Morgunblaðið - 13.05.1953, Side 8

Morgunblaðið - 13.05.1953, Side 8
8 MOIiGLinBLAtíitJ Miðvikudagur 13. maí 19-53 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. I lausasölu 1 krónu eintakiS. Aumlega varið undanhald FYRIR nokkrum vikum sló Tím- inn þeirri fullyrðingu fram, að ýms „umbótamál“, sem Fram- sóknarflokkurinn hefði haft mik- inn áhuga fyrir, hefðu strandað í núverandi ríkisstjórn vegna and- stöðu Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið beindi þá þegar þeirri fyrirspurn til Tímaliða, hvaða „umbótamál" þetta væru. Tíminn hefur aldrei getað svar- að henni. Hann hefur hreinlega gefizt upp við það, orðið klumsa þegar hann átti að sanna fleipur sitt. Þarmeð var það augljóst orðið, að engin rök lágu til grund vallar fyrrgreindri staðhæfingu hans. Engin „umbótamál“, sem Framsókn hafði sérstakan áhuga fyrir höfðu strandað á Sjálfstæð- isflokknum. Með þessum ósigri Tímans var undanhald Framsóknar hafið. Hefur blaðið reynt að verja það undanfarna daga en tekizt aumlega til. Onnur varnarlína þess var sú staðhæfing, að Framsókn hefði orðið að kaupa Sjálfstæðismenn til þess að vera með því, að stofn- lánadeildum Búnaðarbankans yrðu gefin eftir rúmlega 30 millj. kr. lán, sem þeim hafa verið út- veguð undanfarin ár. Taldi Tím- inn andstöðu Sjálfstæðismanna við þetta mál sérstaklega tákn- ræna fyrir afstöðu þeirra til land búnaðarmála yfirleitt. Morgunblaðið svaraði þessari staðhæfingu Tímaliða með því að spyrja þá, með hverju Fram- sókn hefði borgað Sjálfstæðis- mönnum stuðninginn við þetta hagsmunamál landbúnaðarins? Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði t. d. verið keyptur með fylgi Framsóknar við verndun fiski- miðanna, frjálsa verzlun, stuðn- ing við bátaútveginn, aðstoð við efnalítið fólk til þess að byggja yfir sig o. s. frv. Kjarni þessa máls var það, hvort það hefði virkilegt þurft að kaupa Framsóknarflokkinn til þess að fylgja fyrrgreindum mál- j um. En með einhverju hlaut þeim, sem „keyptur" var til fylgis við eftirgjafirnar til Búnaðarbank- ans, að hafa verið greitt. f gaer játar Tíminn algert getuleysi sitt til þess að svara fyrirspurn Morgunblaðsins. Hann getur ekki nefnt eitt ein- asta mál, sem S jálfstæðismenn hafi verið „keyptir" með til þess að fylgja fyrrgreindu hagsmunamáli landbúnaðar- ins. Hann getur heldur ekki fært snefil af rökum fram til þess að hnekkja þeirri frásögn Jóns Pálmasonar og Mbl. að um þetta mál ríkti alls enginn ágreiningur milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks ins. Hinsvegar kemur Tíminn með þá sprenghlægilegu skýringu, að kaupverðið hafi verið það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið ,,að vera í stjórn með Framsókn- arflokknum"!! Hefur önnur eins skrítla nokk- urn tíma verið sögð. Allir vita, að það er sannarlega ekkert sældar- brauð að vera í stjórnarsamvinnu við Framsóknarflokkinn. Á því hafa ýmsir fengið sig fullkeypta. Sjálfstæðisflokkurinn. hefur öðru hverju haft samstarf við Framsókn um ríkisstjórn, ekki vegna þess að hann langaði til þess að vinna með henni heTdur vegna þess, að þjóðarhagsmunir hafa krafist þess. Flokkaskipting- in hefur verið þannig á þingi, að þessir tveir flokkar hafa orðið að