Morgunblaðið - 26.03.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1953, Blaðsíða 2
2 MO RGVN BLAÐIÐ Fimmtudagur 26. marz 1953 Barnavemdarfélatjið hyggsf auka kynningarsfarfsenii AÐALFUNDUR Barnaverndar- félags Reykjavíkur var haldinn jrnánudaginn þ. 23. þ. m. kl. 8,30 síðdegis í I. kennslustofu háskól- ans. Formaður félagsins, Dr. Matt- hias Jónasson, gaf skýrslu um starf félagsins á árinu. Hefur það látið ýmis mál, sem varða uppeldi til sín taka. Það' hefur gengist fyrir söfnun skýrslna um fávita um allt land. Félagiö hefur veitt ungum kennara, Birni Gestssyni, 8 þús. kr. styrk í tvö ár til þess að leggja stund á fávitakennslu. Er hann i Zúrich í Sviss og lýkur námi á næsta ári. Stjórn félagsins auglýsti s.l. sumar, að það myndi styrkja efni- legan kennara til þess að sér- rnennta sig i kennslu tornæmra barna erlendis, en engar umsókn- ir hafa enn borizt um styrkinn, Sakir þess að félagið er ungí og fjárvana, hefur því ekki verið unnt að ráðast í miklar fram- kvæmdir aðrar en kynningar- starfsemi um uppeldísmal. Fólagið gefur út 1. vetrardag fitið „Sólhvörf", og eru þá einnig seld á götum úti merki félagsins: Fyrsti vetrardagur er fjársöfnun- ardagur allra barnaverndarfélaga í landinu, en þau eru nú níu að tölu og starfa í öllum fjölmenn- ustu kaupstöðum landsins. Á þessu ári hyggst félagið að auka kynningarstarfsemi sína. Er í ráði að gefa út bókarkorn eftir Pearl Buck: „Barnið, sem verður aldrei fullþroska“. Fjall- ar þessi bók um vandamál þeirra foreldra, sem eiga fávita börn. Þá hefur félagið fengið nokkrar kvikmyndir um barnauppeldi frá Sameinuðu þjóðunum og munu þær verða sýndar á vegum fé- lagsins bráðlega. Er þess að Skemmtilepr og fróðiegar kyikmynd- ir sýndar á Jökla- rannséknarfél. ftindi FUNDUR sá í Jöklarannsóknar- félaginu, sem haldinn var í fyrra- kvöld í Tjarnarkaffi, var fjölsótt- uf mjög og afar skemmtilegur. Pálmi Hannesson, rektor, sýndi tvær kvikmyndir, sem teknar voru á síðastliðnu sumri. — Var önnur frá Þórsmörk, sem dregur nú til sín fleiri og fleiri ferða- menn á sumrin. Myndin var tekin er stjórn Ferðafélagsins fór inn á mörkina til að velja væntanlegu saeluhúsi Ferðafélagsins stað. — Mun það hús verða reist í minn- ingu Skagfjörðs, framkvæmda- stjóra félagsins. Hin myndin, sem Pálmi rektor sýndi, var frá Gríms ey. Sýnir myndin fuglalíf og landslag eyjarinnár. Vakti hún mikla athygli, þó ekki væri hún Iöhg. Tók Pálmi hana þar í fyrra- íumar. Nokkrar byggingar sjást á myndínni og mátti t.d. sjá torf- bæi í gömlum stíl, sem enn er búið í. Dr. Sigurður Þórarinsson sýndi kvikmyndir frá hinum miklu eld- fjölium Mona Loa og Kilaua á Havaíeyjum. Fjöll þessi eru 4000 ro há fvrir ofan sjávarmál og undir því eru þau 5000 m. Mynd- irnar, sem Sigurður sýndi eru nýjar af eldgosum í fjöllunum og bi aunrennsli. Gat hann þess, að hraunrennslið frá fjöllunum væri miklu hraðara en hraunið frá Heklu. Sagði Sigurður að Skaftáreldahraun myndi hafa runnið fram með svipuðum hraða og þetta Havaíeyjahraun, sem stundum hefur farið 25 km leið á fjórum klukkustundum. Gerður var góður rómur að ználi þeirra Pálma og Sigurðar. vænta, að þessi kynningarháttur geí'i góða raun hér sem annars staðar, því að sjón eru sögu ríkari. Félagið á nú rúmar 60 þús. kr. í sjóði. Stjórn félagsins var endurkosin einróma, en hana skipa nú: Dr. Matthías .Jónasson formaður, Símon Jóh. Ágústsson' ritári, frú