Morgunblaðið - 24.01.1953, Side 10

Morgunblaðið - 24.01.1953, Side 10
ia MORGUNBLAÐ!Ð Laugardagur 24. jan. 1953 rmmmmiiitiiiiiiiiimifiunuimi vinHiiuiiiimnin Hamingjan í hendi mér 11 N ý k o ri i ð Skáldsaga eftir Wmston Graham nf•ll■llll•llllll■lllllllllllllll■lllll•m•llll■l■l■lllll■Mll«lnm(Mll■llllllnltllllllllllll•tl|l■lltlIl■lfHlll■»• rramhaldssagan 27 , erið þitt. Ég veit ekki hvernig tíma mínum verður háttað þessa viku“. Þegar ég fór, stóð hann í dyr- unum og horfði á eftir mér á meðan ég settist upp í bílinn. t Ég hafði orðið fyrir vonbrigð- um, en ég vissi ekki gerla hvern- ig á þeim stóð. Ef til vill var það vegna þess að hann hafði ekki boðið mér sína persónulegu hjálp. Og hann hafði ekki heldur veitt mér nokkra einustu hughreyst- . ingu. Trixie fannst ekki. Ég sá að Sarah hafði meiri áhyggjur af , því, en hún vildi vera láta, og ; áhyggjur hennar snerust ekki að- ’ eins um það, að hafa misst hund- inn. Hún tilkynnti lögreglunni að hann hefði týnzt, en mcira var ekki hægt að gera í málinu. Á miðvikudaginn, skömmu fyr- ir hádegi, kom gamli maðurinn inn til mín. „Jæja, ég hef fréttir að færa þér“, sagði hann. „Ég er búinn að tala við MacDonald og haœt^hefur fallist á að draga til baka kæruna á þig“. „Nú“, sagði ég hissa. „Það þykir mér vænt um. Þú hlýtur að hafa haft mikil og góð áhrif á hann....“ „Nei .... Ég kom honum í skiining um að aðeins væri ein leið til að jafna þetta mál, og það væri með því að þið hittust. Mér datt í hug, að ef ég væri líka við- staddur og Rawson, yfirmaður MacDonalds, þá væri hægt að út- kljá málið með skynsemi og ró“. „Ég get sannarlega ekki neitað svo góðu boði“, sagði ég. „Hve- nær eigum við að hittast og hvar?“ „Á laugardagsmorguninn. — Herra Recitt hefur stungið upp á því að við hittumst á skrifstof- unni hjá honum“. Ég fór að skilja að ýmislegt fleira lægi á bak við þessa til- högun. „Recitt veit þá um þetta? Verður hann líka viðstaddur?" —//— „Það getur verið. Og enn er eitt atriði, sem ég vildi minnast á. Þar sem MacÖonald hafði þeg- ar lagt kæruna fyrir nefndina, þá fannst mér rétt að bjóða ein- um nefndarmannanna að koma líka. Herra Spencer frá Birming- ham er staddur hér í borginni, og hann hefur lofað að koma. Hann hefur einu sinni verið for- maður félagssamtakanna og er mjög góðlyndur maður. Það er öllum til hagnaðar að ekki frétt- ist út á við um þetta mál .... en enginn mundi heldur hagnast á þvi að farið væri með það eins og launungarmál“. -//— Klukkutíma síðar hringdi Dane til mín. „Ég hef talað við kon- una þína“, sagði hann. „Við töl- uðum lengi saman. Hún er nýlega farin“. „Ertu ánægður með samtalið?" „Sæmilega. Getur þú borðað með mér hádegisverð á morg- un?“ „Já. ég er frjáls ferða minna enn. Ég hef ekki farið að ráðum þínum“. „Nei. Hún sagði mér það líka. Við getum spjallað um það. Eig- um við að ákvgða að hittast á Read Boar veitingahúsinu klukk- an eitt?“ „Þakka þér fvrir“. —//— Á fimmtudagsmorguninn var ég önnum kafinn, og komst ekki burt fyrr en um eittleyt'ið. Klukk an'var næstum tuttugu mínútur yfír eitt, þegar ég kom inn á veit- ingasalinn og sá hvar Henry Dáne sat í sínu venjulega sæti. '..Fyrirgefðu hvað ég kem seint“, sagði ég og settist niður. Hann lagði frá sér dagblaðið. „Ég heyri að þú eigir stefnumót við MacDonald og fleiri á laugar- dagsmorguninn. Ég bað þig að koma hingað í dag því að mig langar til að vita, hvaða leið þú hefur ákveðið að taka“. „Hg hef ekki ákveðið það enn- þá“. Framreiðslustúlkan kom til okkar og við báðum um matinn. Dane fylltí í pípuna sína. „Sagði konan þín þér frá samtalinu okk- ar í gær?“ „Já“ „Þú varst slunginn, þegar þú giftist henni“. ,,Hvað áttu við?