Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLÁbltt í’rWjucragur za. Jan. Í953 Otg.: HJ. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssoo. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Ámi óla, sími 3048. Augiýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, 1rmnliiTi.it. t lausasölu 1 krónu eintakið um eina „ Á ÞVÍ hefur þrásinnis verið vak- in athygli hér í blaðinu, að and- stöðuflokkar núverandi ríkis- stjórnar hafa engin jákvæð úr- ræði getað bent á til lausnar þeim vandamálum, sem að hafa ssteðjað í atvinnu- og efnahags- málum iandsmanna undanfarin ár. Þeir hafa látið við það eitt sitja að vera á móti öllum tillög- um ríkisstjórnarinnar og stuðn- ingsflokka hennar. Þessi neikvæða afstaða komm- únista og krata er ekki líkleg til þess að skapa þeim traust eða aukið fylgi með þjóðinni. Það hefur líka komið í ljós í þeim þremur aukakosningum, sem fram hafa farið á kjörtímabilinu, að fylgi þeirra hefur farið hrörn- andi. í þeim öllum óx fylgi Sjálf- stæðismanna hinsvegar verulega. Á þessu þingi hefur Alþýðu- ílokkurinn að vísu flutt eitt frumvarp, sem hann sjálfur tel- ur geysimerkilegt og sýna áþreif- anlega, hvað flokkurinn hafi í pokahominu til urbóta og stuðn- ings við atvinnulíf þjóðarinnar. Það er ómaksins vert að ræða þetta eina „úrræði“ Alþýðu- flokksins nokkru nánar. Hver er þá kjarni þess? Hann er sá, að lagt er til að stofnað verði nýtt ráð með 5 aðalmönnum og 5 til vara. Þetta ráð, sem skal „ráða sér starfs- fólk eftir þörfum“, á að vera al- sjáandi forsjón sjávarútvegsins. Það á að hafa yfirumsjón með rekstri hans og hverskonar hags- munamálum, er snerta þennan undirstöðu atvinnuveg, óg það fólk, sem við hann starfar. Þá er og lagt til að lagt verði ákveðið hundraðsgjald á inn- kaupsverð tiltekinna vöruteg- unda. Skal þetta gjald renna í sjóð til þess að standa undir kostnaði við störf ráðsins. . Ennfremur á ríkissjóður að greiða samtals 50 millj. kr. í þennan sjóð. Með hverjum hætti þess fjár skuli aflað er ekki tek- ið fram í frumvarpinu. Þá er það og tekið fram í frv. að ríkissjóður skuli greiða hinu nýja ráði laun fyrir störf þeirra. Þetta er þá i stuttu máli sagt eina „úrræði" Alþýðu- flokksins til stuðnings at- vinnuiifi þjóðarinnar!! Það á að stofna nýtt ráð, sem ríkissjóður á að launa, ríkið á að leggja fram 50 millj, kr., 10 millj. kr. árlega í 5 ,ár og ákveðið hundraðsgjald á að leggja á innkaupsverð til- tekinna vörntegunda. í eldhúsumræðunum var vakin athygii á því af hálfu Sjálfctæð- isflokksins, hversu einstaklega líkt þetta „úrræði“ væri Al- þýðuflokknum. í hans augum eru ný ráð og ríkislaunaðar nefndir alltaf snjallasta leiðin til þess að leysa sérhvem vanda. Aukin Skriffinnska og opinbert vafstur eru bókstaflega ær og kýr AI- þýðuflokksins. En kemur nokkr- um útgerðarmanni eða sjómanni það til hugar, að nýtt skrifstofu- bákn í ráðs liki hér í Reykjavík myndi verða atvinnuvegi þeirra að liði í erfiðleikum hans? Myndi það t. d. líklegra til framtaks og forsjálni um öflun markaða en samtök útvegsmanna og hrað- frystihúseigenda sjálfra. Áreið- anlega ekki. Hitt er sönnu nær, að það myndi auka enn á skriffinnskuna og seinaganginn, sem þau ráð og nefndir, er fyrir eru hafa í för með sér. Nei, hvorki sjávarútveginn né aðra atvinnuvegi þessarar þjóðar vantar om þessar mundir ný skrifstofuráð hér í Reykjavík til þess að fara höndum nm mál þeirra. Það þarf &ð draga úr nefnda- og ráðavaldinu hér á landi frek- ar en auka það. En á því hef- ur AlþýðufJokkurinn litinn skilning. Barátta hans og hng- sjónir snúast nú eins og ævin- Iega áð«r fyrst og fremst um það, að koma broddum sín- nm eínhversstaðar á jötu. Þessvegna vill hann stofna ný ráð og nýjar nefndir. Einhver uggur virðist lika hafa læðst að leiðtogum Alþýðu- flokksins um það, að þessi nýja ráðshugsjón hans hefði