Morgunblaðið - 13.03.1953, Side 6
6
MORGIIIVBLAÐIÐ
Föstudagur 13. marz 1953
Smásaga dagsins:
HJARTALAGIÐ
Af jjónarhóli sveitamanns
Eftir EDW. THYBO
JESPER KLIM, húsateiknari, átti
að halda fyrstu stóru veizluna á
aevinni. Hann hafði unnið í sam-
keppni um teikningu á brú og í
heila viku var allt á öðrum end-
anum á heimil hans, því margt
fyrirfólk átti að koma til veizl-
unnar.
Daginn scm veizlan átti að
vera, sat hann á fundum og kom
ekki heim fyrr en tuttugu mín-
útum áður en gestirnir áttu að
koma. En hann hafði nægan tíma
til að hafa fataskipti. Konan hans,
Jeanette hafið séð fyrir öllu.
Hann stóð frammi í anddyrinu
og var að dást að stórum blóm-
vendi sem stóð þar á borðinu,
þegar Jeanette kom fram.
„Bygginga-rmálaráðherrann
sendi þessi bióm,“ sagði hún. —
„Hann segist hlakka til að koma
í kvöld.“
„Ágætt,“ sagði Jesper og néri
. saman höndunum. „Er annars
allt tilbúið?"
„Já.... . drsendi þinn, Sebastian
hringdi.*1 ■
„Nú..... frá Jótlandi?"
„Nei, frá Kaupmannahöfn. —
Hann er kominn til borgarinnar
til að óska þér til hamingju með
sigurinn í samkeppninni."
„Við verðum að bjóða honum
heim einhvem næstu daga.“
„Hann er á förum heim aftur.
Það er rauðsprettuvertíðin núna
eins og þú veizt. Hann sagðist
ætla að koma snöggvast í kvöld.“
„í kvöld? Þú hefur vonandi
sagt honum, að við ættum von á
gestum?“
„Átti ég að segja honum að
hann væri ekki nógu „fínn“ til
að vera með þeim gestum, hann
sem kostaði þig til náms, fátækur
sjómaðurinn, af sparifé sínu?“
„Ég átti ekki við það....“
„Ég sagði honum auðvitað að
hann væri hjartanlega velkom-
inn. En hann ætti að koma í
svörtum kvöldklæðnaði. Sebasti-
an gamli var viss um að þú vild-
ir gjarna sjá hann, svo hann fór
út og fékk sé.r leigðan kvöld-
klæðnað.... hann kom klukku-
tíma of snemma og situr inni í
stofu og er að lesa bók. Verst er
að hann hefur sett á sig svart
Slifsi í staðinn fyrir slaufu.“
. „Hvað þá? Svart slifsi? Getur
þú ekki lánað honum eina slauf-
una mína?“
„Heldurðu að ég geti far.ið inn
til hans og sagt að slifsið, sem
hann borgaði fjórtán krónur fyr-
ir, sé ekki nógu gott? Ég vil ekki
særa tilfinningar gamla manns-
ins.“
„Hvað heldurðu að hinir gest-
írnir hugsi? Ráðherrann, hæsta-
réttarlögmaðurinn, prófessorinn.
.... Ég viðurkenni gjarnan gaml
an frænda, sem er sjómaður. ...
já, hvað sem er, aðeins ef menn
eru ekki til athlægis og þykjast
vera eitthvað annað en þeir eru
V... og svart slifsi við kvöld-
klæðnað, Jeanette.... “
„Vertu rólegur.“
„Að ég tali nú ekki um bróður
þinn sem er slifsafrarhleiðandi
'.'... hvað heldurðu að hann
segi?“
„Farðu upp og hafðu fataskipti.
Ég skal sjá hvað ég get gert.“
Á meðan Jesper var að klæða
sig, þóttist hann geta gert sér í
h'ugarlund, hvernig andrúmsloft-
ið yrði í stofunni, þegar gestirnir
gerðu sér allt far um að horfa
ekki á slifsi gamla mannsins. Ef
þeir aðeins mundu slá þessu upp
í gaman, en hann vissi að það
mundi ekki verða gert....
