Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 9
Þríðjudagur 12. maí 1953 MORGUNBLAÐIÐ — Úr daglega lífinu Lára Framhaíd af bls. 8. frá ómuna tíð. Brýndi hún réttilega fyrir þjóðínnÉ að Mynna betur en nú er gert aS stmiardeg- inam fyrsta, „taka upp hinn forna sið að halda hann heílagann, ganga i kirkju og gefa heirnilisfólfemu smá gjöf“, eins og frúin komst að orði. í þessu sambandi minntíst hún á hið mikla gjafafargan. sem hér hefur tíðkast um nokkurt skeið við öll möguleg tækifæri og stendur enn í fullum blóma. — Allir þekkja, annaðhvort af eig- in sjón eða raun. eða af afspurn, allt það óhóf í gjöfum, sem á sér stað við ferminga bama hér á landi, en þó einktim í höfuðborg- ínni. Vitanlega er ekkert við því að segja, að foreídrar gefi börn- um sinum rausnarEegar gjafir ef þau telja sig hafa efni á því, en nú er það orðin aígííd regla, að ættingjar og vinir fceppast við að bera á börnin stórgjafir við slík tækifæri, svo að ekki er ótítt að þær nemi þúsundiHB króna og jafnvel miklu hærrs upphæðum. Og annar íburður er þá oftast eft- ir þessu. — Nýlega fermdist telpa hér í bænum og var í því tilefni vitanlega efnt til mifcils mann- fagnaðar á heimiH hennar. Þar var eins og gengur, glæsilegur veizlukostur á borðum. en auk þess lék þar fimm manrea hljóm- sveit meðan matast var og síðar kom einn af vinsælsistu dægur- iagasöngvurum bæjarins til þess að skemmta gestunum með söng sínuni. Þetta dæini er sjálfsagt undantekning en taíar þó sínu irnáli. — Þeir sera minni efnum eru búnir, kvíða þessum hátíðis- dögum og eiga að þeim finnst, ekki nema um tvennt að velja; annaðhvort að draga sig í hlé frá þessum örlátu vinum sínum, eða reyna, oft sér til mikils óhag- ræðis, að fylgjast með í óhófinu. En alvarlegasta Mið þessa máls snýr þó að börmmam sjálfum, því að allt þetta gjafafargan er flestum þeirra stórsfcaðlegt. Þau verað heimtufrek, leíð á öllu og fá algerlega rangar hugmyndir um raunveruleg verðmæti lífsins. — Hér er með öðrum orðum ekki um heilbrigði rausn að ræða, heldur óhóf og ómenningu, sem ■er þjóðinni síður en svo til sóma. Ætti gott fólk, vel metið og efn- 'um búið að taka höndum saman um að kveða niður þennan ó- sið. Væri það verulegt þjóð- þrifaverk. í Danmörku hefur J»að rutt sér nokkuð til rúms að foreldrar kosti börn sín til utanlandsferð- ar í stað þess að halda þeim dýr- ar fermingarveizlur. Fara börnin þá hópferðir undir öruggu eftir- ’iiti og leiðsögn góðra farar- stjóra. Hér yrði þessu varla kom- 1 ið við ýmissa orsaka vegna, en væri ekki athugandi að efna í jþess stað til myndarlegra inn- anlandsferða fyrir fermingar- oörn, um fegurstu og sagnríkustu héruð landsins? . Bangsimon“ komímx. attur. FRÚ Helga Valtýsdóttír las upp í barnatímanum í vetur sög- ur um ,,Bangsimon" og hlaut fyrir það al- manna lof og miklar vin- sældir meðal barnanna og jafnvel fullorð- inna Jíka. Nú eru þau „Bangsimon" og frúin kom- in aftur í ’barnalimann og er ekki að efa að þeim verður báð- Brazilíu Agnar um vel fagnað. Er hér á ferðinni nýr sagnaflokkur um þennan gamla og góða kunningja barnanna. Fór fyrsti söuglestur- inn fram sunnudaginn 3. þ. m. Frú Helga les afbragðs vel upp, rödd.hennar er skýr og þægileg, frásögnin lifandi og fjörleg og ekki dregur það úr áhrifunum að frúin hermir prýðilega eftir hverju dýri með margvíslegum tilbrigðum raddarinnar. • Sögurnar um Bangsimon eru eftir enska höfundinn A. A. Milne en systir Helgu, frú Hulda Valtýsdóttir, hefir snúið þeim á íslenzku. læikritið á íaugardagínn. \LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var flutt í útvarpið nýtt leik- rit í þremur þáttum, „Förin til eftir Agnar