Morgunblaðið - 14.02.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. febr. 1953 ÞJOÐLEIKHUSIÐ • • SONGFOLK ' Þjóðleikhúsið hefir ákveðið að stofna blandaðan kór. Kórinn verður ólaunaður að öðru leyti en því, að greidd verður þóknun fyrir þátttöku í söngleikjum. Þeir, sem áhuga hafa á því að ganga í kórinn, sendi þjóðleikhússtjóra skriflega umsókn fyrir 21. febrúar, þar sem tilgreind sé raddtegund og aldur umsækjanda. Æskilegt er, að umsækjendur hafi áður tekið þátt í kórsöng. Stjórnandi kórsins verður Dr. Victor Urbancic. r Hér msð er aug- íýsft eíiir frarst- bocísiisfuir; til væntanlegs kjörs stjórnar og trúnaðarráðs í Félagi járniðnaðarmanna. Skulu framboðslistar hafa borizt til skrifstofu félagsins fyrir klukkan 6,30 e. h. sunnudaginn 15. þ. m. Framboðslistum skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti þrjátíu og fimm fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Handa vinn udeild Kennaraskólans Teknar verða í deildina næsta haust sextán stúlkur. — Inntökuskilyrði: Gagnfræðapróf og annað, sem því svar- ar, auk þess vetrarnám í húsmæðraskóla eða íþrótta- skóla. Umsóknir sendist skólastjóra Kennaraskólans fyrir marzlok. — Þær, sem þegar hafa sótt, eru beðnar að ítreka umsókn sína. Nokkrir piltar verða teknir í smiðadeild. Umsóknar- frestur sami. Skilyrði: Gagnfræðapróf eða samsvarandi nám. Skólastjóri. VERÐIÐ MJÖG HAGSTÆTT cl<ý(ýert ^JJridfánóóon (JT* (Jo. L.p. „a ■ s • „ Forstöðukonu r - OG TVÆR FÓSTRUR vantar við daghsimilið Pálm- holt á Akureyri, frá 1. júní til 15. september næstkomandi. Aðeins sérmenntaðar eða vanar síúlkur koma til greina. Skrifiegar umsóknir ásamt kaupkröfu, sendast til for- manns félagsins, frú Elinborgar Jónsdóttur, Munkaþver- árstræti 38, Akureyri, fyrir 15. apríl næstkomandi, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. (Sími 1932). Akureyriv 7. febrúar 1953. KVENFÉLAGIÐ HLÍF. Smósaga dagsins: ÖRYGGISLOKA ÞETTA var veitingastof a, þar1 sem atómskáld og aðrir listamenn með lausa skrúfu héldu til. Þess- vegna var þjónnjnn ýmsu vanur. Kom þar nýlega inn einn slíkur listamaður og tók sér sæti undir ljósakrónunni, sem fyrstu vor- flugurnar sveimuðu kringum. „Viljið þér fá kaffi, herra minn?“ spurði þjónninn, sveiflaði pentudúknum og sópaði köku- molunum af:borðinu og út í horn. Sá ókunnugi leit upp, horfði alvarlegur í bragði á þjóninn og sagði: „Gerið svo vel að færa mér eitt vatnsglas“. „Ekkert annað?“ spurði þjónn- inn. „Dagblað“, svaraði gesturinn. Þjónninn fór því að, eins og áður var sagt, þetta var veitinga- stofa fyrir atómskáld og lista- menn með lausa skrúfu. Hann var því ýmsu vanur. Þegar þjónninn sneri aftur með vatnsglasið, lagði ókunni maður- inn eitthvað á borðið. Þjónninn tók andköf, svo mjög brá honum í brún, því það Sem þarna lá, sóst mjög sjaldan á Triarmaraborðum þessarar veitingastofu. „Herra minn“, sagði hann, „hvað ætlið þér að gera?