Morgunblaðið - 14.02.1953, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.02.1953, Qupperneq 10
í 10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. febr. 1953 Jónas Gufaiindssorí, Fagranisi Pái! á Hjáimars dARÐARFÖR Jónasar Guðrnunds sonar bónda í Fagranesi, sem and 'Sfffst þann 14. f.m. á Sjúkrahúsi Húsavíkur eftir þunga legu, var gerð í gær að Grenjaðarstöðum sö viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Sigurð- ur Guðmundsson flutti aðalræð- • una og jarðsöng, en Páll H. Jóns- son kennari að Laugum flutti kveðju f.h. Kirkjukórasambands Suður-þingeyjarprófastsdæmis. Kirkjukór Grenjaðarstaðasókn annaðist söng undir stjórn Sig- urðar Sigurðssonar frá Húsavík. - s Jónas Guðmundsson var fædd- nr 13. ágúst 1903 að Grímshúsum i Aðaldal. Foreldrar hans voru ' þau hjónin Guðmundur Guðna- ’son og Jónína Jónsdóttir. Bræður Jónasar voru: Hallgrímur bóndi -:5 Grímshúsum, Axel búsettur í 'Reykjavík og Tryggvi bústjóri á Kleppi. ; Árið 1928 kvæntist Jónas eftir- ‘Tifandi konu sinni Þuríði Guð- mundsdóttur í Fagranesi, hinni 'ágætustu konu. Hafa þau hjónin *búið í Fagranesi allan sinn bú- ’.skap. Börn þeirra eru: Hulda, ,'húsfreyja í Lindahlíð og Ásgerð- 'ur og Jónína Þórey heirna. ? Jónas Guðmundsson var maður iginkar vinsæll og vel látinn í sveit sinni. Hann sýndi það í • verki að hann var fæddur bóndi, • enda var har.n bændasíarfinu 'tvúr alla ævi. Hef ég hvergi kom- ; ið þar sem hefur—gætt meiri hsnyrtimennsku og reglusemi í bú- skapnum en á heimili hans bæði ■lútanbæjar og innan. Skepnur sínar fóðraði Jónas svo vel, að hrein unun var á að líta. Þær skil uðu líka meiri og betri arði, hver ' eiustaklingur, en tíðkaðist annars staðar, þar sem ég þekjd til. Varð 'þetta til þess, að Jónasi farnaðist 'alltaf vel búskapurinn þótt búið væri aldrei stórt. Hafði hann þá ' bjargföstu skoðun, að bústærðin ‘ væri ekkert aðalatriði, heldur miklu fremur hitt, að hver ein- staklingur í búir.u væri fóðraður þannig, að hann gæti skilað full- um arði hvernig sem árferði ann- ars væri. Jónas umgekkst skepn- ur sínar sem vini, en á þann hátt . verður búskapurinn eftirsóknar- yert ævistarf hverjum sem þann- ,jg breytir. Jónas í Fagranesi var maður ■ skýr í hugsun og athugull. Hann • fjdgdist vel með öllu, sem gerð- ist á sviði landbúnaðarmála og 1 afði ríka löngun til þess að færa sér í nyt hin nýju viðhorf land- ) búnaðarins, sem efst á baugi voru ■ ■á hverjum tíma, eftir því sem ■ ástæður leyfðu og hann taldi 1 benta. Taldi hann þó að hver ætti að sníða sér stakk eftir vexti 1 á þessu sviði og viðhafa hæfilega gætni gagnvart hinu nýja, sem ■' engin reynsla væri fengin fyrir, ' énda væru vanhugsuð víxlspor í búskao oft viðsjárgerð og örlaga- íik. Við þetta grundvallarsjónar- mið miðaði Jónas búskap sinn, sem var í senn traustur og hag- rænn. Endurbygging jarðarinnar og ræktun hennar var fram- kvæmd með festu hins eljusama : sístarfandi bónda. "Var þá ekki ævinlega spurt um 8 st. vinnu- dag og fullkomna hvíld um “ hverja helgi. Kona Jónasar, Þuríður, hinn dyggi lífsförunautur, studdi ' mann sinn af trúmennsku í hverju starfi, og voru þau hjón- in samhennt um heill og