Morgunblaðið - 26.03.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1953, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. marz 1953 S Y S T I R I N 3KÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG Framhaldssagan 32 þangað til hún kæmi aftur? Hún vissi að stúlkurnar skiptu þúsund um í London, sem mundu grípa tækifærið ef þeim byðist það til að fá þetta hlutverk. „Ég . . ég vil ekki fara, Jack“, sagði hún. „Því þarf nokkurt okk ar að fara? Við sem erum nýbúin að koma okkur fyrir í þessari litlu íbúð“. Hann brosti en honum líkaði ekki allskostar. „íbúðin fer ekki frá okkur. Hún verður alveg eins góð þegar við komum aftur. Og hugsaðu þér hvílíkt ævintýri þetta verður fyrir þig. Þú hefur aldrei komist til útlanda, nema þegar við fór- um þetta til Parísar". Hún hristi höfuðið. „Nei, en mig langar ekkert til að fara“. „Vitleysa", sagði hann dálítið hranalega. „Þú ferð og þér mun þykja gaman þegar af stað er komið. Það væri óhugsandi að láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum. Mér dettur ekki í hug að fara án þín. Þetta er kjána- skapur að láta svona“. „Áttu við .. áttu við að þú ætlir að halda fast við að ég fari?“ Rödd hennar var hikandi. „Ég vil ekki þvinga þig til þess, Janice“, sagði hann. „Ég vil ekki þvinga þig til neins“. Það varð stutt þögn. Hún brosti. „Jú, þetta var kannske vitleysa hjá mér“, sagði hún. „Ég var víst bara hrædd við að fara svona langt. Ef til vill mun mér finnast það gaman þegar þangað er kom- ið. Ég skal að minnsta kosti reyna það fyrir þig“. „Elsku Janice“, sagði hann og tók hana í fang sér. —//— Næsta dag fór Janice til Alice. Hún þorði ekki að fresta heim- sókninni eftir það sem Jack hafði sagt. En hún var dálítið tauga- óstyrk, þegar hún gekk upp tröpp urnar í gamla húsinu við Bays- water. Einu sinni hafði hún getað leyft sér hvað sem var gagnvart systur sinni. En hún var ekki viss um að svo væri ennþá. Hún var viss um að tilfinningar systur hennar höfðu breytzt í hennar garð siðustu vikurnar fyrir gift- inguna.' Janice þótti mjög fyrir þessum breytingum. Sú staðreynd að hún sjálf væri orsökin að þeim gerði henni ennþá þyngra í skapi. Hún hringdi dyrabjöllunni og Alice kom til dyra. Alice horfði fyrst þegjandi á systur sína. „Komdu sæl, Alice“, sagði S Janice eins glaðlega og hún gat. ; ,.Mér datt í hug .. mér datt í hug að koma og spjalla við þig. Má ég koma inn?“ „Auðvitað” ,sagði Alice. ,,Komdu inn. Ég hef undrast það sö þú hefur ekki komið fyrr“. Það var eitthvað þvingað við framkomu beggja. Þær töluðu saman kurteislega, eins og þær væru ókunnugar. „Ég .. ég hef verið afskaplega Önnum kafin", sagði Janice. „Við að koma íbúðinni í lag....“. „Ég skil“, sagði Alice. „Á ég að búa til te handa þér?“ „Þakka þér fyrir“, sagði aJnice. „Ég borða aldrei neinn morgun- mat . . drekk bara appelsínusafa. Ég er svo hrædd um að verða of feit“. „Þú virðist ekki hafa fitnað“, sagði Alice. „Mér sýnist þú meira f að segja hafa lagt af“. | „Við vorum svo mikið á fart- inni í París. En það var dásam- iegt. Ég keypti mér svo mikið af ' fallegum fötum. Ég .Allt í einu mundi hún eftir því að hún harfði ekki keypt neitt handa Alice í París. Þá mundi hún eftir bláum blómum tiibúnum, sem1 áttu ekki alveg nógu vel við kjólinn. „Ég