Lára Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Síra Jón Auðuns og Kristján Þor- varðsson læknir. Að aðalfundarstörfum loknum voru sýndar þrjár kvikmyndir um meðferð og uppeldi barna, og vöktu þæí óskipta athygli fundarmanna. Ténskáldafélagið mólmælir úthiutun listamannalauna Á FUNDI félagsins í gær var samþykkt svohljóðandi ályktun: Fundur Tónskáldafélags ís- lands, haldinn 24. marz 1953. mót- mælir eindregið þeirri raðstöfun úthlutunarnefndar listamanna launa, að skipa tónlistinni í þriðja sæti við úthlutun þessa árs eins og reyndar cinnig áðui'. Fundurinn vítir ennfremur það kæruleysi nefndarinnar að þver- skallast við tilmælum félagsins um að veita fulltrúum þess við- tal og leita álits tónlistarmanna áður en úthlutun færi fram. Þar sem þekking manna hér á þessari list hefur til skamms tíma verið svo lítil, sýndist lengi von- laust að gera tilraunir til að auka skilning á opinberri meðferð mál- eína hennar. Nú er þó svo komið, að til gagns mætti verða að minna á eftirfarandi staðreyndir: 1) Sköpun æðri tónverka út- heimtir hlutfallslega meiri tíma en önnur liststörf. Ómögulegt er að veigamikil tónverk geti orðið til sem íhlaupavinna. — Marga vinnudaga þarf stundum ein- göngu til að skrifa niður tón- kafla þann, sem hljómar á örfá- um sekúndum aðeins. 2) Tónskáld hafa ekki færi á að kynna verk sín með svo auð- veldum hætti sem rithöfundar og myndlistafmenn og öðlast varla tekjur af verkum sínum fyrr en þau eru flutt opinberlega og flutningsgjöld greiðast. 3) Mikinn kostnað þarf að leggja fram til að fá tónverkin flutt; fjölritun tónverka og radd- hefta þeirra kostar venjulega st.órfé, svo og flutningurinn sjálf- ur, en verkin verðá oft, jáfnvel af kunnáttumönnum, ekki metin ifyrr en eftir margendurtekna á- iheyrn. Fundurinn leyfii' sér að mót- ‘mæla þvi skeytingarleysi þings iog stjórnar að fela meðferð list- mála mönnum, sem hvorki hafa þekkingu né áhuga á tónlist og leyfir sér að benda á þá þjóðem- islegu hættu, er stafar af kæru- ieysi gagnvart þessari list, sem getur náð svo miktu dýpri tökum en aðrar listgreinir. (Orðrétt frétt frá Tónskáldafélaginu). ísólfur kom með 218 lonn ai karfa HAFNARFIRÐI — Togarinn ís- ólfur, sem lagt hefir afla sinn á land hér í vetúr, kom af veiðum í gær með 218 tonn af karfa eftir 5 daga útivist. Hann fór aftur á veiðar í gærkvöldi. Togarinn Fylkir kemur í dag með rúm 200 tonn af fiski (á- gizkun). Röðull er væntanlegur á morgun. —G. Úr síðasta þætti Dómu ætar viðtökur á Akurevri EINS OG áður hefur verið getíð' hér í blaðinu, frumsýndi Leik- félag Akureyrar Dóma eftir Andrés G. Þormar 12. þ. m. Norðanblöðin fara öll mjög lofsamlegum orðum um leiksýn- ingu þessa, og hæla meðferð leik- endanna á hlutverkum þeirra. — og leikstjóranum Jóni Norðfjörð. í vandaðri leikskrá, sem Leik- íélag Akureyrar gaf út, segir leikstjórinn, að hann telji leikrit þetta „stórkostlega leiksviðshæft Ieikrit.“ Þorst. M. Jónsson segir í grein um leikritið í leikskránni: „í Dómum felst seiðmagn, sem heldur athygli áhorfendanna fastri við allt það sem gerist og sagt er á leiksviðinu.. .. “ Dagur segir: „Leikfélagið hefur á ýmsan hátt gert stór vel með uppfærsiu þessa eítirtektarverða sjónleiks, og væri vel, að það væri metið að verðleikum. Aðalatriðið er þó, að höf. hefur tekizt að gera persónur sínar lif- andi og leggja þeim í brjóst til- finningar og á tungu orð, sem tala til allra heilbrigðra manna. Þessi sjónleikur er vel og hag- lega gerð smíð. Samtölin eru víða þróttmikil og þrungin skáldlegum hugsunum.