velferð heimilisins I hvívetna. Með þessu móti urðu því margskonar erfið- leikar auðveldlega sigraðir með ' gagnkvæmri samhjálp þeirra beegja. Hjá þeim skipaði öndvegi ’þjóðlegur sjálfseignarbúskaDur • eins og bezt verður á kosið. Yfir heimilinu hvíldi alltaf glaðværð og hugþekkur blær, sem andaði hlýtt á móti hverjum manni. Jónas Guðmundsson var að , eðlisfari hlédrægur og hávaða- ilaus maður. Hann unni heimili j sínu og heimahögum og var hon- j um ekkert fjær en vanrækja skyldustörfin heima. Kinningarðrð Eignarjörðin er hann bjó á varð honum æ kærari eftir því sem hann fórnaði sér meira fyrir hana enda er óvíða víðsýnna og fegurra um að lítast en þar, þegar vor- sólin skín á spegiltær vötnin 'vi.ð skógivaxna Vatnahliðina á aðra hönd, en iðgræn blástörin bylgj- ast safarík á hina, meðfram Ey- vindarlæk og Múíavatni. Slíkar vorsýnir verkuðu sem ,,hin"örf-' andi hör.d'1 á bóndann í Fagra- r.esi, ekki einungís-á-meðan þær stóðu skýr.ast fyrir hugskotssjón- um hans' í allri sinni dýrð, heldur afítaf við hin daglegu siörf og viðfangsefni og jafnvel ekki hvað sizt er skammdegismyrkrið grúfði ógnþrungnast yfir fannkvngi vetr arins í öllu sínu mikla ægivaldi. Jónas og kona hans voru bæði söngvin og léku vel á hljóðfæri, enda átti sönggyðjan v-igðf.n reit þar sem heimili þeirrai vár'i ■ Árið 1945 er Kirkjukóiy Grenj- aðarstaðarsóknar vaf stofnaður var Jónas kjörinn stjórnandi hans og gengdi hann því starfi til dauðadags. , í þessu söngstarfi sýn<|i jJónas í Fagranesi einstaka fórnfýsi og aðdáunarverða hæfileika,. t viku hverri og stundum oft í v'ku mán uðinn út og jafnvel mest allan veturinn æfði hann flokk: sinn hlífðarlaust þótt hann væri ein- yrki ofurhlaðinn daglégura störf- um eins og gefur að skilja. Með þessu móti tókst honum líka að vinna sannkallað þrek- virki á sviði söngmálanna í sveit- inni er halda mun minningu hans hátt á lofti um ókomin ár. Undir stjórn Jónasar ávann kirkjukórinn sér mikið álit og vaxandi á þessum árum. Varð það félagslífi og trúmálastarf- semi sveitarinnar til mikilar upp örvunar og menningarauka, að þessir listrænu hæfileikar Fagra- nessbóndans skyldi auðnast að fá útrás á víðara svið öðrum til gleði og gagns og sjálfum honum til uppörvunar þótt það kostaði hann miklar fórnir og erfiðleika. Jónas Guðmundsson var fjöl- hæfur íþróttamaður í þess orðs fyllstu merkingu. Hann stundaði all mikið margskonar íþróttir fyrr á árum og hefði jafnan verið áhugasamur um málefni íþrótt- anna síðan. Var hann skautamað- ur ágætur og »nni þeirri fögru íþrótt. Við fráfall Jónasar veitist mér örðugt að skilja að þessi ungi, úeæti, íþrótta- og listamaður og bóndi, skyldi vera horfinn svo skyndilega af, sviðinu þar sem hann hafði svo vel oa dreneilega starfað meðal okkar að sameigin- legupi áhugamálum. Það var sem sveitin hans yrði þrumu lostin við þessa andlátsfrétt er ölium kom svo mjög á ó'vart. En því var verið að yega í hin- um sama knerrnum í þessari sveit sem á iöcfáum árum hefur orðið á bak að sjá sínum beztu bænd- um og mannkostamönnum á ung- um aldri hverjum á fætur öðrum. Þegar slíkir mpnn falla í valinn og eru kallaðir frá þjóðnýtu starfi í blóma lífsins