Þórðarson. Höfunjdurinn er ungur mað ur, fæddur 1917 hér í bæ. Hann varð stúdent 1937, en cand. mag. frá háskóla fs lands 1945 í norrænum fræðum, með bókmennta- sögu sem að- algrein. Auk þess stundaði hann um nokkur ár framhalds- nám erlendis, — í Englandi og víðar. Hafa birst eftir hann smá- sögur og bókmenntagreinar í tímaritum hér og skáldsaga hans, „Haniqn galar tvisvar", kom út á vegum Helgafells í árslok 1949. Sumarið 1951 keypti Þjóðleikhús ið sýningarréttinn á leikriti eftir hann, er hann nefnir „Þeir koma í haust“ og fjallar um endalok Eystribyggðar í Grænlandi. Þá mun skáldsaga eftir hann „Ef sverð þitt er stutt“, verða ein af kjörbókunum í bókaflokki „Máls og menningar", sem gert er ráð fyrir að komi út í haust. „Förin til Brazilíu“ fjallar um sambúð hjóna, erjur þeirar og átök og fyrirhugaðan flótta eig- inmannsins frá öllu saman til gósenlandsins Brazilíu. Af flótt- anum verður að vísu ekkert og í stað Brazilíu kemur öruggt sæti eiginmannsins á framboðslista flokksins við væntanlegar alþing iskosningar. Hjónin sættast og framundan blasa við þeim sömu erjurnar og sami hversdagleik- inn og áður. Leikritið er allskemmtilegt og laglega samið og margt er þar smellið og vel athugað. Tel ég það hiklaust einna bezt þeirra útvarpsleikrita islenzkra, sem ég hef heyrt. Þykir mér líklegt, að höfundurinn eigi eftir að leggja góðan skerf til leikbókmennta vorra er stundir líða. Lárus Pálsson var leikstjóri og lék einnig eitt af aðalhlutverkum leiksins — Gísla Sigursteinsson, þingmannsefni. Aðrir leikendur voru: Gestur Pálsson, er lék að- alhlutverkið, Hákon Haraldsson, lögfræðing, Herdís Pálsdóttir er fór með hlutverk konu hans, Kamillu Ólafsdóttur, Ævar Kvar an er lék Baldvin Williams, gamlan vin Hákons, nú stóreigna- mann í Brazilíu, Þorsteinn Ö. Stephensen er lék Jóhann, stjórnmálamann og flokksfor- incia af nútímagerð og Hólm- fríður Pálsdóttir er lék þjón- ustustúlku. — Leikendur fóru allir vel með hlutverk sín, en sér stök ástæða er þó til að nefna ágætan leík þeirra Gests, Herdísar og Þorsteins Ö. — Nokk uð bar á skrjáfi í blöðum leik- ondanna og var það eins og altaf til lýta. Sjálfstæðismenn þurf einutt ei vernda hag bænda gegn búnaðar- kSíkii Framsóknar Helga 96.000 pund til víffreisnar Kóreu LUNDÚNUM, 11. maí: — Holland forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í dag, að Ný-Sjálending ar ætluðu að verja allt að 96.000 pundum til viðreisnar í Kóreu. — NTB. TÍMINN þykist vera bændablað öðrum dagblöðunj fremur, en heldur þykir flestum bændum Tíminn rækja það hlutverk illa. Þeir finna sem er, að blaðið fær- ir þeim sjaldan fróðleik um það, er varð'i.r atvinnu þeirra og fram- kvæmdi.r NÚ Á AD KLÓRA I BAKKANN En nú nálgast kosningar. Þá vilja þeir Framsóknarmenn láta á sjá, að Timinn sé sannarlega bændablað. Nú koma „búnáðar- greinarnar“. Ekki greinar um vor verkin, sem framunaan eru á búum bænda. Nei, þær eru um kosninga-„vorverk“ þeirra Fram sóknarmanna. Pólitískar „búnað- ar“-greinar, sem ganga út á að telja bændum trú um það, aff Framsóknarflokkurmn sé þeirra skjót og skjöldur, þeírra andlega og Tímanlega forsjá og faglegi sálusorgari. Allir affrir flokkar j séu fjandsamlegir bændum. og þó sér í lagi Sjálfstæffisflokkur- j inn. Hann sé svo slæmur, að hann vilji bændum allt illt — | iika þeim bændum, sem flokkinn fylla. Nú er hafin ein slík hviða í Tímanum, til að bæta lesendum í sveitunum upp, að mánuðum saman hefir ekki sézt ein ein- asta grein í blaðinu, er bændum megi að gagni verða í búskapn- um. Sök bitur sekan, og nú á að bæta úr þessu og klóra í bakk- ann. Nokkra daga í röð faefur sama greinin, steypt upp í