Morgunblaðið - 15.01.1953, Page 10

Morgunblaðið - 15.01.1953, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. jan. 1953 10 Sveinn á Egilssioðum sextagui ÞEGAR ég var að alast upp, vait það mikill siður, að líta á mikla framkvæmdamenn, sem tókst að koma vel iótunum undir atvinnu rekstur sinn, sem móttarstólpa þjóðfélagsins. Foreldrar, sem vildu vekja börnum sínum metn- að og löngun til að spjara sig í lífsbaráttunni, bentu þeim á slíka menn sem virðulegt fordæmi til eftirbreytni, og samborgararnir voru yfirleitt fúsir á að láta þeim í té þá viðurkenningu, sem verð- leikar þeirra og þjónusta við þjóð félagið áttu skilið. — Á síðustu áratugum hafa orðið nokkrai breytingar í þessum efnum. Andi hefir náð að dafna með þjóðinni, sem hefir valdið því, að ýmsir eiga nú i fórum sínum önnur heiti yfir mikla athafnamenn, en nráttarstóipa. Orð eins og fjár- plógsmaður' og arðræningi hafa skotið upp kollinum, og orðið hjá rrvörgum furðu sigursæl í sam- keppninni við gömlu heitin. Lýð- skrumurum á atkvæðaveiðum hefir tekizt víða að hlúa svo vel að vanmetaugg og öfundsýki and legra lítilmagna, að margur er við mat sitt á þjóðíélagslegri þýð ingu athafna- og efnamanna, bú- inn jafnvel að steingleyma því, að slíkir menn fara eins og aðrir úr þessum heimi slippir og snauð ir af þeim verðmætum, sem möl- ur og ryð fær grandað, og skilja eftir eignir sinar, til ómetanlegs hagræðis fyrir þjóðfélagið, sem þeir hafa starfað í. Við, sem sitjum hér að mann- fagnaði í kvöld, munum vera ákveðin í því, að láta hinn gamla góða anda vera svífandi hér yfir vötnunum. Við erum komin hér saman til þess að nota hentug tímamót til að þakka einum fremsta núlifandi athafnamanni á Héraði fyrir áratuga starf hans hér á meðal okkar. — Þau orð, sem verða sögð hér í garð heið- ursgesta okkar, munu verða bor- in uppi af gömlu sjónarmiðunum — sjónarmiðunum, sem ríktu meðal íólksins, sem hóf endur- reisnarstarfið í þessu landi fyrir aldamótin. Það er í rauninni fremur auð- velt verk að halda ræðu fyrir minni Sveins Jónssonar. Ræðu- maðurinn þarf ekki annað en að benda heim að Egiistöðum og biðja menn um að virða vel fyrir ser það, sern þar er að sjá. Þar er>u verki færust um að segja frá. Þeir, sem muna ettir E0nstöðum ems og þeir voru um það Ieyti, sem þau Sveinn og Fanney hóíu þar búskap sinn, eiga í dag auð- velt með að gera ser grein íyrir hinu dáðríka starfi, sem þar hef- ir verið ieyst af höndum síðan. Þau hóíu þetta starf fyrir rúm- um 30 árum. Síðan hefir hver síórframkvæmdin rekið aðra. í dag b.asir við á jörð Sveins eitt- hvei t stærsta og myndarlegasta 1 bú á landinu, í eins manns eign, með húsum og áhöldum svo sem j frekast verður á kosið. Og við hiiðina er nú rekið þar eitt af fremstu gistihúsunum, sem er að finna í islenzkri sveit. Slíkar búskaparframkvæmdir, scm á Egilsstöðum hafa marg- háttað gildi fyrir þjóðfélagið. Gildi þeirra miðast ekki ein- göngu við þann þátt, sem þær eiga í því að auka þjóðarauðinn, heldur engu síður við þau áhrif, sem þær hafa sem eggjun fyrir samfélagið. — Failegar ræður og ritgerðir um trúna á moldina og framtíð íslenzks landbúnaðar er ekki að lasta. En ég vil nota þetta tækifæri til að benda á það, að slerkustu rökin, sem lögð verða fram fyrir möguleikum þessa at- vinnuvegar, eru fólgin í þvi, að menn sýni, að