Morgunblaðið - 06.03.1953, Síða 12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. marz 1953
i 12
— Sr. Jóharcn Harcrcessorc
Framh. af bls. 9
staðar þó ekki fyrr en á 13. ðld.
Þá voru einnig kirkjulegar árs- .
tíðir friðhelgar, svo sem fastan,
páskarnir, aðventan og jólin. |
Þannig má sjá að kirkjan glím- ,
ir við friðarvandamálin um leið
og hún kristnar og siðmenntar
þjóðfélögin á miðöldunum. Var
oft við ramman reip að draga,
eins og sjá- má af sögu vorrar
eigin þjóðar. Þjóðfélagsvenjur
germönsku þjóðanna, ættastríð,
blóðhefndir; einvígi, ránsferðir,
kvennarán o. s. frv. áttu sér afar
sterkar og djúpar rætur. Barátt-
an fyrir Guðsfriðnum verður;
skiljanlegri þegar þess er gætt
að þjóðhöfðingjarnir gátu blátt
áfram ekki komið friði á innan-
lands. Þegar vér heyrum kveðj-
una: „í Guðs friði“, þá skyldi
ekki gleyma erfiði og þrautum
ágætismanna, sem reyndu að
leysa þjóðfélög vor úr viðjum
vopnavalds og ofbeldis og gáfust
ekki upp þótt hægt gengi. Það
tók aldir áður en friðarhugtök
voru fastmótuð og viðurkennd,
éins og t. d. heimilisfriður, gesta-
friður, kirkjufriður, þingfriður,
torgfriður, kvenfriður (konum
var oft rænt af heimilum sínum
á miðöldunum), jólafriður, páska
friður hvítasunnufriður, haust-
friður staðar- og stúndarfriður.
í áföngum var friðurinn unninn
áður en sá friður varð er vér
njótum nú og allir telja skylt að
vernda. — Ekki var það ótítt á
miðöldum að borgir í sama landi
voru í ófriði hvor við aðra. Sjálft
orðið „borg“ þýðir upphaflega
vigi og heldur þeirri merkingu
elin á þýzku og norðurlandamál-
urium. Kínverska orðið ,,Cheng“
þ. e. borg, er samansett úr þrem
léturmyndum, mold styrkleika
og vopni. Allt fram á vora daga
hefur kínverskum borgarmúrum
verið haldið við og hliðunum
lokað að kvöldi og stundum að
degi til fyrir hermönnum og
ræningjum og „moldarveggirnir“
varðir með vopnum borgaranna.
Borgarmúra má enn sjá í Mið-
Evrópu og þeir minna oss á að
ekki er ýkja langt síðan menn
gerðu róð fyrir ófriði í þjóðfélag-
inu allt í kring um sig. Það þótti
tiðindum sæta þegar það tókst
— innan sama lands — að fa
borgir, aðalsmenn og fursta til
að mynda friðarbandalag eins og
t. d. í Worms 1495. Menn töluðu
um „eilífan landsfrið", en með
því var átt við frið innan sama
iands, frið, sem menn þráðu og
leituðust við að koma á.
HERFERÐ GEGN
MÚHAMEÐSTRÚ
Innan kirkjunnar var þannig
unnið að friðarhugsjónum, en
ekki þegar „óvinir trúarinnar"
áttu í hlut, þ. e. Múhameðstrúar-
menn. Gegn þeim hvöttu páfar
og biskupar til krossferða, til
þess að endúrheimta hin fornu
kristnu lönd. Þegar Tyrkir ógn-
uðu Mið-Evrópu og voru þar á
ferð með báli og brandi, var ekki
lítill ótti meðal manna í Vestur-
Evrópu. Árið,.. sem Ágsborgar-
játningin var sámin — meira að
segja á sama fundi, sem hún var
lögð fram — þá voru þeir menn,
sem að henni stóðu, einnig þang-
að kallaðir til þess að ráðgast
um „hjálparlið'gegn Tyrkjanum,
þeim gamla erfðaóvini kristni-
nafnsins og kristninnar, hvernig
maður geti staðið gegn grimmd
hans og árásum með varanlegum
og öfiugum vígbúnaði". Þannig
er það í inngangi þessarar játn-
ingar, en í henni sjálfri segir að
leyfilegt sé kristnum mönnum
að „berjast í stríði samkvæmt
rétti“ (iure bellare). Þannig varð
ekki lútherska kirkjan meðal
þeirra trúarfélaga, sem tóku af-
neitun alls hernaðar á sfefnuskrá
sína, en slík trúarfélög eru til,
svo sem kunnugt er. Af kunnum
trúarlegum leiðtogum sem héldu
því fram að kristnum mönnum
væri óheimilt að bera vopn undir
öllum kringumstæðum má nefna
tvo: Mennon, f 1492, en trúar-
flokkurinn Mennonítar hefur
nafn sitt eftir honum. Þá ber að
nefna George Fox, fyrsta leiðtoga
Kvekara f. 1624.
