Morgunblaðið - 01.03.1953, Page 11
Sunnudagur 1. marz 1953
MORGUNBLAÐIÐ
II '
Gísli Sigurg>3Írsson 25 ára starfsafmæli
Hafcurfirði sextugur
MARGIR munu í dag senda hlýj-
ar kveðjur að Strandgötu 19 í
Hafnarfirði í tilefni af sextugs-
afmæli húsráðanda. Hann. Gísla
þekkir hvert mannsbam í Hafn-
arfirði og fjöldi Reykvíkinga og
annarra manna um Iand allt. Og
leikur það þá ekki á tveímur tung
um, að enginn þekkir hann nema
að góðu einu. Það væri sjálfsagt
árangurslítil fyrirhöfn, ef einliver
ætlaði sér að leita uppi óvildar-
rnenn Gísla, eða þá er þaettust
eiga honum grátt að gjalda að
einhverju leyti.
Nei, Gísli hefir orðið óvenju
vinsæll maður og á hann það ef-
laust að miklu leyti að þakka
méðfæddum mannkostum, góðu
uppeldi og handleiðslu í foreldra-
húsum. ,
Faðir hans, Sigurgeir heitinn
Gíslason sparisjóðsgjaldkeri, var
einn þeirra fáu manna, sem frá
æskuárum til efsta dags treysti
betur guði en mönnum. Konan
hans, María Jónsdóttir, var hon- (
um einlæglega fylgjandi í því og
þess vegna varð heimilí þeirra
fyrirmynd á allan hátt. Þess
vegna fylgdi þeim guðsblessun j
um langa ævi og þess vegna voru
þau gæfumenn. Og það varð ekki
minnst gæfa þeirra og gleði í líf-
inu, að börnin mótuðust af anda
heimilisins, lærðu að elska og
virða drengskap og fagrar dyggð-
ír, og láta það koma firam í öllu
dagfari sínu.
Gísli var gæfumaður að eignast
slíka foreldra. Ber þess sérstak-
lega að minnst nú, er faðir hans
er nýlega látinn og móðir hans
liggur á líkbörum. Um leið og
vinir Gísla hylla hann, heiðra
þeir minningu hinna góðu for-
eldra.
Um æviferil Gísla má margt
segja, þótt það verði ekki gert
hér, því vonandi á hann enn lang-
an starfsferil framundan. En
þegar saga hans verður skráð,
mun því ekki gleymt hvern skerf
hann hefir lagt til menningar-
mála og þá sdrstaklega bindindis-
málsins og Góðtempiarareglunn-
ar. Þar hefir hann dyggilega fetað
í fótspor foreldra sinna, Sem um
langt skeið voru helztu forvígis-
menn reglumálanna í Hafnar-
firði. Hefir Gísii starfað í Regi-
tinni síðan hann var smáhnokki
og gengt þar mörgum trúnaðar-
störfum á seinni árum ,enda jafn-
an talinn í fremstu röð Templara
í Hafnarfirði. Og fyrir trúnað
kans við þennan málstað munu
samherjar hans sérstaklega
minnast hahs með þakklæti og
vinarhug á þessu afmaslí.
Á.
f DAG er Gísli Sigurgeirsson,
Strandgötu 19, Hafnarfírði 60
ára. Gísli er fæddur í Hafnar-
firði 1. marz 1893 sonur merkis-
hjónanna Marínar Jónsdóttur og
Sigurgeirs Gíslastmar fyrrv.
verkstjóra.
Gísli byrjaði mjög ungur að
vinna í vegagerð með föður sín-
um, Sigurgeir Gíslasyni vega-
vinnuverkstjóra og gerðist hann
brátt flokksstjóri hjá honum og
varð þvi verkstjórn aðalatvinna
hans um margra ára skeið, fyrst
við vegagerð eins og fyrr ségir,
en auk þess tóku þeír feðgar,
ásamt Jóni Einarssyni, að sér
ýms verk í Hafnarfirði í mörg ár
og stjórnuðu stórum vinnufiokk-
um af miklum dugnaði og hag-1
sýni. Þá var Gísli mörg ár verk-
stjóri hjá Hafnarfjarðarbæ og |
síðan varð hann starfsmaður á
skrifstofu bæjarins og er það nú.
