Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. jau. 1953 MORGUIHBLAÐIÐ 11 VeðurblíSa og snjó- laus jörð við Djúp ÞÚFUM, N.-ís., 13. jan. — Gamla árið kvaddi með veðurbiiðu og snjólausri jörð og óbreytt er enn- þá hvað veðráttu snertir. Reykjanesskólinn hefir srtarfað í vetur eins og undanfarið. Sú breyting verður á, að þessu sinni að héraðsskólinn starfar nú næstu 3 mánuði, með verklegri kennslu, sem aðalnámi, þó nokkr ar bóklegar greinar séu þar einn- ig kenndar, samhliða. Eru nú í skólanum um 20 nem- endur og stunda piltar þar smíð- ar og bókband, en stúlkur ýmis- konar handavinnu. Skólastjóri er þar nú Páll Að- alsteinsson. Barnaskóíi fyrir 4 hreppa héraðsins hefir st-arfað þar eins og undanfariS. ______________— P. P. Jafnaðarmenn setja skilyrða KAUPMANNAHÖFN, 17. jan.: Viðræður eru hafnar milli dönsku stjórnmálaflokkanna um það til- boð bandarísku stjórnarínnar, að hún sendi 150—200 þrýstilofts- flugur til Danmerkur á vegum S. Þ. Fvlgdi þessu tilboði Banda- ríkjamanna það skilyrði, að bandarískar áhafnir verði á flug- um þessum. I viðræðum þeim, sem fram hafa farið um þetta mál milli dönsku stjórnmálaflokkanna, hef- ur það komið fram, að jafnaðar- menn vilja ekki ganga að þessu tilboði nema áhafnir þrýstilofts- flugnanna verði undir danskri yf- irstjórn. — NTB—Reuter. -RæðaTrumans Framhald af bls. 9 ópu svo hryggilega í tvennt, þar sjáum við þjóðir, sem halda á- fram að lifa í þjóðararfleifð smni og siðvenjum. Haiidan við línuna, þar sjáum við hræðilega einhæfingu ofbeldisins, þá skip- un, sem valdhafar Sovéíríkjanna hafa komið á með valdboði. Ekk- ert skýrir betur heimsátökin milli hins frjálsa heims annars vegar og kommúnista hins vegar. Þetta eru átök eins gömul og saga mannkynsins. Átökm milli frelsis og hai ðstjórnar. IJNDIR NÁÐ RÍKISVALDSINS KOMIB Þvi að ríkjandi stefna sovét- valdhafanna er að mennirnir hafi ekki réttindi, heldíir beri þeim að lifa undir uggvænlegri náð ríkisvaldsins. Það er óhjákvæmilegt aS slíkar hugmyndir rækjust á tilraunir frjálsra þjóða til að byggja heim friðar og réttlætis. Kalda striðið er hvorki meira né minna en af- leiðing þess að Rússar hafa gert tilraunir til að fella og brjóta niður tilraunir okkar til viðreisn- ar og viðhalds friði í heiminum. Þannig hafa þeir um leið ætlað að vinna að eigin hræðilegum og skuggalegum áformum. GERDUM ALLT TIL A» FORÐAST KALDA STRÍDID Við liöfum ekki æskí þess- ara átaka, Guð forði okkur frá því. Við gerðum okkar ýtrasta' til að forðasf þau. í síðari hcimsstyrjölðmni börð- umst við og Rússar htið við hlið, gerðum áhlaup á hinn sameiginlega óvin, hver eftir annan. Að styrjöW íokinni vonuðumst við til þess að sam- starfið, sem tekið var npp í stvrjöidinni gæti haldizt áfram. En í stað samstarfe rufu þeir hvern snmningirm á fæt- ur öðrum, sem viS höfðum gert við þá. Þeir notuðu rétt- indi sín og sérréttindi í Sam- einuðu þjóðunum til þess að hindra störf þeirra og skera niður vald stofnunarinnar, svo að hún hefði ehki vald til að gæta friðar i heiminum. ÍÞRÓTTIR litlð unt öxl um áramót IV. Er deildaskiptÍRg kn liðn við Fnxailón fispyrnu- undan i Framhald af bls. 8. var alltaf með annan fótinn