Hvorugur þessara trúarflokka
getur talizt fjölmennur, en báðir
eru merkilegir, ekki sízt kvekar-
ar sökum mikillar mannúðar í
þjóðfélagsmálum, afnámi þræla-
halds, endurbótum og fangelsa
og síðast en ekki sízt fyrir af-
skipti sín af friðarmálum, en þeir
láta þau nú til sín -taka á heims-
mælikvarða. Víkur sögunni að
þeim síðar.
Reykjavík í febrúarlok 1953.
Jóhann Hannesson.
Herflugvélar til flétta
marcnafiutnlnga
BONN, 4. marz. — Adenauer
forsætisráðherra skýrði frá því
í þýzka þinginu í dag, að hann
hefði beðið Vesturveldin um að
láta í té hernaðarflugvélar til
þess að flytja flóttamenn frá V.-
Berlín til Vestur-Þýzkalands, en
brýn nauðsyn krefur nú, að hraða
þessum flutningum, þar sem all-
ar flóttamannabúðir í Vestur-
Berlín eru yfirfullar.
—-NTB-Reuter.
Sýningar á „Rekkj-
■ir
oo ,J
mólinu" að nýju
Frú Anna Björnsdétt-
ir Lækjamóti 50 ára
HINN 23. febr. s. 1. átti fimm-
tugsafmæli frú Anna Björnsdótt-
ir á Lækjarmóti. Heimsótti hana
fjöldi fólks úr sveitipni.
Bárust henni fjöldi af skeyt-
um og fögrum gjöfum.
Anna er Skagfirðingur að ætt.
Hún er prýðilega vel gefin kona
og víðlesin, stjórnsöm húsmóðir
og félagslynd.
Anna er kvænt Eið Sigurðs-
syni oddvita. Hafa þau eignazt 7
börn en 6 þeirra eru á lífi.
•> Sveitungi.
I P]Oviv
SÝNINGAR á „Stefnumótinu“
eftir J. Anouilh hafa legið niðri
um hríð sökum þess, að aðalleik-
andinn, Gunnar Eyjólfsson, hefur
verið undanfarið á leikferðalög-
um með „Rekkjuna“ víða um
landið.
Fyrir atbeina áhugasamra leik-
húsmanna var sú nýbreytni tekin
upp hjá Þjóðleikhúsinu að gefa
sem flestum landsmönnum kost á
að sjá sjónleiki Þjóðleikhússins
utan veggja þess. Margmennir
eða fyrirferðamiklir sjónleikir
koma að sjálfsögðu ekki til greina
í þessum efnum, en hinsvegar eru
verk eins og t. d. Rekkjan einka-
iega vel fallin til slíkra leik-
kynninga. Fyrsta tilraunin gafst
vonum framar. Leikparinu, Ingu
Þórðardóttur og Gunnari Eyjólfs
syni, hefur verið tekið með kost-
um og kynjum af megin þorra
landsmanna, ef dæma má eftir
þeim viðtökum, sem það fékk ný-
lega bæði á Akureyri og Blöndu-
ósi, þar sem „Rekkjan“ var sýnd
við húsfylli í hvert skipti. Sýn-
ingar á sjónleikjum þessum hætta
sennilega upp úr miðjum mán-
uðinum vegna fyrirhugaðrar
brottfarar Gunnars Eyjólfssonar
til Bandaríkjanna.
