Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Þriðj udagur 12. maí 1953 JULI4 GREER ! SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 5 þess að aðrir gera það. Þú þarft ekki að láta það hafa áhrif á þig, hvað aðrir gera“. Hún horfði fram hjá Júlíu. „Það er undarlegt að Harald Scott skyldi verða til þess að 1 j úka upp augum mínum fyrir því að þú ert fullorðin stúlka. Kona. Ég hef víst reynt að halda verndar- hendi yfir þér lengi. Hef gætt )>in of vel“. Rödd hennar. vat styrk, enda þótt undarlega langt bii væri á miili setninganna. „Ég held líka .... að ég hafi verið hepp- in. Ég vona að þ.ú skiljir, að eins og við höfum lifað rólegu og þægilegu lífi, er bezt að lifa . , . án þess að vænta nokkurs af nokkrum Við höfum verið ánægð ar. Er það ekki Júlía?“ „Jú, elsku mamma“, flýtti Júlía sér að segja,„Jú, auðvitað". Hún fylgdi móður sinni inn í dag- síofuna. Eiginlega hafði hún ekki átt von á því að fyrsti sigurinn yrði svona auðunninn. Nú var hún eiginlega ekki viss um að hún kærði sig um þennan sigur. En móðir hennar var þegar kom- in að símanum til að hringja til ungfrú Collier. Ungfrú Collier gekk í hús og greiddi og klippti hár „kunn- íngjakvenna" sinna, eins og hún sagði sjálf. Þegar hún var beðin að bera lakk á neglur viðskipta- vinanna, kipraði hún saman var- irnar, svo munnurinn varð eins og mjótt blýantsstrik tii að láta í‘ ljós_ andúð sína á lakklyktinni. Þegar Júlía sá móður sína við símann, mundi hún eftir því að ungfrú Colliers hafði alltaf ver- ið mjög hrifin af fléttunum henn- ar. Þegar hún þvoði á henni hár- ið, átti hún ekki tii nógu mörg, orð til að lýsa hrifningu sínni yfir því hvað Júlía hefði fallegt hár. Frú Greer lagði frá sér tólið. „Hún er upptekin, barnið mitt. Viltu heldur fara til bæjarins?" „Bærinn“ var á máli manna í Sherryville Clanford, meðal stór borg við járnbrautarlínuna til New York. Þangað var klukku- tíma akstur með strætisvagni. Júlía minntist þess ekki að hún hefði nokkru sinni farið svo langt ein síns liðs. Móðir hennar beið eftir svari. Enda þótt augu henn- ar væru blíðleg, vissi hún þó að móðir hennar beið með eftir- væntingu. Hún heyrði sjálfa sig svara rólega: „Hríngdu til frú Lamont, mamma. í Market götu. Þangað fórum við einu sinni í fyrra. Þú manst?“ Júlía beið á meðan móðir Iiennar talaði í símann. „Kemur þú ekki með, mamma?“ spurði hún svo. Móðir hennar stóð hægt upp. „Ég er þreytt“, sagði hún. „Það er kannske ótrúlegt, vegna þess að ég geri svo lítið. En ég treysti mér ekki til að fara til Clanford í dag. Nei, Júlía. Farðu heldur ein og flýttu þér að koma heim aftur". —O— Það var heitt í strætisvagnin- um, enda þótt gluggarnir væru opnir. Júlía studdi hönd undir kinn, þegar bílhnn rann inn á aðalgötuna í Clanford. Hún gat ekki lengur greint lægðirnar á milli hæðanna, sem umkringdu Sherryville. Hlíðarnar á Black Mountain hurfu í liitamóðunni. Iíenni fannst þægílegt að sitja máttlaus og láta undan hreyfing- um vagnsins og henni leið vel. Hún var örugg og vissi hvert hún átti að'snúa sér, þegar hún kom út úr bílnum á horninu á Main- scræti og Market-síræti. Það var ekki mikil umferð í Market-stræti. Húsið þar sem