Morgunblaðið - 17.02.1953, Side 14
r 14
MORGVNBLAÐIÐ
Í>ri3juðagur 17. febrúar 1953
niniiuniiuniTrirnnnii
■ ■■■■■>»■■■■>M■■«»*■■■■■■■■■■■■■■»■■> SÚf
HVERS VEGIMA?
Skdldsaga eítir Daphne de Maurier
iiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiinniiiiiiiiiiiiifiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniitifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiimnmu
iiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiniiiiiiahi#
Framhaldssagan 14
*Hvað eigið þér við?“, sagði hann.
„Ég hef ekkert gert af mér“.
Tom Smith stóð á fætur. Aug-
lin í honum urðu ennþá minni.
„Hvað eigið þér við?“ spurði
hann. „Ég hef ekkert gert af
|nér“.
Black kveikti sér í sígarettu og
eettist. „Ég segi það ekki“, sagði
hann, „og ég ætla ekki að rann-
£aka líferni yðar á þann hátt. En
evo vill til að ég veit að þér kom-
uð til kor.u nokkurrar, lafði Farr-
en að nafni og hún pantaði hjá
yður tvo gaxðstóla“.
„Hvað um það?“
„Það er allt og sumt. Segið mér
^ðeins hvernig samtal ykkar var“.
Tom Smith horfði tortrygginn
á Black. „Jæja“, sagði hann loks.
,-Segjum sem svo að ég hafi farið
til þessarar konu. Segjum sem
evo að hún hafi pantað hjá mér
stóla. Ég geri það upp við fyrir-
tækið þegar þar að kemur, ef
Jseir hafa frétt af því. Ég get sagt
að ég hafi beðið um að pöntunin
væri skrifuð á mitt nafn af mis-
gáningi, og það mun ekki koma
fyrir aftur“.
Black minntist ungfrú Marsh.
Hann minntist líka séra Henry
Warners. Jafnvel herra Johnson
cg hvernig hann setti sig strax
upp í sjálfsvörn. Hvers vegna
sagði fólk svo oft ósatt þegar ver-
ið var að spyrja það um eitthvað
allt annað?
„Ég held að það væri miklu
einfaldara fyrir yður“, sagði
Black, „vegna framtíðar yðar við
þetta fyrirtæki, að þér segðuð
sannleikann strax. Ef þér gerið
það, þá skal ég láta það ósagt
bæði við forstjórann og forstöðu-
manninn á St. Edmunds-heimil-
ínu“.
Ungi maðurinn tvísté. Honum
var orðið um og ó. „Komið þér
frá þeim?“ spurði hann. „Ég hefði
mátt segja mér það sjálfur. Alltaf
á hælunum á mér. Ég fæ aldrei
tækifæri“. Hann var fullur með-
aumkunar með sjálfum sér. Hann
var næstum farinn að vola. Mað-
urinn, sem átti að bjarga heimin-
um, hugsaði Black. Honum hafði
auðsjáanlega ekki gengið of vel
hingað til.
„Ég hef engan áhuga á æsku
yðar“, sagði hann, „heldur að-
eins á samtali yðar við lafði Farr-
en. Þér vitið það ef til vill ekki
en lafði Farren er dáin“.
□-----□
Pilturinn kinkaði kolli. „Sá það
í kvöldblöðunum", sagði hann.
„Þá ákvað ég einmitt að gera
þetta. Hún mundi ekki geta kom-
ið upp um mig“.
„Gera hvað?“
„Eyða peningunum", sagði
hann, „og strika út pöntunina af
listanum, og segja engum frá því.
Það var svo auðvelt".
Black reykti sígarettuna. Hann
sá fyrir sér í anda yfirfull tjöld
cg vagna, flet úti á víðavangi þar
sem óx humall upp við stengur,
hlátrasköll og bjórlykt og snar-
eygður, rauðhærður náungi, eins
og þennan pilt, í felum á bak við
einhvern vag'ninn.
„Já“, sagði Black. „Það er auð-
velt, eins og þér segið. Segið mér
tneira“.
Tom Smith var orðinn örugg-
ari. Leynilögregluþj ónn inn ætlaði
ekki að segja neitt. Ekki ef hann
sagði satt. Þá það.
