Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1953, Blaðsíða 14
MORGIJJSBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. jan. 1953 f 14 niinqiiiiiiiiifTrani iiniiiiniiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiin I Hamingjan í hendi mér • í : . : • i.: ú>iii! ij Aáfo&' K'jjí 'i‘.l Skáldsaga eftir Wmston Graham 1 ^miiiii:iiiiiiiiiiiiMnmtinimiiii'*ii<<miiiiiii«*i****|in Framhaldssagan 23 fang okkar. Ég nuddaði á mér hr.uana, svo lítíð bar á. Þeir voru ennþá aumir. „Eitt langar mig til að spyrja þig um“, sagði ég. „Var Tracey mikið brenndur þeg ar þú sást hann?“. Hann leit á mig og mér fannst ég sjá að hann yfirvegaði spurn- ingu mína með lögfræðilegri ná- kvæmni. „Jú. Nokkuð mikið. Hvers vegna spyrðu að þvi?“ „Á hverju þekktir þú hann? Var það ekki erfitt?“ „Nei .... ekki sérlega. Ég þekkti fötin hans, skóna og vaxt- arlagið. Það hefði ekki getað ver- ið neinn annar. Hvers vegna spyrðu?“ „Tókstu eftir því hvort hann var með hringinn á fingrunum “ Það var þögn. „Það get ég ekki sagt með vissu“. „Er þetta hann?“ spurði ég og rétti honum hringinn. Hann tók við honum og velti honum milli fingra sér. „Jú. Sarah hefur náttúrlega haft hann í sínum fórum“. Hann rétti mér hann aftur eins og hann væri feginn að losna við hann. „Þú átt að fara út hér“, sagði ég. „Er þér sama þótt ég gefi þér ekki skýringu núna?“ Við horfðumst i augu um leið og hann stóð upp. „Ef þú vilt hitta mig á skrifstofunni þá skaltu silúa þér til einkaritara míns“. „Eða þú getur hringt heim til mín eftir klukkan sjö“. „Þakka þér fvrir“, sagði ég. -//- Það var ekki meira en svo að ég gæti hugsað í réttu samhengi. En þegar ég kom til Hammer- smith kom nýtt á daginn. Þjóf- arnir höfðu verið handteknir tveim stundum áður og í fórum þeirra höfðu fundist nokkur loð- skinn. Abel var sigri hrósandi, en við nánari athugun kom það í Ijós að skinnin sem um var að ræða voru aðeins þau ódýru, en auðvitað bjóst ég ekki við öðru. Abel var fullur vandiætingar þegar ég benti honum á það, og ég fór, engu nær samkomulagi en áður. , Klukkan um fimm kom ég heim á gistihúsið. Ég átti ekki von á þvi að Sarah væri heima. Hún hafði sagt að hún ætlaði að taka bílinn og flytja smádót í nýju íbúðina. I.ykillinn að her- berginu hékk líka á snaganum. Þetta var í fvrsta sinn, sem ég kom heim án þess að hún væri þar fyrir, o<* einhver ór’otakennd greip mig. Ég gekk sð lyftunni en um lcið og ég stucfdi á hnapp- inn, kom maður til mín. „Herra Branwell?“ „Já“, sagði ég. „Mig Jangar til að tala við vð- ur .... ég veit ekki hvort konan vðar hefur saCTt yður frá mér. Ég heiti Jerome" „Eruð bér lögfræðingur, herra Jerome?" „Já, stendu” heima“. „Löggiltur?“ „Nei, fyrir rang’átan dóm, sem felldur var { mprz árið 1931“. „Þér eieið gott með að muna mánaðardaCTa, en mumð ekki ems vel. h”e*'æ” þér hafið stefnt fólki til móts við vður“. Hann bt-osti. ,.