, sálfræði,
rökfræði o. s. frv. Fjórði kafl-
inn fjallar um lífeðlisfræði,
erfðafræöi o. s. frv. Siðast verð-
ur svo kafli yfir almenn orð. En
alls eru uppsláttarorðin í þessu(
fyrsta bindi nýyrðabókarinnar
yfir 0000.
ORÐMYNDUN SÍOASTA
ALDARFJÓRÐUNGS
— En hvað er eiginlega átt við
með nýyrði. Hvað mega orðin1
vera elzt til þess að komast í ný-
yrðabókina.
— Mér hefur þótt rétt að tak-
marka heitið yfirleitt við þau orð
Im'ðu þarf áht&gcmn á
Almenningur skcspar
Hugleiðingar yfir söfnun nýyrða.
ogra man
ssn nýyrði
sem eru ekki í íslenzk-dönsku
orðabók Sigfúsar Blöndals. —
Blöndals-orðabókin er tvímæla-
laust stærsta og mérkasta orða-
bók, sem hingað til hefur kómið
út um íslenzkt mál. Hún kom út á
árunum 1920—’24. Eftir það hafa
verið í íslenzku þjóðlífi þeir stór-
kostlegustu umbrotatímar, sem
um getur í sögu landsins. Alge:
bylting og nýsköp.un hefur orðið
í atvinnulífi þjóðarinnar, véla-
menning hefur hafið innreið sína
hér á öllum sviðum og jafnt hér
sem erlendis hefur á saina tlma
verið umrót í listum og vísind-
um.
Ég hef því haft að aðalreglu
að taka þau orð, sem ekki finn-
ast í orðabók Sigfúsar Blöndals
óg eru þau orðin feyki mörg.
Að vísu hef ég ekki talið rétt
að framfylgja þeirri reglu'
strangt. Þar sem ég reyni að
hafa kafla hverrar fræðigreinar
sem fyllstan, sþá hefur mér oft
þótt rétt að taka með orð, þótt
þau stæðu í Blöndals-orðabók. I
Útfrá þessu snerist talið brátt
út urn heima og geima, er ég;
spurði dr. Svein, hver nýyrði
síðustu ára væru helzt:
STOFN TUNGUNNAR
STENDUR ÓHAGGAÐUR
— Finnst yður að miklar breyt-
ingar hafi orðið á íslenzku máli
þessa síðustu áratugi örrar þró-
unar?
— Stofn tungunnar stendur að
sjálfsögðu að mestu óhaggaður,
þrátt fyrir það, þótt ný orð séu
tekin upp. Nýyrðin verða að
beygja sig undir lögmál tung-
unnar. Innri bygging íslenzkunn-
ar á að vera óhaggaður, þótt þessi
síðustu ár hafi hlaðizt utan á
stofn hennar mikill fjöldi nýýrða.
Breyttir þjóðfélagshættir leiða
um leið til þess að ýmis eldri orð
yfir tæki og vinnuaðferðir falla
niður úr málinu og gleymast al-
menningi. En það er allt eðlilegt
og sakar ekki.
BURT MEÐ SLANGURYRÐIN
— En hvað segið þér þá um
öll þessi útlendu aðskotaorð, sem
ekki hvað sízt hafa slæðst hingað
á síðustu árum. Geta þau ekki
gert tungunni tjón.
— Jú, allir góðir íslendingar
ættu að taka höndum sarrian gegn
bölvuðu hrognamálinu. Þessi
svonefndu slanguryrði hafa vei;ið
mjög aðgangsfrek á síðari árum.
Ef útlendu orðin gætu alveg sam-
lagast tungunni, þá sakar e.tiv.
ekki þótt þau séu tekin upp og
þá mætti kalla þau tökuorð. En
þegar það eru útlendar slettur,
bjagaðar og ósmekklegar, þá er
miður farið ef þau ná að festa
rótum í tungunni.
KOMA FLEST UPP í
REYKJAVÍK EN DREIFAST ÚT
— Haldið þér að það sé mikið
um slanguryrði hér á landi?
— Áreiðanlega of mikið. Ég
vildi benda fólki á það, að eittn
maður hér hefur safnað ótölu-
legum grúa af slanguryrðum í
skáldsögu. Það er E'.ías Mar í
bókinni Vögguvísa. !
Annars virðist megnið af þess- j
um slanguryrðum koma upp i1
Reykjavík. En ungc fólk, sem
kemur í heimsókn til borgarinn-1
ar utan af landi er fljótt að læra
þau, svo að þau breiðast ört út
um landið og mér virðist því
nokkuð líkt á komið með þau í
öllum landsfjórðungum. !
Dr. Sveinn Bergsveinsson.