“ Hann leit á mig vfir pípuna. „Þú ert viðkvæmur, sé ég. Engin furða þótt MacDonald hafi farið í taugarnar á þér. Þú veizt að þú getur engum öðrum en sjálfum þér um kennt, hvernig nú er. komið fyrir þér. Þú ert alltof fljótfær, Oliver. Ailtaf. Þú dreg- ur áWktanir næstum út. í bláinn. Þú lætur þér jafnvel detta í hug að kona eins o<? eiginkona þín, veti verið samsek um svik og í- kveikiur/Og þegar þú kemst að þ’ú að svo er ekki, bá snýrð þú við blaðinu, beitir öllum þínum. hæfileikum og fæT’ð hana í heil- agt, hjónaband. Þú snærð niður miðlara og ert nærri búinn að gera út af við fjárþröngvara. Og hver er árahgurinn? Það þarf ekki meira til en að ég veifaði s"öggvast framan í þig rauðum fána og þú mundir segja mér til syndanna mcð hnefunum". „Nei. Það mu^di ég ekki gera. Ég stend berskjaldaður gagnvart skjallinu“. Hrói höffur suýr affur eítir John O. Ericsson 106. — Sagðir þú aldrei neinum frá því, sem fyrir þig hafði borið? spurði sýslumaðurinn. — Ég sagði engum frá ferð minni um göngin, því að ég var hræddur um að mér yrði refsað, svaraði Tom. Ég var alveg handviss um að þessi leynigangur hefði verið gerður til þess að flýja um, ef kastalamenn yrðu skyndilega að flýja. > , ' — Ertu yiss um, að enginn annar en þú og Ríkarður Lee viti um þessi jarðgöng? ....... — Ég er alveg viss um það. Ríkarður myndi ekki ejnu sinni segja konunni sinni frá jarðgöngunum. Hann er ekki vanur að segja frá síntjm leyndarmálum. - — Þú varst að segja frá því, að ekki hefði verið heegt að ^opna dyrnar í herberginu, sem þú komst ihn í þegar þú varst búinn að fara jarðgöngin á enda. Hvernig hefurðu hugsað þén,„að við færum að komast út úr'hérhérgfhu? | — Hurðin er gömul og ónýt, herra, sagði pilturinn. Þér [skuluð láta einhvern sterkan mann fara fyrstan. Hann ætti jekki að vera í vandræðum með að brjóta hana með sverði: I — Ég skal fara fyrst^. sagði Merchandée. Sýndu ok-kur bará hVar jarðgöngin eru- Ég er orðinn æstur í að berjast. < — Það er ekki mjög langt þangað, sagði Tom. Fylgið mér eftir. Sýslumaðúrinn bað menn sína fara varlega. Það var næst- um því komið logn, en stjörnurnar skinu glatt á himnin- um., Yarðrnaðurinn, sem hafði verið uppi á varnarmúrnum, var farinn þaðan fyrir góðri stundu, en J jósið logaði enn í vaktturninum. - ***■-*■ - Nýjasfa nýff á sviði hárliðunar. „STAR" plasf krulfupinnar j ■ eru komnir á markaðinn. * I .. * '*■* ; Litið hár yðar meðan þér sofið. Algerlega óþægindalaust. • Reynið „S T A R" plasl kruilupmna ! þegar í kvöíd. ■r-vr-»—•—i m Fást í snyrtivöruverzlunum og víðar. Peninplán - Fyrirframgreiðsla Fámenna reglusama fjölskyldu vantar 2—4 herbergja íbúð hið fyrsta. — Peningalán eða fyrirframgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 5536. ullarkjólatau í 3 gerðum og mörgum litum, einnig blátt uilarkáputau. Ásg. G. Gunnlaugsson 4 ío, Austurstræti 1. Aðalf undur Byggiiigarsamvinnufélagsins Hafsbrúnar verður í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 25. þ. m. klukkan 2 e. h. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tveimur íbúðum úthlutað til félagsmanna. Félagsmönnum skipstjóra- og stýrimannafélagsins GRÓTTU boðið á fundinn. STJÓKNIN Hraðferð I ■ Ausfurbær _ Vesfurbær ! ■ ■ Sunnudaginn 25. janúar 1953, hefjast hrað- • ferðir á nýrri leið nr. 17. j Ekið verður á hálftíma fresti frá kl. 7,20 á rúm- ■ helgum dögum og kl. 9,20 á helgum dögum frá ; ■ Lækjartorgi um Hverfisgötu, Laugaveg, Nóatún, j Lönguhlíð, Miklubraut, Hringbraut, Furumel, Nes- ■ - veg, Faxaskjól, Kaplaskjólsveg, Bræðraborgarstíg, ■ Vesturgötu, Hafnarstræíi á Lækjartorg. m Strætisvagnar Reykjavíkur. : Kínversk lisfsýning verður opnuð í LISTAMANNASKÁLANUM kl. 4 í dag. Aðgangseyrir 10 kr. Jörðin Hafragil í Laxárdal í Skagafirði fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Járnvarið timburhús, peningshús í sæmilegu ástandi. Góð skilyrði fyrir fjárbú. 250 hesta vel ræktað tún. Góður útheyskap- ur um 600 hestar, helmingur véltækt land. Ágæt skil- yrði til virkjunar. Lax- og silungsveiði, sem bæta má mikið með klaki og góðri aðhlynningu. Eignaskipti á íbúð í Reykjavík kæmu til greina. — Allar nánari uppl. á Langholtsveg 79, Reykjavík. Páll Bjarnason. Uppboð — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu — sem auglýst var í 86., 87. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins 1952 á húseigninni nr. 31 við Baugsveg, hér í bænum, eign dánar- og félagsbús Einars Markússonar og Stefaníu Slefánsdóttur, fer fram samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri laugardaginn 31. janúar 1953, kl. 2,30 e. h. Teikning af húsinu og uppboðsskilmálar eru tiT sýnis hjá undirrituðum. Uppboðshaldarinn í Reykjavík, 23. janúar 1953. ■ ■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B ■■■■■■■ ■■■>■■ Kr. Kristjánsson. JLlAlAlJLtLOi*JLlilJLÍJLiJLSJLIL*SAft MLRPJUl LMI * « ■ ■ ■ ■ ■ ■*■ ■■ ■ » ■ ■MJI»«« • MJLlAllLlU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.