Morgunblaðið - 15.01.1953, Side 7

Morgunblaðið - 15.01.1953, Side 7
Fimmtudagur 15. jan. 1953 MORGUHBLAÐ19 S1T' n ^ Eigínkonnn knSði ekki snmþykkt sölu kússius Riffun skv. 20. gr. laga nr. 20 frá 1923 þvíMm\ ún helír lifað Jbrfár eg þrýSar ei eim elfu eg erku Ssmfa! við Sigríði Helgadóffur 95 ára í LÖGUM nr. 20/1923 um skyld- ur og réttindi hjóna segir m. a. í 20. gr.: | 1° ílvorugu hjóna um sig er heimilt, án samþykkis hins, að afhenda eða veðsetja fast- eign úr hjúskapareign sinni, búi fjölskyldan á eigninni 2° Nú hefur annað hjóna gert slíkan samning án áskilins samþykkis, og getur þá hitt fengið samningnum hrundið með dómi, hafi samningsað- ilja fyrrnefnds hjóna verið eða átt að vera Ijóst, að því var samningurinn óheimill. FYRSTI DÓMURINN UM RIFTUN SKV. 20. GR. Þessi grein laganna er i sjálfu sér skýr. Samt skal hér greint frá hæstaréttardómi frá því í vetur, sem byggður er á þessari lagagrein. Mun það vera fyrsti hæstaréttardómurinn um riftun afsals skv. ofannefndri grein. SIFJARRÉTTARLÖG SEIN AÐ NÁ MEÐVITUND ALMENN- INGS Þótt liðin séu nær 30 ár síðan ofangreind lög um skyldur og réttindi hjóna voru sett, er það athyglisvert, að mörg atriði í þeim eru langt í frá komin inn í meðvitund almennings, þar á meðal ofangreind grein. í vott- orði frá borgarfógeta, sem fengið var í hér um ræddu dómsmáli segir m. a.: „... . ekki er grennslazt eftir þvi, hvort sá, er afsal undirrit- ar, sé í hjónabandi eða ekki, og ef sá er undirritar afsal, er skráð- ur eigandi viðkomandi fasteignar, eru eigendaskiptin skráð án fyr- irvara. Sjaldgæft mun vera, að bæði hjónin undirriti afsala, þótt fasteignin sé félagseign þeirra.“ Skal hæstaréttarmálið nú rakið lauslega. Þar sem hér er um við- kvæmt fjölskyldumál að ræða, verða nöfn ekki birt. IIÚSIÐ ÞINGLESIN EIGN EIGINMANNSINS Þau A og B gengu í hjóna- band árið 1925 (því taka ofan- nefnd L. 20/1923 til hjúskapar þeirra en ekki eldri lög). Árið 1945 eignuðust þau húsið nr. 3 við X-götu og var það þinglesið á nafn hr. A eiginmannsins. Hús þetta er tvær hæðir og kjallari. 1946 afsalaði A tiltekn- um manni íbúð í kjallara hússins. Kveðst frú B hafa verið samþykk þeirri sölu. AFSAL GEFIÐ ÁN SAM- ÞYKKIS EIGINKONU Á árunum 1947 eða 1948 seldi hr. A konu nokkurri, sem við köllum C neðri hæð hússins fyrir 85 þús. kr. Afsal var þó ekki gef- ið út skv. þeim samningi. En 6. sept. 1950, seldi hr. A einnig efri hæð hússins til C á 165 þús. kr. Á þessari hæð bjó fjölskylda hr. A. Gaf hann út sameiginlegt afsal fyrir báðum hæðum hússins. Frú B eiginkona hr. A gaf ekki samþykki sitt til afsalsins og vissi ekki um það fyrr en 22. sept. 1950. Taldi hún því að löggern- ingurinn hefði verið óheimill skv. 20. gr. 1. 20/1923 og krafðist rift- unar hans fyrir dómi skv. 2. mgr. sömu greinar. HVAÐ ER VOND TRÚ SKV. 20. GR. Frú B taldi að C og umboðs- manninum D, sem annaðist kaupin hafi verið eða átt að vera ljóst að hr. A var óheimilt að gera löggerninginn án samþykkis hennar. C krafðist sýltnu og byggði hana á því, að hvorki sér né um- boðsmanni sinum D hafi verið kunnugt um að eiginmaður stefn- anda hafi ckki haft samþykki hennar til afsalsins. Þá hljóti og stefnanda að hafa verið kunnugt um, að fjárhagur félagsbús henn- ar og eiginmanns hennar hafi verið