Ég er o'drei stundvís. '-’erra Banwell. Ég fer á fund v’ðskintnvina minna .... þe.var rnér býður svo við að horfa“. , Þér eigið við „fórnardýr- anna““. „Það er ekki svo mikill mun- ur á því hvort heídur er“. Hann hnepnti »ð sér frakkan- um, sem var slitinn og óhreinn. „Nú, úr þvj r- °r búi-m að svara spurnir,£.i:m , , ,• f IIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Gangsetjarar tyrir rafmótora „Ekki öllum. Hver sendi yður hingað?“ „Ef ég segði yður það, væri koma mín hingað tilgangslaus", sagði hann. „En það má ef til vill semja við mig í góðu tómi. Ég hef fullt vald til þess“. „Fullt vald til að þröngva fé út úr mönnum “ -//— „Ég hef þekkt nógu lengi ill- mennsku mannanna, herra Bran well. Hvort sem um er að ræða f járþröngvanir, svik, falsanir eða morð. Fólk fremur glæpi, hvort sem okkur líkar betur eða verr .... og við venðum að taka tillit til afleiðinganna. Það er óþarf: að dæma“. „Menn verða að sjá sér fyrir lífsviðurværi". „Einmitt", sagði hann. „Það er gott að konan yðar hefur sagt yður allt að létta. Helzt vildum við hlífa henni. En, sem sagt það er ekki alltaf....“ „Og þar sem hún hefur sagt mér alla söguna, þá finnst yður sennilega þér getið verið öruggur um úrslitin?“ Hann beit saman vörönum. „Það er aukaatriði, hvað mér finrst í þessu máli“. „Hvað er þá aðalatriðið?" „Aðalatriðið eru þessi 14 þús- und pund“. „Ég veit ekki hvaða álit þér hafið á okkur, herra Jerome. Þér komið hingað með ævintýra- legar sögur um tryggingarsvik án þess að hafa nokkurn skapað- an hlut máli yðar til sönnunar. Og svo eigið þér von á því að konan mín afhendi yður pening- ana möglunarlaust. Hafið þér nokkurn tímann áður komizt yfir fé á svo auðveldan hátt?“ Hann tók af sér gleraugun og setti þau svo upp á sig aftur, en vissi þó vel að ég hafði ekki litið af honum. „Skjólstæðingur minn hefur nægar sannanir fyrr höndum", sagði hann. „Hvernig farið var með málverkin og hver hafði þau undir höndum. Hann veit líka Z hvernig íkveikjan var undirbúin • frá fyrstu. Travey Moreton var Z einfaldur svikahrappur. Og kon- ; an hans sömuleiðis. | Z „Sendið sjálfan skjólstæðing- ; inn þá til mín“, sagði ég. Z „Þér eigið að setja auglýsingu ; í Daily Telegraph fyrir næsta þriðjudag, og auglýsingin á að hljóða þannig: „Samþykkt, O. B.“ •• Peningana þurfum við að fá í ; reiðu fé. En ég tala við yður nán- ! ar um það seinna" ; „En ef ég neita að verða við ! skipuninni?" ; „Ef þér neitið .... konan yðar ! lendir þá í fangsalsi .... og má ; þakka fyrir, ef hún sleppur lif- - andi....“ ; „Og ef við borgum .... hve I langur tími líður þa þangað til : þér komið aftur?“ Z „Kröfurnar verða ekki fleiri. : Við erum ekki óréttlátir .... en • annars er aðstaða yðar ekki : þannig, að þér gelið komið með • neina málamiðlun. Ef ég væri í ; yðar sporum mundi ég sannar- ; lega ganga að þessum skilmálum 7 og þar með væri alH úr sögunni". ; „Munduð þér það?