vekur það mann til umhugsunar um tiieaoe slíkra ráðstafana, er sviftu þjóðina þeim starfskröftum er hún má þó síst án vera. Okkar fámennu og dreifðu bændastétt er það mikið áfall, að missa úr sínum hópi hæfileika- mennina er með þeim hafa starf- að að hinum ýmsu sameiginlegu íélagsmálum er leysa þarf og úr- lausnar hafa beðið. Það skarð er þannig brestur í fylkingu ís- lenzku bændastéttarinnar er því vandfyllt. Með fráfatli Jónasar í Fagra- nesi hafa bændurnir íslenzku misst traustan liðsmann og sveit- in hans ágætan son, er hún mun syrgja með trega. En sárastur er þó eiginkonunni Frainh. á bls. 12 öðum áfSrælur llaryrét Siprðardóttír, Hemfu ÞEGAR PÁLL á Hjálmstöðum í Laugardal varð sjötugur, birt- ist ýtarleg grein um hann í Morgunblaðinu. Er þar sagt frá ætt hans og lýst æviferli hans, svo að óþarfi er að endurtaka það. En það er einn kafli í þeirri grein, sem rétt er að minnast í dag, þegar Páll er áttræður: ,,Páll á Hjálmstöðum er prjði- lega greindur, stálminningur og geyminn á fornan fróoleik, manna skemmtilegastur í tali, glaður og reifur hvort sem heima hittist eða heiman, og þykir því jafnan gott með honum að vera. Mundu slíkt margir vitna, því að Páll er vinmargur og fjöldi rnanna kynnst honum á hans löngu ævi, er minnist þess hversu hressandi og notalegt þykir í návist hans. Mun þar og eigi litlu orka hversu hagmælskan er Páli tiltæk og honum létt um að mæla vísur af munni fram, enda er hann löngu landskunn- ur fyrir stökur sínar“. Þetta á við enn í dag, þótt einn áratugur hafi bæzt við háan ald- ur. Páll er enn samur og jafn, glaður og málreifur. Þó lætur að líkum, að þeim, sem þekktu hann á bezta skeiði lífsins, sýn- ist honum nokkuð brugðið, og veldur það aðallpga um, að sjón- in er nú að mestu þorrin. Þar eru ekki lengur hin arnfráu augu, er oft tindruðu af glettni og gam- ansemi og gerðu manninn svo minnisstæðan. En hvöss er brún- in enn sem á Agli, hugurinn óbeygður og skapgerðin hin sama og áður var. Páli má vcra það ánægja í ellinni að hugsa til þess, að hann hefir aldrei legið á liði sínu um dagana. Hörðum höndum hefur hann unnið alla ævi, og aldrei hlíft sér. Hann hefur verið sómi sinnar stéttar og góður þegn lands síns. Láti nú forsjónin hann njóta þess, í ellinni. (aronia skemmisi í Hew York höin UNDANFARIN tvö sumur hefur komið hipgað til Reykjavíkur skemmtiferðaskipið Caronia, sem er hið glæsilegasta skip í hví- vetna. Fyrir skömmu skemmdist það allmikið í höfninni í New York. Caronia kom þangað úr skemmtisiglingu um suðurhöf með mikinn fjölda farþega innan- borðs. Um það leyti stóð yfir verkfajl dráttarbátamanna í New York, en skipið sigldi inn á höfn- ina án aðstoðar dráttarbáta. Er skipið var að leggjast að bryggju, vildi svo óheppilega til, að þetta mikla skip rakst á hafnargarð og urðu miklar skemmdir á því og stefni skipsin? gekk langt inn i garðinn og urðu talsverðar skemmdir af. Slys mun ekki hafa orðið á farþegum- Ósennilegt er að Caronia korpí hingað í sumar, þar eð það mun flytja gesti vestan um haf til Bretlands á krýningarhátíðina. . 