Morgunblaðið - 03.01.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. janúar 1953 Rafmagnstakmörkun Álagslakmörkun clagana 4. jan.—11. jan. frá kl. 10,45—12,30 Sunnudag 4. jan. 5. hverfi Mánudag 5. jan. 1. og 3. hverfi Þriðjudag 6. jan. 2. og 4. hverfi Miðvikudag 7. jan. 3. og 5. hverfi Fimrntudag 8. jan. 4. og 1. hverfi Föstudag 9. jan. 5. og 2. hverfi Laugardag 10. jan. 1. og 3. hverfi Álagstakmörkun að kvö'ldi frá kl. 18,15—1 Sunnudag 4. jan. Engin Mánudag 5. jan. 4. hverfi Þriðjudag 6. jan. 5. hverfi Miðvikudag 7. jan. 1. hverfi Fimmtudag 8. jan. 2. hverfi Föstudag 9. jan. 3. hverfi Laugardag 10. jan. 4. hverfi Síraumurinn verður hofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. SOGSVIKKJUNIN Happiirætti Haskóla íslands Sala happdrættismiða er hafin. Vinningar eru 10.000, samtals 5.040.000 kr. Vinningar eru 70% af andvirði seldra miða. Þriðja hvert númer hlýtur vinning á árinu. Vinningar eru tekjuskatts- og tekjuútsvarsfrjálsir. Dregið verður í 1. flokki 15. janúar. Ath.: Viðskiptamenn hafa forgángsrétt að númerum sín- um til 10. janúar. Eftir þani' tíma er heimilt að selja þá öðrum. Umboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir kauplc., Vesturgötu 10, sími 82030. Bókav. Guðm. Gamalíelssonar, Lækjarg. 8B, sími 3263 Bækur og ritföng, Austurstræti 1, sími 1336. Bækur og ritföng (Kristján Jónss.), Laugav. 39, sími 2946. Elis Jónsson, Kirkjuteigi 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Maren Pétursdóttir, frú, Laugaveg 66 (Verzlunin Happó), sími 4010. Pálína Ármann, frú, Varð.irhúsinu, sími 3244. Umboðin í Langholtshverfi og Kópavogshreppi hafa verið lögð niður. Númerin þaðan verða afgreidd á Lauga- veg 39 (Bækur og ritföng). Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdemar Long, Strandgötu 39, sími 9288. Verzl. Þorvalas Bjamasonar, Strandg. 41, sími 9310. Kínversku RfOTTiJRNAR og TEPPSM kGITEtfSB aftur til B8ERIIMG UnglirLg vantar til að bera út Morg- unblaðið til kaupenda í Sörlaskjóli. Sörlaskjcl Við scnduin biöðin beim til barnanna. — Talið strax við afgreiðsiuna. — Sími 1600. Bifreiðaeigendur athugið! 5 manna bifreið óskast til leigu í vetur eða lengur. — Verður að vera í góðu lagi. Kaup koma einnig til greina ef greiðsluskilmálar eru góðir. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir hádegi á mánudag, — merkt; „Áreiðanlegir — 587“. — hllur kassi á kvöfdi om t>»HTi -M=>m auglýsa í Morgunblaðmu Eldhúsvaskar Nýkómnir tvöfaldir sænskir stálvaskar, 3 stærðir. J/óliannóóon mi tk U- Bergstaðastræti 52 — Sími 4616 5KARTGRIPAVERZLUN 'rf * »tí K A 0 S T 0 Æ T I * . ............■■■ ■ /________________ Cuðjón Jónsson bóndi, Kaldbak Fæddur 1. október 1864. Dáinn 7. desember 1952. Minning KÖLD gola skammdegisnætur- innar blæs af hafi. Tigin og ris- mikil fjöll standa vörð um vík- ina og teygja tindana mót dimm- bláum himni. Öldungurinn stendur á bæjar- hlaðinu og horfir út í rökkrið. Þannig hefur hann árum saman litið yfir umhverfið og lofað guð sinn að loknu verki hins liðna starfsdags. í kvöld, sem endra- nær heldur hann háttum sínum. Æðaberar vinnulúnar hendurnar ganga kunnuglega frá öllu. Öld- ungurinn gengur til hvílu og felur önd sína drottni. Að morgni næsta dags er hann allur. Guðjón í Kaldbak er dáinn. Helfregn hans barst mér á öldum ljósvakans eins og hljótt and- varp frá heimahögum. Hinir sterku stofnar hverfa þaðan hver af öðrum. Hví drúpir nú byggð- in. — Hvort munu hinir ungu sprotar, sem upp vaxa, öðlast sama styrkleik til starfa og þeir, sem ólust upp í ljósaskiptum 19. aldarinnar, þegar rofa fór myrk- ur miðaldanna. í lítilli vík milli hárra fjalla stóð býli Guðjóns. Þar leit hann fyrst ljós dagsins. Þar dvaldi j hann langa og starfsama æfi og þar hneig hann að hinsta beði. Þegar mér nú verður hugsað til Guðjóns, stendur hann í vitund minni sem meitlað svipmót þess umhverfis er ól hann. Brúnimar mikilar og