Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. maí 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 l Heimsóknin til Islands leyasti atburðurinn í undursam- lífi okkar EITT DÆM! AF OTAL UM ÓSANNINDI Stutt samtal við f innska óperustjórann Sulo Raikkönen í KVÖLD, um miðnættið, heldur finnski óperuflokkurinn heim- leiðis, eftir tseprar viku dvöl hér á landi. Hefir hann haft alls fimm sýningar í Þjóðleikhúsinu á hinni vinsælu finnsku óperu, „Österbottningar“, sem hefir vakið mikla hrifningu leikhúsgesta. Er óhætt að segja, að koma hins finnska listafólks er meðal merk- ari listaviðburða höfuðborgarinnar um langt skeið og að heim- sóknin öll hefir verið eins ánægjuleg og vel heppnuð og á verð- ur kosið. Mbl. kom í gærdag að máli við finnska óperustjórann, hr. Sulo Ra'ikkönen, á skrifstofu þjóðleikhússtjóra og átti við hann stutt samtal um komu Finnanna hingað. ÞVÍ MIÐUR AÐ FARA — Því miður erum við að fara á morgun — segir hr. Raikkonen, jþar eð við verðum að leika í Helsingfors á fimmtudaginn. Und anfarin vika var ballett-vika í Helsingfors — hlé á óperunum — en nú verðum við að taka til á ný, þar sem við hættum — við sýningu á óperettunni „Wiener- folut“ eftir Strauss. — Hver hafa verið helztu við- fangsefni finnsku óperunnar í vetur? — Við höfum haft margar óperur í takinu, ítalskar, þýzkar, rússneskar og franskar. T. d. sýn- um ’fið um þessar mundir auk „Wienerblut“, óperurnar Carmen, Rakarinn frá Sevillia, La Travi- ata. Innan skamms rhunu svo hefj ast sýningar á nýja finnska ballett inum „Pessi and Illusia" við músik eftir Ahti Sonninen. Hann var frumsýndur í Helsingfors fyrr í vetur og vakti mjög mikla athygli, var sýndur 40 sinnum fyrir fullu húsi. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ — LJÓMANDI GOTT — Hvað finnst yður um þjóð- leikhúsið okkar? — Það er ljómandi, hlýlegt og viðkunnanlegt og framúrskarandi gott fyrir hljóminn í söng og músik. Okkur hefir fundizt til am, hve ágætir áheyrendur ís-, lendingar eru. Auðvitað hafa þeir j átt erfiðara með að njóta til fulls hinnar finnsku óperu, vegna þess að hún var flutt á móðurmáli okkar, sem þeir ekki skilja orð í, en okkur finnst við samt hafa getað fundið, að áheyrendur okk- ar hér hafi skilið í henni mein- { inguna, hina djúpu tilfinningu,1 sem þetta finnska þjóðlega verk felur í sér. ÍSLAND MÁ EKKI GLEYMAST — Þekkið þið Finnar nokkuð til íslenzkrar tón- og leiklistar? — Því miður hefir það verið allt of lítið til þessa. En við von- um, að þessi heimsókn okkar megi verða upphafið að auknum 1 menningarlegum kynnum milli Islands og Finnlands. Þjóðleik- hússtjóri ykkar, Guðlaugur Rós- inskranz, hefir gert mikið til að stuðla að þess konar kynnum og vildi ég þakka honum sérstaklega fyrir prýðilega samvinnu og á- huga þann og dugnað, sem hann hefir sýnt í framkvæmd þessarar heimsóknar okkar til Islands. Hún var ýmsum erfiðleikum bundin vegna þess hve fsland er fjarlægt okkur. Það voru margir, sem sögðu við okkur eitthvað á þá leið, að það tæki því varla að fara með finnskan óperuflokk til íslands —- það væri of