Morgunblaðið - 17.02.1953, Síða 11

Morgunblaðið - 17.02.1953, Síða 11
Þriðjudagur 17. febrúar 1953 MORGVNBLAÐIÐ m Magnús iónsson, alþm.: Vandræðafálm Hannesar Pálssonar Þefta var neyðarmerki En attt er é huldu um, hver sendi það. STAÐREYNDIRNAR TALA FYRIR nokkru síðaa sendi Hannes Pálsson frá Undirfelli mér persónulega kveðju sína í „Tínianum“. Vegna mikiíía anna hefir mér ekki unnízt tóm til að svara þessum vinarhótum hans fyrr en nú, og vona ég'aS hann • misvirði mér það ekki. Orsökin til þess, að Hannes Pálsson sýnir mér þann sóma að beina skeytum sínum sérstaklega að mér, er sú, að um naiðjan síð- astliðinn mánuð fékk stjórn Fast- eignaeigendaf élags Reykj avlkur birta í „Tímanum“ svargrein við síendurteknum árásum H. P. á húseigendur, og þá fyrst og fremst húseigendur í Reykjavik, sem hann virðist telja sérstaklega hættulega fyrir þjóðféiagið. Viðbrögð Hannesar Pálssonar .við þessari svargrein stjórnar Fasteignaeigendafélagsins í „Tím snum“ voru harla kynleg, þótt þau hafi að vísu senxtilega ekki komið þeim á óvart, sem þekkja skap hans. Greinin var sýnilega skrifuð í reiðikasti. Kom þar foæði til sár gremja hans yfir því, að „Tíminn“ skyldi sýna það frjálslyndi að birta svargrein stjórnar Fasteignaergendaféiags- ins og vanmáttug reiðí yfir því, að í grein stjórnar Fasteignaeig- endafélagsins var með Ijósum rök um sýnt fram á það, hversu bar- átta Hannesar beinist gegn öltum þeim mikla fjölda manna, sem af litlum efnum eru að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ekki aðeins í Reykjavík heldur víðsvegar út um land.. Er enda reyndin sú, að flestum Framsókn armönnum ofbýður fjandskapur sá gegn húseigendum, sem birtist í skrifum Hannesar Pálssonar — og um annað virðist Hannes ekki geta skrifað, svo mjög hefir hann fengið þetta á heilann. GRIPIÐ TIL LÚALEGRA VOPNA Svokölluð svargrein Hannesar Pálssonar við greinargerð stjórn- ar Fasteignaeigendafélagsins er skýrt dæmi um alger rökþrot í kappræðum. í stað þess að reyna að svara röksemdum stjórnar Fasteignaeigendafélagsins grípur Hannes eins og drukknandi mað- ur í hálmsstrá í það neyðarúr- ræði að ráðast persónulega á mig í því skyni að gera mig tortryggi- legan í augum eyfirzkra kjósenda sem ég hefi að undanförnu farið með umboð fyrir á Alþingi í for- föllum Stefáns í Fagraskógi. Það er rétt, að ég hefi um nokkurt skeið verið framkvæmda stjóri F asteignaeigendaf élags jReykjavíkur og blygðast ég mín ekkert fyrir það. Ég skal heldur ekki mælast undan því að vera að einhverju leyti kallaður höf- undur greinar þeirrar, sem fór svo herfilega í taugarnar á Hannesi Pálssyni þótt hún hafi að vísu verið birt sem skoðun stjórn- ar Fasteignaeigendafélagsins en ekki í mínu nafni. Ég vona hins vegar að ekki sé til of mikils mælst við Hannes Pálsson að hann leggi ekki svo mikið kapp á að ófrægja mig í augum Eyfirð- snga, að hann rang^æri efni svar- greinar stjórnar Fasteignaeig- endafélagsins, ef hann á annað borð telur drengilegan málflutn- ing einhverju varða. Því miður er ekki því að heílsa í grein hans, en ég vil þó leggja það velviljaðan