þeir þori að reisa framtíð sína á honum. — Sveinn á Egilsstöðum hefur lagt fram þau rök óvenjulega vel og skil- merkilega. Hinar miklu eignir, sem dugnaður og ráðdeild hafa fært þeim hjónum, hefir hann jafnóðum lagt í það, að auka framleiðslumátt og verðmæti Ræða séra Péturs Magnússonar fluft í samsæt! Héraðsbúa á aftnæli hans 8. jan. Gísli Gíslason Irá Skúnisstöðum Minningarorð Sveinn Jónsson \ jarðar sinnar. Ræður hans um trú á íslenzka mold eru annað og meira en tóm falleg orð. Hann hefir lagt allar eigur sínar að veði fyrir því, að hann meinar það, sem hann er að segja. Okkur mönnunum er svo farið, að við eigum erfiðara með að gera okkur rétta grein fyrir gildi verðmæta á meðan við njótum þeirra, heldur en eftir að við höf um misst þau. Það reynist því stundum vel, þegar við erum að reyna að meta einhverja samtíð- armenn, að hugsa sér þá horfna og einhverja aðra komna í stað- inn. Látum okkur gera slíka til- raun nú í kvöld. Hugsum okk'ir að Sveinn og Fanney hefðu aldrei komið í Egilsstaði, en að i staðinn hefðu búið þar hjón, sem hefðu verið bara í meðallagi í alla staði. Hversu ólíkt myndi þá vera um að litast á Egilsstöð- um þvi sem nú er? Hversu til- finnanlegur og hemjandi skortur myndi þá ekki vera þar á alls konar fyrirgreiðslu við gest og gangandi, sem nú er þar fyrir nendi og lega staðarins krefur? — Menn hafa stundum sagt, að bújörð Sveins gefi eigendum sín- um mikla möguleika til gróða, vegna legu sinnar. Rétt er það. En siík aðstaða gerir á hinn bóg- inn miklar kröfur til þeirra, sem hafa hana. Tvíþættur atvinnu- rekstur eins og sá, sem þau Sveinn og Fanney hafa rekið, krefst, ef vel á að vera, ekki bara framúrskarandi dugnaðar og for- j sjár húsbændanna, heldur og j líka ýmsra aðlaðandi eiginleika þar á meðal fyrirmennsku í fasi og háttum. Þau Sveinn og Fann- ey eiga þessa eiginleika, og þeír hafa átt sinn ríka þátt í því, að gera garð þeirra frægan. Svo sem lætur að líkum, hefir Sveini Jónssyni verið falin á hendur ýmis forustustörf á sviði búnaðarframkvæmda og félags- mála. Hann er búinn að vera odd viti i 30 ár og fulltrúi á Búnað- arþingi í 25 ár. í stjórn Búnaðar- sambands Austurlands hefir hann setið rúman áratug, en í Búnaðarráði í 2 ár. Auk þess hef- ir hann haft á hendi margskonar nefndarstörf, sem ég mun ekki reyna að telja upp hér. Sveinn hefir því, svo sem gefur að skilja átt mikilvægan þátt í mörgum af helztu félags’egum fram- kvæmdum, sem átt hafa sér stað hér um slóðir síðustu áratugina. — Eg mun ekki fara út j það. að skýra hér frá störfum hans á hin- um ýmsu starfssviðum, sem ég hefi nefut. Þetta tækifæri leyfir ekki svo langa ræðu, og hér eru iuk þjss inni menn, sem vegna nánari þekkingar, kunna þar bet- ur frá að segja. Sveinn Jónsson hefir látið stjórnmál talsvert mikið til sín taka, og ef á að segja þá sögu eins og hún hefir gengið, þá hefir hann ekki verið þar við eina fjöl- ina felldur. Hann var um langt skeið Framsóknarmaður og svo háttsettur þar, að hann átti orðið sæti í miðstjórn flokksins. Hann strauk eins.Qg fléiri góðir menn, þegar Tryggvi Þórhallsson stofn- aði Bændaflokkifm og studdi Iveinn þann floklí á'meðan hann var við líði. Eftir að Bændaflokk- urinn leið undir lok, hefir Sveinn svó sem kunnugt er, fylgt Sjálf- stæðisílokknum að máium, verið rokkrum sinnum í