kostnaðar- samt, of erfitt — í of mikið ráð- izt. En ég sat við minn keip. Við förum árlega í heimsókn til hinna Norðurlandanna, sérstaklegá höf- um við haft náið samband við Svíþjóð, þ. e. hún er næst okkur, svo að við eigum þar auðvelt um vik. En ísland er langt í burtu og íslendingar eru lítil þjóð — en það er éinmitt þessvegna m. a„ að hún er „merk þjóð og hefir mikilvægu hlutverki að gegna í norfænni samvinnu. Island má ekki gleymast — og því verður ekki gleymt. EINS OG HEIMA HJÁ OKKUR — Hafði nokkur meðal finnska listafólksins komið hingað áður? — Enginn, nema ég, sem kom Sulo Ra’ikkönen hingað s. 1. nóVember til samn- inga við Þjóðleikhúsið um komu óperuflokksins hingað. Þá var skammdegi yfir íslandi, og dag- arnir sem ég dvaldi hér voru dimmir og drungalegir. Mér lá þá stundum við að örvænta um, að orðið gæti af þessari íslandsför finnsku óperunnar — en síðan birti til og hingað erum við kom- in og það verður með klökkum hug, sem við syngjum í síðasta skipti ,,Österbottningar“ í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Hver og oinn meðal finnska listafólksins hefir átt þess kost að búa á íslenzku heimili. — Við höfum verið hér eins og heima hjá okkur og alls staðar mætt hlýju og vináttu — vináttu, sem við höfum fundið, að ekki er tilgerð. MEÐAL ÞESS UNDUR- SAMLEGASTA — Og hvað finnst yður um ís- lénzka vorið? — Eg veit, að við höfum ekki séð ísland í sínu fegursta vor- skrúði. Það hefði verið ennþá skemmtilegra að geta komið hing- að í júní- eða júlímánuði, en það var því miður rtieð öllu ómögu- legt. En ég held samt, að við höfum séð eina dásamlegustu hlið ina af íslandi, en það voru Þing- vellir, eins og þeir voru í gær er við Finnarnir komum þangað. — íslendsferðin, segir hr. Ra'ikkönen að lokum, verður í hugum okkar meðal þess undursamlegasta, sem við höfum lifað — Þingvellir hið undursamlegasta í Islandsferð- inni. sib. * BEZT iÐ AICLYSA í MORGUNBLAÐINU VÍÐA í sveitum landsins þykir hálf Ijótt að nefna lygina bóta- laust. Hún hefir lengi borið nafn- ið ,,Tímasannleikur“. Sýnir það hið almenna álit,.að Tíminn, blað Framsóknarflokksins sé blaða gjarnast í því að breyta sann- leikanum og segja frá á öfuga leið. Mér kom þetta í hug, þegar ég sá frásögn Tímans af kosningu í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnum landsfundi. Hann segir svo frá, að fundar- mönnum hafi verið það eitt leyft, að klappa fyrix- mönnum, sem áður voru og þar með hafi kosn- ingunni verið lokið. Þetta er gagnstætt sannleikan- um eins og flest annað í Tíman- um. Þessi kosning fór fram eins og nú skal sagt: Á fundi voru mikið á 5. hundrað manns og því auðsætt að kosning tæki langan tíma, en komið að lokum þess tíma, er fundur gat staðið. Þeir fimm menn, sem úr miðstjórninni áttu að ganga, njóta almennra vinsælda í flokknum og vissu allir, að þeir yrðu tvímælalaust endurkosnir. Því var það, að einn fundarmaður, Jón Pálmason alþm. flutti munnlega tillögu um það, að þeir væru allir endur- kosnir með opinberri atkvæða- greiðslu. Hann tók fram, að hann neitaði lófaklappi og væri ekki ánægður með samþykkt