skilning í orð hans, að þau séu óhugsuð í reiði- kasti en ekki vísvitandi rógburð- ur. Kjarninn í grein Hannesar er sá, að það sé persónuleg skoðun min, að hækka eigi stórlega hjá bændum landsins áætlaðar tekj- ur af eigin húsnæði og beinír hann glaðhlakkalega þeim orðum til Eyfirðinga, hversu þeim þyki að eiga slíkan skaðræðísmarm a þingi. , ' Hannes Pálsson segir í grein sinni, að erfitt sé tveim herrum að þjóna. Þetta er vitaníega al- gildur sannleikur fyrir mann, sem aldrei getur Iitið á mál nema frá einni hlið og getur því ekki hugsað sér það, að hægt sé að vinna að _ hagsmunamálum eins án þess að skaða annan. En þetta er því miður það stéttasjónarmið, sem alltof oft ræður í okkar þjóð- félagi og því gengur mörgum ilia að átta sig á þeirri staðreynd, að þvi aðeins getur okkar litlu þjóð vel farnast, að við getum leyst vandamálin með hagsmuni allra stétta í huga. Að minm hyggju þarf það því ekki að vera nein fjarstæða, þótt maður sé þingmaður fyrir kjör- dæmi norður í landi og sinni fram kvæmdastjórastörfum fyrir félag húseigenda í Reykjavík — ef maðurinn lætur sanngirni og rétt sýni ráða gerðum sinum. Þetta virðist Hannes Pálsson hins vegar alls ekki geta skilið. í hans huga er ekki hægt að líta með sanngirni á mál húseigenda í Reykjavík nema með því að níðast um leið á bónda norður í landi. I hans augum get ég ekki barizt gegn óhæfilegum skatt- álögum á húseigendur í Reykja- vík nema með því að svíkja um- bjóðendur mína norður í Eeyja- firði. Það er alrangt, sem Hannes Pálsson staðhæfir í grcin sinni, að ég vilji hækka eigin hús- leigu hjá bæneíum landsins. Hvergi í grein stjórnar Fast- eignaeigendafélagsins, sem hann eignar mér, er því heldur haldið fram. Þar er einmitt lögð áherzla á það, að Ilannes Pálsson virðist ekki hafa kom- ið auga á þá einu leið, sem réttlát sé, en það er að hætta alveg að skaítleggja nienn fyr- ir notkun eigin íbúðar. Þarna er einmitt bent á þá einu leið, sem ér sanngjörn og eðlileg í stað þeirrar mjög svo handahófs legu skattlagningar, sem til þessa hefir verið framkvæmd. Þetta er nú kenningin, sem á að vera svo glæfraleg, að eyfirzkir bændur eigi fyrir þá sök að losa sig við þenna voðamann sem umboðs- mann sinn. IIVOR ER BÆNDUM ÞARFARI? Ég skal ekki metast um það við Hannes Pálsson hvor okkar sé einlægari vinur sveitanna og bænda. Um það atriði verður hver og einn að hafa sína skoðun, en þó kann ég því illa að vera talinn svikari við málstað sveit- anna, sem ég tel hafa gefið mér bezta vegarnestið í lífinu. En árásargrein Hannesar Páls- sonar á mig gefur mér tilefni til að biðja bændur að bera saman afstöðu okkar Hannesar Pálsson- ar í tveimur málum. Annað málið er það, sem Hannes hefir séð ástæðu til að reyna að ófrægja mig fyrir í um- ræddri blaðagrein. Þar er kenn- ing Hannesar sú, að leggja eigi alla áherzlu á að hækka skatta á húseigendum í Reykjavík og öðr- um bæjum landsins og þá vænt- anlega ætla einnig bændum þann sama skattauka og gert hefir ver- ið. Mín tillaga er sú, að algerlega verði hætt þeirri fráleitu skatt- lagningu að áætla mönnum tekj- ur af