Morgunblaðið - 06.03.1953, Page 8

Morgunblaðið - 06.03.1953, Page 8
B MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. marz 1953 ofsttsdblatK tltg.: H.f. Arvakur, Reykjavíb. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. í lausásölu 1 krónu eintakið. Hðfrannsóknir og fiskileit Á SÍÐASTA Alþingi beittu Sjálf- stæðismenn sér fyrir samþykkt tillagna um hafrannsóknir og fiskileit. Flutti Pétur Ottesen um það mál svohljóðandi tillögu sem samþykkt var hinn 4. febrúar: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta athuga, hvernig islenzka ríkið geti meS sem hagkvæmustum hætti eignast hæfilega stórt og traust skip, er útbúið sé hin- um fullkomnustu tækjum til haf- og fiskirannsókna. Jafn- framt fari fram á því rækileg athugun, á hvern hátt verði bezt hagað fiskileit á djúp- miðum við strendur landsins. Að því er tekur til síldarleit- ar, skal sérstök áherzla á það lögð að komast að niðurstöð- um um það, á hverjum tímum árs hún sé vænlegust til góðs árangurs. llm þau atriði, sem i ályktun þessari greinir, skal ríkisstjórn in kveðja sér til aðstoðar sér- fróða menn í þessum málum“. Hér er vissulega um stórt mál að ræða fyrir íslenzkan sjávarút- veg og raunar þjóðarbúskapinn í heild. Það er alkunna, að á und- anförnum árum hefur alger afla- brestur á síldveiðum valdið okk- ur geysilegum búsifjum. Su.mar- síldveiðin fyrir Norðurlandi hef- ur gersamlega brugðist 8 ár.í röð. Af þessu leiðir að hinar dýru síldarverksmiðjur, sem mikið fjármagn hefur verið bundið í, hafa staðið svo að segja ónotað- ar þennan tíma. Af því leiðir énn, að tilfinnanlegur lánsfjárskortur sem bitnað hefur á öðrum at- vinnugreinum, hefur gert vart við sig. En þótt síldin hafi ekki veiðzt á grunnmiðum fyrir Norðurlandi í nokkur ár er ástæðulaust að ætla að hún sé horfin úr sjónum. Hún kann að hafa bxeytt göng- um sínum og haldið sig á öðrum slóðum. Þessvegna er nauðsynlegt að allt kapp verði lagt á að halda uppi sem fullkomnustum rann- sóknum á lifnaðarháttum henn- ar og göngum. Reynsla annarra þjóða, og þá ekki hvað sízt frænda okkar Norðmanna, bend- ir ótvírætt til þess, að mikill ár- angur geti orðið af visindalegum rannsóknum á þessu sviði. Til þess að geta haldið slíkum rann- sóknum uppi þurfum við að eign- ast fullkomið hafrannsóknarskip. Ennfremur kemur til greina áframhaldandi og víðtækari sam vinna milli okkar og Norðmanna um þessi mál. Við Islendingar hljótum að gera okkur það ljóst, eins og aðrar þjóðir að vísindalegar rannsóknir í þágu bjargræðis- vega okkar geta orðið okkur að miklu gagni. Þessvegna ber að stefna að því, að við eign- umst sem bezt og fullkomnust tæki til slíkra rannsókna. Við höfum þegar á að skipa ágæt- lega menntuðum mönnum á hinum ýmsu sviðum atvinnu- lífs okkar. En starfskraftar þeirra fá ekki notið sín til fulls meðan þá brestur áhöld og tæki til vísindalegra rann- sókna. I Tilgangur Sjálfstæðismanna með tillögu Péturs Ottesens um hafrannsóknaskip og fiskileit er sá, að úr þessu verið bætt að því er varðar sjávarútveginn. Verður að vænta þess að allra hugsan- legra úrræða verði freistað til þess að við eignumst slíkt skip. Áð sjálfsögðu muh það kosta mík- ið fé. En slík tæki í þágu aðalat- vinnuvega þjóðarinnar hljóta að borga sig margfaldlega á skömm- um tima. Á síðasta alþingi var samþykkt önnur tillaga frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um stuðning við