Myndin hér að ofan er af Regínu Þórðardóttur, Guðbjörgu Þor-
bjarnardóttur og Gesti Pálssyni í „Stefnumótinu“.
Hákon Noregskon-
ungur til Svíþjéðar
STOKKHÓLMI, 4. marz. —
Ákveðið er nú hvernig háttað
verði móttöku Hákonar Noregs-
konungs, er hann kemur í heim-
sókn til Stokkhólms 23.—25.
marz n.k. — Tekur Svíakonungur
á móti honum ásamt ríkisstjórn
Sviþjóðar á járnbrautarstöðinni,
og um kvöldið er boð inni í
norska sendiráðinu fyrir sænsku
konungsfjölskylduna, þá er og af-
ráðið að konungsfjölskyldurnar
verði viðstaddar leiksýningu í
Stokkhólmi. -—NTB
Framhald af bls. 1
VISHINSKÍ HELDUR HEÍM
Frá New York berast þær
fregnír, að Vishinskí, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, sem nú
er staddur í New York á þingi
S. Þ., muni halda heim á morg-
un með vélflugu. Er ástæðan
vanheilsa Stalíns og þykir Vis-
hinskí mikið við liggja að kom-
ast heim, þar sem hann hefur
venjulega áður farið sjóleiðis. Á
hinum vikulega blaðamanna-
fundi sínum í dag sagðist Eisen-
hower, forseti, vera fús til þess
að hitta eftirmann Staiíns að
máli, ef um það næðist sam-
komulag'.
MIKIÐ RÆTT UM
VEIKINDI STALÍNS
í MOSKVU
Fréttaritari Reuters í Moskvu
segir, að veikindi Stalíns setji
svip á allt þjóðlífið í Sovétríkj-
unum um þessar mundir. í
Moskvu eru veikindi marskálks-
ihs mikið rædd manna 1 milli og
bíður fólkið með óþreyju eftir
nýjustu fregnum um líðan ein-
ræðisherrans. — í rússnesku blöð
unum hafa fréttir um líðan
Stalíns verið á forsíðunum, og
hafa blöðin hvatt þjóðina til að
sína stillingu og fylkja sér um
kommúnistaflokkinn. Moskvu-út-
varpið hefur í allan dag útvarp-
að þáttum úr lífi Stalíns, auk
þess' sem lesið hefur verið upp
úr verkum hans. Á milli þess
hafa svo komið tilkynningar um
líðan hans.
ÞRIGGJA MANNA IÍÁÐ
Mjög hefur verið rætt um
það meðal vestrænna stjórn-
málamanna, hver verði eftir-
maður Stalíns. Hafa margir
hallazt að því, að Malenkov
verði látinn taka við starfi
hans og gerður að einvalds-
herra, en aðrir —• og eru þeir
mun fleiri —, að skipað verði
þriggja manna ráð Malenkovs,
Moloíovs og Beria, er hafi
með höndum allt fram-
kvæmdavald í Sovétríkjunum.
EITT af þeim máium, sem Flutn-
inganefnd S.Þ. tók fyrir á fund-
um sínum í New York í febrúar
var óhreinindi í sjó, sem stafa af
úrgangi frá skipum, olíubráð og
þessháttar. Nefndin leggur til að
sérfræðingar verði fengnir 'til að
rannsaka þetta vandamál í sam-
ráði við ríkisstjórnir, sem áhuga
hafa fyrir málir.u.
Tregur afli í Bolung-
arvík í febr. '
BOLUNGARVÍK, 5. marz: — Afli
hefir verið tregur frá Bolungar-
vík í febrúarmánuði á heimamið-
um. Alls var lagt á land 293,850
kg:
Einar Hálfdáns fékk 54,280 kg
í 17 róðrum, Flosi 44,670 kg í 15
róðrum, Víkingur 44,235 kg í 15
róðrum, Særún 15,600 kg. í 10
róðrum, Kristján 15,293 kg. í 11
róðrum og Ölver 8.762 kg. í 9
róðrum.