mismun- andi formi, komið í Tímanum, til að túlka „handleiðslu“ Fram- sóknar í búnaðarmálum og þrot- lausan fjandskap Sjálfstæðis- manna í garð bænda(!) Þó að full þörf sé að gera öllum þeim rangfærslum og blekkingum skil, sem þar eru framsettar, verður að þessu sinni aðeins drepið á eitt atriði, sem sýnishorm af mál- flutningum og ,.staðreyndunum“. í þessum greinum Tímans, er Framsóknarflokknum eínum þakkað það m. a., að eftir stjórn- armyndunina í febrúar 1947 var tekið „að undirbúa -ný jarðræktar- lög, sem miðuð eru við, að stórauka styrk til fram- ræslu“. Þeir Timamenn hrækja hraust- lega, eins og vant er. Hver er svo sannleikurinn í þessu máli? Rétt er að rekja það, tíl þess að skýra fyrir mönnum, hvaða ímynduð hálmstrá það jafnvel eru, sem Framsóknarmenn gripa til, við kattarþvott sinn frammi fyrir bændum. MÁLEFN A S AMNIN GURINN 1947 Þegar gerður var málefnasamn ingur um stjórnarmyndun i febr. 1947 varð m. a. samkomu- lag um að: „Lögin uitt jarffræktarstyrk verði endurskoffuð með þaff fyrir augum, aff jarffabóta- styrkurinn verffi hækkaður híutfallsíega og samræmdur núgildandi vinnulaunum og breyttum jarffrinnsluaffferff- um“. Um betta og fleira var fulft samkomulag milli þeírra flokka, I er stjórnina mynduffu. En vel má vera að fingraför Framsóknar séu á þessari málsgrein málefna- samningsins, hún ber þess helzt vottinn. Jarðræktarlögin eru nefnd „lög um jarffræktarstyrk'4, Þaff er 17. greinar Framsóknar- andi í orffunum. Og svo er tekið aftur með annarri hendi það, sem gefið er með hinni: Það á að hækka styrkinn „hlutfallslega“, en um leið á að samræma hann „breyttum jarðvinnsluaðferð- um“, en þaff hlaut auffvitaff að stefna til lækkunar, eða að draga SannleEktiriiiii um endurskoÓ< un jarðræktarlacgaiiEiai 1947 úr hugsanlegri hækkun. í nefndinni, sem endurskoð- aði jarðræktarlögin 1947 áttu þsir sæti Árni G. Eylands, Ólafur Jónsson, tilraunastjóri á Akur- eyri, Páimi Einarsson, landnáms- stjóri, Hafsteinn Pétursson, Gunn steinsstöðum og Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustj. Hinir þrír fyrst nefndu unnu lang mest að endurskoðuninni og mótuðu stefnuna um breytingar á lögunum. Það var enginn 17.- greinar-bragur á störfum þeirra. Ákvæðinu um hámarksstyrk af- neituðu beir meff öliu og létu það ákvæði fara sömu leiðina eins og 17. greinina, sem Framsókn vakti upp og varffi lengst, sem afkvæmi sitt. En sú grein jarð- ræktariaganna stefndi að því, að stórrýra eignarrétt bænda á þeirra eigin jörðum. Árni Eylands haf ði mesta forgöngu um hin nýju ákvæffi um héraffsráðunauta, sem er hið þýðingarmesta, en með því er viðurkennt, að það er ekki nóg að veita styrki og greiða framlög til jarðabóta, en sjá verður fyrir því, að bændur njóti leiðbeininga heima fyrir, um baff er gera skal svo að verk- in verði að sem mestum notum. Þá hlið búnaðarfntmfaranna hafa búnaðarmálaspekúlamar Fram- sóknr löngum sniffgengiff. Þeir hafa blátt áfram ekki skilið, hvað þar er um að ræða, eða þeim hefur ekki fundist sá þáttur eins efnilegur til pólitísks framdrátt- ar eins og styrkir taldir í krón- um og aurum. FRAMSÓKN LAGÐIST Á FRUMVARPH) Nefndin, sem endurskoðaði jarðræktarlögin, skilaði frum- varpi sínu og greinargerð um míðjan desember 1947. Fulltrúi Framsóknarmanna í nefndinni notaði aðstöðu sina til að gera lítilsverðan ágreining um af- greiðslu frumvarpsins. Þann ágreining notuffu beír svo til aff leggjasí á máíiff og hlndra fljóta og eðlilegan framgang þess, svo aff frumvarpiff varff ekki aff lög- um fyrr en voriff 1950. í því Framsóknarþófi var frumvarp- inu spillt að ýmsu leyti, þó að sumar breytingar Búnaðarþings kunni að hafa