sinnar tillögu ef nokkur mótatkvæði kæmu fram. Fundarstjórinn, Pétur Ottesen alþm. bar síðan tillöguna upp og komu þá fram örfá mótatkvæði. Taldi fundarstjóri þá rétt, að fram færi skrifleg' kosning. En margar raddir töldu hana með öllu óþarfa. Kvaðst Pétur Ottesen þá leita atkvæða að nýju. En ef einhver mótatkvæði kæmu fram gegn þessari kosningaaðferð, þá myndi hann láta fara fram skriflega kosningu. Var nú tillaga Jóns Pálmasonar borin upp og atkvæði talin. •— Reyndust 427 vera með tillögunni en enginn á móti. Hvað mundi nú Tímanum ganga til að flytja ásannandi um þeta einfalda mál? Ekki er það af misskilningi, því áreiðanlega hafa mennirnir vitað hið rétta. Málið var ekkert leynd- armál Sjálfstæðismanna. Mörg hundruð fundarmenn vissu og tóku þátt í því, sem gerðist. Varla dettur Tímanum í hug, að þeir auki álit sitt með slúðri sínu hjá því fólki, sem veit hið réttá. Nei, það var annað, sem að baki liggur. Annars vegar vilj- inn til að segja heldur rangt frá en rétt og hinsvegar einkum það, að villa um fyrir fáfróðu fólki og trúgjörnu, sem er svo illa sett, að sjá aldrei önnur blöð en Tím- ann. Því miður er undra margt af slíku fólki víðsvegar í okkar strjálbýla landi. Það er þetta fólk, sem „Tímasannleikurinn“ er ætl- aður og það er þetta aumingja fólk, sem veit ekki betur og tekur allt slúðrið gott og gilt. En þeir, sem efast eitthvað um það, hvílík ógrynni er af „Tíma- sannleik", sem flutt er út um landið á kostnað þeirra, sem~eiga S. í. S. og undirdeildir þess, þeir geta af þessu einfalda dæmi, þar sem 4—500 vitni erti til staðar, gert sér grein fyrir því, að eigi er furða þó rangt sé flutt af því, sem fáir menn vita um. Landsfundarmaður. Einar Ásmundísson K Mtttréttarl ðgm tðuí Tjamoigata 10. Sími 5407. Allskonar lögfræðistörf. Sala fasteigna og aldpo. ViðtaUtfmt út at fastelgna*8lta •ðallege U. ÍO - 12 ih. , .Knternationar kæliskáparnir Eru komnir — Tvær stærðir. Stærð 8,2 kúbikfet á kr. 7184.00 Stærð 10.3 kúbikfet á — 8134.00 ,,International“ kæliskáparnir rjúfa strauminn sjálf- krafa ef spennufall verður. — 5 ára ábyrgð er tekin á kælikerfinu. „International“ kæliskáparnir fást einnig á afborgunarskilmálum. Berið saman útlit, verð og stærð ,,International“ kæli- skápanna við aðra kæliskápa, sem á boðstólum eru. Véfa- og raftæk|averz3imin BANKASTRÆTI 10. --- SÍMI 2852. Hótel Helgafell, Stykkishólmi tekur á móti ferðamannahópum. Borðið og búið á Hótel Helgafell Afvinna Röskur maður getur fengið framtíðaratvinnu. Ákvæð- isvinna gæti komið til greina. Fagkunnátta ekki nauðsyn- leg. Aðeins reglumaður kemur til greina. Tiilboð, er greini fyrri störf, og meðmæli ef til eru, sendist afgr. Morgun- blaðsins merkt: ,,H. H.“—99, fyrir fimmtudagskvöld. Stálka óskast Starfssúlka óskast í eldhús Kópavogshæiis, 15. maí eða næstkomandi mánaðamót. Uppiýsingaf hjá ráðskonunni. Skrifstofa ríkisspítalanna. I í s B I i t 3 ela 4 hurbergja íbúð j I 1 óskast. — Há leiga í boði. Uppl. í síma 4Ó03 og 80384. ; *. ***>■■*■« ■juv.B.iLUOui • ■ ■'»«a>JtMI» JU*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.