Landbúnað stundaðí Gísii j
ásamt Jóni Einarssyni í nokkur j
ár á Selskarði í Garðahreppi og i
eiga þeir þá jörð enn.
Gisli gekk í Flensborgarskól-
ann og lauk þaðan kennaraprófi |
og stundaði hann bavnakennslu
um skeið í Hafnarfirði. Var það
starf honum mjög hugleikið og
hefur hann oft minnzt á það,
þvað mikla ánægju hcnn hefði
haft af því að fræða börnin. Gísii
er fróðleiksmaður mikiil og hef-
ur lesið margt góðra bóka.
Gísli hefur tekið mikinn þátt
í félagsiífi og gekk hann í Góð-
templararegluna mjög ungur og
hefur ávallt verið í henni síðan.
Hefur hann gegnt þar trúnaðar-
störfum á öllum stigum. — í st.
Morgunstjörnunni nr. 11 hefur
hann setið í öllum aðalembætt-
um og er nú umboðsmaður stór-
templars. í framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar hefur Gís’i verið
í mörg ár og einnig hefur hann
átt sseti í framkvæmdanefnd Um-
dæmisstúkunnar nr. 1, og um
skeið var hann umdæmistemplar.
Gísli hefur þótt hinn bezti liðs-
maður innan reglunnar, verið
einlægur og þróttmikili bindind-
ismaður, sem hvergi hefur legið
á liði sínu.
Gísli er söngvinn vei og hefur
hann oft gegnt organistastarfi i
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í for-
föllum, þó að hann, vegna anna
á öðrum sviðum, hafi ekki gert
það að föstu starfi. Hann hefur
verið mjög áhugasamur um
kirkju- og kristindómsmál og
hefur setið í stjórn Fríkirkju-
safnaðarins í 16 ár.
Gísli er giftur Jensínu Egils-
dóttur hinni ágætustu konu og
eiga þau 5 börn á lífi, sem öll
eru uppkomin. — Heimili þeirra
hjóna er mjög rómað fyrir gest-
risni og höfðingsskap.
Gísli á marga vini í fæðíngar-
bæ sínum Hafnarfírði og víðar,
sem munu senda honum hlýjar
árnaðaróskir og vinarkveðjur á
þessum merku tímamótum í lifi
hans.
Guð og gæfan fylgi þér og
heimili þínu á ókomnum æviár-
um.
Vinur.
í DAG á frk. Þórunn Ólafs-
dóttir 25 ára starfsafmæli, sem
afgreiðslustúlka í Verzlunin
Kristín Sigurðardóttir h.f., enda
mun hún vel kunn flestum frúm
þessa bæjar sem alið hafa aldur
sinn hér.
Nú mætti ef til vill segja, að
þetta sé varla í frásögur fær-
andi, en til þess liggja þó ýmsar
orsakir. Þótt ótrúlegt megi virð-
ast, þá hefur Þórunn verið frá
vinnu vegna veikina í fimm daga
á þessu timabili, eða einn dag
fyrir hver fimm ár. Auk þess hef-
um það aldrei komið fyrir hana,
að mæta of seint til vinnu og má
það út af fyrir sig teljast einstakt
og gæti orðið mörgum til fjrrir-
myndar.
Þórunn er einstaklega prúð og
dagfarsgóð og hefur aí þeim
ástæðum unnið sér vinsældir,
1 bæði húsbænda sinna og við-
skiptavina. Hún er einnig hús-
bóndaholl og trú í starfi með
afbrigðum, enda unnið sér óskor-
að traust þeirra, sem hafa haft
yfir henni að segja.
j Margt gott mætti fleirá um frk.
Þórunni segja, en það skal ekki
I gert hér, enda kærir hún. sig víst
litið um það.