i Bretlandi, aflaði sér vinsælda og vináttu hárra sem lágra og var m. a. einkavinur Louis Mount- battens lávarðar. Einnig er mjög sennilegt, að vináttubönd föður hans við ýmis brezk stórmenni hafi orðið honum notadrjúg og hann njóti enn góðs af þeim. Mountbatten, lávarður, er núna Burmajarl, — og stórfrændi Fil- ippusar drottningarman.ns, eigin- manns Elisabetar drottningar. ÞAÐ er gamall siður, að staldra við um áramót, horfa um öxl og athuga farinn ver. Þegar litið er til þess, sem gerð ist á knattspyrnusviðinú á síð- asta ári, er tæplega hægt að segja að neitt veki athygli öðru fremur. Siðan styrjöldinni lauk heí- ur hver viðburðurinn rekið annan, svo að heita má, að hvert ár marki tímamót í sögu | knaítspyrnunnar hér: fyrstj landsleikurinn, heimsókn Dana 1946, fyrstu samskipti við enska atvinnumenn, heim sékn Queen’s Park Rangers 1947, fyrsti landsleikurinn, sigurinn yfir Finnum 1948, fvrsti lanðsleikurinn erlendis, gegn Dönum í Árósum 1949, sisrur Akurnesinga í íslands- mótinu og sigurinn yfir Sví- um 1951. Sumum kann ef til vill að finnast að fleira teljist til tímamóta, en sigrar. Þrátt fyrir einn opin- beran kappleik á grasi, er langt til þess að fluít verður af möl á gras. Sömuleiðis virð- ist langí í land, að koma á deildaskiptingu, en athyglis- verð tillaga um þáð kom fram á aðalfundi KRR í haust. VERKIN TALA Eitt aðalviðfangsefni samtak- anna á liðnu ári, var undirbún- ingur að för knattspyrnumanna á Olympíuleikana. Eins og al- kunna er fórst sú för fyrir vegna kostnaðar en um árabil mun ekki hafa verið ritað jafn mikið um málefni knattspyrnunnar og meðan förin var á döfinni. Sjald- an mun einstök íþróttagrein hafa orðið fyrir öðru eins aðkasti, en leikmennirnir sýndu síðar, að hin ar fúkyrtu aðdróttanir voru alls- endis ómaklegar. Þeir sýndu það strax í fyrsta leiknum gegn enska atvinnulið- inu Brentford, sem reykvíska úr- valið sigraði með 2—1 og nær 3—1 en gestirnir 2—2. Nokkrum dögum síðar sýndi það, að þetta var engin slembilukka, með því að sigra 2—1. Enn rækilegar ráku Akurnesingar slyðruorðið af knattspyrnumönnum okkar með því að sigra þýzka úrvalið með 5—0 í eftirminnilegum leik. En skýringin á úrslitum sem þess- um er orðin landlæg: þegar ís- lenzk lið tapa er ástæðan talin sú, að þau séu fyrir neðan allar hellur og getuleysið eigi sér eng- in takmörk, en þegar þau sigra jafnvel enn sterkari andstæðinga stafi það einfaldlega af því, hve andstæðingarnir séu lélegir. Það sakar ef til vill ekki að geta þess að QPR var i III deild er það kom hér, en Brentford í betri helm- ingi II. deildar og lék hér með 10 af aðalleikmönnum sínum. ÍSLANDSMÓTID OG ÖNNIJR MÓT Langt mun um liðið síðan úr- slitaleiks íslandsmótsins hefur verið beðið með jafnmikilli eftir væntingu og í sumar. Akurnes- ingar höfðu nokkrum dögum áð- ur gjörsigrað Þjóðverjana og má tvímælalaust fullyrða, að sá sig- ur hafi kostað þá Islandsbikar- inn. Fæstir ætluðu KR nokkra ’sigurmcguleika eftir það, en hann varð aðeins til þess, að efla baráttuviljann. Ekki sízt varð hann til þess að undirbúin var sérstök taktík til þess að mæta Knaltspyrnsn þarf að losna úr vlðjum féiagsrígsiiu Þetta eru