fiskveiðar á fjarlægum mið- um. Samkvæmt henni var ríkis- stjórninni falið að athuga til hins ýtrasta, hvernig, bætt verði að- staða islenzkra skipa og sjó- manna, er stunda fiskveiðar á fjarlægum miðum, til þess að geta hagnýtt afla sinn og notið sem bezts aðbúnaðar og öryggis við störf sín. Einnig hér er um mikið hags munamál að ræða fyrir sjáv- arútveginn. Vegna þverrandi afla á miðunum umhverfis ísland af völdum gengdarlausr ar rányrkju, hefur mikili hluti togaraflotans nú hafið veiðar við Grænland á sumrum. En þessar Grænlandsveiðar eru miklum vandkvæðum bundn- ar, sökum þess að alla aðstöðu skortir þar í landi. Af þeim ástæðum hefur vélbátaflotinn heldur alls ekki getað sótt þangað. Brýna nauðsyn ber til þess, að úr þessu verði bætt hið skjót- asta. Verkefni j Aibherjarþingsfns ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna hefir fyrir skömmu haf- ið störf sín að nýju í aðalbæki- stöðvum samtakanna í New York. Meginviðfangsefni þess verður eins og í haust Kóreudeilan og lausn hennar. Það verður engan veginn sagt, að vænlega horfi nú um lausn þessarar deilu. Eins og kunnugt er, snérust Rússar og leppríki þeirra gegn miðlunartil- lögu Indverja, sem reyndu að bera sáttarorð á milli. Ný viðhorf hafa nú að ýmsu leyti skapazt í Austur-Asíumál- um. Hin nýja stjórn republikana í Bandaríkjunum hefir fyrir nokkru lýst yfir, að hún muni fella niður varðgæzlu þá, sem 7. ameríski flotinn hefir haldið uppi á hafinu milli Kína og Formósu, þar sem síðustu leifar kínverska þ.ióðernissinnahersins hafa bæki- stöðvar sínar. Af þessu leiðir það, að Chiang Kai Sjek hefir frjálsari hendur til árása á meginland Kína. En ótrú- legt virðist, að hann hafi bol- magn til að hef ja slíkar hernaðar- aðf'erðir á næstunni. Enda þótt ekkert bendi til þess, að Bandaríkin hyggjist setja beint hafnbann á Kína, verður bó að telja fremur líklegt, að ákvörðun þeirra varðandi afstöð- una til Chiang Kai Sjek og For- mósu verði ekki til þess að greiða fyrir skjótri lausn Kóreudeilunn- ar. Þvert á móti má gera ráð fyr- ir, að Rússar og leppar þeirra telji þá ráðstöfun ögrun við sig oe herði ofbeldisaðgerðir sínar í Kóreu. En meðal vestrænna þjóða og þá ekki sízt meðal Bandaríkja- manna, ríkir mjög vaxandi áhugi fyrir að stöðva blóðsúthellingarn- ar þar sem allra fyrst. Leiðin til þess er hinsvegar enn ófundin. Pclskur flugffiðður lenti HIG- 15 flugu á Borgundarhólmi Félaga hans skipað að skjóla hann niður. i Kappfiug upp á líf og dauóa, — en komsf þó undan Einkasbeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. RÖNNE, 5. marz. — Danska utanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir, að rússneska MIG-15 orrustuflugan, sem pótski flugmaður- inn lenti heilu og höldnu á Borgundarhólmi í gærmorgun, verði afhent pólsku stjórninni, ef hún óskar þess. Hinn pólski flugmaður, sem flugunni lenti á Rönneflugvelli, er aðeins 21 árs að aldri. Hefur hann beðið um dvalarleyfi í Danmörku, sem pólitískur flótta- maður. MIKIÐ ÞREKVIRKI Það þykir hið mesta þrek- virki að hafa lent orrastuflug-! unni á flugvellinum í Rönne. því að hann er aðeins 1200 m. langur, ósléttur og slæmur til lendingar, en orrustuflugur j af þeirri gerð, sem hér um ræðir, þurfa yfirleitt um 3000 m. langa flugbraut til lend- ingar. IJPP Á LÍF OG DAUÐA Flugmaðurinn skýrði frá því, að hann hefði haft lengi í huga að flýja til einhvers Vestur- Evrópulandanna, en