keypti dálítið handa þér“, sagði hún. „En ég skildi það eftir heima“. „Það var fallega gert að muna eftir mér“. Ef svo var að rödd Alice var bitur, þá lét Janicé að minnsta kosti eins og hún hefði ekki heyrt það. „Ég held að þér muni falla þau vel“, hélt hún áfram. „Það eru tilbúin blóm. Maður fær hvergi falleg tilbúin blóm nema í París og ég veit að þér þykir blátt svo fallegt". Hún þagnaði snöggvast og mundi þá um leið að blátt klæddi alls ekki Alice. Hún flýtti sér því að halda áfram til að minna bæri á þessari yfirsjón hennar: „Og ég hlakka svo mikið til að sýna þér íbúðina. Ég vildi ekki að þú sæir hana fyrr en allt væri komið í lag. Hún er alveg indæl“. „Það er gott að þú ert ánægð með hana“, sagði Alice. Það sauð á katlinum og hún fór því fram í eldhúsið til að taka hann af vélinni. „Mér er farið að þykja svo vænt um hana“, kallaði Janice til hennar. „Ég sakna hennar áreiðanlega á meðan við Jack er- um fjarverandi. Þú veist að við erum að fara í einhvern rann- sóknarleikangur til Haiti eftir nokkrar Vikur? Heldurðu að það sé ekki gaman?“ Alice varð undrandi. Hún hafði ekki átt von á því að Janice tæki svo vel í það að fara í þetta ferða lag. En því skyldi hún ekki gera það? Janice hafði alltaf verið mikið fyrir allar tilbreytingar. „Það er gott að þér líkar það vel“, sagði hún. „Jack minntist á það við mig í gærkvöldi“. „Hann sagði mér að hann hefði minnst á það við þig“, sagði Janice. Ég ætlaði að koma til þín, en rétt áður £n ég lagði af stað fékk ég þennan ægilega höfuð- verk. Ég varð að fara beint í rúm ið. Þú mannst eftir því hvernig ég fékk oft slæma höfuðverki?“ „Ég man ekki eftir því að þú hafir fengið höfuðverk nokkurn tíma á ævinni“, sagði Alice stutt í spuna. „Þú getur ekki hafa gleymt því“, sagði Janice. Systur höfðu stundum leiðinlega gott minni, hugsaði hún með sjálfri sér. Syst ur voru leiðinlegar yfirleitt. En En fólk talaði ekki um það. Þær sátu yfir tebollunum þeg- ar Janice spurði kæruleysislega: „Ekki vænti ég að þú hafir séð Derek upp á síðkastið?" „Jú, hann kom hingað um dag- inn“. „Jæja“. Reiði brá fyrir í bláum augum Janice. „Vesalings Derek“, sagði hún og reyndi að hlæja. „Skrítið að ég skyldi nokkurn tíma hafa ver- ið skotin í honum. Hvernig geng- ur hjá honum?“ „Ekki sem bezt, því miður“, sagði Alice. „Leiktímabilið í Liverpool er liðið. Hann kom hingað til að reyna að fá aðra atvinnu". „Er hann í atvinnuleit . . ein- mitt“, sagði Janice. „Ætlar hann að setja upp leikrit hérna?“ „Það sagði hann mér“. Janice þagði dálitla stund og horfði hugsi niður í tebollann. Derek ætlaði að setja upp leikrit í London. Hún hló við. Svo stóð hún upp og sagðist verða að fara. Hún fleygði silfur- refaskinninu um axlir sér. „Ég hringi til þín og þá getum við ákveðið hvenær þú kemur og borðar með okkur“ sagði hún. „Vel á minnst, Jack sagði mér í morgun að þú værir hætt að vinna hjá frú Denning". Alice brosti við. „Já, mér var beinlínis sagt upp“. „Kerlingartuskan“, sagði Janice „Hún neitar Jack um að lofa mér að koma og heimsækja hana. Og hún veður í peningum. Hún hef- ur aldrei séð mig svo mér finnst það nokkuð ástæðulaust .. Þú ætlar að fara að vinna fyrir ein- hvern Bruce lávarð?