svipmiklar eins og hamrarnir. Röddin ákveðin og sterk eins og brimið, sem knýr flúðir og sker. Svipbrigði augn- anna blítt eða strítt eins og blá- fjallablær eða Norðurhafsnépjan. Og nú, þegar hann er horfinn, þá er sem í hinni sérstæðu nátt- úru Strandanna hafi eitthvað brostið. Hann gaf umhverfi sínu líf og fyllingu. Heimalandsmótið var rikt í svip hans og eðli. Hvern dag frá því Guðjón _gat lagt hönd að verki, vann hann með atorku hins ósérhlífna manns. Jafnframt því að vera verkmaður mikill, var hann mjög bókhenigður og mun sá þáttur í eðli hans hafa auðveldað baráttuna við ein- angrun og illt árferði. í skugga skammdegisins, við bjarman frá lýsislampanum, naut hann þess að lesa rit hinna árvöku íslend- inga. Hugurinn fylltist hrifningu og baráttukjarkurinn óx. En það voru einmitt hann og aðrir siíkir, sem sköpuðu þann straumþunga fjöldans, er var bakhjallur fram- varðanna og færði sigur að lok- um. Starfsdagur Guðjóns í Kald- bak varð langur, enda lífsstarf hans mikið. Hann var giftur góðrij kónu, Sigþrúði S'gúrðardóttur. ’ Þau eignuðust 13 börn og eru 9 þeirra enn á lífi. Þarf ekki mörg orð um það að hafa, hve mikla orku þurfti á þeirri tíð að sjá fyrir svo stórum barnahóp. Það þurfti kjark og karlmannslund að klífa hamar þann. Þegar ég kynntist Guðjóni, var hann orðinn bjargálna maður, börnin vaxin og erfiðleikaárin að baki. Það vildi svo til, að um nokkurt árabil lá leið mín oft um garð í Kaldbak. Þegar dag- leiðinni var lokið um grýttar og torsóttar strandir var þar gott þreyttum að koma og náttstaðar áð leita. Ileimilið var hlýtt og aðlaðandi og þar ekkert til sparað að veg- farandinn nyti þess bezta, sem hægt var að bjóða. í svip bónd- ans fann gesturinn styrk og ör- yggi fjallanna, sem risu að; bæj- arbaki. í handtökum húsmóður- innar nákværtni og velvild. Að moí-gni næsta dags, þegar ferðin var hafin á ný, þá kvaddi mað- ur heimilið með eftirsjá,' hlýj- um minningum og tilhlökkun að koma þar aftur. Er það trú mín, að þó byggð strjálist á Ströndum noiður, þá muni enginn kvíða þurfi að leggja þar leið sína með- an byggð stendur í Kaldbak og andi Guðjóns og konu hans vakir þar í heimilisháttum. Um starf Guðjóns mætti margt segja og langt má skrifa, en það er ekki ætlun mín. Þetta er að- eins fáorð minning. Lítið lauf- blað, sem fýkur úr fjarlægð á fornar slóðir. Ef til vill verður starf Kald- baksbóndans ekki stór metið af sumum, frekar en margra ann- arra, sem velta grjóti af grýttum leiðum komandi kynslóða. En þú, sem kant að leggja leið þína um Strandir norður. Þegar þú ferð um skriðuna undir Kald- bakshorni, sem nú er þér greið- fær og auðveld umferðar, þá staldraðu ögn við og littu norður um víkina. Þar blasir við býli Guðjóns undir bröttu fjalli, en gatan, sem þú gengur svo greið- færa hefur Guðjón rutt. Hann var brautryðjandi, til láns þeim, sem eftir lifa. — ,,í svip hins seintekna bóndans oq saenfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda taýr saga og framtíð þíns lands.“. Þorst. Matthíasson. • Söfnin • LandsliókasafniS er opið kl. 10 —12, 13.00—19.00 og 20.00—22.00 alla virka dága nema laugardága kl. 10—12 og 13.00—19.00. ÞjóðminjasafniS er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar lokað vetrarmánuðina. — NáttúrugripasafniS er opið sunnudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14.00—15.00. VaxniymlasafniS er opið á sama tíma og Þjóðminjasafnið. Listasafn ríkisins er opið, þriðju daga og fimmtudaga frá kl. 1—3 e.h. og á sunnudögum frá kl. 1—4 e.h. — Aðgangur er ókeypis. Hús éskast Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins vill kaupa húseign í góðu ástandi (heLH millíliðalaust) í Austurbænum. Tilboð, er greini verð, aldur og stærð hússins og lóðar, sendist fyrir 16. janúar n. k. til Mar- grctar Rasmus, Snorrabraut 73, eða Svanfríðar Hjartar- dóttur, Víðimel 44. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.