það þröngur, að þeim haíi eigi verið kleift lengur að halda eigninni og að því myndi reka, að þau yrðu að selja hana. Borgardómari féllst ekki á rift un samningsins m. a. á þeim íor- sendum að „ekki sé neitt komið upp í málinu, er bendi til þess að þeim C eða D umboðsmanni C hafi verið eða átt að vera ljóst, að eiginmanni stefnanda væri ó- heimilt að afsala húseigninni." Ef þessi dómur undirréttar hefði staðið óhaggaður, verður ekki annað séð, en að samningi yrði því aðeins riftað skv. 20. gr. að viðsemjandi vissi eða ætti að vita að annað hjóna væii i,iót- fallið sölunni. En það þarf ekki til, eins og kemur fram í dómi hæstaréttar, en þar segir m. a.: DÓMUR HÆSTARÉTTAR Ekki hefur verið hnekkt í málinu þeirri staðhæfingu frú B, að salan hafi ekki verið undir hana borin og að hún hafi aldrei samþykkt hana. Samkvæmt þessu þykja vera fyrir hendi skilyrði til að rifta afsalinu eftir kröfu frú B skv. 20. gr. Það er ágreiningslaust að D umboðsmanni C við kaupin var kunnugt um að hr. A var kvæntur frú B, er kaup fóru fram, og að þau hjónin bjuggu á eigninni, en með samnings- gerðinni gat C ekki öðlazt frekari rétt en umboðsmaður- inn hefði fengið, ef hann hefði gert samninginn í eigin nafni. Eftir þessum hæstaréttardómi er það því ljóst, að afsalssamn- ingi verður riftað skv. 20. gr„ ef kaupandi aðcins veit að seljandi er giftur og að fjölskylda hans býr á eigninni. Liggi samþyklci eiginkonu ekki berlega fyrir, þá telst kaupantíi í vondri trú skv. 20. gr. AFSALINU í HEILD RIFTAÐ Þá er það athyglisvert í dómi þessum, að hér var um að ræða afsal á tveimur hæðum í Aúsinu og bjó fjölskyldan aðeins á ann- arri hæðinni. Þrátt fyrir það er ekki riftað aðeins afsalinu að þeirri hæðinni, sem fjölskyldan bjó á, heldur afsalinu í heild. ÞARF SAMÞYKKI MAKA I Lærdómur sá sem almenningur getur af dómi þessum dregið cr sá, að við sölu og veðsctningu á fasteign, er nauðsynlegt, þegar fjölskylda seljanda býr á eign- inni, eða hún er notuð við at- vinnurekstur hjónanna, að fá berlegt samþykki eiginkonu selj- anda. Annars getur viðsemjandi átt það á hættu að samníngnum sé riftað. — BLESSUÐ mín, ég hef svo sem ekkert að segja annað en það, sem allir vita, — sagði frú Sigríður Helgadóttir við mig m.a. er ég hitti hana að máli i fyrra- dag í tilefni af 95 ára afmæli hennar, sem hún á í dag. Ég sá strax, að hér var á ferð ein af þessum yfirlætislausu gömlu íslenzku konum, sem vilja jafnan láta sjálfra sín sem minnst getið, sem unnið hafa merkilegt og þjóðnýtt starf án þess nokkru sinni að ætlast til viðurkenning- ar. — Ég hef svo sem ekkert að segja, segir þessi 95 ára garnla kona, sem var 17 ára unglingur þjóðhátíðarárið 1874 og man þá tíð, þegar engin brú var til á Islandi, engir vegir aðrir en troðrtar hest's’óðir og allir flutn- ingar á iandi ió. u fram á klakk. Þegar pósturinn kom einu sinni í mánuði, engin dagblöð komu út og sími cg útvarp voru óþekkt fyrirbrigði í hugum fólksins. Skyldu margir ungir íslendingar í dag geta gert sér Ijóslega i hugarlund þær aðstæður, sem ungt fólk á íslandi átti við að búa í þá dags? ^FÆDD OG UPPALIN í VOGI Á MÝRUM Sigiíður Helgadóttir er fædd 15. janúar úrið 1858 að Vogi á Mýrum. Foreldrar hennar voru þau hjónin Helgi Helgason í Vogi (langafi hennar og