„Mér hafði verið bent sérstak-
lega á lafði Farren í þessu hverfi“
sagði hann. „Nóg af peningum,
var mér sagt og hún mundi áreið-
anlega kaupa. Þjónninn fylgdi
mér inn, og ég sýndi frúnni bók-
ina með sýnishornunum og hún
valdi tvo stóla og ég bað um
ávísun. Hún skrifaði hana og ég
tók við henni. Það var allt og
sumtí'.
„Augnablik", sagði Black. „Var
lafði Farren vingjarnleg við yð-
ur? Tók hún nokkuð sérstaklega
eftir yður?“
Það kom undrunarsvipur á
hann. „Tók hún eftir mér?“ sagði
hann. „Nei, því skyldi hún hafa
gert það? Ég var bara að selja
henni þessa stóla“.
„Hvað sagði hún við yður?“
„Hún skoðaði bara bókina með
sýnishornunum og ég stóð hjá
henni og beið og svo merkti hún
við tvo og ég tók við ávísuninni.
Það voru tuttugu pund, tíu pund
fyrir stólinn. Ég kvaddi og hún
hringdi á þjóninn og hann fylgdi
mér út. Ég fór og leysti út ávís-
unina strax og stakk peningun-
um í budduna mína. Ég var ekki
búinn að ákveða það þá að eyða
þeim, en þegar ég sá það í blöð-
unum að hún var dáin, sagði ég
við sjálfan mig: „Jæja þá“. Það
er ekki hægt að álasa mér fyrir
það. Þetta var fyrsta tækifærið,
sem mér hefur nokkurn tímann
gefist til að eignast dálitla pen-
inga og enginn vissi um þetta“.
Black slökkti í sígarettunni.
„Fyrsta tækifærið og þér ákváð-
uð að vera óheiðarlegur“, sagði
hann. „Þér áttuð valið og þér
eigið yðar eigin framtíð. Skamm-
ist þér yðar ekkert?“
„Enginn skammast sín fyrn en
allt kemst upp“, sagði Tom Smith.
Og svo brosti hann allt í einu.
Það kom glampi í litlaus augun
og flóttalegur svipurinn hvarf af
andlitinu. „Ég sé núna að þetta
bragð dugði ekki“, sagði hann.
„Ég reyni annað seinna“.
„Reynið heldur að bjarga heim
inum“, sagði Black.
„Hvað þá?“
Black kvaddi og óskaði honum
alls góðs. Þegar hann gekk niður
götuna, fann hann að pilturinn
hafði komið á eftir honum út um
dyrnar og horft á eftir honum.
Síðari hluta dagsins fór hann
til að finna John lávarð að máli
og gefa honum skýrslu. Hann bað
þjóninn að tala við sig einslega
áður en hann vísaði honum inn í
bókaherbergið. Þeir fóru inn í
setustoíuna.
„Þér fvlgduð sölumanninum
hingað og skilduð hann eftir hjá
lafði Farren. Fimm mínútum síð-
ar hringdi lafði Farren og þér
fylgduð honum út. Síðan komuð
þér inn með mjólkurglas handa
frúnni. Er þetta rétt?“
„Alveg rétt“, sagði þjónninn.
„Hvað var frúin að gera þegar
þér komuð inn?“
„Hún stóð eiginlega þar sem
þér standið núna og var að blaða
í bókinni með sýnishornunum“.
„Var ekkert óvenjulegt við
hana?“
„Nei“.
„Hvað skeði svo? Ég hef spurt
yður að þessu áður, en ég verð
að fara yfir það aftur áður en ég
tala við John lávarð“.
Þjónninn hugsaði sig um. „Ég
rétti frúnni mjólkurglasið. Ég
spurði hvort nokkrar fyrirskip-
anir lægju fyrir bílstjóranum og
hún sagði nei. John lávarður
mundi aka sjálfur. Hún sagðist
hafa pantað tvo garðstóla og hún
sýndi mér myndir af þeim í bók-
inni. Ég sagði að þeir væru mjög
hentugir. Hún lagði frá sér bók-
ina og gekk fram að glugganum
með mjólkurglasið“.
„Sagði hún ekkert meira?
Minntist hún ekkert á sölumann-
inn, sem hafði komið?“
„Nei. Hún minntist ekkert á
hann. En ég man að ég gerði það
hins vegar, en ég er viss um að
frúin heyrði ekki hvað ég sagði,
því að hún svaraði mér ekki“.