ekki fengið sérlega góðar undirtektir með þjóðinni. Þegar frv. var flutt var skýrt frá því í AB- blaðinu sáluga, (nú hefur sá haus verið slcorinn af því) með stórum fyrirsögnum, Lausnar- stund sjávarútvegsins var runn- in upp, sagði blaðið. Hið mikía „úrræði“ Alþýðuflokksins var fundið! En það dró fljótlega niður í Alþýðublaðinn þegar það heyrði nndirtektir fólksins undir ráðshugsjón flokks síns. Það steinþagnaðii um málið. Það sá skyndilega að það var andvana fætt, ekki aðeins gagnslaust, heldur og líklegt til þess að vekja harða and- stöðu útvegsmanna og sjó- manna, ef reynt væri að halda því til streytu. Svona er þá komið fyrír eina ,.úrræði“ Alþýðuflokks- ins. Ráðshugssjón hans er dá- in, vonin um nýar stöður handa broddum hans slokkn- uð og hin úrræðalausa forysta hans afhjúpuð rækilegar en nokkru sinni fyrr. Vetrarvertíð VETRARVERTÍÐ mun nú haf- in um land allt, nema hér í Reykjavík og í Hafnarfirði. Hér hefur ekki ennþá tekizt sam- komulag um kaup og kjör á vél- bátaflotanum, Hefur verkfall staðið yfir frá áramótum og s. 1. sunnudag felldu sjómenn miðl- unartillögu sáttanefndar. Er nú vandséð hvernig þessi deilá leys- ist. Það er sérstaklega illa farið, að vetrarvertíð skuli ekki geta hafist á venjulegum tíma í þess- um verstöðvum. Margir gerðu sér nokkrar vonir um, að frið- únar Faxaflóa sé nu nokkuð tek- ið að gæta í fiskigöngum. Afla- horfur hér í flóanum ættu því að vera sæmilegar. Miðlunartillaga sáttanefndar- innar, sem nú hefur verið felld, fól einnig í sér verulega hækkun á kauptryggingum sjómanna. Kommúnistar hafa að sjálf- sögðu lagt kapp á það, að hindra samkomulag í þessari deilu. Með því hafa þeir aðeins verið sjálf- um sér samkvæmir. En langvarandi verkfall á bátaflotanum í Reykjavík og Hafnarfirði, bitnar fyrst og fremst á því fólki, sem atvinnu hefur við vinnzlu þess afla, sein hann leggur á land á ver- tíðinnL Sjómenn og útvegs- menn annars staðar á landinu, munu halda útgerð og sjcsákn áfram. Bandaríski leikarinn, sem er drif- fjöður somkvæmis- lífs Lundúnabors FJÖLMARGm Bretar urðu harðla forviða, þegar Eisen- hower, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, útnefndi bankastjóra í stað kvikmynda stjörnu, sem sendihena Baiida ríkjanna í Lundúnum. — Að visu buðu þeir hinn ný ja sendi herra, Winthrop Aldrich, hjart anlega velkominn, enda hefur hann ætið verið kmrmir Breta vinur, en blöðin og aimanna- rómur töluðu svo mjóg um, að Douglas Fairbanks, yngri, ætti að fá þessa stöðu, að jafnvel Eiísabet, Bretadrottning, var farin að halda það sjáh’. SAMKVÆMISMASITR | Douglas Fairbanks, yngri, sem nú er 43 ára gamail, með yíir- varaskegg, hvitar tenrrur, Hollí- Fairbanks yngri situr boð Brelsárofísitepr Fairbanks yngri og íyrn Kona hans, kvikmyndaleÍKkoiian Joan Grawford. vúddbros og annað tilheyrándi, hefur aldrei aflað sér eins mikill- ar frægðar í kvikmvndunum og faðir hans á sínum tíma. En sem heimsborgari, vinur og kunningi ýmissa evrópskra stórmenna og glæsimenni, hefur hann orðið umræðuefni fólksins, hvar sem hann hefur verið staddur, og um hann hafa spunnizt þjóðsagnir og ævintýri. Og ineðal stórmenna Lundúnaborgar er hann ailt af velkominn, því hann þykir setja og ekki er því að neita, að sum- um þótti þetta uppátæki drottn- ingar bæði undarlegt og óvið- eigandi og virðingu hennar og tign alls ekkí samboðið. Endr hefur það ekki verið háttur brezkra konunga að snæða með „hverjum sem er“ og allra sízt fráskildum almúgamönnum, en Fairbanlts skildi við fyrri konu siba, kvikmyndaleikkonuna Joan Crawford, 1933. Sex árum síðar kvæntist hann núverandi konu sinni, Mary Lee, sem ættuð er frá Virginíu. HVA» OLLI.........? En það var einmitt þetta sam- kvæmi, sem kom þeirri hugmynd inn hjá mönnum, að Fairbanks ætti að verða næsti sendiherra Bandaríkjanna í Englandi. — Og spyrja menn nú: