Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. febrúar 1953 MORGUflBL'ABÍB é*T* II iiiMiiiiiiiiiiiiHiiitiiiitrimiHHiia iU', -:¦ ... ¦ . igps§)E *~"Wi'---' i ¦ :~V~-í- - ¦-. nnwflMinjimnNjnmnnimiuiainuMminojw í/í/í /2/0 á /i oa ^ iimmniLMHtwi ^ IUimiHllllilHHIIrtlMHHHHIfHllimimtlllHIIIIII'HHIIIIIIMI ilnrepSan iíí góðum ©p fci. tðfi t»* sfera nofniíi nyram boigorum „AÐ gera skyldu sina við guð og ættjorðina" — þannig hljóðar fyrsti liðurinn í skátaheitinu. Það er stórt og háleitt loforð og felur í rauninni í sér algera mannlega fullkomnun, því að eru ekki allar skyldur okkar fyrst og fremst gagnvart guði? Það þarf þess vegna ekki Htið til að vera „góður skáti" og fróð- legt væri að skyggnast ofurlítið inn á starfssvið þessa merka fé- lagsskapar. SKÁTAHREYFINGIN A ÍSLANDI 40 ÁRA S.L. ÁR Við skulum í því skyni snúa okkur til einnar heiðurskonu inn- ' an skátahreyfingarinnar, sem Veit allt til hlítar um þessi mál. Hún heitir Hrefna Tynes og hef- ur uin langt skeið unnið að mál- efnum skáta, fyrst sem skátafor- jngi norður á Siglufirði um 10 ára bil, síðan úti í Noregi á styrj- aldarárunum og frá árinu 1946 hefur hún verið foringi Kven- skátafélags Reykjavíkur. — Skátahreyfingin á fslandi átti 40 ára afmæli s.l. ár, segir frú Hrefna, — þ.e. fyrsta skáta- félagið var stofnað árið 1912, fimrn árum eftir að hreyfingin hófst í heiminum, en það var árið 1907, i Englandi eins og kunnugt er. í þessu fyrsta islenzka skáta- félagi voru þó aðeins drengir. Fyrsta kvenskátafélagið, Kven- skátafélag Reykjavíkur, var stofn að 10 árum síðar, og var Jakobína Magnúsdóttir, hjúkrunarkona, hinn íyfsti foringi þess. Hefur hún verið starfandi skáti alla tíð síoan og er nú foringi „senior"- deildar kvenskáta í Reykjavík. GERA BÖRNIN AÐ GÓDUM OG NÝTUM BORGURUM Úti á landi eru starfandi skáta- félög í öllum kaupstöðum og tiest um þorpum og nemur tala ís- lenzkra skáta í dag, stúlkna og Kæít viS Irú Krefny Tynes, ioringja íslenzkra kveoskáfa. imiimiMiiimmtiiiiMiriMMMMiMtmtittmmiitiitimtmimiiiiiiifrtttiiffiitbitiiiMl Hiátrii og hiiickrvitm I ð D i Hjáfrú í sanibaiicfí við mafargerð og anitóð pfiir of! veriS skaðlsg, Frú Ilrefna Tynes. álfa, frá 8—11 ára, skáta frá 11 ára aldri, svanna, um 20—30 ára og senior-skáta, sem sumir hverj- ir eru stofnendur félagsins og vinna stöðug't mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu þess, sem íjár- hagslegur bakhjallur og hjálpar- hellur á ýmsan hátt. Á ljósálfastiginu er aðaláherzl- an lögð á, að „skáti er hjálpsam- ur", ætið reiðubúinn til að rétta hjálparhönd, þar sem þess gerist þörf og eftir því, sem í hans valdi stendur. Þegar Ijósálfurinn verður að skáta keppir hann fyrst og fremst að því að vera „ailtaf viðbúinn", þ.c.a.s. að vera sem víðast heima, þannig að hann kunni að bregðast rétt og skyn- samiega víð hinum ýmsu vanda- málum í daglegu lii'i og viti hvað Sokkaþvottur að Ulfljótsvatni. drengja, um þremur þúsundum. — Hvað getið þér sagt mér um starfsemi K.S.F.R.? — Það var upphaflega stofnað innan vébanda K.F.U.K. hér í Reykjavík, á kristilegum grund- velli. Hefur félagið jafnan gert sér far um að starfa í þeim anda og fyrst og fremst lagt áherzlu á þá hlið starfsins, sem varðar upp- eldi barna og unglinga. Skáta hugsjónin vill beita á- hrifum sínum til að gera börnin að góðum og nýtum borgurum, temja þeim ailar góðar dyggðir og hvetja þau til drengilegrar breytni hvar og hvernig sem á stendur. SKÁTI ER HJÁLPSAMUR Kvenskátafélag Reykjavíkur skiþtist eftir aidri, í sveitir ljós- á að gera undir vissum kringum- stæðum. IIJÁLP í VIBLÖGUM Mikil áherzla er lögð á hjálp í viðlögum og er ætlazt til, að skátar scu allvel að sér á því sviði. Sá ég eitt sin'n sem oftar dæmi þess, hve slík kunnátta er nauð- synleg og sjálfsögð hverri mann- eskju: stúlka varð fyrir slysi, hlaut djúpan skurð á læri, sem blæddi mikið. Enginn læknir var við hendina og allir sem við- staddir voru stóðu uppi ráða- lausir hvað gera skyldi til að stöðva blóðrásina, þangað til syst ir stúlkunnar, 13 ára skátastúlka, kom til og tróð sárið eins og við þurfti. SKATASKÓLÍNN Á ÚLFl JÓXSVATNI — Hvar og hvernig fer fram þessi uppf.