Islandsmeistarar KR. Fremri röð, talið frá vinstri: Gunn- ar Guðmundsson, Hreiðar Ársælsson, Bergur Bergsson, Guðbjcrn Jónsson og Þorbjörn Friðriksson. — Aftari röð: Steinn Steinsson, Steinar Þorsteinsson, Sigurour Bergsson, Hörður Felixson, Hörður Óskarsson og Ari Gíslason. — Ljósm.: Ragnar Vignir. Akurnesingum, en slíkt mun afar sjaldgæft hér, að leikir séu undir- búnir á þann hátt, en tíðkast mjög mikið erlendis. Þetta heppnaðist og bar KR sigur úr býtum eftir jafna og skemmíilega viðureign með 1 marki gegn 0. í sambandi við mótið er þessi sigur KR ekki það, sem einkan- lega dregur að sér athvgli. Eftir- farandi skrá sýnir við hvað er átt. Sigurvegarar í mótum sum- arsins urðu sem hér segir: Vormót meistarafl.: Valur. Islandsmótið: KR. Reykjavíkurmótið- Valur. Haustmót meistarafl.: Valur. Reykjavíkurm. I. fl.: Valur. Landsmót I. fl.: Fram. Haustmót I. fl.: Valur. Reykjavikurmót Valur. Landsmót II. fl.: Valur. Reykjavíkurmót III. fl.: Fram. Lanösmót III. fl.: Fram. Haustmót III. fl.: Valur. Reykjavíkurmót III. B.: Fram. Reykjavíkui-mót IV. f 1.: Valur. Haustmót IV. fl.: Valur. Reykjavíkurmót IV. B.: Valur. BEZTA EIGNIN Þessi frábæri árangur Vals er árangur vandlegrar umönnunar og uppbyggingar yngri flokka félagsins, bæði á sviði félags- lifs og þjálfunar. Hjá Val er sú skoðun orðin ríkjandi, að þýð- ingarmestu leikmennirnir fyrir framtíðarhag og gengi félagsins séu ekki meistaraflokksmennirn- ir, heldur III. og IV. flokkur. Algjör andstaða þessarar skoð-, unar virðist ríkjandi hjá Víking, þar sem öll athvglin hefur beinzt að II. og meistaraflokki, en hin- ir látnir sitja á hakanum, með þeim afleiðingum, að straumur efnilegra nýliða í skörðin er þrot- inn. Árangurinn kemur niður á sjálfum meistaraflokki, sem ekki sigraði í neinum leik á síðasta ári. Með batnandi aðstöðu til æf- inga hafa skapazt möguleikar fyrir þátttöku aukins fjölda drengja og vex sá fjöldi ár frá ári. Fyrir 7 árum var aðeins um Iþróttavöllinn að ræða og þá að- eins um stopular æfingar eldri flokkanna vegna mótanna, sem einnig fóru þar fram. Síðan hafa bæzt við Framvöllurinn, Há- skóla-, Grímsstaðaholts-, Vals- og KR-svæðiö. Með aukinni að- sókn að æfingum hefur einnig orðið að fjölga mótum og meðal annars tekin upp sú sjálfsagða nýbreytni, að halda sérstök mót fvrir B-liðin í III. og IV. flokki. Með því móti er lið, sem félögin halda úti, orðin 7 og eru að jafn- aði um 15 leikmenn tilheyrandi hverju liði. En til samanburðar má geta þess, að stærstu félög i Danmörku hafa 15—20 lið í drengja og unglingaflokkum. DÓMARAVANDAMÁLIÐ Með vaxandi fjölda leikja, hef- ur þörfin fyrir aukinn fjölda hæfra dómara vaxið verulega. í bráð virðist ekki útlit fyrir að úr rætist, en að dæma kappleiki hér í Reykjavík, er orðið eitt vanþakklátasta starfið innan knattspyrnusamtakanna og s. 1. sumar var orðið erfitt að fá lög- lega dómara á leiki yngri flokk- anna. Enda þótt allir séu á einu máli um, að starf dómarans sé ómissandi, hafa margir orðið til þess að gera þennan óhjákvæmi- lega þátt svo lítt eftirsóknar- verðan. Ein aðalorsökin að þessu vandamáli mun án efa vera sá skortur á sannari íþróttamennsku sem kemur fram hjá