frafnboði fyr- ir hann og veitt forgöngu starf- semi flokksins á Héraði. Það er því ekkert kýhlegt, þó að nokkur styrr hafi tíðum stað- ð hér um Svein Jónssoní'Á þessu blómatímabili handjárnanna, er það ekki ævinlega vel péð, að menn skipti um flokk. Þeir, sem leyfa sér þann munað, mega gera ráó fyrir því, að baka sér um hríð beiska andúð gamallg sam- herja. — Ég get hér eklti um hið pólitíska lauslæti Sveins í því skyni að ámæla honum. Síður en svo. — Ein af skaðlegustu mein- lokunum, sem margir eru nú haldnir af er sú, að það sé skömm að því að skipta um skoðun. — Höfuðeinkenni andlegrar fram- sóknar er einmitt fólgið í því, að maður skiptir um skoðun — tek- ur í dag aðra afstöðu til máls en maður tók í gær, vegna þess, að maður veit nú betur en maður vissi þá. Hér inni sitja nú margir af traustum samherjum Sveins Jóns sonar. Sennilega eru hinir þó engu færri, sem teljast til and- stæðinga hans í félagsmálum. Hvorirtveggja eru þó komnir hingað til að heiðra Svein Jóns- son og votta honum þakkir. Þetta á líka svo að vera. Á þeim stund- um, þegar við tökum einskonar yfirlit yfir farna áfanga, lærum við iðulega að gera okkur grein fyrir gildi þeirra manna fyrir okk ur, sem hafa við ýmis tækifæri, með andstöðu sinni, knúð okkur til að tefla fram sálarkröftunum. Á augnablikum átakanna, hættir okkur iðulega við að láta anda helzt til köldu í garð skelleggra andstæðinga í málum. En síðar, þegar betur rofar til, lærum við að skilja, að drengileg andstaða og átökin, sem hún leiðir til, hefir ef til vill reynst okkur hvað drýgst til andlegs vaxtar. — Sveinn Jónsson er einbeittur og dugmikill samherji, en skeleggur og karlmannlegur andstæðingur. — I kvöld er eitt af okkar ljósu augnabhkum, og við erum því hingað komin, ekki' bara til að þakka forustu hars og samstöðu við okkur að málum, heldur og Rka til að þakka andstöðu hans og það gagn, sem hann hefir stu^dum unnið okkur með henni. En við erum, Sveinn Jónsson, fvrst og fremst komin hingað í kvöld. til að bakka stundir, sem við höfum átt á hinu gestrisna o? stórmyndarlega heimili vkkar hjóna. — I.ífi okkar flestra, á hessari synduru og skuryasælu iörð, er birí miður svo háttað, að margir dagar þess bara d^attast áfram, undirorpnir hversdags- leika, sem umlykur okkur eins og hráslagaþoka. Stundum ber bað við að við þolum ekki þennan seinaeang, og tökum okkur upp til að leita einhvevs, steðar, þar sem við vitum að dagurinn muni tpka til fótanna og vera muni "æ"ur hressandi andvari til að bvr'a bu^t þokunni. — Heimili "kka’- ^efir orðmörvum af okk ur slíkur staður. Mjörv okkar mnnu minnast stunda við hinn hlýja arin ykkar, sem hafa flog- >ð áfram — stunda, við skemmti- ’egar og vekjandi samræður, sem hafa átt sinn þátt í að lækna Framh. á bl3. 12 í DAG fer fram útför Gísla Gíslasonar skósmiðs frá Skúms- stöðum í Eyrarbakka, er andað- ist hér í bæ hinn 7. þ. m. á 84. aldursári. Gísli var fæddur á Skúmsstöð- um 15. ágúst 1869, en þar bjuggu foreldrar hans, Gísli Einarsson bóndi í Hólum í Stokkseyrar- hreppi, Jónssonar hreppstjóra á Bangstöðum, Einarssonar, ' og Guðný Jónsdóttir í Eyvakoti, Þorsteinssonar; sæmdarhjón og vel látin. Áttu þau hjón 4 börn, sem upp komust, Gísla, sem nú er nýlátinn, og þrjár dætur: Jón- ínu Margréti, fyrstu konu Páls Grímssonar í Nesi, Sólveigu