Morgunblaðið - 14.02.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1953, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. febr. 1953 / 5 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. t Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. ' Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, tnnanianda í lausasölu 1 krónu eintakið enn n Tíminn kyngir fullyrðingum sínum TÍMINN hefur undanfarið hald- ib þVí fram, að ýmis umbótamál, sem Framsóknarmenn hefðu mik inn áhuga fyrir, hafi reynzt ó- mögulegt að framkvæma í sam- -vinnu við Sjálfstæðisflokkinn í núverandi ríkisstjórn. • , Mbl. beindi þá þeirri fyrir- spurn til Tímans, hvaða umbóta- mál það væru, sem þannig hefðu strandað. Var þess óskað, að Tíminn teldi þau undandráttar- láust upp. Ella yrði litið, á um- n:æli hans, sem marklaust fleip- ui. —• * Tíminn hefur nú orðið að kyngja fullyrðingum sínum um þessi efni. í gær reynir hann að vísu að svara fyrir- spum Mbl. En hann gefst al- gerlega upp við að nefna eitt einasta raunhæft umbótamál, sem strandað hafi á andstöðu Sjálfstæðismanna innan nú- verandi rikisstjómar. « í stað þess fer blaðið að fimb- úlfamba um skiptingu innflutn- ingsins milli einkaverzlunar og samvinnufélaga. Segir Tíminn, að réttlát skipting innflutnings- ins hafi alltaf strandað á Sjálf- stæðismönnum. * Athugum nú kjarna þessa máls. Hann er sá, að Frarnsókn- ’ armenn hafa alltaf barizt fyrir því, að útrýma allri samkeppni úr verzluninni. í samræmi við þá stefnu sína hafa þeir helzt viij- að útrýma allri einkaverzlun. ' Þeir hafa því unnið markvisst að því, að nota höft og hömlur, til * þess að gera hlut félagsverzlun- arinnar í innflutningnum sem stærstan. Þeir hafa jafnvel geng- ið svo langt, að fandskapast við starfsemi fleiri en einnar félags- verzlunar á sama stað. Má í því sambandi nefna hinar hrokafullu ádeilur kaupfélagsstjórans í Vík í Mýrdal á hið nýstofnaða verzl- - unarfélag Vestur-Skaftfellinga. í þeim skrifum sínum hélt Fram- sóknarforkólfurinn því ákveðið . ffam, að það væri ekki einungis óþarfi, heldur og beinlínis skað- lc-gt, að tvær verzlanir væru á sama stað!!! Afstaða Sjálfstæðismanna i ‘ verzfunarmálunum hefur vcr- ið gjörólík. Þeir hafa talið fé- * lagsverzlun og einkaverzlun eiga jafnan rétt á sér. Skipt- ing innflutningsins milli * þeirra ætti fyrst og fremst að byggjast á frjálsri samkeppni. Fólkið ætti sjálft að ráðs. við hverja það verzlaði. > En þetta er það, sem Tíminn - kallar andstöðu við „umbóta- stefnu“ Framsóknarmanna í verzlurrannálununi. Skefjaiaus hlutdrægni, misbeiting opinbers valds og hrein einokunarstefna er þannig æðsta mark og mið Fram- sóknarflokksins í verzlunarmál- unum. Þá minnist Tíminn á það í gær, að Sjálfstæðismenn hafi hneppt útflutningsverzlunina í einok- unarfjötra. Við hvaað rök skyldi þetta nú styðjast? Hverjir eru það, sem útflutningsverzlunina annast fyrst og fremst? Það eru samtök framleiðenda - sjálfra. Það eru útvegsmenn um land allt, sem stofnað hafa og viðhaldið Sölusambandi ísl. fisk- . framleiðenda, sem annast útflutn ing og sölu saltfisksins. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna er frjáls samtök hraðfrystihúsaeigenda. Framleiðendur sjávarafurða hafa myndað með sér ekki ósvipuð samtök og . bændur, til sölu á afurðum sinum. Staðhæfingar Tímans um einok> un útflutningsverzlunarinnar eru því staðlaus þvættingur. Hvað stendur þá eftir af full- yrðingum Tímans um „umbóta- málin“, sem strandað hafi á and- stöðu Sjálfstæðismanna i núver- andi ríkisstjórn? Ekkert, bók- staflega ekkert. Blaðið hefur orð- ið að kyngja fullyrðingum sín- um gjörsamlega. Hitt er svo hlægilegt, þegar Tíminn kemur nú og segir ís- lendingum, að upphaflega haíi verið ráðizt í virkjun Sogsins fyrir frumkvæði Framsóknar- manna, en í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn! Sannleik urinn er sá, að árið 1931 rauf ríkisstjórn Frámsóknarflokks- ins Alþingi, m. a. vegna þess, að samkomuíag hafði tekizt milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á Alþíngi, um ríkisábyrgð fyrir lánum til handa Sogsvirkjuninni. Fram- sóknarmönnum fannst svo mikið við liggja að hindra þessa fyrstu virkjun Sogsins, að þeir rufu Alþingi og efndu til nýrra kosninga. Svo kem- ur Tíminn nú, 22 árum scinna og ætlast til þess að íslend- ! ingar hafi gleymt þessu!! Hann ætlast líka til þess, að Reýkvíkingar trúi því, að Fram- sóknarmenn hafi haft forystu um byggingu hitaveitunnar og Sundhallarinnar. Én Reykvíking- ar vita bctur en Tíminn. Þeir vita það, að Sjálfstæðismenn hafa haft forystu um þessar glæsi legu framkvæmdir. Þeir muna þ'að einnig, að Tíminn og Fram- sóknarflokkurinn hafa barizt harðskeyttri baráttu gegn flest- um umbótamálum höfuðborgar- innar. Affayglisverð sfaðreynd FRÁ því hefur verið skýrt, að sala áfengis hér í Reykjavík í janúarmánuði þessa árs hafi orð- ið töluvert meiri en í þessum sama mánuði s. 1. ár. Þetta ger- ist þrátt fyrir það, að frá síð- ustu ' áramótum hafa allar vín- veítingar á opinberum stöðum verið bánnaðar, í janúar árið 1952 voru hinsvegar vínveitingaleyfi veitt á 71 samkomu, sem haldin var í bænum. Ennfremur hafði svo Hótel Borg almennt vín- veitingaleyfi. Það er af þessu auðsætt, að bann við opinberum vínveiting- um á veitingahúsum, er ekki lík- legt til þess að draga raunveru- lega úr neyzlu áfengis. En það hefur hinsvegar mikil áhrif á all- an svip samkomuhalds í bænum. Vínneyzla þar er bönnuð. En gestirnir koma með áfengið með sér eftir allskonar leiðum. Þetta fyrirkomulag er svo frá- leitt og setur slíkan skrælingja- brag á - samkomuhúsalifið, að enginn heilvita maður getur tal- ið það til frambúðar. ‘Á héraðabönnin tekur varla að minnast, svo vitlaus eru þau, enda er nú svo komið að jafnvel góðtemplarár snúast gegn heim, a. m. k. hér í Reykjavík!! NÝLEGA las ég í Morgunhlað- iinu grein, sem birtist þar 28. jan. þ. á., eftir hr. Þorstein Þorsteins- son, sem hann nefnir: Leiðrétting um stúdentahúfur. Þorst. Þor- steinsson lætur greininni fylgja stúdentamynd frá árinu 1910, og er hann að leiðrétta þá umsögn Kolka læknis, að fyrsta íslenzka stúdentahúfan hafi verið gerð 1913. Þegar ég las þessa grein, kom mér til hugar, að birta mynd af stúdentahúfu íslenzkri, sgm jværi um 20 árum eldri en hinar báðar, eða frá árinu 1891, Mynd þessi var tekin 30. júní 1891 á þrepunum, sem liggja upþ að að- aldyrum Menntaskólans, gegnt Lækjargötu. Húfa þessi var með hvítum kolli og umgerð, með dökkblárri rönd neðst. Merkið framan á húf- unni var silfurstjarna (Pólstjarn- an) á rauðum og bláum grunni. Var merkið tákn þess, að land vort væri: „Á heimsenda . . . . í yzta norðurhafsauga bláu“ .... þar sem þjóð hafi um alda raðir ' fóstrast „við elds og ísa mein“. 