verið til bóta. Eins og endranær lögðu Framsóknar- menn mesta stund á að „Iaga“ frumvarpið þannig í hendi sér, að lögin geti orðið htunnnr und- ir flokksvaldi beirra í búnaffar- málum og vatn á myllu þeirrar búnaffarmálaklíku, sem þar rær á bæffi borff. Sem dæmi um þetta má nefna kaflann um Vélasjóð, þar sem sjóðnum og forsjá hins umsvifa- mikla skurðgröfureksturs er troð ið undir væng klikunnar í nafni nýrrar nefndar — Vélanefndar ríkisins — og Verkfæranefnd, sem áður fór með þessi mál, gerð óvirk, svo að nú hefur árum saman bókstaflega ekkert verið gert til þess að reyna búvélar, bændum til leiðbeiningar. Bænd- ur verffa sjálfir aff þreifa sig áfram um val véla viff mikil fjár- útlát og oft og tíffum viff miklar hrakfarir. Finna bændur sárt til þessarar vanrækslu. Af bessu má sjá, hve fjarri öllum sanni þaff er aff þakka Framsóknarflokfcnum öffrum flokkum fremur hina siðustu end- urskoffun jarffræktarlaganna. Þar voru góffir og gegnir Sjálfstæffis- menn mest og bezt a® verkl. Afstáða Framsóknarmanna og „skilningur“ á þessu máli lýsir sér vel í þeim ummælum Tím- ans, að þeir hafi unairbúið „ný jarðræktarlög, sem miðuð eru við að stórauka styrk til framræslu". Þeir sjá ekkert í lögunum nema „styrki“ og aftur „styrki“, allt annað er einskis- virði, og af þvi að framlag rikisins t.il fram fram- ræslu er nokkuð verulegt, i töl- um talið, harnpar Tíminn því, en allt annað, sem er sízt minna um vert, gleymist alveg. FINGRAFÖR FRAMSÓKNAR Framsóknarmenn ættu sízt aí öllu að hrósa sér af afskiptum sínum af J arðr æktarlögunum. Fingraför þeirra á þeim eru ekki svo falleg, þegar þeir illu heilli hafa náð til þess að fara um lögin höndum sérstaklega. Það hefur kostað Sj álf stæðismenn ærið erfiði, að þvo af þau fingra- för, svo sem 17. greinina, há- marksstyrkinn og fleira. Enn þurfa Sjálfstæðismenn að standa vörð um þessi stórmerku lög, sem þeir áttu mestan þátt í að sett voru. Þvi að vart er svo haldið þing, að búnaðarvaldaklika Fram sóknar reyni ekki að spilla lög-- unum, sér til iramdráttar, þó að það kosti bændur að raunveru- legir hagsmunir þeírra verði fýrir -borð bomir. ★ Svona er það með jarðræktar- lögin. Nærri má geta, hvort ekki verður svipað uppi, ef lögð væru á borðið gögn um margt annað, er Framsóknarmenn eigna sér einum og telja sig hafa gert fyr- ir bændur landsins, af einskærri ást á málefninu, svo sem upp- málað sézt.nú í Tímanum dag eftir dag með mismunandi blæ- brigðum og Framsóknarsann- leiks litaskrúði. ir a Rítgerð eftir Sigurð Nordal sendiherra MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt sérprentun úr „Nordisfc Kultur VIII B, Litteraturhistoria Norge Island", er nefnist Saga- litteraturen og er eftir dr. Sig- urð Nordal prófessor. Eins og nafnið bendir til fjall- ar ritgerð þessi um elztu bók- menntir íslendinga og aldur þeirra. Segir höf. að þótt verið geti, að sumt sé ritað fyrir 1100 og sumt eftir 1400, þá megi telja að fornbokmenntirnar hafi orðið til á 300 árum eða 1100—1400. — Þetta bókmenntatímabil sé hrein- lega afmarkað, því að það hafi bæði upphaf og enda. Sýnir hann fram á hvernig bókmenntirnar skiftast á þetta tímabil, því að nú er svo komið að menn geta með nokkurri vissu sagt hvenær þessi og þessi sagan hafi verið skráð, og er hér um mikinn og ðierkilegan fróð- leik að ræða, enda þótt ekki hafi verið hægt að minnast á öll þau handrit, sem til eru. 40% greíddu atkvæffi. j PARÍS 11. maí: Enda þótt þjóð- ernissinnar í Túnis hafi skorað á kjósendur að taka ekki þátt í bæjarstjórnarkosningunum i land inu, neyttu um 40% landsmanna atkvæðisréttar síns. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.