hann hefði ekki fengið tækifæri til þess fyrr en í gær er hann var á æfinga- flugi yfir Eystrasalti, ásamt ann- arri flugu af sömu gerð. Er þær voru í 16000 metra hæð, dýfði hann sinni flugu skyndilega með 1000 km. hraða á klukkustund og stefndi í vesturátt. Á leiðinui heyrði hann, að hinn flug-, maðurinn skýrði flugstöðinni frá því, sem gerzt hafði, og fékk hann þá fyrirskipun um' að elta hann og skjóta orrustu fluguna hans niður. — En honum tókst, eins og fyrr greinir, að flýja og er hann var kominn til Borgundar- hólms, var eldsneytisforði hans að þrotum komínn, svo að hann var neyddur til að lenda upp á líf og dauða. MIKIÐ NOTAÐAR f KÓREU Er þetta í fyrsta skípti, sem rússnesk orrustufluga af þessari gerð lendir óskemmd í höndum Vesturveldanna, en þær hafa ver ið notaðar mjög mikið af komm-1 únistum í Kóreustyrjöldinni og gefið góða raun. i Vansskorfinn 1 Udl JÚÍ ber enn é góma 11 VATNSSKORTINN í einstökum hverfum bæjarins bar enn á. góma á fundi bæjarstjórnar í gær. Borgarstjóri kvað þetta margrætt mál. Það væri misskilningur, a@ vatsnskorturinn sprytti af því, að ekki rynni nóg vatn til bæjarins. Það vatnsmagn, sem bærinn fengi nú nægði 90 þús. íbúa borg. Ástæða skortsins í einstökum bæj arhverjum væri hinsvegar sú, að vatnsleiðslurnar til þeirra væru gamlar og of þröngar. Mjög seint hefði gengið að fá gjaldeyrisleyfi fyrir nýjum pípum, en það hefði loks fengizt á síðastliðnu ári. Af- greiðslufrestur á þessum vörum væri hinsvegar langur. Þessvegna hefði orðið nokkur dráttur á nauðsynlegum framkvæmdum. En það væri von sín, að unnt yrði að bæta úr erfiðleikunum í þessum efnum, að minnsta kosti í sumum bæjarhverfum á þessu ári. Borgarstjóri kvað eðlilegt, að íbúar þessara hverfa væru orðnir leiðir á drættinum. Velvakandi skiifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Aðalfundur Verka- I ^ mannafél. Hlífar í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI, 5. marz. — Að- alfundur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði var haldinn s. 1. miðvikudagskvöld. Þetta var fyrri hluti fundarins, en ekki hefir enn verið ákveðið hvenær^ seinni hlutinn verður haldinn. — Stjórnarkosning fór fram og varð sú breyting á stjórninni, að Mar- j teinn Marteinssson var kosinn ritari í stað Sigurðar Þórðarson- ar. Að öðru leyti skipa þessir menn stjórnina: Ólafur Jónsson, formaður, Þorsteinn Auðunsson, gjaldkeri, Sigurður Einarsson, j fjármálaritari, Jens Runólfsson, varaformaður og meðstjórnendur Bjarni Erlendsson og Pétur Kristbergsson. G. I 3 umferðfr effir í bridgekeppni Hafnfirðinga HAFNARFIRÐI, 5. marz. — Meistaraflokkskeppni Bridgefé- lags Hafnarfjarðar hélt áfram síðastliðið miðvikudagskvöld. Þá vann sveit Jóns Guðmundssonar sveit Árna Þorvaldssonar, Guð- mundar Atlasonar Óskars Hall- dórssonar og sveit Reynis Eyjólfs sonar Ólafs Guðmundssonar. — Sveit Jóns er nú hæst með 12 stig, en þrjár umferðir eru eftir. — Næst verður spilað á sunnu- daginn kl. í.3,30. — G. Hollandssöfnuniiuii Jýkur annað kvöld ERUÐ þið búin að gefa í Hol- landssöfnuina? — Nú gerast hin síðustu forvöð, þar eð söfn- uninni lýkur annað kvöld. Þeir verða eflaust margir, sem bregða við í dag og á morgun til að leggja .frsun súua a’ieííf og senni- , lega verða þeir öllu stórtækarí ein mitt fyrir þá sök, að þeir hafa . dregið dag fram af degi þátttöku j sina, þó að þeir hafi verið stað- J ráðnir frá