1 • :• .1 I ; « ÞANN 21. des. 1952 andaðist að heimili sínú Hemlu í Vestur- Landeyjum Margrét Sigurðar- dóttir rúmlega 92 ára að aldri. Fædd var hún 9. sept. 1860 í Vestmannaeyjum. Foreldrar henn ar, Sigurður og Járngerður, bjuggu þar. Sigurður druknaði í fiskiróðri þar við Eyjar þegar Margrét var 9 ára gömul. Eftir það varð ekkjan að flytja með ungum börnum sínurn upp í Lahdeyjar. Síðar varð hún kona Guðna á Guðnastöðum, sem var þckktur dugnaðarbóndi. Þeirra dóttir er Guðbjörg, fyrrverandi húsfreyja á Brekltum í Hvol- hreppi, sem enn er við góða heilsu, komin á níræðisaldur. — Margrét mun hafa alizt upp við fi emur þröngan kost, eins og rr.argir fleiri á þeim tímum, fór hún strax í æsku til vandalausra, sem vinnuhjú. Var hún að upp- kgi tápmikil, viljug og ósérhlíf- in. — Kringum 1890 var hún vinnu- 1 ona á Skúmsstöðum hjá Sigurði Magnússon, dbrm. og Ragnhildi konu hans. Þá mun árskaup henn ar hafa verið 12—15 kr. og eitt- hvað af fatnaði. Þar gekk hún Eð útistörfum með karlmönnum, enda þá líka talin þeirra jafn- ingi að dugnaði við mörg verkin. Þá kynntist hún þar manni, sem Jón hét Erlendsson. Áttu þau barn saman, var það drengur, scm Sigurður var skírður. Ekki varð vinskapur Jóns og hennar varanlegur. Eftir þetta dvaldi hún ekki lengi á Skúmsstöðum, því nú breyttist líka viðhorfið ti'l lífsins. Nú átti hún lítinn dreng til að fórna lífi og kröft- um fyrir. Fór hún þá til Vest- 1 mannaeyja með barnið. Þar var hún í nokkur ár hjá ágætisfólki, !ei undi þó aldrei vel hag sín- um, því hpgurinn leitaði altaf til sveitalífsins. Fór hún því alfar- inn þaðan upp undir Eyjafjöll. Var þar nokkur ár, en fór svo frá Ástólfsskóla að Hemlu árið 1907 og þar dvaldi hún síðan til æfiloka eða rúmlega 45 ár. — En af drengnum hennar er það að segja, að „lukkan er hverful og lánið er valt“, því hún fékk ekki ' að hafa hann lengi með sér, því hann varð fyrir því mótlæti strax í æsku að missa heilsuna. Fékk illkynjaða meinsemd í annan fót- inn og varð að liggja langdvöl- 1 um á sjúkrahúsi í Reykjavík og gekk mjög illa að lækna hann. Að lokum mun það þó hafa tek- I izt. Kom hann þá vestur í Land- eyjar, þar sem móðir hans átti þá orðið heima Sigurður var hann mesti efpismaður. Hann var barnakennari hér í Landeyj- um einn vetur og naut ég þá kennslu hans, og minnist hans með hlýjum huga. Hann var skýr í hugsun og skáldmæltur vel, skrifaði fallega skrift með hrein- um og sterkum dráttum og mun ! ég eiga forskrift enn, er hann gaf mér. Þá man ég líka vel eftir hans ágætu söngrödd. j Úr Landeyjum fór hann til 1 Austfjarða, þar sem faðir hans átti þá heima. Þar dó Sigurður síðar úr lungnabólgu, liklega 26 ára gamall. Þannig var ævi þessa manns, stutt og stöðug barátta. Þegar Margréti var skrifað lát hans, þá voru það að vonum mikil sorgartiðindi fyrir hana. Hún mun í æsku hafa farið á mis við þá litlu menntun, sem unglingum var þá veitt. Lærði hún ekki að skrifa eða reikna, en hún kunni mikið af fögrum trúarljóðum, Passíusálma Hall- gríms o. fl. Hún hafði ánægju af söng og hafði sjálf söngrödd á yngri árum og kunni mörg sálma lög, Hún fór oft til kirkju meðan heilsa leyfði og á síðari árum mun hún hafa haft mikla ánægju af útvarpsguðsþjónustum. Hún tók mikla tryggð við börnin, sem ólust upp á þeím heimilum, sem hún dvaldi á og munu þau vist sum hafa látið hana njóta þess, þegar hún var sjálf aftur orðin barn og þakklát fyrir allt sem henni var gott sýnt, þó ekki væri nema hlýtt handtak cða vingjarnlegt orð. . 