Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. mai 1953 MORGUiSBLAÐIÐ 11 PLAST Regnkágnur með slíóhlífum. hé\mú um hjónin Ingvnldi Andrésdóttur og Helga Skúlason I Steinhús ■ Kjátlari og ein hæð á Grímsstaðaholti, til sölu. — í ■ húsinu eru tvær íbúðir, 3ja og 4ra her'oergja. ■ Getur allt orðið laust 14. maí næstkomandi. ■ ■ [ Nýja fasteignasaiarí ■ Bankastcattí 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 Bankastrætí 7. Austurstræti 10. NÝTT tRYALc Sumar- og siðcfegis*- KJÓLAR ^Jeidui* h.j^. Austurstræti ö. Amerísk Hickory skölt Hakasköft, 36” Sleggjusköft, 36” Hainarssköft, 14" cg 15” nýkomin pz feo&MMent BETKJAVlH Trulofunarhringar Við hvers znanns smekk. Póstsendi. — Kjartan Ásmuiafuan gullsmiSur Aðalstr. 8. Reykjavík. BEZT 40 AVGLÍSA t MORGUNBLA0INU í HÁSUMARSÓL, á nóttlausum vordögum, er líf æskunnar bjart og heillandi. Henni finnst þá að hún eigi svo auðveldan sigur vísan. Dimmviðrisskýin geta þó verið í nánd og tekið fyrir sól- ina um lengri eða skemmri tíma. Þá reynir á þrekið og þolið að bíða vonglaður betri tíma. Þannig hefur það að sjáífsögðu verið um þessi hjón, sem við höfum verið að kveðja. Þau hafa átt bjartsýni æskunnar, en jafnframt það guð- lega jafnvægi hugans, er gaf þeim þann töfrasprota er eyðir skýunum og breytir dimmunni í sólbjartan dag. Helgi Skúlason var fæddur að Breiðabólstað í Fljótsdal 17. júní 1867. Foreldrar hans voru Skúli prófastur Gíslason og kona hans Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum að Breiðabólsstað í stór- um systkinahópi og átti glaða og bjarta æsku á því fyrirmyndar- heimili. Hann hóf ungur nám í Latinuskólanum og varð stúdent 1889. Stundaði síðan guðfræði- nám um hríð, en hvarf frá námi áður en hann hafði lokið prófi. Hinn 1. júní 1899 kvongaðist hann Ingveldi Andrésdóttur að Bíldsfelli. Hún var fædd á Eyr- arbakka 24. okt. 1880. Foreldrar hennar voru Andrés Ásgrímsson verzlunarm. og kona hans Mál- fríður Þorleifsdóttir frá Háeyri. Missti Málfríður ung mann sinn og giftist síðar Jóni Sveinbjörns- syni frá Kluftum. Reistu þau bú á Bíldsfelli og bjuggu þar lengi stórbúi. Reyndist Jón æ stjúp- börnum ’sínum sem bezti faðir, enda hinn mikilhæfasti maður. Málfríður var einhver hin ágæt asta og bezta kona er ég hef kynnzt um æfina. Var hún mér í skóla sem önnur móðir, eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Ingveldur átti því einnig glaða og bjarta æsku meðal margra systkina og hlaut hið bezta upp- eldi á fyrirmyndar heimili og utan þess. Ég minnist hennar sem fyrs'ta aðfengna kennara míns veturinn 1897—1898. Glað- værð hennar og elskusemi er mér ógleymanleg og hafi árangur kennslunnar verið eftir því hefur hann verið góður. — Með hjón- unum var því hið ákjósanlegasta jafnræði. Hófu þau þegar búskap á Blesastöðum á Skeiðum. En vor- ið eftir fluttu þau að Herríðar- hóli í Holtum og bjuggu þar góðu búi til vorsins 1924, er þau seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau dvöldu upp frá því. Vann Helgi eftir það lengst af á Skattstofunni. Þau hjón eignuð- ust 6 börn, sem öll eru á lífi; þau eru: Guðrún Sigríður, er var gift Jens Bjarnasyni, sem nú er látinn, Elín Málfríður, ógift, Andrea var gift Pálmari ísólfs- syni, Sigríður ógift, Þorsteinn Benedikt ókvongaður og Anna María gift Konráði Gíslasyni kaupmanni. Eina dóttur, Pálfríði, átti Helgi áður en hann kvong- aðist. Þegar á fyrsta ári þeirra á Trillubátur Vil taka trillubát á leigu í vor og sumar, 4—6 tonn að stærð. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt: „Hlut ur — 97“. ■■«■•■« ■■■■••««•■■■■ 4lll(ll>fkl>l **»•••*■•■•»«■*■■ r •* ■ •' «1 tt •> • • l! * •»»•*•* ■ * • ■ » B *> O *' Herríðarhóli, veiktist Ingveldur og var aldrei fullhraust upp frá því og síðustu 35 árin mátti heita að hún ætti við stöðuga van- heilsu að búa. En aldrei gátu hin langvarandi veikindi hennar unnið bug á hinni meðfæddu glað værð hennar og æskubrosi. Hún var heldur aldrei ein. Eiginmað- ur hennar stóð ætíð hugglaður og prúðmannlegur við hlið henn- ar. Ekkert gat heldur bugað hans meðfæddu glaðværð og æsku- bros. — Og þá má sízt gleyma börnunum, sem á svo dásamlega fórnfúsan hátt helguðu foreldrun- ^um líf sitt til hinztu stundar. Sambúð þeirra hjóna yar orðin löng og farsæl, þrátt fyrir allt, enda hlaut svo að vera, þau voru bæði svo vel gerð og fundu styrk- inn í sjálfum sér frá honum sem öllu stýrir til góðs. Þess vegna voru þau hetjur. Andlát þeirra bar að með stuttu millibili. Hann andaðist 12. f. m. en hún 5. þ. m. Við andlát þessara mætu hjóna hljóta margar hugsanir að koma upp í hug minn. Þau voru mér bæði tengd svo traustum frænd- semis- og vináttuböndum frá því að ég man til mín. Ég leit upp til þessa glæsilega frænda míns sem var svo márgt til lista lagt. Hann var hið mesta glæsimenni, fríður sýnum, hár vexti og að öllu hinn drengilegasti. Afburða verk- maður og hagsýnn. Á efri árum var hann orðinn lotinn, en and- litið hélt jafnan sínum fallega og göfugmannlega svip. Hann var gæddur góðri sönggáfu, hafði mikla og fagra rödd og lék vel á hljóðfæri. — Hefði hann eflaust náð langt á því sviði, hefði hann lagt út á þá braut. Af 13 systkinum voru aðeins 3 auk hans sem verulegum aldri náðu: Séra Skúli i Odda, séra Gísli á Stóra-Hrauni og Soffía á Kiðjabergi, sem nú er ein á lífi þeirra systkina. Ef til vill hefur það átt sinn þátt i því, hve mikil samheldni og elskusemi ríkti ávallt'með þeim. Þannig var það og um systkini Ingveldar, þar réði samheldni og ástúð. Af syst- kinum hennar lifir 1 albróðir, Þorleifur og 3 hálfsystkini, Ólöf Andrésdóttir, Málfriður Jónsdótt- ir og Sveinbjörn Jónsson. — Sama máli gegnir og um uppeld- issystur hennar, Herdísi Jóns- dóttur og Önnu Adólfsdóttur. Mér hefur lengi verið það Ijóst, að hér voru hjón á ferð, sem hlutu að vera samferðamönnum sinum hugþekk og kær. Það er líka dýrmætast og þakkarverð- ast. Minningin um þau heldur áfram að iifa í hjörtum vorum. Steiiulór Gunnlaugsson. Eins og í fyrrasumar starfrækjum vér Tennisvelli í. R. í sumar. — Vellirnir verða opnaðir 18. maí n. k. Nánari upplýsingar veitir ungfrú Andrea Oddsdóttir c./o. Islenz-erlenda verzlunarfélagið, Garðastræti. Sími 5333. Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur. Sendisveinn Viljum ráða röskan sendisvein til heils árs. .i aóon 14 Hverfisgötu 4. Vörubílstjórafélagið Þróttur: Fundur verður haldinn í húsi félagsins í kvöld kJnkkan 8,30. Dagskrá: 1. Lagabreytingar, síðari umræða. Atkvæðagreiðsla. 2. Rædd innkaup á varahlutum. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN Ivær stúlkur Vífilsstaðahælið vantar tvær stúJkur strax eða um •' n. k. mánaðamút. — Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- j- konunni, simi 5611, 9332. Skrifstofa ríkisspítaíanna. .73 • ■ ■ nfl iiMinut Til sölu Bæktunanlönd í nágrenni bæjarins. Ragnar Jónsson, hæstaréttarlögmaður, I.attgaveg 8. \ I ! Vélbáfurinti „GEæsir RE 65“ l • Til sölu. } Báturinn er byggður í Bandaríkjunum — CHRIS CRAFT j ; gerð — lengd 32 fet, 0V2 tonn nettó. — Glæsilegur sem | I % I listibátur, en einnig heppilegur til atvinnufiskveiða vegna , S • -Jf ; góðrar sjóhæfni. — Verðið mjög hagstætt sé samið strarr. .jj Allar nánari upplýsingar gefur Kristjón ÓJafsson. | ! Sími 2450. ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.