1 Ég man ekki, hvenær húfa þessi | varð til, en ég hygg að það hafi ; verið um 1888, því að ég minn- ist þess, að þegar ég haustið 1885 kom til Reykjavíkur, sá ég nokkra menn þar með svartar húfur, sem mér var sagt að væru stúdentahúfur af danskri gerð, og ! ennfremur sá ég einn, sem gekk með norska stúdentahúfu, sem I mér þótti mjög einkennileg. Sú húfa var svört á Iit, með mjög stórum kolli, og hékk frá kollin- um taug, sem endaði- í svörtum skúfi, sem dinglaðí þar. | Við vorum 16, sem tókum stúd- entspróf þetta vor (1891) og not- uðum allir hvítu íslenzku stúd- entahúfuna, en eins og myndin ber með sér er einn félagahna i með hatt. Þetta mun eflaust morgum, sem sér myndina, þykja j einkennilegt. Ástæðan var sú, að I piltur þessi varð fyrir smá slysi, þegar við vorum að semja vís- ! indálegu ritgerðina. Hann bað um útgönguleyfi, og fékk það, éri þó með því að skila ritgerð- I inni, sem hann gerði. Hann skil- aði auðú blaði, en var ekki búinn að fá nýtt ritgerðarefni þegar við hinir fengum stúdents-skírteinin 30. júní. En.af því að talið var víst, að hann fengi nýtt verk- efni að leysa og við töldum enn- 2. röð: Magnús Einarsson, Guð- mundur Sveinbjörnsson, Vigfús Þórðarson, Sigurður Pétursson. 3. röð (efst): Pétur Hjálmsson, Jens Waage, Björn Blöndal. Sveinn Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson. Hér lýkur þá þessum uþþlýs- ingum minum um íslenzku stúd- entahúfuna, sem við notuðum 1391. Vænti ég þess, að enn séít þeir einhverjir, sem vilji taka til máls í þessu húfu-máli. Jcs A. Gíslason. Veivakandi skiiíar: ÚB DAGLEGA LtFINU Skemmtileg' málverkasýning. HAFIÐ þið séð málverkasýn- ínguna hans Emils T'norodd- sens í Listvinasalnum? Ef ekki, þá ræð ég ykkur eindregið til að líta þangað inn við tækifæri, og ég er sannfærður um, að þið mun uð hafa af því mikla ánægju. fremur víst, að hann mundi ná | prófi, þá báðum við hann að j vera með okkur á myndinni. — | Þetta er ástæðan fyrir því, að. hann er með annað höfuðfat á J myndinni en við hinir. Allt fór einnig vel fyrir þessum góða fé- laga okkar, eins og vænta mátti. Af þessum 16 félögum, seni eru á myndinni er ég, sem þetta rit- ar, einn á lífi. Sá fyrsti sem dó' var Valdemar Jacobsen. Hann. dó á fyrsta námsárinu í Kaup- mannahöfn. Sá síðasti, Guð- mundur Sveinbjömsson, dó 8. apríl 1950. Ég læt hér með fylgja nöfn þessara félaga, sem eru á mýnd- inni, taldir frá vinstri. 