Hann kom ekki niður fyrr en
allir gestirnir voru komnir. —
Snöggvast nam hann staðar í
anddyrinu og hlustaði á óminn
af röddum gestanna og hláturinn
íhnan úr stófunni. Allt virtist
véra í beztá lagi. '
Hann hérti upp hugann og
gekk inn. Fyrst varð hann hálf-1
0 blindaður af sterku ljósinú. Svo
I heyrði hann að þögn varð á sam- j
ræðunum. Sumir gestanna gutu
hornauga til hans, eins og eitt-j
hvað færi aflaga á honum.
Og nú fyrst tók hann eftir því,
að allir karlmennirnir voru með
svört slifsi við kvöldklæðnað-
inn. . . .
Á legubekknum sat Sebastian
frændi og var að útskýra fyrir
fiskimálaráðh., hvernig geng-
ið væri frá fiskinum, sem seldur
væri til Suður-Frakklands og
ráðherrann var auðsjáanlega full
ur áhuga. Þegar Jesper kom til
þeirra og rétti fram höndina,
stóð ráðherrann á fætur.
„Hevrið þér. Klim þér fylgiztj
bersýnilega ekki með tízkunni.“ j
Hann benti á slaufuna. „Haldiðj
þér ekki að þér ættuð að fara
upp og setja á yður slifsi í stað-
inn?“
„Frændi minn er ágætur,“ sagði
Sebastian gamli, „.... en þetta j
er nú fyrsta veizlan, sem hann j
heldur, því hann hefur alltaf set-'
ið við vinnuborðið, og ekki gefið
sér tíma til slíks. Eiginlega skipta
slík atriði sem varða ytra útlit
heldur ekki máli. Aðalatriðið er
að hjartalagið sé gott.“
„Það er satt og rétt,“ sagði
ráðherrann.... „en Klim ætti þó
að fylgjast betur með....“
Jesper dró Jeanette með sér
fram í forstofuna.
„Er ég genginn af göflunum?
Eða eru allir með svört slifsi við
kvöldklæðnaðinn? “
„Jú, þeir hafa það,“ sagði
Jeanette. „Ég bað bróðir minn
að taka með sér eina tylft og
svo útskýrði ég það fyrir gest-
Unum um leið og þeir komu, að
við mættum ekki særa frænda
þinn gamla, og þeim fannst öll-
um gaman að því. Það urðu eng-
ar vandræðalegar þagnir, skal ég
segja þér og allir voru strax í
sólskinsskapi. — Það getur þú
þakkað frænda þínum, Sebasti-
an.“ —
1179 sfcip voru í smíðum á
síðasia ársfjórðungi 1952
Voru samtals yfir 2 millj. lesta
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
LUNDÚNUM 11. marz. — Brezka vátryggingarfélagið Lloyds í
Lundúnum hefur tilkynnt, að 1179 skip hafi verið í smíðum í heim-
inum á síðasta ársfjórðungi 1952. Eru þau samtals 2.146.402 lestir
að stærð og var þriðjungurinn í smíðum í brezkum skipasmíða-
stöðvum.
Þó nær þetta yfirlit ekki til að stærð. En rúmur helmingur
Sovétríkjanna, Póllands né Kína (56.6%) allra þeirra skipa, sem
vegna þess, að þessi lönd hafa smíðuð voru í brezkum skipa-
ekki gefið neitt upp um skipa- smíðastöðvum, voru olíuflutninga
smíðar þeirra á s.l. ári. skip.
84.000 LESTUM MEIRA
ENí FYRRA
Næst á eftir Bretlandi komu
Bandaríkin og Japan, en skip þau
sem voru þar í smíðum á síðasta
ársfjórðungnum 1952, voru sam-
tals 679.815 og 567.095 lestir að
stærð. Smálestatala þeirra skipa,
sem smíðuðu voru í Bretlandi á
þessum tíma, jókst úm 84.000
lestir frá þvi í fyrra, en þeirra,
sem voru í smíðum í Bandaríkj-
unum, um 80.000 lestir.
103 OLÍUSKIP
Alls voru á þessum tíma smíð-
uð 103 olíuskip, 1.214.864 lestír
1600 flólfamenn
BERLÍN, 10. marz — Flótta- ^
! mannastöðin í Vestur-BsU.ín upp
lýsti í dag að á síðasta sólarhring
l hefðu 1600 flóttamenn frá Aust-
uí-Þýzkalandi verið fluttir flug-
leiðis til Vestur-Þýzk'alands.