langa-lang- afi hétu einnig Helgi) og Soffía Vernharðsdóttir, prests Þorkels- sonar en sá Vernh. var giftur Ragnheiði Einarsdóttur frá Svefn eyjum. Sigríður átti heima öll sín æskuár í Vogi. Þcgar hún var á þrettánda árinu missti hún móð- ur sína, sem þá lézt af barnsför- um. Faðir hennar var ekki heima, Sigríður Helgadóttir. — Myndin er tekin af henni í stofu dóttur hennar Elínar, að Háteigsvegi 24. I miklu leyti á skarfakáli, njóla og hvannaleggjum. Einnig var þar töluverð kartöflurækt, sem þó var fremur fátítt á íslandi í þá daga. Var það afi minn, séra Vernharður í Hítarnesi, sem átti frumkvæðið að því, að hún var tekin upp. Ég þakka ekki hvað minnst mataræði því, sem ég hafði á ungra aldri hina góðu heilsu, sem ég hef haft alla ævi, þótt ég hafi ætíð unnið mikið. Tel ég ekki ólíklegt, að það kunni að eiga sinn þátt í því, hve langra lifdaga okkur systkinun- um hefur orðið auðið. i HÚS STEINGRÍMS THORSTEINSSONAR SKALDS — Hvernig var hýst í Vogi, þegar þér áttuð þar heima? ÍBÚÐARHÚSIÐ í Vogi, þar sem Sigríður átti heima fyrstu 27 ár aevi sinnar og Steingrímur skáld Thorsteinsson ólst upp í. — Það var flutt sjóleiðis frá Stapa á Snæfellsnesi að Vogi árið 1855. lörður Ólafsson Málf lutning6sk rif »tof a. uaugavegi 1.0. Símar 80332 767fr Framljósalugtir Pa rkljwaliigt i r Afturlufttir Iuniljós Handlugtir Perur af ýiusum gerðum Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun. stórhríðarbylur var á, svo að ekki var viðlit að hreyfa sig til að vitja læknis og þegar húsbónd- inn loksins komst heim var kona hans látin. Hefur Sigríður sagt, að þessi hryggilegi móðurmissir sé sá atburður i lífi hennar, sem sé henni minnisstæðastur af öllu því, sem hún hafi orðið að reyna á hinni löngu ævileið. I FJÖGTTO SYSTK»N» — NÁÐU ÖLL ÁTTRÆÐISALDRI Systkini átti Sigríður, íjogur að tölu: Þrjár systur, allar eldri en hún og einn bróður, sem var yngstur barnanna. Eru þau nú látin en náðu samt öll áttræðis- aldri og tvær systranna komust nær níræðu. Hefur margt af ætt- fólki Sigríðar náð óvenjulega há- um aldri. — Viljið þér ekki segja mér eitthvað frá æskuheimili yðar í Vogi? spyr ég frú Sigríði. IIEIMH.IÐ í VOGI — Það var stórt og umfangs- mikið heimili, heimilisfólkið um 20—30 manns að jafnaði. Land- búnaður og sjór var þar stund- aður jöfnum höndum, voru oítast þrjú skip gerð þaðan út á vorin. Einnig var mikið um æðarvatp, lunda- og kofnatekju í eyjum, þar úti fyrir. Fólkið lifði að — Um þremur árum áður en ég fæddist (1854 eða 55) var flutt þangað írá Stapa á Snæfellsnesi hús það, sem átt hafði Bjarni Thorsteinsson amtmaður, faðir Steingríms skálds, sem þá hafði átt heima í því öll sín uppvaxtar- ár. Húsið var flutt sjóleiðis á stóru áraskipi, sem til var í Vo@i og kallað var „Skeiðin“. Gat það flutt 28 manns að viðbættum venjulegum farmi. Allgömul var „Skeiðin“ orðin, er þetta var eins og sjá má af því, að föðurbróðir föður míns, Sigurður á Jöfra, sem var hagyrtur vel, hafði gert um hana þessa ferskeytlu: Bylgjan þrátt að borði reið, beljaði hátt og lengi. Trönugáttir treðu’- Skeið með tuttugu og átta drengi. Á UNDAN SÍNUM TÍMA Húsið var stórt timburhús, langt á undan sínum tíma, er það var reist enda var það byggt af læiðum trésmið, en faglærðir menn voru ekki á hverju strái