Heiðrún sem er í útilegu lagði
upp fjórum sinnum allt, 11.110
kg. úr samtals 19 lögnum. Sami
bátur iagði upp á þriðjudag
39.550 kg. afla, sem hún fékk aðal
lega í tveimur lögnum. — Hrað-
fryst voru 1092 kg. af skelflettri
rækju. •— Fréttaritari.
- Æskulýðssíða
Framhald af bls 11
gegn kynþáttahatri og trúar-
bragðaofsóknum keisaratímans.
Hin fyi-ri er, að nú hefur ísra-
elsríki slitið barnsskónum og
fylgir Vesturveidunum sem fast-
ast að málum.
Sú síðari á rót sína að rekja
til atburðar er gerðist nýlega á
járnbrautarstöðinni í Moskvu. —
Mikill fjöldi Gyðinga hafði þar
safnazt saman til þess að fagna
með viðhöfn nýjum sendiherra
ísraels í Moskvu og votta hon-
um virðingu sína. Þá sáu vald-
hafar Sovétríkjanna enn ljósar,
að tilvist slíks félagshóps, er
játaði virðing og hollustu trú
sinni og musteri hennar í Jerú-
salem yrði ekki þoluð í því ríki
sanntrúaðra heiðingja, — Sovét-
ríkjunum. Mannfjöldanum var
dreift með lögregluvaldi pg
skömmu seinna voru iæknarnir
níu dæmdir.
Og iokasporið kom skömmii
síðar. í annarri viku febrúar
sleit Sovétstjórnin stjórnmála-
sambandi við ísrael og kaliaði
sendiherra sinn heim frá Tel
Aviv.
'k 'k
Þannig hefur nú Sovétstjórnin
bætt trúarbragðahatrinu við safn
sitt af hinu fjölbreyttasta mann-
hatri, sem undir sólinni finnst í
dag. Kommúnisminn prédikar
Stéttahatur, stéttastríð, hugsjóna-
hatur, kynþáttahatur, lífsótta og
trúarbragðahatur. En mæiirinn
er ekki enn fullur, því það er
eðli öfganna að brýnast og efiasfc
þar til öllu lýkur og himinninn
fellur niður. Ofbeldi leiðir af sér
meira ofbeldi, hatur vekur auk-
ið hatur, ofsalegri andstöðu og
endanlega byltingu.
En á meðan verða hlutlausir
áhorfendur að sjónarspili ís-
lenzkra kommúnista, hvort sem
það fer fram á sviðinu í Stjörnu-
bíói eða annars staðar, að virða
mönnum eins og Sverri Krist-
jánssyni og Birni Þorsteinssyni
það til vorkunnar, þótt þeir geri
ser það til dundurs að falsa bæði
íslandssöguna og mannkynssög-
una í amstri harðra dægra.
Því það geta fleiri ríkisþinghús
brunnið en það þýzka.
g'gs.
hússtðrl
Haldið hðndunum
bvortai
hvli
|úkum
nico
um
þvi
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
DON'T WOERV, AAV DAELING-.-
I MAVE BOOKS HBEE AND 2,
fOSTCN TO THE PADIO A GOOP
DEAL. . . I'M OKAV, AND I FEELy-
•^L MUCM BETTEK f . )
CHECDV, TELL ME,
. HONEV, AEE VOU ■
SUSE YOU WANT
, TO MACCY JE-F-F
CCANE V *'
OF COUDSE.
► DAD... I'M
GOINS Tv. ■*
MACRV MIM
., NEXT WEEK
1) — Svo líður þér miklu bet- haft tíma til að heimáfekjk þig. | 3) — Mér leiðist ekkerí. Ég
ur þegar þú vaknar aftur. i Það er svo mikið að .gera, þeg- hef hérna bækur til að skemmta
2) Á meðan: — Ég hef haft | ar maður ætlar að fará að gifta !mér við og ég hlusta á útvarpið.
svo mikið að gera, að ég hef ekkiisig. ____ .__________.f* 4) — Sirrí, segðu mér elskan
mín, langar þig í raun og veru
til að giftast Jafet.
— Auðvitað, annars myndi ég
ekki gera það. _________;