DANSKAN ER LYMSKULEG
Dönsk slanguryrði haía mörg
verið lengi lanalæg hér svo sem
smekklás, knekkbrauð, marme-
lade, pulsa, kúnni, strausvkur,
straujárn. Mörg þessara dönsku
orða eru orðin svo föst í málinu,
að það er erfitt að útrýma þeim.
Enda tel ég ef satt skal segja, að
danskan sé hættulegri íslenzk-
unni að þessu leyti en enskan,
vegna þess að hún er okkar
tungu skyldári. Og danskan verð
ur okkur : þeim mun hættulegri,
þar sem það hefur sýnt sig að
dönsk orðaskipún og sétningar
hafa víða skotið upp höfðinu,
enda þótt þau fari ilia í íslenzku
tali. En á því vara hienn sig
ekki, taka þetta sem góða og
gilda íslenzku, ef þeir ékki að-
gæta betur. Þannig er danskan
lævísari gagnvart máli okkar.
ENSK SLANGURYRÐI LÍTT
ÞEKKT FYRIR STRÍÐ
— Mér virðist nú samt mjög
mikið um ensk slanguryrði. Eða
finnst yður það ekki líka?
— Jú, þau eru á hveriu strái.
Ég man, að er ég fór út til Þýzka-
lahds til náms fyrir stríð, þá var
lítið um ensk slanguryrði. En er
ég kom heim eftir 9 ára veru úti
1945, þá var ég furðu lostinn hve
mjög þau óðu uppi.
En ensk og arnerísk slangur-
yrði, held ég að séu það mikið
ólíkari íslenzkunni en þau
dönsku, að ég álit þáu ekki eins
hættuleg. Þau geta þó skemmt
málsmekk unga fóiksins.
KOMU MED HERNÁM ST .IDÍNU
— Hvernig haldið þér nú, að
þessi slanguryrði berizt hingað
helzt?
— Ég er ekki í vafa um, að það
sem opnaði þeím fyrst og fremst
leið inn í landið var dvöl ensks
og amerísks herliðs í landinu á
stríðsárunum. Þar að' auki voru
amerísk tímarit þá í hverri bóka-
verzlun, sáródýr, svo að hver gat
kevpt þau stöðugt. Sambandið
við meginlandið var slitið svo að
viðskipti okkar við enskumæl-
andi þjóðir voru algerlega rikj-
andi. Kvikmyndir hafa og gert
sitt til. Amerískar og enskar
kvikmyndir voru að vísu sýndar
hér líka fyrir stxíð, en þá oftast
með dönskum skýringum.
ÍSLENZK ORÐ VANTAR
Þá er að athuga eitt, að vöntun
okkar á íslenzkum orðum yfir
tæki, verknaði og hugtök getur
orðið til þess, ef ekkert er að
gert, að fólk sjái sér ekki aðra
leið færa en að taka upp útlend
orð. Ef langur tími líður svo, þá
ér hætt við að slanguryrðið fest-
ist í málinu, jafnvel" þótt þoð
fari ekki vel og getur þá orðið
erfitt að bæla það niður aftur.
AUGLÝSINGAMÁLIÐ
VARHUGAVERT
I þessu tilliti hafa auglýsingar
í dagblöðunum verið sérstaklega
varhugaverðar. — Auglýsendur
ýmissa áhalda nota útlenda orðið
og þeir virðast ekki þora að taka
upp innlend orð af hræðslu við
rð það yrði e.t.v. haft að háði,
aða að það verði fráhrindandi.
Síðan koma viðskiptamennirnir
og þora ekki heldur að nota ís-
lenzk heiti. Upp kemur gagn-
kvæmur ótti kaupenda og selj-
enda, sem erfitt er að sigrast á.
Ég held að dagblöðin ættu sjálf
í þessum tilvikum að láta til sín
taka, miklu meira en verið hefur
og kyrkja hrognamálið í fæðing-
unni.
ÞJÓDIN SJÁLF SKAPAR
NÝYRÐI
— Hvað væri annars fleira
hægt að gera til að forðast út-
lendu orðin og skapa þá íslenzk
orð, sem standast árásir þeirra
útlendu? j
— Ég vil taka það fram í
byrjun, að ég hef ekki trú á
stofuorðmyndun, sem tíðkaðist
svo mjög hér ekki alls fyrir
löngu. Að vísu hafa fáein stofu-
orðanna lifað, en þau eru þó
miklu fleiri, sem hafa átt sér
skamma lífdaga og hafa þá lítið
gagn gert. Ég er eindregið þeirr-
ar skoðunar, að alménningur
Sjálfur eigi að mynda orðin yfir
þau áhöld, sem hann notar og
þau vihnubrögð sem hann beitir.
En ég held, að það mætti hafa
samtök um að hjálpa til við orð-
myndunina og forða frá mistök-
um.