hár greíðslustofa frú Lamonts var, var ljósrautt að utan og gengið var niður þrjú þrep niður í bið- stofuna, Þar inni var allt hvít- málað með gylltum skreytingum. Júlía stóð í efstu tröppunni og herti upp hugann áður en hún fór r.iður. En rödd hennar var róleg, þegar hún sagði til nafns síns við konuna, sem kom til móts við hana. Hún var með ijóst hár, sem var greitt upp á höfuðið. „Ungfrú Greer“. Brosið hvarf af vörum hennar, þegar hún sá stóra og ljóta hattinn sem Júlía var með. En vingjarnlegi svipur- inn kom þó á hana aftur, þegar hún tók eftir þvi að föt hennar voru úr dýrum efnum og voru vel saumuð. ( „Þér ætlið sennilega að láta lagfæra á yður hárið“, sagði hún og blaðaði í bók, sem lá á borðinu. Júlía kinkaði kolli. Feimnin var að yfirbuga hana á ný. En úr því hún var komin inn, varð hún að láta undan henni. Þegar hún gekk á eftir hvit- klæddri stúlku inn í lítinn klefa, hugsaði hún með sjálfri sér: Þetta er nákvæmlega eins og ég óttaðist að það mundi vera. Stúlkan var óskamfeilin og fýlúleg á svipinn. Júlíu fannst hún vera stór og klunnaleg við hliðina á henni. Loftið í klefanum var þungt og þrungið ilmi af allskonar hár- olíum. Unga stúlkan lagði slá yfir herðar Júlíu. Júlía leit enn einu sinni í spegilinn áður en hún settist í stólinn. Henni fannst andlitið á sér minna á nunnu- andlit. Hún starði stórum augum og dálítið skelfd á mynd sína í þríbyrndum speglinum. Unga stúlkan leysti hnútinn í hnakkanum og lét hárið falla nið ur um axlirnar. „Drottinn minn en allt það hár“, sagði hún svip- lausri röddu. „Ég ætla að láta klippa það“ sagði Júlía og reyndi að vera ákveðin. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur BAZAR í Góðtemplarahúsinu, þriðjudaginn 12. maí kl. 2 e. h. Margir góðir munir. — Mjög lágt verð. Kazamefndin. Unga stúlkan renndi skærunum laust yfir rauðmálaðar varirnar. Svo tók hún handfylli um efstu hárin og lagði það upp á höfuð Júlíu um leið og hún raulaði eitt- hvað fyrir munni sér með hræði- legri bassarödd. „Einmitt“, sagði hún svo. „Á það að vera stutt og hrokkið?“ „Stutt“, sagði Júlía hikandi. „Vel stutt“. „Það verður klæðilegt", sagði stúlkan. „Það fer vel við andlit yðar“. Júlía varpaði öndinni léttar og sagði: ,,Já‘. Hún lokaði augunum og hlust- aði á hljóðið í skærunum á bak við eyrun. Það var eins og hún væri að svíkja einhverja lifandi veru. Hún leit í spegilinn og vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta. Henni fannst höfuðið á sér vera svo undarlega létt. Lokk- arnir voru stuttir og féllu að höfð inu. Var þetta rétt hjft stúlkunni, að þetta klæddi hana vel? Andlit- ið á henni varð svo undarlegt ( þegar vantaði þykku flétturnar j við gagnaugun. Unga stúlkan setti hattinn á höfuðið á Júlíu. Hann féll langt niður á ennið. Hún flissaði. „Þér verðið að fá yður nýjan hatt“. Og úr augnaráðinu mátti lesa: „Og veitir ekki af. Stúlkan sem hafði tekið á móti henni, rak upp stór augu þegar hún kom fram. „Þetta fer yður vel, ungfrú Greer. Þér verðið svo unglegar. Ég vona að þér komið hingað oft í framtíðinni". Frú Lamount hafði í mörg ár auglýst það að á snyrtistofu henn- ar skeðu hin ótrúlegustu krafta- verk. Það