“ „Ég byrja á mánudaginn", sagði Alice. „Til hamingju með það“, sagði XX. ins en ella. Það var aftur á móti erfiðara fyrir hans að kom- ast upp úr brunninum. Eftir langan tíma og mikið erfiði, tókst honum þó að fikra sig upp á brunnbarminn. Nú sá Hans, að það hefði verið betra fyrir hann að fara að ráðum refsins. Hann hafði alltaf á réttu að standa. Hans lagði nú af stað til þess að leita að kóngsdóttur, því að hann vissi, að bræður hans hefðu tekið hana með sér. Hann varð að bjarga kóngsdóttur úr höndum þeirra. Hans hélt viðstöðulaust áfram þar til hann kom heim í kóngsgarð- Bræður hans höfðu komið heim nokkru á und- an Hans, og höfðu þeir sagt föður sínum, að þeir hefðu í sameiningu handsamað demantsfuglinn, sömuleiðis demants- hestinn og síðast en ekki síst kóngsdótturina úr demants- höllinni. En svo einkennilega vildi til, að kóngsdóttirin fékkst ekki til að tala eitt einasta orð. Fuglinn og hesturinn voru einnig mjög miður sín. Áður en Hans kom í konungs- ríki, hafði hann búið sig í dulargerfi. Hann leit nú út sem fjörgamall maður. í fyrstu átti ekki að hleypa honum inn í höllina, en þegar hann sagðist vera með mjög áríðandi skila- boð til kóngsins, var honum loksins hleypt inn. Þegar Hans kom inn í salinn, þar sem kóngurinn var, stóð þannig á, að kóngsdóttirin fagra var þar stödd. Og þegar hún sá „gamla manninn", sá hún strax, að það var Hans. Hún hljóp beint í fang hans, og urðu miklir fagnað- arfundir með þeim. Síðan sagði hún kóngi allt eins og var. Hvernig bræður hans höfðu svikið Hans — og að þeir hefðu ætlað að drepa hann. Kóngurinn lét nú kalla syni sína fyrir sig. En þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um annað en Hans væri steindauður í brunninum. Þegar þeir komu inn í salinn og sáu Hans og kóngsdóttur, ætluðu þeir að flýja út úr herberginu, en Hvítar og grænar fiakkplötur (í tíglum). Sænsk-ísl. verzlunarfél. h.f. Vatteraðar Kutdaúlpur fyrir börn og unglinga, margir litir. — Þrjár teg- undir. — TAKIÐ EFT1IK Peningamenn eða konur. — Vill ekki einhver lána á- byggilegum manni fyrir nýrri jeppabifreið. Til mála gæti komið að sá hinn sami geti ekið í stuttar skemmti- ferðir við tækifæri. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag n. k., merkt: „Góð ur félagi — 485“. Sænskar Utihuröa- skrár, lamir. — ÍBUÐ — Trillubátur Til sölu 3ja herbergja íbúð í kjaliara. Söluverð 100 þús. tJtborgun 60 þús. — 3ja til 4ra tonna trillubátur, nýr. Ný Universal-vél. Verð 24 þús. Uppl. í síma 3946 eftir kl. 6 næstu daga. Nýtízku íbúð fyrsta hæð, 120 ferm., fjórar stofur, eldhús og bað, með sérinngangi og sérhita í Hlíðahverfi, til sölu. — Laus 14. maí n. k. Nvia fasteignasalan Banlsastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546 Viljum kaupa góða 4ra herbergja hæð á hitaveitusvæði, ásamt lítilli íbúð í risi eða kjallara. — Útborgun kr. 250 þúsund. Málflutningsskrifstofa Högna Jónssonar Austurstræti 12 — Sími 7739. Afgreiðslustúlka óskast frá miðjum apríl í nýlenduvöruverzlun í Vestur- bænum. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og meðmæli, ef fyrir hendi eru, sendist afgr. Mbl. fyrir laugardagskvöld, merkt: „Merva — 481“. Sjómannr vantar á þorskanetjabát. — Uppl. um borð í m.b. Aðalbjörgu, sem liggur við gömlu Verbúðarbryggjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.