“ En ókunnugi maðurinn svaraði ekki. Þarna lá hluturinn á hvítu marmaraborðinu: Það vár skamm byssa. En hvað Ijósið glytti og glóði á stálkinnum byssunnar .. Þjónninn vék sér inn í bakher- bergi. Hann hringdi í símann. Brátt kom einkennisklæddur mað ur inn í veitingastofuna. Hann gekk rakleitt inn að borði ókunn- uga mannsins og þreif í skyndi til byssunnar. En maðufinn sem sat við borðið varð fljótari til. Iiann greip hlut- inn með hægri hendi. Nú hafði hann hana. Lögreglumaðurinn og þjórminn hlupu í skyndi á bak við stein- súlurnar. Það heyrðist örlítill smellur. Ókunnugi maðurinn hleypti af. Hann skaut .... mjórri bunu af sódalegi í vatnsglasið. „Jæja“, sagði hann ánægður og hélt áfram að lesa í dagblaðinu. „Þetta er holit í magann.“ Lögregluþjónninn leit á þjón- inn með augnatilliti,-sem virtist bera þess vott, að. hann væri fyr- ir litla borgun reiðubúinn að kykrja hann. En þjónninn yppti öxlum afsakandi. Að vísu var hann flestu vanur í þessari veit- ingastofu .. en .. ekki öllu. Daginn eftir um sama leyti, kom annar maður. Þessi leit út eins og hann hefði allar áhyggjur heimsins að burðast með. ,,Ég vil fá snafs“, sagði hann. Þjónninn kom með snafsinn. Ókunnugi maðurinn þreifaði nið- ur í buxnavasa sinn til þess að ieita að peningum, en við það missti hann einhvern glampandi hlut úr vasa sínum. hlutur þessi féll á gólfið. Þjónninn beygði sig til að taka hann upp, en ókunriugi maðurinn beygði sig um leið. Hausarnir rákust 'saman og- glumdi í þeim líkt og þeir væru íómir. Þjónninn hló alúðlega Maður- inn varð þeim mun reiðari. . Herra minn“, sagði hann, „þér sláið kúlu á höfuðið á mér og svo bætið þér gráu ofan á svart með því acF hiæja, hvað á þettá að þýða?“ Hann var orðinn sótrauð- ur af vonzku, hóf skammbyssuna á loft og miðaði hénni. En þjónninn hélt áfram að hlæja. „Glas af vatni? Eða hvað?“ spurði hann og benti á ógnandi skammbyssuhlaupið. „Ég þakka“, öskraði ókunnugi maðurinn og þrýsti á gikkinn. Það small, alveg eins og það small í gær hjá manninum, sem fékk sér sódavatn fyrir meltínguna. En tveir gestir á veitingastof- unni höfðu iæðzt aftan að mann- inum og réðust nú á hann og af- vopnuðu hann. L „Sleppið honum", sagði þjónn- inn hlæjandi. „Látið hann vera, herrar mínir. Hann er að gera að gamni sínu ____. ••» Gestirnir tveir störðu eins og steinrunnir á þjóninn, en ókunn- ugi maðurinn gekk á brott út um hringdyrnar. „Heyrið þér, þjónn“, sagði ann- ar maðurinn. „Ég dáist að yður, hvíiíkt hugrekki ....“. „Og ég“, sagði hínn maðurinn, ,,----ég á f jölleikahús með ljón um. Ég ræð yður þegar sem Ijónatemjara!“ „Hvað er þetta?“ sagði þjónn- inn höggdofa af undrun og skelf- ingu. Hann virti skammbyssuna fyrir sér. í henni voru sex skot! Já sex skot en . — öryggislok- an var á. MÁLFLUTMNGS- SKRIFSTOFA Einar B .Guðmundsson GuSIaugur Þorláksson Guðmundur Pélursson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími: kl. 10—12 og 1—5. BEZT ÁÐ AUGI.YSA l MOHGinsni.Atnmi Nýkomnir MLO^-TEiGJ USOKKAR Iemedia hf Austurstræti 6. Nýkomið mikið úrval af hentugum efnum í eftir-fermiagarkjóla Markaðurinn Bankastrætí 4. Saumakona sem getur tekið að sér að sníða og veita saumastofu for- stöðu óskast strax. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir 18. þ. m. merkt: Forstöðukona —57. Siildegisfkiólaefiij í fjölbreyttu úrvali. Markaðurinn :■■ f : ! Bankastræti 4. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.