Hvernig (Myndin er tekin í Reykjavík). tókst Fairbanks að fá drottning-J una til þess að sitja boð s:tt? t. v. að leita í því, að hann sé — Hvaða aðdráttarafli er þessi jafnvel orðinn brezkari en hinn bísperrti Hollívúddleikari gædd-. mikli Bretavinur, Douglas Fair- ur, svo að honum megi takast banks, eldri, faðir hans. En hann slíkt sem þetta? Svarsins er e.I Framíiald á bis. il Douglas Fairbanks, yngri. Velvakandi skrifai: ÐAGLEGA L1 H Þegar straumurinn rofnar Ó. SKRIFAR eftirfarandi: „Kæri Velvakandi! Þar sem sumum hættir til að gleyma, hvenær taka á rafmagns strauminn af í hverfi þeirra og þetta er sérlega óþægilegt eftir að dimmt er orðið, þá vil ég biðja þig, að beina þeim tilmælum til Rafmagnsveitunnar, hvort ekki sé hægt að ,,blikka“ með ljósun- um tvisvar eða þrisvar svo sem tíu mínútum áður en straumur- inn er rofinn. Á þeim tíma ættu flestir að geta, þrátt fyrir allt, haft tilbúið eitthvert Ijósfæri. I Ef þessi háttur væri á hafður myndu stórum fækka Ijótum orð um, sem hrjóta af vörum manna, þegar þeír eru að þreifa sig á- fram í myrkrinu. — H.Ó.“ Þessari fyrírspum er hér með komið á framfæri við þau mátt- arvöld, sem straumrofunum stjórna. Sýning handritanna FRÆNDUR okkar við Eyrar- sund hafa nú efnt til sýrringar á íslenzku handritunum. Meðal þeirra eru handritin af Flateyj- arbók, Heímskringlu og Sæmund ar-Eddu. Douglas Fairbanks, eidri og síð- ari kona hans. kvikmyndaleik- konan Mary Pickford. mikinn svip á veizlur bær og samkvæmi, sem hann er boð- inn í. UNDARLEGT UPPÁTÆKI Hinn 19. nóvember s.L, var vafalaust einn eftirminnilegasti dagur í ævi hans, því að þann dag heimsótti hann að heimili hans að Boltons í Lundúnum Eh'sabet Englandsdrottning, og Filippus, maður hennar, ásamt öTVnrn brezkum stórmennum. — Vakti þessi atburður geysilega atnygli í Bretlandi, mikið var um hann rætt manna á meðal i Einn fræðimaður, sem skrifar í sýningarskrána kemst m.a. að orði á þessa leið, samkvæmt fregn frá fréttaritara Mbl. í Höfn: „Handritin eru stærsti þjóðar- auður okkar. í þeim birtist for- tíð okkar, og eru þau okkur eins dýrmæt og Tharvaldssenssafnið, Höggmyndasafnið og Þjóðminja- safnið öll til samáns. Upp af þeim sprettur þjóðarstolt okkar, en án þess hefðum við ekki haldið á- fram að lifa sem sjálfstæð þjóð“. Hvers virði eru þau þá íslendiligum? ITILEFNI af þessum ummæl- um hins danska fræðimanns mætti e. t. v. spyrja: I Ef handritin eru Dör.um svona mikils virði, hversu óendanlega miklu meira virði hljóta þau þá ekki að vera þeirri þjóð, sem skráði þau í Þessi handrit eru skráð á ís- landi og af íslenzkum mönnum um íslenzka og samnorræna sögu. Þau eru þess vegna fyrst og fremst menningarlegur þjóðar- auður Islendinga. Þau eru svo að segja það eina, sem minnsta þjóð Nörðurlanda erfði frá fortíð sinni, auk tungu sinnar og þjóð- ernis. Hvað myndu Danir segja, ef afstaða þeirra til þessara fornu menningarverðmæta væri h;*i sama og íslenzku þjóðarinnar? Myndu þeir þá telja eðlilegt og sjálfsagt að þau væru geymd á íslandi eða í Noregi? Snjótitlingarnir birtast ENDA þótt snjórinn í síðustti viku væri ekki mikill nægði hann til þess að snjótitHngarnir hópuðst saman í húsagörðíTm i *®num. Það hefur borið lítvð á bessum litlu vinum okkar í vet- tr. Þeir hafa ekki haft sig mikið i frammi. Hlýindin og snjólevsið hafa gert þeim dvölina i þessu kálda landi óvenjulega léttbæra. ^eir hafa haft nóg að bíta og brenna. En strax og snjóar falla "'arðnar á dalnum. Þá er liíið til átu fyrir þá. Mjöllin hylur jörð- na svo hverei er korn að finna fyrir lítið nef og svangan rrsagE. Við skulum muna eftir þessum löndum okkar þegar harðnar á dalnum. Dálítil brauðmylsna eða haframjölslúka er þá vel þegin. M aðar! I stuttu máli sagt: ÉR finnast „mömmukökur” góðar ef þœr eru vel bak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.