notkun eigin húsnæðis, og hefi ég flutt frumvarp á Alþingi um það efni ásamt Sigurði Bjarna syni, sem því miður náði ekki fram að ganga vegna andstöðu Framsóknarmanna. Hitt málið er fasteígnamatið. Það vildi Hannes Pálsson láta allt að því tólffalda. Gegn því barðist ég og aðrir þingmenn Sjálfstæðis- f lokksins. Bændur, sem eiga eftir að fá rafmagn heim til sín og þurfa að greiða stofngjöld eftir fasteignamati jarða sinna vita, nvaða áhrif margföldun fasteigna matsins hefði haft á þau gjöld. Þetta eru tvö mál, sem við Hannes Pálsson höfum báðir haft afskipti af, hvor á sinn hátt. Ég læt bændur sjálfa um það dæma, hvor afstaðan muni þeirra hags- munum þarfari. ÞEKKIR EKKI EEFIRÐINGA Ég óttast ekki hinar lítt drengi- legu tilraunir Hannesar Pálsson- ar til þess að gera mig tortryggi- legan i augum Eyfirðinga. Mín kynni af Eyfirðingum eru ekki á þann veg, að þeir séu þröngsýnir eiginhagsmunamenn, sem ekki geti séð út fyrir sinn eigin tún- garð. Ég þykist því þess viss, að þeir óski ekki eftir að eiga tals- marrn á þingi, sem ekki þori að berjast fyrir sanngjörnu máli, þótt það varði aðra þjóðfélags- borgara en þá. Og ég get jafnvel sagt Hannesi Pálssyni það, að ég myndi ekki óttast að missa traust Eyfirðinga fyrir þá sök að standa með máli, sem jafnvel skerti eitt- hvað þeirra hagsmuni, ef það væri þjóðarheildinni til farsæld- ar. Þess vegna læt ég mig litlu varða tilraunir Hannesar Páls- sonar til að ófrægja mig fyrir af- stöðu mína í máli, sem beinlínis er í þágu Eyfirðinga við sjó og í sveit jaxnt sem annarra lands- manna. Af þeirri ástæðu hefði ég getað látið árásir hans sem vind um eyru þjóta, en ég skrifa þess- ar línur bæði til þess að leiðrétta rangfærslu hans á afstöðu minni og vildi einnig nota þetta óvænta tækifæri til þess að staðfesta af- stöðu mína í því máli, sem Hannes Pálsson færir mér til ávirðingar. Þykist ég líka sæmi- lega öruggur með að hafa valið hina réttari leið þegar ég sé Hannes Pálsson stefna í aðra átt. Magnús Jónsson. Skemmfun hjá kvenndeild Slysa- vamafél. Akraness AKRANESI, 10. febr. ■— Kvenna deild Slysavarnafélagsins á Akranesi hélt skemmtifund í fyrradag í félagsheimili templ- ara, sem var helguð 25 ára af- mæli slysavarna hér á landi. Fjölbreytt skemmtiatriði voru. Séra Jón M. Guðjónsson hélt ræðu, 5 stúlkur sungu með gítar- undirleik, frú Sigríður Ólafs- dóttir sagði ferðasögu frá Þýzka- landi, sýndur var leikþáttur, Jó- hanna Gunnarsdóttir söng gaman vísur. Einnig var fjöldasöngur undir stjórn frú Sigriðar Sigurð- ardóttur. Að lokum var dansað. —Oddur. Aðalhmdur Búnaðar fél. Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI, 14. febr,—Aðal- fundur Búnaðarfélags Hafnar- íjarðar var haldinn í Sjalfstæðis- húsinu síðastliðinn fimmtudag. — Félagið hefir undanfarin ár átt vél, sem það hefir*leigt út, og hafa margir notfært sér hana til að plægja garða og slá tún. — Hafa orðíð nokkrar tekjur af leig unni, og er hagur félagsins góð- ur. — Á fundinum var samþykkt að gefa kr. 1000,00 til byggingu Árnasafns. Búnaðarfélagið verður 25 ára í sumar, en í því eru nú nær 80 manns. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Ingvar Gunnarsson kennari, formaður, Bjarni Erlendsson, Víðistöðum og Berg- úr Bjarnasón, bifreiðastjóri. —G. BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi grein frá Þórði Jóns- syni að Látrum í sambandi við hin dularfullu Ijósmerki, er þeir Látramenn sáu 7. jan. s.I. og skýrt var frá hér í blaðinu á sínimi tíma. Varp- ar hun nokkuff nýju ljósi á þetta mál, en sem kunnugt er, er Þórffur Jónsson einn af öt- uiustu forystumönnum slysa- varnamála hér á landi. Látrum, 25/1 1953. Herra ritstjóxi! ÞAR sem blaðið birti ekki í heild fréttaskeyti það, er ég sendi við- komandi ljósi því, er við Látra- menn sáum 7. janúar, en Segir það mjög sammála fréttum þeim, er það hafði eftir fréttaritara sín- um á Patreksfirði, en við það vil ég ekki kannast að öllu leyti, bið ég fyrir eftirfarandi frásögn til birtingar í blaðinu, svo að þeir, sem um þetta vilja hugsa, geti gert það í ljósi réttra upplýsinga. Það, sem ég vil helzt leiðrétta við áðurkomnu frétt er það, að ljósið var ekki út af Látrabjargi, og við skutum aldrei flugeldum. Ég veit ekki til að nokkur hér hafi fullyrt að hér hafi verið um menn á báti, eða fleka, að ræða, þótt allar líkur séu til þess, því ég vil ekki geta svo ills um neinn sjófarenda, að hann af ásettu ráði narri út björgunarlið. EINKENNILEGT LJÓS Það, sem við sáum og gerðum, var eftirfarandi, í stuttu máli: Rétt fyrir klukkan 4 e. h. 7. janúar var ég ásamt fleiri mönn- um staddur í lendingu okkar „Fúluvík". Kom þá maður að heiman með þær fréttir, að ein- kennilegt ljós sæisí framundan Bjarnarnúp, sem er norðanvert við Látravík. Við gengum þá norður að núpn um og þar framá sjávarkletta og biðum þess að sjá ljósið, sem sást þá rétt í því. Við sendum þá eftir vasaljósi og sjónauka og fengum við hvorttveggja eftir nokkrar mínútur. Ég brá þá upp vasaljósinu og sást þá strax hið dularfulla ljós, en hvarf síðan. Okkur sýndist ljósið grynnra en á siglingaleið eða mjóg skammt undan landi. V*5 reyxxdum þetta nokkrum sinnum og var alltaf svaraff, en þar sem svo var skugg sýnt orðið sást Iítið betur 1 sjón- aukanum en með berum augum. Gátum við ekki greint, hvað það var, sem bar þetta ljós uppi, bn hefðum séð með berum augum hefði þar verið um nokkurskon- ar skip að ræða. Við óttuðumst þegar að um neyðarkall væri að ræða, og vissum að suðurstraum- ur, sem á var, mui;di bera þetta suður á röst, ef það þá ekki lenti áður í brimgarðinum. Við drógum einnig þá ályktun þar sem þetta ljós var ekki alltaf uppi, þá þyrftu þeir, er því stjórnuðu, að spara ljósmetið. LJÓSMERKI Á 20. MÍN. FRESTI Ákváðum við hví aff senda ekki út ljósmerki nema til að svara hinu dularfulla Ijósi, en þaff sendi út á 20 mínútna fresti. Var það nóg til þess, aff viff gátum fylgst meff því, hvernig þaff rak meff straumnum suður vikina í átt- ina aff Látraröst, en hún var mjög úfin. Við höfðum strax samband við Patreksfjörð og Slysavarnafélag- ið, og fengum þau skip á vett- vang, sem Morgunblaðið hefir áður skýrt frá, og gerðum aðrar varúðarráðstafanii', ef þetta skyldi