varð að vera leyfilegt að reka upp stór augu, þegar kraftaverkið raunverulega varð. Júlía heyrði rödd stúlkunnar eins og í fjarlægð. Hún var fegin því að afgreiðsluborðið skýldi henni svo að ekki sást hvað kjóll inn var síður. Og hún hafði hugs- að sér að setja upp hattinn þegar hún kæmi í sólskinið á Market 6. honum að vera hjá okkur nokkra daga. Eftir nokkra um- hugsun þáði maðurinn boðið. Það var komið langt fram á kvöld, þegar við stóðum upp frá borðum- Ég var ekki lengi að hátta mig, því að ég var orðin þreytt og syfjuð. Og sofnaði ég um leið og ég lagðist út áf. En þegar ég var nýsofnuð, vaknaði ég við fagran hljóð- færaslátt. Ég botnaði ekkert í, hvaðan þessir hljómar komu. Og þegar ég ætlaði að fara fram úr rúminu, gat ég ekki hreyft mig. Það var engu líkara en á mér hvíldi einhver þungi. Ég gat ekki heldur komið upp nokkru hljóði. Þá tók ég allt í einu eftir því, að ókunni maðurinn var kominn inn í herbergið til mín. Ég skildi ekki hvernig í ósköpunum maðurinn hefði komizt inn í herbergið, því að ég hafði lokað því vandlega um kvöldið, þegar ég fór að soía. Hann gekk nú að rúminu til mín. Sagðist hann hafa töfr- að hljómlistina fram til þess að vekja mig. Hann hefði farið í gegnum hurðina, og væri erindi sitt hingað að fá mig til að giftast sér. Eg svaraði ekki manninum, því að bæði var ég hrædd og einnig hafði ég alltaf haft megnustu óbeit á göldrum. En ókunni maðurinn stóð í sömu sporum, og var eins og hann væri að bíða eftir svari frá mér. Ég mælti hins veg- ar ekki orð. Þá reiddist hann og sagði með miklum þjósti, að hann skyldi sýna mér hvað það kostaði, að svara sér ekki. Síð- an sneri hann sér við og gekk hröðum skrefum út úr her- berginu. Mér leið mjög illa eftir þessa óvæntu heimsókn og gat tkki sofið, það sem eftir var nætur. — Þegar ég kom á fætur rnörguninn eítir, flýtti ég mór til bróður míns til þess að Kjólasaumur! Að gefnu tilefni yiljum við taka frarra, að við saum- um kjóla úr tillögðum efnurn. — Höfum einnig fallegt úrval af kjólaefnum. ^J^fótíinn ÞinghoJtsstræti 3 TIL LESGU Skrifstofuherbergi og 3 birgðaherbergi með hillum. Mjög heppilegt fyrir heildsala með vefnaðar eða aðrar slíkar vörur eða léttan iðnað. — Bílskúr gæti einnig fylgt. Magnús Stefánsson, Túngötu 22. Nokkur hundruð Grammóðónplöftur Seljum í dag og næstu daga, nokkur hundruð úrvals grammófónplötur. — Aðallega klassisk verk. Plötumar mega flestar heila alveg ónotaðar, en yfir- leitt seldar fyrir um Vá hluta verðs. Helgafell Veghúsastíg 1 —Sími 6837. 10 Blá GiUette blöð í handhægunv GBLLETTE hylkjum Fljótari rakstur fyrir sama verð! Enn einu sinni býður Gillette yður nýjung við raksturinn. Nú eru það málmhylki með 10 óinnpökkuðum Bláum Gillette blöðum, sem ávallt eru tilbúin til notkunar. ■— Hvert hlað er olíuvarið með nýrri Gillette aðferð. — Gömlu blöðin verða ekki lengur til óþæg- inda. Notið bakhólfið tyrir þau. Þessi nýj- ung kosuu' your eicu eyri meira en blöðin í gömlu um- búðunum. Verð kr. 13.25. Bláu GILLETTE blöðin C [muimiimnirnin I p.......................... * >■■■>............ i ...................................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.