æðs'a skátanna? — Skáíaíélögin stofnuðu árið 1942 til sér'stáks skátaskóla á Ulf- Ijótsvatni. Hann er í rauninni tveir áðskildir skóiar, annar fyrir drcngi og hinn fyrir stúlkur. Á hverju sumri fara þar fram 8—10 vikna námskeið. Stúlkurnar læra ' þftr almenn skátafræði og heim- ilisstörf þannig, að þær eiga að vera, að námskeiðinu loknu, fær- ar um að sjá um heimili í forföll- : um móður sinnar. Mjög mikil að- i sókn er að námskeiðum þessum, ' svo að miklu færri en vilja kom- I ast þar að á hverju ári. Að jafn- ftði eru um 40 stúlkur á nám- skeiöiriu í senn, á mismunandi aldri, svo að erfitt er að sam- ræma kennsluna scm skýldi við allra hæfi. ÓFULLNÆCJANDI KÚSNÆDI Að vetrinum fer öll fræðslu- og félagsstarfsnmi fram í Skáta- heimilinu við Snorrabraut, sem skátafélogin sameiginlega fengu frá bænum eftir styrjöldina til að hafa þar bækistöð sína. Hús- næði þetta er annars langt fráþví að vera fullnægjandi, og keppum við að því að fá fundarherbergi i hinum ýmsu hverfum bæjarins, þ.e. alltof langt er fyrir mikinn í.íölda barnanna að sækja fundi í Skátaheimilinu. Skátafræðslan hvílir aðallega á herðum flokksforingjanna, sem valdir eru með sérstöku tilliti til kunnáttu þeirra og forystuhæfni og bera þeir að nokkru leyti upp eldislega ábyrgð á flokki þeim, sem þeim er trúað fyrir. VAXANDI ÁHUGI — Og eru ekki stúlkurnar yð- ar brennandi af áhuga í skáta- starfinu? — Áhuginn hefur farið vax- andi nú upp á siðkastið. Hins vegar var eins og' að dofnaði ein- kennilega yfir því um "nokkurra ára skeið, um og eftir landsmótið 1948. Mér fannst ég verða vör við breyttan anda á rheðal barnanna og svo er reyndar enn. Þau kvarta yfir, að þegar gagnfræðanámið byrji hafi þ"au éngan tima af- gangs til að sinna félagslifi og starfi skátanna. Ég Held, að hér sé einnig um að raeða misskilning nf hálfu foreldra. Skátastarfsem- in á fyrst og fremst að vera börn- unum holl tómstundastarfsemi og fullt tiilit er tekið til þess, að þan þurfi að helga skólanáminu 'nægilegan tíma. HOI-LUR OG GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR 12—13 ára gamlar telpur þurfa frcmur en á nokkrum öðrum aldri á hollum og góðum félags- skap að haida og það er einmitt þesskonar félagsskapur, sem skáta.starfið leitast við að sjá þeim fyrir. — Heíur K.S.F.R. einhverjar merkar fyrirætlanir á prjónun- um? — Við þurfum fyrst og fremst að keppa að bættu ástandi í hús- næðismálum okkar sem starfsem Framh. á bls. 12 FÓLK er almennt auðtrúa á alls- l'.onai' hjátrú og hindurvitni, sem slegið er fram, og heí'ur alltaf verið. Þessa gætir þó ekki eins mikið og fyrr á öldum, en loyf- arnar eru énnþá víða við lýði, ekki hvað sízt í allskðnar húsráð- um. Nú dettur engum í hUg að trúa því að bezta ráðið við lungna bólgu sé að þurrka margfætiu, sem hefur drukknað í hunangi, steyta hana, blanda duftið í geit- armjólk og drekka það, með vax- andi tungli. En ef húsmóður 20. aldarinnar er sagt, að eggin springi aldrei, ef hún setur brennda eldspýtu í vatnið, sem þau eru soðin í, þá reynir hún þaö strax við næsta tækifæri. ÞAD ER EKKI RÉTT . . . Það er t. d. ekki rétt að salt- lögur sé mátulegua sterkur, ef egg flýtur á honum. Vatnið