Hefur tekizt að fá fleiri flug-
vélar til þessara flutninga svo
að þeir munu ganga greiðlega
næstu daga. —Reuter-NTB. i
NÚ er langt síðan Morgunblaðið
og ísafold hafa birt þætti undir
I þessari fyrirsögn. Þeir sem fylgst
■ hafa með efni þessara blaða vita
samt, að í þeim hafa birzt marg-
ar greinar um málefni sveitanna
og hagsmuni þess fólks er þar
býr. Ég held, að mér berist aldrei
blað af ísafold, sem ekki flytur
fleiri og færri greinar um land-
búnaðinn og framfaramál sveit-
anna. Þetta er ekkert tiltökumál.
Sjáífstæðisflokkurinn er að vísu
ekki neinn stéttarflokkur bænda
i eða sveitafólks sérstaklega. Hann
er flókkur allra stétta. Öll hans
pólitík er byggð upp af þvi sjón-
armiði, að því aðeins vegni fólk-
inu i landinu vel og gæfusam-
lega að stéttirnar vinni saman og
líti á hag hverrar annarar áf
skilningi og velvilja. Sjálfstæðis-
menn vita, að til þess að þetta
allra stétta sjónarmið njóti sín
í flokki þeirra, má ekki hagur
neinnar þeirrar vera fyrir borð
borinn. Fulltrúar þeirra allra
verða áð fá tækifæri til að setja
fram sín sjónarrmð og komá'skoð
unnm sínum fyrtr augu og eyru-
almennings. Til þess eru biöðinng
sá æskilegasti vettvangur. Þess
Vegna birtast að jafnaði margar
gi einar í Mbl. og ísafold um
máfefni landbúnaðar- og bænda,
enda þótt þær standi ekki undir
fyrirsögninni: Af sjónarhóli
sveitamanns.
< EIN AF þeim greinúm, sem ég
. hef í huga og nú nýlega hefur
birzt, fjailar um efnahag bænda.
Kom hún í Mbl. 17. febr. s.I. Hún
er eftir Snæbjörn Thoroddsen,
bónda í Kvígindisdag og fjailar
um eignir bænda og efhahag.
Stundum hefur það komið fram
í blöðunum, að bæjarbúar halda
að bændur séu tekjumiklir gróða
menn. Birtist þar hið fornkveðna,
að margur hyggur auð í annars
garði. Sannleikurinn er sá, að
meðaleign bóndans er ekki nema
sem nemur smábúi, 70 kindur,
5 kýr og 7 hross, sem metið er
til skatts á tæpl. 40 þús. kr. Þess
ber að gæta, að þegar meðaleign-
in er talin þetta, þá eru jarðirn-
ar metnar á fasteignamatsverði,
en flestar þeirra mundu nú selj-
ast margfallt hærra. Ennfremur
munu hér ekki teknar með í reikn
inginn þær umbætur, sem orðið
hafa í sveitum síðustu 10 árin.
Þótt þetta eignamat bænda sé
ekki nákvæmt, er af því ljóst,
sem raunar hver maður getur
sagt sér sjálfur, að bændur eru
engir efnamenn heldur aðeins
bjargálna fólk, sem verða að
horfa í hverja krónu og neita sér
um allan óþarfa til að komast
af frá ári til árs. Það er óhætt að
fullyrða, að engin stétt í landinu
lifir jafnspart og bændurnir i
klæðnaði, húsmunum, skemmtun
um og yfirleitt öllu því, sem hægt
er að komast af án, með sæmilegu
móti. Tekjur þeirra langflestra,
sem eitthvað hafa meira en til
hnífs og skeiðar fara í byggingar,
ræktun vélakaup og annað til efl-
ingar og tryggingar atvinnurekstr
inum. Og það ætla ég að fullyrða,
að þótt eitthvað rýmkaðist hagur
bænda frá því sem nú er, mundu
auknar tekjur þeirra ganga til
þessa sama en ekki í neina óþarfa
eyðslu. Þetta hljóta allir að viður
kenna, sem eitthvað þekkja hag
og hugsunarhátt ísl. sveitafólks.
Þessvegna hefur það mikla þjóð-
hagslega þýðingu, að auka tekjur
bænda en ríra þær ekki. En því
miður er nú gengið á það lagið
eins og í Ijós kom síðast í verk-
fallinu fyrir jólin.