Á þessum degi skal frk. Þór-
unni þakkað mikið og vel af
hendi leyst starf í þágu verzl-
unarinnar og viðskiptavina
jhennar og jafnframt látin i ljósi
' ósk um að þau megi enn um
I mörg ókomin ár njóta starfs-
krafta hennar og þeirra ágætu
kosta sem hana prýða.
G. H.
titmnveig
frá Hrnuni í Slétfuhlíð
Hólmfríður E. Levy,
Ósum, Vafnsnesi;
fimmtug í dag
í DAG hinn fyrsta marz er
fimmtug, ungfrú Hólmfríður E.
Levy, Ósum á Vatnsnesi í Vestur
Húnavatnssýslu.
Hún er fædd að Efri-Mýrum í
Austur-Húnavatnssýslu, — elzta
dóttir hjónanna Agnar og Egg-
erts Levy. Kornung fluttist hún
með foreldrum sínum að Ósum
á Vatnsnesi og þar hefur hún
átt heimili alla tíð síðan. Stend-
ur hún nú fyrir búi þar með
Óskari bróður sínum sem fyrir
nokkrum árum tók við búi að
Ósum.
Ung tók Hólmfríður tryggð við
Ósa sem foreldrar hennar og
systk'ini hafa breytt úr miðlungs-
jörð í höfuðból. Hefur hún sann-
arlega ekki legið á liði sínu í
því mikla uppbyggingarstarfi,
sem þar hefur verið unnig.
A þessum tímamótum er henní
af frændum og vinum þökkuð
tryggð og vinátta, jafnframt því
sem henni er árnað heilla og
blessunar um ókomin ár.
Þ. B.
Guðmundur 6uð-
i
SJÖTUGUR varð á föstudaginn
Guðmundur Guðmundsson skó-
smiður, í Vík í Mýrdal.
Harín er fæddur að Ytri-Skóg-
um undir Eyjafjöllum, 27. febrú-
ar 1883 pg ólst þar upp til 7 ára
aldurs. Fluttist þá að Drangshlíð-
ardal, í sömu sveit með móður
1 sinni. Dvaldist hann þar unz
hann fluttist austur í Skaftafells-
1 sýslu, skömmu fyrir aidamótin,
fyrst til Bjarna prófasts Einars-
jsonar á Mýrum, en átti síðan
heima í ýmsum bæjum í Mýrdal.
Árið 1904 kvæntist Guðmund-
ur Egiiínu Jónsdóttur frá Kerl-
ingardal og bjuggu þau þar
fyrstu árin. Seinna fluttust þau
til Víkur og byggðu sér þar hús.
í fyrstu stundaði Guðmundur alla
venjulega verkamannavinnu, en
lærði síðar skósmíði og hefur
aðallega unnið að henni síðustu
áratugina.
Guðmundur hefur látið félags-
mál til sín taka. Hann var einn
aðalhvatamaður að stofnun
verkalýðsfélags hér í Vík og for-
maður þess í 13 ár. Þá hefur hann
átt sæti í hreppsnefnd Hvamms-
hrepps síðan 1946. Hann er og
söngmaður góður; hefur sungið í
kirkjukór Víkurkirkju frá stofn-
un hans og syngur þar enn. —
'Á yngri árum var Guðmundur
fjallamaður með afbrigðum og
t með léttfærustu mönnum til allr-
| ar vinnu.
; Þau hjónin eignuðust 9 börn
og eru 5 þeirra á lífi. Konu sína
missti Guðmundur árið 1934. —
Margir vinir og kunningjar Guð-
mundar heimsóttu hann í tilefni
afmælisins. — Kirkjukór Víkur-
kirkju heimsótti hann einnig. -—
1 Honum bárust góðar gjafir og
fjöldi heillaóskaskeyta. — Karl.
Brúðkaup og skilnaðir
' JÓHANNESBORG — Þ>-iðja
| hvert hjónáband, sem stofnað er
til í JóhanneSborg, endar með
skilnaði, að því er segir í nýút-
komnum skýrslúm. f S-Áfrfku-
iýðveldinu í heild skilja áðeins 1
hjón af hverjum 7, sem gefin eru
saman.