GLÆDA ÞARF ÁHUGA
UNGLINGA Á FÖGRU MÁLI
Annars má bæta málið á marg-
an hátt og þá vinna að því alvég
frá rótum. T.d. með því að gláeða
áhuga ungu kynslóðarinnar fyrir
fallegu og kjarnyi'tu íslenzku
máli og aldrei slaka á að benda á
hve mikill þroski og menntun
það er í sjálfu sér að afla sér
orðaforða og ná góðu valdi á
móðurmálinu. Því að það er eins
með ræktun málsins og konan
segir, að það er ekki nóg að vinna
ást mannsins í upphafi einu
sinni, heldur á hverjum degi í
hjónabandinu.
MARGIR IIAFA ÁHUGA
Á NÝYRÐASÖFNUN
Nú vill það svo til, að í öllum
hinum stærri fræði og atvinnu-
greinum eru fíeiri og færri
menn, sem áhuga hafa á orð-
myndun, eða menn sem finna til
þess að þeir skúli ekki hafa
heiti á ýmsum tækjum og vinnu-
brögðum. Þessir menn geta gert
tungunni mikið gagn með því að
hefja samstarf um ræktun máls-
ins.
Fyrst þurfum við að fá orðm
fram, þau þurfa að myndast *
samtölum manna á milli og ýmis;
félagasamtök þyrftu síðan a5
kjósa málhaga menn til a?í
vinna að orðmyndun og orða-
söfnun í sinni grein.
i
SAIMSETNING VERDUR
AÐ VERA STUTT
Algengasta aðferð við orð'-
myndun er samsetningaraðferð--
in. Hún er að vísu leiðigjörn„
þegar of langt er gengið, en hún
hlýtur þó alltaf að vera notuðf
öðrum þræði. En þá ráðlegg-
ingu vil ég gefa, að samsettu orð-
in séu stutt. Það er frumskilyrði
fyirr að þau lifi.
i
MÉRKÍNG ELDRI ORÐA
VÍKKUD
Þá er það útfærslu-aðferðin.
Hún er fólgin í því að merking
gamals orðs er látin víkka og ná
yfir svið nýs hugtaks. Þetta er
ekki hið sama og „að vekja upp
drauga", þ.e. að taka fornaldar-
orð, nú útdauð og glæða þau til
lífsins. Nei, hér er um að ræða„
orð, sem til er og notað í dag-
legu tali, en svið þess þröngt.
T.d. að það sem í raffræðmni
heitir á dönsku „batteri" er kall-
að á íslenzku hlaða eða rafhlaða
Þessi orðmyndun er vandasönv
en yfirleitt er þetta bezta áð-
ferðin. Þegar málsnjallir menn
finna einhverja líkingu milli
þess gamla og þess nýja, þá verða
beztu orðin til.
A
ENDINGAR EUU ^
MÍSGÓÐAK
Þegar nýyrði eru ekki samsett.
ættu rnenn að gæta að því að
orðin eru misjafnlega lífvænleg:
eftir því hvaða ending er höf®
, við þau. Ef um er að ræða ger-
andheiti í karlkyni er lífvæn-
legra að nota endinguna ir en
gömlu endingarnar all, ill og till.
Mörg hvorugkyns orð, sem enda
á i eru góð.
Það hefur stundum gefizt
sæmilega að nóta útlenda stofna
með íslenzkum endingum, t.d.
berkill í flt. berklar og orðið víra
og víru-sjúkdómur svo nokkuð
sé nefnt. En hér er betra að hafa
hóf á öllu. i-
| Nýmyndun orða þarf að ef)a
til þess að vinna sigur á útlendu
slanguryrðunum. Til þess þurfa
! forráðamenn félaga, fyrirtækja,
skóla og annarra menningar-
stofnana að vera samhentir og
slaka hvergi á kröfunni óm
hreint íslenzkt mál.
1 i
ékólarnxr —
MIDSTÖ&VAR
TUNGUNNÁR
Það hefur tíðkazt of mikið i
skólum hér á landi, að jafnvel
útlendar kennslubækur séu not-
aðar í ýmsúm iræðigreinum. —
Þetta er algérlega ófært, því að
skólarnir eiga öllum öðrum
stofnunum fremur að vera mið-
stöð íslenzkrar tungu. Kennar-
arnir eiga að leggja áherzlu á.að
rita kennslubækur á íslenzku og
þeim ber þjóðleg skylda til að
taka upp í hverjum tíma ög
hverja stund markvissa baráttu
til að hreinsa tur.guna af útlend-
um slar.guryrðum.
i >- Th.
Símanúmer vort verður framvegis
Hárgreiðslustofa Vesturbæjar,
Guðfinna Ingvarsdóttir, Grenimel 9.
(Vinsamlegast géymið auglýsinguna).