HÉR að framan hefur verið rætt
um efnahag bænda á grundvelli
þess eignayfirlits, sem kom í vet-
ur í Árbók landbúnaðarins. Það
skal ekki véfengt svo langt sem
það nær og þá heldur ekki sú
ályktun sem ritstjóri Árbókar-
innar dregur af tölum sínum þ. e.
þessi: „Þegar á þetta er litið, mun
óhætt að fullyrða að efnahagur
ísl. bændastéttar hefur aldrei ver
ið betri en hann er nú“. Efnahag-
ur bænda eins og annara ein-
staklinga fer eftir tvennu: 1) Hve
miklar tekjurnar eru 2) hvernig
með þær er farið. Um tekjur
bænda er það að segja, að ekki
munu aðrar stéttir í landinu hafa
þær lægri eins og nú standa sak-
ir. Á unaanförnum áratug hafa
bændur tvisvar sinnum fengið
það verð fyrir afurðir sinar að
vel hefur mátt við una. Hið fvrra
sem var haustið 1942. Þá var
Ingóifur á Hellu skipaður for-
maður Kjötverðlagsnefndar og
haíði hann forgöngu um að verð-
ið var ákveðið það hátt, að verzl-
unarárferðið var hagstætt íyrir
bændastéttina. Árið eftir var
verðið ákveðið i samræmi við
grundvöll þann sem lagður var af
sex manna nefndinni. sem ;;tarf-
aði efttr lögunum um dýrtiðar-
ráðstafanir frá 1943. Náðist í
heimi samkomulag milli fulltrúa
framleiðenda og neytenda um .
vísitölu framleiðslukostnaðar
landbúnaðarvara og var það sana
komulag bindandi fy-rir Alþingi
meðan ófriðarástandið héldist.
Hversu hagstaett' þetta samkorrtu-
j lag var fyrir framleiðendur, má
sjálfsagt þakka þvi m. o. hve kjöt
verðið var gott haustið 1942, erada
kallaði Alþýðublaðið þá verð-
ákvörðun „Ingólfsstyttuna" í
háoungarskyni við formann kjöt
verðlagsnefndar. Þótt hagur
bænda hafi haldist i sæmilegu
horfi siðan 1942, stafar það langt
um frekar af því af hve mikilli
sparsemi og hagsýni þeir hafa
haldið á tekjum sínum heldur en
hinu, hve ríflegar þær hafa ver-
ið, samanborðið við tilkostnað.
ER ÞÁ komið að því aftur, sem
drepið var á hér að framan og á
að vera aðalatriðið í þessum þátt-
um í þetta sinn. Ég hygg, að engir
einstaklingar í landinu hafi farið
eins vel með efni sín á þessum
tímum hinna háu talna eins og
ráðdeildarsamir bændur og ann-
að sveitafólk. Með þessu er ég
ekki að segja það, að sveitamenn
séu allir gæddir hinum fornu
dyggðum — sparsemi, nýtni, hag-
sýni — í það ríkara mæli heldur
en aðrir landsmenn, að það geri
hér gæfumuninn. Aðstaða og um-
hverfi veldur miklu. I sveitinni
er ekki tækifæri til daglegrar
eyðslu cins og í kaupstöðum með
búðum á hverju götuhorni og
fjölda skemmtana öll kvöld vik-
unnar. Margir fara mánuðum sam
‘ an ekki út af heimilum sínum og
þurfa sjaldan að nota spariföt sín
og fleira mætti telja i þessu sam-
bandi. Allir, sem þekkja muninn
á lífinu í kaupstað og sveit vita
hver munur er hér á. En þetta
ásamt svo mörgu öðru stuðlar að
því þjóðhagslega mikilvægi, að
sem flestir landsmenn búi í sveit-
unum við lífvænlega atvinnu og
hafi svigrúm til að bæta jarðir
sínar, bústofn og byggingar. Þetta
er hin efnahagslega hlið og hana
skal ekki vanmeta. Þó er hitt
mikilvægara, að í sveitinni bjóð-
ast hin ákjósanlegustu skilyrði
til að rækta með mannfólkinu þá
mannkosti og manndyggðir, sem
eru undirstaða alls velfarnaðar
þjóðarinnar.
Mjóg ódýr
UMBUÐA
PAPPÍit
til sölu.
IfifjorífliAVibla&ú