Minningarorð
Fædd 11. sept. 18G8
Dáin 21. febr. 1953
HINN 21. febrúar lézt að heimili
sínu Hrauni í Sléttuhlíð, ekkjan
Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir
á 85. aldursári. Hún var fædd á
Mannskaðahóli á Höfðaströnd 11.1
sept. árið 1868, dóttir merkis-
hjónanna Bjarna Bjarnasonar og
konu hans Margrétar Jónsdóttur.1
Þau hjónin voru bæði komin af
vel metnum skagfirzkum bænda-
ættum og bjuggu um lang skeið
rausnarbúi á Mannskaðahóli. —]
Á morgun, mánudag, verður hún
jarðsungin frá Fellskirkju í
Sléttuhlíð. |
í foreldrahúsum ólst Rannveig
upp til 19 ára aldurs, en þá árið
1887 gekk hún að eiga Jón bónda
Eyjólfsson á Hrauni í Sléttuhlíð.
Jón hafði verið kvæntur systur
hennar, en misst hana frá einu
barni þeirra. Má nú segja að hin
langa og merka lifssaga Rann-
veigar hefjist fyrir alvöru. Fram
að þessu hafði hún lifað áhyggju-
lausu og glöðu lífi heimasætunn-
ar, en nú kallar lífið hana, svo
unga og óreynda til þeirrar á-
byrgðar, að ganga í móðurstað
systurbarni sínu og vera manni
•sinum, sem ef til vill hefur vart
verið gróinn sára sinna, stoð og
styrkur í erfiðri baráttu einyrkj-
ans. En Rannveig brást ekki hlut-
j verki því er hún hafði að sér
tekið, hún gekk með óskiptum
I huga að starfi, og tókust með
: þeim hjónum innilegar ástir, sem
1 aldrei sló fölskva á meðan sam-
búð þeirra entist.
J Brátt óx fjölskyldan á Hrauni
og urðu börnin alls 9, og er tím-
1 ar liðu tók Rannveig til sín aldr-
aða foreldra sína, og hjá henni
áttu þau athvarf til dauðadags.
Ærið verkefni hefur hinni ungu
húsmóður verið lagt á herðar og
mundi vel hafa jnátt heimfæra
til hennar þessi orð skáldsins:
i Engi getur þreytu þinnar
þunga, lagt á vogarskál.
I Engi getur andvökurnar
| álnað, það er vonlaust mál.
Nærri má geta að oft muni
hafa verið þröngt í búi þar eð
svo marga munna þurfti að seðja,
en kapp og dugnaður, nýtni og
forsjálni héldust í hendur hjá
þeim hjónum, svo allt blessaðist.
Þau áttu líka bæði glaða og létta
lund, sem gerði þeim kleift að
líta vonbjörtum augum fram á
veginn og láta ekki erfiðleikana
vaxa sér yfir höfuð.
En „sorgin gleymir engum“,
hún átti eftir að berja að dyr-
um hjá Rannveigu á Hrauni. Á
einni viku missti hún tvö börn
sín og stjúpbarn úr barnaveiki.
Má nærri geta hve sú raun hefur
gengið nærri móðurhjartanu. En
Rannveig bar harm sinn með
stillingu og rækti skyldur sínar
við lífið, af sömu koStgæfni og
áður.
Og tíminn leið. Það var komið
árið 1910. Þá var farið að rofa
til fyrir einyrkjahjónunum á
Hrauni. Börnin voru að koma til
hjálpar, það átti að ferma elzta
drenginn í vor. En þá var það
einn sólbjartan vordag að hús-
bóndinn fór að vitja um silunga-
net sín í Sléttuhliðarvatni, en
kænan var iítil og völt, henni
hvolfdi. Rannveig stóð á strönd-
inni með barnahópinn sinn um-
hverfis sig og horfði á dauðastríð
ástvinar sins. — Það var enginn
bátur nærri og björgun varð ekki
viðkomið; eftir skamma stund
var Rannveig orðin ekkja með
sjö börn, það elzta 14 ára, en hið
yngsta á fyrsta ári.