1. röð (neðst): Valdemar Jac- obsen, Björn Bjarnarson, Jes A. Gíslason, Karl Nikulásssori, Júl- íus Þórðarson, Friðrik Hall- grímsson, Helgi Péfursson. Bersf áfram í Bretlandi SOUTHAMPTON 13. febr. — Suður-afríkanska verkalýðsfor- ingjanum Willi Sachs var fyrir nokkru bönnuð öll afskipti af Stjórnmálum í heimalandi sínu, vegna þess að hann hafði barizt harkalega gegn kynþáttaskipt- ingu stjórnarinnar. Sachs þessi kom í dag með skipi til Sout- hampton, Suður-Englandi. — Kvaðst hann kominn til Énglands til þess að geta haldið áfrám stjórnmálabaráttu gegn „einræð- is“-stjórn Malans. — Reuter. Maður einn, sem ég hitti um dag- inn lét um mælt eitthvað á þá leið, að hann væri orðinn svo hvekktur á öllu þessu „abstrakt" verki, sem hefði verið til sýnis hér upp á síðkastið, að hann hætti senn að voga sér inn á nýjar mál- verkasýningar. Þessum manni og öðrum, sem erfitt þykir að átta sig á hinum nýju leiðum í mynd- listinni, vildi ég benda á, að hann á ekkert á „hættu“ þó að hann leggi leið sína inn á ofangreinda sýningu Emils Thoroddsens. Þar eru myndir, sem allir „skilja", — að svo miklu leyti, sem hægt er að nota það orð í sinni almennu merkingu um list yfirleitt, — myndir, sem allir „þekkja“. Fjölbreytileg — þægileg áhrif. EITT hið athyglisverðasta við sýninguna er það, hve fjöl- breytt hún er. Þarna eru 116 rr.yndir af öllu mögulegu: lands- lagsmyndir, uppstillingar, úr lífi fólksins í sveit og við sjó, skess- ur og bergþursar úr þjóðsögum og ævintýrum. Emil heitinn Thor- oddsen var okkur, á meðan hann liíði, fyrst og fremst kunnur "yr- ir tónlistarstarfsemi sína. Hann lagði málaralistina tiltölulega snemma á hilluna. T. d. eru allar. myndir hans í Listvinasalnum, með örfáum undantekningum, málaðar á meðan hann var enn innan við tvítugt, allt frá þrettán ára aldri. Emil hefir verið óvenju ]ega og skemmtilega fjölhæfur maður og það er ánægjulegt að fá hér tækifæri til að kynnast þessari hlið listagáfu hans, sem of mörgum hefir verið ókunnugt. um fif þessa. Það er langt síðan að ég hefi séð myndlistarsýningu, sem hefir orkað þægilegar á mig. Áhrifin, sem myndirnar höfðu á mig voru eitthvað svipuð og þeg- ar ég heyri þíða stúlkurödd syngja lagið hans indæla við ljó(5 Jóns afa hans: „Litfríð og Ijós'- hærð og létt undir brún“. Þessar ljóðlínur eru í rauninni ágæt iýs- ing á sýningunni sem heild. m Til þýzkunemenda. EINS og lesendur Daglega lífs- i ins mun reka minni til birtí ég hér á dögunum bréf frá náms- manni, sem spurðist fyrir um, hvort í ráði mundi að gefa út islenzk-þýzka orðabók í náinni framtíð. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem ég gat aflað mér í málinu, var þeirri fyrirspurr* svarað neitandi. Síðan hefi ég komizt að því, að þetta er ekki með öllu rétt. Guðbrandur Jóns- son prófessor, hóf fyrir allöngrt samningu stórrar og vandaðrar íslenzk-þýzkrar orðabókar og var kominn aftur í M — eða um það bil hálfnaður með verkið, ent sökum annríkis hefir honum ekkí unnizt tími til að fullkomna þáð- Óvíst er enn um útgáfu þessarair orðabókar, en þarna er þó alftt dagana stórt spor í áttina. 'I Á villigötum! KÆRU lesendur! Kom það ykkur ekkert skrífi- lega fyrir sjónir, myndarkrílið, sem birtist hér í dálknum okkar í gær? Það átti nefnilega alla ekki heima hjá brauðstílum og kökuhlemmum!!! Hér að neðaí* sjáið þið hinsvegar myndina, sera réttinn átti. Ég biðst velvirðingar á mistoS- junum og vona, að hið góða ogr þjóðlega málefni, sem var annars vegar bíði engan halla þekra vegna. í stuttu máli sagt: ÉR finnst að það séu algií* sannindi, að „það er mart®- legt að skjáílast“!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.