er rúrnlega 70% af innihaldi eggs- ins og það gufar upp, í gegn um skurnina, cftir því sem eggið eldist. Nýtt egg flýtur því á legi, sem eldra egg sekkur í. Það er hcldur ekki rétt að ramma bragðið, sem kemur af kaffi þegar það sýður, hverfi, ef köldu vatni er renn í gegn um stútinn á könnunni. (Það fylgir reglunni, að vatnið verður að fara í gegn um stútinn). Rángt er það líka, að menn fái vörtur á hendurnar ef þeir þvo sér upp úr vatni, sem egg hafa verið soðin í. Sömuleiðis er það rangt að „mayonnaise" aðskilji sig ef ekk% er ailtaf hrært í sömu átt. Það er líka rangt að ekki sé hægt að stífþeyta eggjahvítur, ef nokkur ögn af eggjarauðu er saman við. HJÁTRÚIN GETUR VERIÐ SKAÐLEG Gömul hjátrú er það líka aS kjöt verði ekki þurrt, ef það er „spekkað". Safinn rennur ein- mitt úr kjötinu í gegn um göt- in, sem stungin eru í það og kjöt- ið verður þurrara fyrir bragðiS. Ef hætta er á því að kjötið áé- of þurrt, er betra að binda ,spekkc ið' utan um það. Hjátrúin við matargerðina get- ur líka stundum verið beinlínis skaðleg: Húsmóðir kaupir t. á. steik til sunnudagsins, og vegna þess að hún hefur látið sannfær- ast af hindurvitnum, steikir húís hana lítið eitt á laugardagskvöld- ið, vegna þess að þá á hún að* geymast betur. En hvað segir frægur danskur gerlafræðinguij. Svend O. Koch, að nafni: „Þaa:' fáu bakteríur, sem eru i yzta kiöfc laginu, drepast, en þær sem ertx. inni í stykkinu, dafna við hitarm, sem fram kemur við steikingima log geta framleitt eitur, og þa® 'eyðileggst ekki við steikinguns |na;sta dag. Árangur: Magaverkir og eitrun, eða eitthvað þaðan a^ verra". UTAN ELDHÚSSINS En hjátrúin á ekki aðeina Framh. á Dls. 1» onar fá verð- atMfS Tcií konar frá ?ex \e-:im liku þáH í ksppniiini TVÆR islenzkar konur, Soffía Stefánsdóttir og Bergljót Rafr»í<r^ en þær eru giftar Páli Gíslasyni og Bjarna Rafnar, sem báðir ert» læknakandídatar á sjúkrahúsum í Danmörku um þessar mundir^ gátu landi sínu frægðar í desember s. 1. — Tóku þær þátt í sam- keppni ásamt 10 öðrum konum frá 6 löndum, Danmörku, Noreífi, Svíþjóð, Englandi, Bandaríkjunum og íslandi, um það, hver gæti útbúið fallegasta jólaborðið. íslenzka borðið fékk II. verðlaun. I TONDER f DANMÖRKU • í desember voru Páll og Bjarni á sjúkrahúsinu í Tönder í Dan- mörku, og konurnar að sjálf- sögðu með þeim. Dag nokkurn kom frú ein að máli við þær, og fór þess á leit við ungu íslenzku konurnar að þær útbyggju fyrir hana íslenzkt jólaborð — cg Soffía og Bergljót tóku það að sér. Til að byrja með vissu þær ekki um, að þetta var samkeppni, en kvenfólkið í Tönder gekkst fyrir góðgerðarbazar og átti sam- keppnin að fara fram þar. Er þær komust að því, að þetta var samkcppni, ætluðu þær að Mey vai' manni gefin áður en hún var átta nátta, átti barnið ársgcmul og dó áðui' en hún fæddist, Ráðning á bls. 12 hætta við, en þá var búið sSS tilkynna þátttöku þeirra í dsfg- blöðum bæjarins og of seint vaE* að snúa við. LAUFABRAUÐID ÁTTI ^ SINN ÞÁTT í SIGRINUM Tíndu þær nú til allt Öor5- skraut, sem þær áttu, og bökuðu jafnframt laufabrauð, suðu hangi kjöt og létu búa til handa sér skyr. Borðið var skreytt með íslenzk um fánaborðum, speglum, jóíja- greinum og öðru því skrauti, sem. þær áttu. Síðan létu þær mat- inn á borðið, og fóru siðan heim. til sín. Um kvöldið, kl. 10, er bazar- inn var úti, áttu þær að kom» til þess að sækja borðbúnaðinn, og það sem á borðum hafði ver- ið. Þá var búið að kjósa og telja atkvæðin og viti menn — ís- lenzka borðið hafði þá fengið IL verðlaun, sem var skinandi falleg ur hördúkur. — Hrós sé þeim og heiður fyrir frammistöðuna.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.