1 Kinningarorð Margrét var yfirleitt heilsu- hraust um æfina, en nokkur síð- ustu árin gat hún lítið og síðast ekkert unnið en jafnan klæddist hún, en lá eina viku fyrir andlát sitt. Sálarkröftum hélt hún heil- um en heyrn var nokkuð orðin sljó. •— Þegar vinnuþrekið var bilað, þótti henni langir dagar og þráði hvildina. Hún gat því með réttu tekið sér í munn ljóð skáld- konunr.ar Herdísar: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, ' ■} fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Nú hefur hún lokið sinni löngu ferð. Starfið var mikið, alltaf þjónusta í þágu annara, unnið ( af dugnaði og trúmennsku, með- an kraftar leyfðu. Einu sinni fékk hún frá Búnaðarfélagi ís- lands viðurkcnningu fyrir langt og gott starf sem vinnuhjú. Nú mun hún í æðri og betri heimi hljóta hin dýrðlegu dyggra þjóna verðlaun. Nú hefur hún fundið , aftur þann, sem hún unni héit- ast, drenginn sinn, og hjá henni hefur nú verið kveikt hið bjarta, eilífa ljós, sem aldrei slokknar. Hún var jarðsett að Breiðaból- stað í Fljótshlíð 3. jan. s. 1. í fögru veðri. Björt sól hins ný- bvrjaða árs skein á hennar síð- : asta hvílurúm, kveðjustundin var n:ild og táknræm mynd hinnar •hljóðlátu, löngu æfi, sem hér var . enduð. I Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær I hér leynist einatt góð og fögur og guði er hún allt eins kær þó engar fari af henni sögur. j Blessuð sé minning Margrétar cigurðardóttur. í jan. 1953 S. G. Togarar bæjarút- i gerðar Reykjavíkur B.V. Ingólfur Arnarson fór á salt- fiskveiðar 20. jan. Skúli Magnús- son kom 6. febr. og landaði afla sínum hér í íshús og til herzlu. Var aflinn 114 tonn af þorski, 28 tonn af ufsa, 25 tonn af karfa, 11 tonn af ýsu og 20 tonn af öðrum fjski. Auk þess hafði skipið 8 tonn af lýsi. Hallveig Fróðadóttir fór á ísfiskveiðar 7, febr. Jón Þor- láksson fór á ísfiskveiðar 6. febr. Þorsteinn Ingólfsson fór á ísfisk- veiðar 28. jan. Pétur Halldórsson kom 3, þ.m. og landaði 146 tonn- um af saltfiski og 49 tonnum af ísfiski. Auk þess hafði skipið 19 tonn af lýsi, Skipið fór aftur á veiðar 4 febr. Jón Baldvinsson fór á saltfiskveiðar 23. jan. Þor- kell máni er í Reykjavík. í vikunni höfðu 160 manns vinnu í fiskverkunarstöðinni við ýmis framleiðslustörf. Vaxandi áhugi Græn- íendinga á S. Þ. 3 Á GRÆNLANDI er mikill og vaxandi áhugi á S. Þ. og hinum mörgu starfssviðum þeirra. Nú í vctur hafa Grænlendingar víða stofnað félög til þess að afla sér íræðslu um S. Þ. og ræða starf- semi þeirra og afstöðu til stjprn- málaviðburðanna í heiminum. — Bók um heimspólitík hefur nú í fyrsta sinn verið gefin út á græn- lenzku. Er þar langur kafli um S.Þ. í Godtháb er nú lestrarsalur, þar sem fólk- getur leitað sér upplýsinga um S. Þ. Á degi S. Þ. í október í fyrra flutti græn- lenzka útvarpið sérstakan þátt um þær. Mannréttindadagsins (10. des.) var einnig minnzt. <:!.!(■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.