mörgurn áhorfendum og allt of mörgum leikmönnum. Enn eimir svo mjög eftir af gamla félagarígn- um, að margir geta ekki horft á kappleik nema í gegn um einlit félagsgleraugu. Þegar eitthvað verður andstætt uppáhaldsfélag- inu, á orsakarinnar alltaf að vera að leita hjá dómaranum og hon- u.m ekki valdar kveðjurnar af betra taginu. Síðustu árin hefur dómurum, sem dæma meistaraflokksleiki, fremur fækkað en fjölgað og virðist ekki vanþörf á að úrbóta Framh. á bls. 12 ERINDREKI ROOSEVLLTS Fairbanks, yngri, fór snemma að gefa sig nokkuð að stjórn- málum og var mikill aðdáandi Cordells Hulls. Hann varð einn. af lærisveinum Roosevelts, fyrrv. forseta, sem sendi hann í ýmsar mikilsverðar ferðir til þess að inna af hendi mikilvæg verkefní fyrir stjórn sína. T. d. sendi hann Fairbanks til Suður-Ameríku- ríkjanna árið 1940, sem sérstakaa erindreka sinn. Og þegar Banda- ríkjamenn voru enn hlutlausir í síðustu styrjöld, var hann einn þeirra Bandarikjamanna, sem vildu, að bandaríska stjórnin hæfi raunhæfar aðgerðir gegn nazistastjórn Hitlers. SÆMDUR DSC- HEIÐURSMERKINU Eftir að Bandaríkin hófu styrj- öld við Japani og Þjóðverja, gekk hann í bandariska sjóherinn. •—• Vann hann sér þar gott orð, var um tíma undir yfirstjórn Mount- battens, lávarðar, hækkaði fljótt í tign og var orðinn allháttsett- ur, er stríðinu lauk. Auk þess var hann sæmdur DSC heiðurs- merkinu fyrir hetjudáðír. Að styrjöldinni lokinni gaf hann sig mjög að mannúðarmál- um, ferðaðist um alla Evrópu og kynntist fjölmörgu stórmenni. Páll Grikkjakonungur sæmdi hann grísku heiðursmerki og Georg Bretakonungur aðlaði hann, en þar sem hann er út- lendingur, er honum ekki leyft að nota Sir-titilinn fyrir framan nafn sitt. Hann vill helzt láta kalla sig kommander Fairbanks, en rnótmælir því þó ekki, þegar sumir Bretar ávarpa hann Sir Douglas! ER ÞRÁTT FVKIR ALLT „AÐEÍNS“ LEIKARI Mesta athygli hefur samt vii> átta Fairbanks og brezku drottn- ingarinnar vakið og heíur hún gefið alls konar orðrómi um hann byr undir báða vængi. En ekki má gleyma þvi, að hann er fyrst og fremst einn af hir.um fjöl- ' mörgu skemmtikröfíum í heim- ' inum, og hefur af þeim sökum m. a. ekki orðið eins rótgróinn í samfélagi heldri síét.ta Lundúna borgar eins og hann hefði ella ' getað orðið. j Fairbanks hefur nokkrum sinnum tekið sér ferð á hendur til Washington og átt þá oft leið í Hvíta húsið. Fyrir tveimur ár- um gaf hann forsetanum t. d. skýrslu um endurreisnina í Ev- rópulöndunum, og upp á síðkast- ið hefur hann reynt að afla sér sönnunargagna fyrir því, að áróður kommúnista um sýkla- hernað S. Þ. í Kóreu sé uppspuni frá rótum. ! Það má sannarlega segja, að þessi bandaríski leikari sé nokk- urs konar driffjöður í öllu sam- kvæmislífi Lundúnaborgar. Hon- um er boðiá í allar veizlur og samkvæmi brezkra fyrirmanna og hefur marg oft setið boð brezku konungshjónanna , Buckingham höll. Og þess má geta að lokum, að ekki vantar hann glingrið, sem nauðsynlegt er í slíkum samkvæmum, því að hann hefur a. m. k. verið sæmd- ur 13 erlendum heiðursmerkjum auk þeirra' bandarísku heiðurs- merkja, sem hann hefur hlotið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.