“ Alþýðumaðurinn segir: „Gamla Jón leikur Jón Norðfjörð um- búðalaust með þeim ágætum, að hér hefur áreiðanlega ekki oft sézt slíkur leikur á „fjölunum". Því ber vissulega að fagna, að Leikfélag Akureyrar hefur valiðj leik þennan til sýningar. í fyrsta lagi er hann eftir íslenzkan höf- und, og er þannig ýtt undir leik-I ritaskáldskap vorn. í öðru lagi er hér að vissu marki um sögu- legt leikrit að ræða> og á þann hátt gefið tækifæri til að skyggn- ast inn í fortíð þjóðarinnar. í þriðja lagi gerir leikritið talsverð ar kröfur til hugkvæmni og smekkvísi í útbúnaði ieiksviðs, leiktjalda og búninga, en allt slíkt gleður augað, ef vel er gert, og er snarari þáttur leiklistar- innar en oft er haft á orði. Og í síðasta lagi og ekki sízta gerir leikritið kröfur til all-fjölbreyttra persónugerða og gerir miklar kröfur til leiks.“ Verkamaðurinn segir: „Leikur þeirra Brynhildar Steingríms- dóttur (Erla) og Margrétar Kondrups (Reginu) er með ágæt- um. . .. “ Enn fremur segir blaðið: „Til þess að skilja nútímann verður að þekkja aðdraganda og orsakir, söguna, og leikritið Dómar hefur boðskap að flytja okkur.“ fslendingur telur að þeir tveir leikendurnir, sem fara með gesta- hlutverk. Steingrímur Þorsteins- son (Þórólfur) og Sigurður Hall- marsson (sýslumannssoninn), séu ungir skapgerðarleikarar, sem mikils megi af vænta. „Er vissu- lega þakkarvert,“ segir blaðið, „að félagið skyldi ráðast í sýn- ingu Dóma að þessu sinni.“ Blaðið segir einnig, að heildar- meðferð leiksins hafi verið góð og viða með ágætum. Höfundurinn Andrés G. Þor- mar var viðstaddur frumsýningu og lét hann þau orð falla að með- férð leikendanna hefði að sínum dómi verið hin bezta. ★ Leikfélag Akureyrar hefur und anfarin ár starfað með miklum blóma og mun óhætt að segja að leiklistarlíf utan Reykjavíkur rísi þar í bæ hæst. Félagið hefur á að skipa miklum og góðum starfski'öftum, sem iiafa sýnt það á liðnum árum hvers þeir eru megnugir og yfir hverjum list- rænum heifileikum þeir búa. Leikstjórar félagsins hafa og leyst störf sín hið prýðilegasta af hendi. Leikfélhgið réðst í það þakk- arverða verk að taka til sýninga nú fyrir nokkru ágætan sjónleik eftir íslenzkan höfund góðkunn- an, Dóma eítir Andrés G. Þorm- ar. Það er ávallt mikill viðburð- ur þegar leikrit eftir íslenzkan höfund er tekið til meðíerðar. Bæði eru þau tiltölidega fá að tölu og misjafnlega hæf til sýn- inga. Með sýningum sínum á Dómum hefur Leikfélag Akur- eyrar stigið stórt spor tii kynn- ingar innlendum Jeikritahöfund- um og á fyrir það þakkir skild- ar. Alilangt er síðan Andrés G. Þormar skrifaði leikritið, en það kom út 1923. Gerist leikritið á hinni myrku galdraöld og er hin prýðilegasta og listrænasta þjóð- lífslýsing. Er þar brugðið upp fyrir áhorfandanum lifandi svip- myndum úr þeirrar tíðar dögum. Leikritið er prýðilega sviðshæft, ritað af mikilli þekkingu á sviðs- vinnubrögðum og ber þess vott að þar hefur mikill leikhúsmað- ur verið að verki. Leikstjórinn Jón Norðfjörð hefur sett leikritið á svið og tek- izt það afburða vel. Er þar í alla staði farið hinum kunnáttumestu höndum um, enda hefur Jpn mikla æfingu í leikstjórn og ný- lega siglt utan til þess að afla sér nýrrar þekkingar á leikhús- málum. Dómai' Akureyrarblaðanna eru allir á einn veg. Hrósa þeir mjög höfundinum, leikstjórninni