því fyrsta í að skerast ekki úr leik. Ég held, að enginn hafi efni á því að láta sitt eftir líggja undir slíkum kringumstæð- um sem þessum, enda hafa líka íslendingar sýnt, hvað eftir ann-j að, þegar neyð og þrengingar haf a dunið yfir eina eða aðra af ná- j grannaþjóðum okkar, að þeir skilja hve mikið liggur við, að, hjálp berist utan að frá. Ef til vill skilja þeir það ennþá betur, vegna þess, hve saga þeirra sjálfra á margar örlagaþrungnar frásagnir að geyma um harðindi ( og hailæri, sem herjað hafa á land þeirra æ ofan í æ. Lánnðu okkur fé til smíði á gamla Gullfossi FULLVÍST er, að Hollendingum mun mikill styrkur að fram- lögum hinna mörgu landa, sem efnt hafa til samskota til að létta undir með þeim í hinu geysilega víðtæka uppbyggingarstarfi, sem þeir eiga fyrir höndum á næstu árum. Hollendingar eru vissulega vel að þessari aðstoð komnir, — þeir eru hin mesta dugnaðar- og heiðursþjóð. Við íslendingar mættum t.d. muna þeim það, er þeir, fyrstir erlendra þjóða urðu til að lána okkur fé, þegar verið var að ráðast í smíðina á gamla Gull- fossi á sínum tíma. Nú býðst hverjum góðum íslendingt tæki- færi til að launa þeim greiðann. Hollandssöfnunin á íslandi nem ur nú nær 450 þús. krónum, eða um þrem krónum á hvert manns- barn í landinu. — Nær hún hálfri milljón, áður en lýkur? Morgunútvarpið létt og skemmtilegt ANÆGÐUR útvarpshlustandi skrifar: „Á hverju kvöldi, áður en ég svif á vængjum svefnsins inn í draumalandið hugsa ég tíl þess með tilhlökkun að vakna morg- uninn eftir við morgunútvarpið. Eða hvað getið þið hugsað ykkur dásamlegra en að vakna hress og endurnærður við díllandi skemmtilega músík? Það fyllir mig bókstaflega af fjöri og góðtt skapi, sem endist mér að jafnaði allan daginn — jafnvel þótt hanir gangi á með grenjandi útsynn- ingi myrhranna á milli! Það er ekki einungis, að lögin, sem leikin eru séu einstaklega vel valin og skemmtileg að öllum jafnaði, heldur eru þulirnir líka. hressilegir og upplífgandi, og það hefur meira en lítið að segja. Mér er sérstök ánægja að því að geta h^-ósað þessum dagskrár- þætti Ríkisútvarpsins okkar. — Nógu margir samt verða til þess. að senda því tóninn, miður vín- samlegan stundum“. Varð aff hætta í Tónlistarskólanum ÉR hefur borizt bréf frá B.S. á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Kunr.um tónlistarmanni fórust orð við mig eitthvað á þessa Ieið: „Þeir, sem ekki vissu áður, að Guðmundur Ingólfsson er af- bragðs listamannsefni, hafa sann- færzt, er þeir hlýddu á píanó’eik hans í Sjálfstæðishúsinu á öög- unum“. En Guðmundur er ungur, að- eins 14 ára, svo að hans bíðuF sleitulaus þjálfun, ef vel á aST vera. Mér hnykkti því satt að segja við, er ég frétti, að þessi efnilegi unglingur hefði orðið að hverfa frá námi í Tónlistarskól-- anum á miðjum vetri vegna fjár- skorts. Getur það verið, að við stönd- um það að baki nágrannaþjóðum okkar, að við gefum ekki efna- litlum afbragðsnemendum kost á ókeypis vist í Tónlistarskólanum? Samt veit ég ekki betur en að skólinn hljóti 140 þús. kr. styrk frá bæ og ríki á þessu ári. Hví ekki að ætla þar nokkmm góðum nemendum sæti, þó að ekki sé greitt í reiðufé? —- Því minni sem þjóðin er, þeim mua meiri fengur er henni í hverjum nýjum listamanni, sem kemur fram á meðal hennar. Hann er sínu leyti eins og spámaðurinn, sem rís upp með þjóðinni. — B.S."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.