í þá daga. Stendur húsið í Vogi enn þann dag í dag og mun vera mcð elztu timburhúsum á landinu. Þ JÓÐIIÁTÍÐIN 1874 — Þér munið vel eftir þjóð- hátíðinni 1874? ! — Já, ég var þá 17 ára gömuL Ekki fór ég samt á aðalhátíðina á Þingvöllum. Þangað fóru yfir- leitt ekki nema helztu bændur og fyrirmenn úr hverri sveií- Faðir minn fór sem fulltrúi vest- uramtsins við hátíðahöldin. En það var samt hátíð í hugum fólksins, sem heima sat. Kon- ungskoman var mikill atburður og vonarneisti kviknaði um, a<5 hún kynni að hafa stjórnarbót og blessun fyrir land og lýð í íör með sér. Og svo voru það öjl hátiðaljóðin og lögin, sem m^r fannst eiga einna mestan þáttinn. í að gera þessa daga hátíðlega. Ljóð Matthíasar og Steingríms, þjóðsöngurinn eftir Sveinbjöra Sveinbjörnsson og lög eftir Jónas Helgason og Helga Helgason voru á hvers manns vörum. rr MIKIÐ UM SÖNG Faðir minn var mjög söng- hneigður og félagslyndur og æv- inlega hrókur alls fagnaðar þeg» ar veizlur eða samkomur vortl haldnar í sveitinni. Man ég, að mikið var um söng og bóklestur á heimilinu í Vogi. Frá móður minni á ég færri minningar, en ákaflega þótti mér vænt um hana, enda er mér óhætt að segja, að hún var mikil ágætiskona. Ég minnist þess, að einu sinni sem oftar kom nágrannakona okkar ein, úr Hjörsey að Vogi. „Mér þykir svo vænt um að koma til þín, Soffía mín,“ sagði hún, „því að hjá þér læri ég alltaf eitthvað nýtt“. m FÓR FRÁ VOGI 27 ÁRA — Ég var 27 ára gömul, þegar ég fór þaðan alfarin — að Gríms- stöðum í Álftaneshreppi, næsta hrepp við Vog. Þar voru þá bú- andi þau hjónin Sigríður Sveins- dóttir og Níels Eyjólfsson, sem flutt hafði húsið frá Stapa að Vogi og átt þar heima í 5 eða 6 ár, áður en hann fluttist að Gríms stöðum. Giftist ég ári síðar syni þeirra, Hallgrími Níelssyni, og bjuggum við saman á Grímsstöðum í 64 ár. C.ItTMSST***TR __ MIKIÐ ATHAFNAHEIMILI — Svo að þér munuð þekkjá býsna vel inn á sveitabúskapinn? — Já, verkefnin voru mörg og heimilið á Grímsstöðum mikið vinnuheimili. Tóskapur og vefn- aður var stundaður af miklum krafti. Voðir og brekán síðan flutt vestur yfir fjall til Ólafs- víkur og Sands. Prjónavél fengum við á seinni árum búskaparins og mikill þótti sá léttir, þegar sltilvindan kom og leysti af hólmi trog og bytt'- ur. Það var mikið verk að hugsú um málnytuna úr 100 kvírárr" fleyta og gera síðnn smjör, skyr og osta. DYGG HJÚ OG IIJÁLPSAMIR NÁGRANNAR En allt komst þetta blessunar- lega af. Við áttum því mikla lám að fagna, að hafa jafnan trú og dygg hjú, sem báru í öllu heill og hag heimilisins fyrir brjósti. Hið saitia er að segja um ná- granna okkar og kom það bezt i ljós er við tvisvar sinnum lent- um í húsbruna -— í síðara skiþtið á gamlárskvöld árið 1914. — Þá voru allir reiðubúnir til að rétta okkur hjálparhönd. ★ Haustið 1949 fluttist Sigríður . frá Grímsstöðum hingað til Reykjavíkur og dvelur nú á heimili Elínar dóttur sinnar á Háteigsvegi 24. Mann sinn missti hún árið 1950. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, fjögurra sona og þriggja dætra og eru þau öll á lífi. Sigríður nýtur enn góðrar heilsu að öðru leyti en því, að henni hefur allmjög förlazt heyrn. Hins vegar er sjón hennar í góðu lagi — hún les bækur og Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.