og meðferð leikendanna á hlutverk- um sínum, telja Dóma hinn mesta listviðburð og kveða langt síðan Leikfélaginu hafi tekizt jafn vel um leikritaval og flutning. Er vissulega ánægjulegt er ís- lenzkt leikrit hlýtur þær viðtök- ur, sem Dómar hafa hlotið und- anfarið á Akureyri. Síðustu fregnir sem blaðinu hafa borizt, herma, að aðsókn að leikritinu sé ávallt jafngóð og viðtökur hinar beztu. Cambridge sigraði LUNDÚNUM — í hinni árlegu bridgekeppni milli háskólanna Cambridge og Oxford, sigraði lið Cambridge með 51 stigi. STAKSTEjyAR Þar sem útsvörin tvöfölduðust í Yestmannaeyjum er „vinstri stjórn", þ. e. a. s. þar mynda kommúnistar, kratar og Fram-* sóknarmenn meirihluta i bæjar« stjórn. „Fylkir“, blað Sjálfstæðis« manna í Yestmannaeyjum, skýr- ir nýlega fra bví, hvcrnig þessuns flokkum hefur farizt fjármála- stjórn Vestmannae.yjakanpstaðar. Þar kemur það í Ijós. 'ið á yfir- stanáandi kjörtimabili hafa út« svörin á Vestmannaeyingum ívö« íaidast. Þau voru árið 1950, fyrsta^ ár k.iörtímabilsins, 3 millj. og 28$ þús. kr. Eu á árinu 1953, síðasta ári kjörtimaiiilsins vcrða útsvör- in á Vestmannaeyingum rúmlega 6. millj. og 406 þús. kr. Á Alþingi og í bæjarstjóm Reykjavíkur segjast kratar og kommúnistar vera á móti háuitt sköttum og eðrmn álögum á at« menning. En bar scni þeir stjóma sjáifir er útkoman þcssi. Á bað má ennfremur rninna, a® á s. .1 ári hækkuðu kratar og kommúnistar á ísafirði úlsvöriis á ísfirðingum um tæplega 40%. Kjarni málsins er sá, að út« svör og álögur eru hvergi hærrt á öllum almenningi en einmitt þar sem kralar og kommúnistat fara með völdin. íf 39 þúsundir atvinnuleysingjar Blað norska Alþýðuflokksinsi, Arbejderbladet, scgir nýlega fri því, að í vetur hafi 39 þús. mannt verið atvinnulausir í Norcgi. í Noregi fer stjórn sósíaldemo- krata með völd. Þar, eins og annars staðar, hafa kralarni* byggt stefnu sína á strangri hafta- pólitík. T. d. um hana má nefna. að alit frá síðustu heimsstyrjöld hafa verið strangar hömlur á byggingarframkvæmdum í land- inu. Þannig hefur timbur veriS þar ákaflega naumt skammtað, Hefur það jafnvel hent, að bænd- ur, sem höggvið hafa trjávið I sínum eigin skógi, hafa verið dæmdir í þungar fésektir fyrií að nota smá trjábút þaðan, áo þess að sækja um leyfi til þessi hjá opinberum nefndum og ráð- um!! Þannig er sósíalisminn í frani- kvæmd. Höft og hömlur eru alts staðar hans ær og kýr. Fréttaþjónusta í lagií Þjóðviljinn, segir frá þvi í gæf að hann sé „eina íslenzka dag- blaðið, sem býður upp á erlend# frcttaþjónustu“. Ekki er nú lítillætinu fyrir að fara hjá kommúnistablaðinu. Eis í þessu sambandi mætti minna % það, að jafnvel þegar hinn „mikll" Stalin lézt, flutti Þjóðviljinn ekkS þá frétt fyrr en á öðrum degf eftir lát marskálksins. í gær va# kommúnistablaðimi heldur ekki kunnugt um það að Mary ekkju- drottning Bretlands hei’ði látisl' í fyrrakvöld. Það er svo sem ekki að furða þótt kommúnistablaðið segisS vera „eina íslenzka daghlaðið"* sem líafi „erlenda fréttaþjón- ustu“!! j I Yeifingasalir H. opnaðlr á ný VEITINGASALIR Hótel Borgaí munu verða opnaðir á ný á morg- un, föstudag. Þeir hafa sem kurrn- ugt er verið lokaðir frá því urct áramót. — Ekki verður leyfilegS að veita vín í veitingasölunum, Þó veitingasaliriiir væru lokaðir, stöðvaðist rekstur gistihússina aldrei alveg, þó um mikinn sam« drátt væri að ræða, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.