Daníelssen, er stundaði lengi verzlunarstörf á Eyrarbakka og síðan í Reykjavík, og Þórunni, konu Gísla bókbindara Guð- mundssonar í Reykjavík. Voru þau systkin öll fróðleiksfólk, glaðvær í félagshóp og söngmenn góðir, en framkoma þeirra kur- teisleg og fyrirmannleg, og svo hefði sérstaklega verið um móð- j ur þeirra, Guðnýju á Skúmsstöð- i um. Var hún viðurkennd fyrir | hreinlæti og snyrtimennsku og virtist ævinlega hafa allt til alls,, og þó vissu menn, að efnin voru 1 af skornum skammti, enda bjó iðn sína, ýmist sem aðalstarf eða missti mann sinn. Systir Guðnýj- ar var Elín, móðir Árna prófasts Björnssonar í Görðum á Álfta- nesi. Gísli nam skósmíði á unga aldri hjá Lárusi Lúðvíkssyni í Reykja- vík og fékk sveinsbréf í þeirri iðn. Stundaði hann jafnan þá iðn sína, ýmist sem aðalstarf eða jafnframt annarri vinnu. Þegar Gísli var tvítugur, missti hann föður sinn, og varð hann þá fyr- irvinna móður sinnar og systra og fórst það vel úr höndum, þótt ungur væri. — Gerðist hann þroskamaður, rammur að afli og svo góður ræðari, að vel máttu gæta sín á móti honúm tveir meðalmenn, þá er hann stóð upp á sitt bezta. Hinn 10. okt. 1896 kvæntist Gísli Valgerði Grímsdóttur sýslu- nefndarmanns í Óseyrarnesi, Gíslasonar, glæsilegri ágætis- konu, sem lifir mann sinn og reyndist honum örugg stoð og styrkur í 56 ára löngu hjóna- bandi þeirra. Þau bjuggu fyrst á Skúmsstöðum hjá móður hans í 4 ár, en fluttust aldamótaárið að Eystra-íragerði í Stokkseyrar- hverfi. Þar bjuggu þau í fjórð- ung aldar, unz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1925. Festu þau seinna kaup á góðri íbúð í fyrstu verkamannabústöðunum að Bræðraborgarstíg 55 og áttu þar heimili síðan. Þau Gísli og Valgerður eign- uðust fjögur börn, sem eru öll á lífi og eiga heima í Reykja- vík. Þau eru: Elín, sem verið hef- ir heima hjá foreldrum sínum, Sigurjón, Guðný, kona Sigurðar Bjarnasonar múrara og Óskar bílstjóri, kvæntur Ingileifu Guð- mundsdóttur. Hjá þeim hjónum var Gísli síðustu vikurnar, sem hann lifði, og andaðist þar. Naut hann þar hinnar beztu aðhlynn- ingar ástvina sinna og venzla- fólks. Góðir hugir fylgja Gísla frá Skúmsstöðum. Þreyttur lang- ferðamaður hefir nú náð í hinzta áfangastað, — stað hvíldar og öryggis. Guðni Jónsson. IBUÐ Rúmgóð stofa, minna her- bergi og smá-eldhús, til leigu á kr. 750,00 á mánuði. Fyr- irframgreiðsla 1—2 ár. — Hentugt fyrir tvær einhleyp ar konur eða barnlaus hjón. Tilboð merkt; „Miðbær — 727“, sendist afgr. Mbl. fyr- ir hádegi, laugardag.' yestmannoeyjaiöar Áricesimga 1952 Kvikmynd, sem tekin var í ferðinni verður sýnd á föstu- dagskvöld í Tjarnarcafé kl. 8,30. — Magnús Ólafsson skáld les Sjómannakvæði og að lokum verður dansað. Þátttakendur í ferðinni fjölmennið. Heimilt er að taka með sér gesti. Verzlunariélagi Verzlun í fullum gangi á góðum stað, óskar eftir verzl- unarfélaga, karli eða konu, með þekkingu á rekstri kjöt- verzlunar. Viðkomandi þarf að geta lagt fram nokkra fjárhæð. — Tilboð með nákvæmum upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Framtíð — 731“. Stúlka með siúdenlsmenntun eða hliðstæða, óskast á opinbera skrifstofu Góð laun, ásamt húsnæði. Umsóknir, með mynd, merktar: K. E. F. — sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ. m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.