bera á land. Klukkan 5,30 höfðum við ekki séð ljósið í 20 mínútur. Gáfum við þá merki með vasaljósinu en fengum ekkert svar. Ég brá þá upp ljóskastara og var þá strax svarað. Sendi hið dularfulla ljós út þrjú stutt og eitt langt. Ég veifaði þá Ijóskastaranum til merkis um að við skildum þetta merki. Því var svaraff með elnt* löngu merki. I ÞETTA YAR NEYÐARMERKI Þótt ég áffur hefffi veriff í vaf’a' um, aff hér væri um neyffarmerki að ræða, þá gat hvorki ég ná aðrir sem skildu þetta merki, iokað augunum fyrir þeirri staffreynd sem hér biasti við'. Þetta VAR neyffarmerki. Þetta var síðast, er við sáum. ljósið greinilega, þá komið fram undan Brunnum eða Brunnanúp, sem er sunnanvert við Látravík. Rétt fyrir klukkan 6 og aftur klukkan 6,45 töldu menn sig sjá ljósið mjög óglöggt. Mun m.b. Sigurfari hafa séð ljósið í síðasta skiptið, en hann þar þá að koma á vettvang. Áframhald þessarar sögu er lenendum Morgunblaðs- ins kunn. HVER SENDI MERKID? Hver eða hverjir Kafa sent út þetta neyðarmerki er mér jafa hulið og öðrum, eða kannske frekar. En ég tel ekki útilokað, að hér hafi getað verið um mann eða menn af þýzka togaranum að ræða, þá helzt þegar athuguð er vindátt og veðurhæð á þess- um slóðum í þá 15 daga, sem liðnir voru frá því togarinn fórst, og tekið tillit til hins sterka straums sem liggur hér með land- ir\u á þessum tima árs, saman- ber það, að flak af m.b. Helga, sem fórst við Vestmannaeyjar rak hér á Rauðasandi og Barða- strönd eftir 14 daga, þá búið að reka yfir 200 mílur í ákveðna átt. f RANNSÓKNAR ÞÖRF Þótt haff upplýsist aldrei, hvaff hér hefir á reki verið er við sá- uxn hetía Ijás, há hefir þaff orðiff til þess aff vekja aíhygli mína á því, hvort það mundi ekki verffa hagkvæmt okkar slysavörnmn, aff nákvæm raxxnsókn væri gerð á reka báts effa fleka, úti fyrix' ströndum landsins við ýmiskon- ar skilyrði. Mun ég gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess aðf sú rannsókn verffi hafin. Þæíti mér ekki óliklegt að slík ranrí- sókn gæti leiít i ijós, hvers vegna leit hefir stundum ekki boriff árangur, þólt hið íýnöa skip effa bátur hafi verið ofansjávar. Með þökk fyrir birtinguna. Þórður Jónsson. Bæjsrúfgerðarlog- aramlr á ís- og - salffiskyeiSiim B.V. INGÓLFUR Arnarson kom 9. þ.m. og landaði hér 46 tonnum af nýjum fiski og 106 tonnum af saltfiski. Auk þesS hafði skipið 1114 tonn af lýsi. í veiðiförinni landaði skipið 16V2 tonni á Flat- eyri. Skúli Magnússon fór á ís- fiskveiðar 8. þ.m. Hallveig Fróða- dóttir fór á ísfiskveiðar 7. þ.rfii' Jón Þorláksson fór á ísfiskveiðar 6. þ.m. Þorsteinn Ingólfsson kom lí. þ.m. og landaði 112 tonnum a<f ísuðum þorski, 37 tonnum af karfa og 37 tonnum af öðrum< fiski. Auk þess hafði skipið 6 tonn af lýsi. Fór aftur á ísfisk- ' veiðar 12. þ.m. Pétur Halldórsson fór á saltfiskveiðar 4. þ.m. Jón Baldvinsson fór á saltfiskveiðar 23. jan. Þorkell máni er í Reykja-1 vík. í s.l. viku unnu 150 manns í fisK’ verkunarstöðinni. ___________________________L 4 RE7.T AO ALCLÝSA Á' T I MQIIG LíSBLAÐIISII. %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.