“ : „Já, vissulega“. ; Eg horfði á eítir honum, þegar : hann fór. Röndóttu buxurnar ; hans voru of þröngar og dálítið Z of síðar. Um leið og hann kom ; að útidvrunum, lagði ég af stað á ! eftir honum. ; Það var farið að skyggja. Hann Z gekk hratt í áttina til Piccadilly, ; Þegar þangað kom, beygði hann I yfir á Prince Arcade og Jermin •• Street og þaðan inn á Lower Regent Steet, og gekk áfram í ; áttina niður að Trafalgar Square. ; I Ég hafði aldrei veitt manni : eftirför áður, og ég veit ekki hve- ; nær hann kom fyrst auga á mig. Z Mér var líka næstum sama. Ég ; held að hann hafi verið að reyna Z að komast á járnbrautarstöðina ; hjá Charing Cross, en svo skipti : hann um ákvörðun og gekk í átt- ; ina til Whithall. Hrói höttur snýr aftur eítir John O. Ericsson 102 — Já, herra, svaraði ungi maðurinn. Það mátti greinilega heyra það á rödd hans, að hann var hræddur. — Hvað heitirðu? — Tom, yðar náðugi herra. — Ágætt, Tom. Þú ert einn af mönnum Ríkarðs Lee. — Já, það er ég, herra. — Geturðu sagt mér, hve marga hermenn Ríkarður hefir. — Við erum alls 14. — Er ekki einhver útlaganna í þorpinu núna? — Nei, herra. Hinir 10 útlagar, sem fylgdu Maríu konu Hróa hattar til kastalans, eru farnir þaðan fyrir löngu. — Hún er sem sagt í kastalanum enn. — Já, hún er þar og ætlar að dveljast þar í vetur. — Við skulum nú komast að raun um það, sagði sýslu- maðurinn og brosti. — En, segðu mér. Veiztu hvar hinn ungi riddari, sonur Ríkarðs er? — Síðast þegar ég frétti af honum, var hann í þjónustu greifans af Flandern. — Við skulum vona, að Flamlendingurinn geri mann úr honum. — Ég vildi óska, að hann drukknaði í öli, sá þrjótur, bætti Merchandee við. — En hvar er Hrói höttur? spurði sýslumaðurinn. Er langt síðan hann hefir sézt hér um slóðir? — Ég veit ekki hvar hann heldur sig núna, herra, en fyrir um viku kom það til Ríkarðs frá Hróa, þar sem hann sagð- ist vera um það bil að flytja sig lengra inn í skóginn. Sýslumaðurinn stóð á fætur. — Ég hefi roikla iöngun til þess að hengja þig í einhverju trjánna, sagði hann. 1—10 ha. 10 — 50 ha. LUDVIG STORR & CO. Sí:ni: 3333 — Laugavegi 15. ■ Grænmeti I m m m ■ Þurrkað rauðkál \ — hvítkál í — celery í — laukur m m m Pakkað í 60 gr. og 100 gr. pakka Fyrsta flokks vara, ódýr í notkun ■ ^Yja^núó ^Jsjaran \ m Umboðs- og heiidverzlun ■ við [auyaveg tii söia Lóðin er eignarlóð, urn 330 ferm., inn- arlega við Laugaveg. Mjög hentug undir verzlunar-, skrifstofu- eða iðnaðarbyggingu. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Reynir Pétursson hdl. Laugaveg 10 — Viðtalstími kl. 5—6. Fyrirspurnum ekki svarað í sima. Framkvæmdastjórastaða 1 m m Framkvæmdastjórastarfið við Samvinnufélag útgerð- ; ■ armanna Neskaupstað og Olíusamlag útvegsmanna Nes- Z m kaupstað, er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til j 10. febrúr n. k. — Umsóknir ásamt launakröfum óskast jj sendar til undirritaðs. ; ■ STJÓRN SAMVINNUFÉLAGS \ ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ Efnisútboð ■ Áburðarverksmiðjan h. f. óslcar tilboða í stálpípur, j steypujárnspípur og asbestpípur fyrir vatnsveitukerfi ; verksmiðjunnar. Utboðslýsingar verða til afhendingar á : ^ ■ skrifstofu Áburðarverksmiðjunnar h. f., Borgartúni 7. I Útboðsfrestur er til 12. febrúar n. k. jj Reykjavík, 19. janúar 1953. • ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.