„Hvað sögðuð þér?“
„Ég sagði — svona í gamni —
frúnni þótti gaman að gamni —
að ef sölumaðurinn kæmi aftur,
þá mundi ég þekkja hann strax
á hárinu. „Alveg eins og gulrót,
greyið að tarna, sagði ég. Svo
lokaði ég á eftir mér og fór fram“.
„Þakka yður fyrir“, sagði
Black. „Þá var það ekkert meira,
sem ég þarf að vita“.
Hann stóð og horfði út í garð-
inn þegar John lávarður kom
inn.
„Ég bjóst við yður inni í bóka-
herberginu", sagði hann. „Er
langt síðan þér komuð?“
„Aðeins nokkrar m!nútur“,
sagði Black.
„Jæja, og hver er úrskurður-
inn?“
„Sá sami og fyrr“,
„Eigið þér við að við stöndum
á sama stað og við stóðum þegar
rannsóknin hófst? Getið þér ekki
gefið mér neina skýringu á þvi
hvers vegna konan min framdi
sjálfsmorð?"
„Nei. Ég er kominn á þá skoð-
un að ályktun læknisins sé rétt.
Einhver skyndileg bilun orsakaði
það að lafði Farren stytti sér
aldur. Hún var hamingjusöm og
ánægð og eins og þér og aliir
vita, hafði hún lifað flekklausu
lífi. Það er ekki hægt að finna
neina skýringu á þvi að hún
skyldi geta þetta?"
„Guði sé lof“, sagði John lávarð
ur.
Black hafði aldrei áður álitið
sjálfan sig tilfinninganæman. En
nú var hann ekki viss um, hvað
hann átti að halda.
SÖGULOK.
Gæsastúlkan
hjá hrunninum
2.
„Hvernig ferðu að rogast með þetta allt saman heim til
þín, kona góð?“ spurði hann. I
„Það gengur einhvern veginn", svaraði hún. „Þér viljið
kannske hjálpa mér. Á yður er bakið breitt og beint og
unga hafið þér fæturna, svo að ekki myndi yður verða mik-
ið um að halda á piklinum mínum. Húsið mitt’er ekki langt
í burtu. Það er þarna á heiðinni, bak við hálsana, og ekki,
nema fárra mínútna gangur þangað.“ I
Pilturinn kenndi í brjósti um gömlu konuna og mælti:
„Að vísu er hann faðir minn greifi og ekki bóndi, en til
þess að sýna þér, að það eru ekki bændurnir einir, sem geta
tekið til höndunum og borið byrðar, þótt þungar séu, skal
ég halda á pinklinum þínum.“
„Það er indælt“, sagði konan- „Það er nú að vísu hér um
bil míla vegar, sem við verðum að fará, en yður ætti ekki
að saka það. En þér verðið þá líka að halda á perunum
nu'nura og eplunv.m.“
ödýra
gaberdínið
er komið aftur.
U' 1^1
KO\)
k i
/f 3
Útsalan
hefst í dag
Eftirmiðdagskjólar
Síðir kjólar
Alls konar kjólaefni
Kjólabrjóst (snuðblússur)
Kjólakragar
Brjósthöld
Buxur (kven)
Náttjakkar
Barnaútiföt
Kjólaskraut
Verzt -Xjóttirm.
Þingholtsstræti 3.
Bújörð á Miðnesi með stóru túni í góðri rækt, rúmgóð- 3
um íbúðarhúsum og skepnuhúsum, er til sölu. — Góðir Z
m
atvinnumöguleikar fyrir bifreiðastjóra. Sími, diesel-raf- »
stöð, olíukynding.
m
Málflutningsskrifstofa S
VAGNS E. JÓNSSONAR 3
Austurstræti 9 Símar 4400 og 5147 “
Vandað einbýlishús
á góðum stað í bænum til sölu.
Upplýsingar gefa
Sveinbjöm Jónsson. Gunnar Þorsteinsson.
Hæstaréttarlögmenu.
Tilhoð éskast
í mjólkur- og vöruflutninga i Mosfellssveit frá 1. apríl
n. k. — Umsóknir séu komnar fyrir 25. þ. m. til Þórarins
Auðunssonar, sem gefur nánari upplýsingar.