Aldrei kom stilling og þrek
Rannveigar betur í 1 jós en nú á
mestu reynslustund hennar. Ekki
var unnt að halda saman heimili
með svo stóran barnahóp, en þá
sást hvílíkum vinsældum þau
hjón höfðu átt að fagna hja sveit-
ungum og vinum, því margir
kepptust um að greiða götu ekkj-
unnar. Þrjú börnin voru tekin.í
fóstur af venzlafólki hennar, en.
eitt þeirra lézt um það bil ári
síðar. Elztu börnin tvö fóru í
vist, en sjálf gerðist Rannveiíf
ráðskona á næsta bæ, og hafði
tvö börn sin hjá sér.
Aliar sínar stundir helgaði
Rannveig börnum sínum, hér eft-
ir sem hingað til, enda hlaut hún
fölskvalausari ást þeirra en flest-
ar mæður, sem ég hef þekkt,
þrátt fyrir langan aðskilnað við
sum þeirra á uppvaxtarárunum.
Árið 1917 kvæntist elzta dóttir
hennar Stefanía, Jóhanni Jóns-
syni frá Minna-Grindli í Fljót-
um, og hófu þau búskap á Hrauni
það sama ár. Rannveig fluttist
þegar til þeirra og var þar upp
frá því.
Þrátt fyrir allt auðnaðist hemji
að eyða iöngu og förgu æfikvöldi
á þeim stað, er hún unni mest,
og þar sem hún hafði lifað sína
mestu gleði og dýpstu sorg.
Dótturbörrí hennar urðu henni
sem hennar eigin .börn, og til
hinztu stundar lét hún sig vöxt
og viðgang heimilisins miklu
skipta, og fylgdist af.áhuga með
öllum umbótum. Fátt gláddi hana
meir, en að sjá óræktarmóa breit-
ast í iðjagræna töðuvelli, og
traustar byggingar rísa á rústum
gamalla og úreltra. . -
Rannveig var kona greind i
beztá lagi, bókelsk og fróðleiks-
fús og haíði þó öðru fremur yndi
af söng og' ijóðum. Hún fvigist
vel með almennum málum,
stefnuföst og ákveðin í skoðun,
gerði sér ekki alla að vinum, en
batt vjnáttpbönd æfilangt. ...
Börn Rannveigar, þau er kom-
ust til aldurs, eru þessi, talin .í
aldursröð: Antön Jónsson, bóndi
á Höfða á Höfðaströnd; Stefanía
Jónsdóttir, húsfreyja á Hraun'i,
Sléttuhlíð; Pálmi Jónsson, lög-
regluvarðstjóri; Helga Jónsdótt-
ir, húsfrú; Bjarni M. Jónsson,
fangavörður og Friðrikka Jóns-
dóttir, húsfrú, öll búsett í Reykja,
vík.
Á siðastliðnu. hausti kom ég að
Hrauni, og ræddum við Rannveig
margt saman, .þá stund er ég tafði.
Hún lét þess getið í viðræðu okk-
ar, að hún teldi sig hafa verið
mikla gæfumaríneskju þegarí a
allt væri litið. Börnin sín hafðu
öll komizt vel til manns og þau,
ásamt tengdabörnum og barna-
börnuni ■ sýnt' sér sérstaka ástúð
og umhvggju. Er-.viS kvqddumst
iét hún þess getið að við mynd-
um vart sjást oftar hérmegin
grafar. Mér láðist þá að þskka
henni þá ástúð og vináttu ei'hún
ætíð hafði sýnt mér og fjölskyldu
minniv- ■ Þær þakkir skúlu nú
frambornar þótt um seinan sé.
Blessuð séminning hennar.
Pétur Björnsson.
Kvimféba
Hátclyssókiiar
heldur fund með sameigin
•. legri kaffidrykkju, „þriðju
daginn 3. marz kl. 8.30 í Sj<
mannaskólanum.,
' * ■ J*
Vesurgötu 10, sími .6434. •»