standa saman að rikisstjórn. Það er vegna lífsþróttar Sjálf- stæðisflokksins og mikils trausts og fylgis með þjóðinni, sem þetta hefur ekki sakað hann. En hon- um eins og öðrum flokkum er Ijóst, að með Framsóknarmönn- um er ákaflega illt að starfa. Sum ir leiðtogar hans eru að vísu sæmilega drengilegir menn, sem vilja heiðarlegt samstarf. En þeir ráða ekki við bakbítana í Tíma- liðinu, sem ævinlega beita eitur- vopnum í baráttu sinni, einnig gegn samstarfsmönnum flokks síns. En nóg um það. Aðalatriðið er það, að Timaklíkan hefur nú hörfað úr annari víglínu á undanhaldinu. Fyrst gafst hún upp við að nefna eitt einasta „umbótamál“, sem Sjálfstæðis j menn hefðu stöðvað í núver- andi ríkisstjórn. Nú hefur hún einnig gugnað á að upplýsa, með hverju Sjálfstæðismenn j hafi verið „keyptir“ til þess að fylgja eftirgjöfunum til Bún- aðarbankans, enda þótt hún teldi þau kaup táknræn um alla afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins til landbúnaðarins og mála hans. - Er nú hægt að hýða sjálfa sig rækilegar en Tímaklíkan hefur gert með þessum málflutningi? Áreiðanlega ekki. Hver einasti hugsandi bóndi, hver einasti Is- lendingur, sem fylgzt hefur með hinum fáránlegu skrifum Tímans undanfarið hlýtur að fyllast djúpri fyrirlitningu á baráttuað- ferðum hans. Hver stórlygin á fæt ur annarri er fundin upp. Þegar svo að fyrirspurnum um einstök málsatriði er til hans beint er ekkert svar að fá. Blaðið stendur uppi afhjúpað og ráðlaust, mitt í ósannindaþvælu sinni. Nei, slíkur málflutningur vek- ur áreiðanlega ekki samúð meðal bænda. Því fer víðs- fjarri. Þeir sjá að hagsmuna- málum þeirra verður aldrei þokað áleiðis með þesskonar vinnubrögðum. Þannig vinnur enginn heiðarlegur stjórnmála flokkur að framgangi hug- sjóna sinna. Sfolin fjöður. SVO náíð er sambandið orðið milli Framsóknarflokksins og kratanna í hinni „konunglegu stjórnarandstöðu*1, að Alþýðu- blaðið er farið að stela fjöðrum til þess að skreyta með þeim hatt Eysteins Jónssonar. Þannig held- ur blaðið því fram s.l. sunnudag, að það hafi verið fjármálaráð- herrann, sem forgöngu hafði um að útvega fé til byggingar Iðn- skólans í Reykjavík. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að þeir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, sem jafnframt eru þingmenn Reykvíkinga neituðu að taka frekari þátt í umræðum í ríkisstjórninni um undirbúning fjárlaga fyrr en Framsókn hefði fengizt til þess að ganga inn á kröfur þeirra um stuðning við iðnskólabygginguna. Það er því svo sannarlega stolin fjöður þegar Alþýðu blaðið þakkar Eysteini stuðn- ing við byggingu Iðnskólans í Reykjavík. ^ UR DAGLEGA LIFINU ? Sig. Sig. FYRIR 50 árum var ekki eins mikið um skemmtiferðalög og nú á dögum, enda erfiðara og meira umstang fyrir fólk, að komast leiðar sinnar um landið. í þá daga höfðu Akureyringar þann sið, að safnast saman á hlýjum sumardögum úti á víða- vangi, einkum um helgar, fara þar í leiki og gera sér eitt og annað til skemmtunar. Oft var svokallað Naustagil valið til þeirra skemmtifunda. —■ Gilið var með grasigrónum brekkum, vinalegt og aðlaðandi fyrir slíkar skemmtanir og ekki lengra frá bæjarbyggðinni en leiðin þangað var mátuleg skemmtiganga. Svo breyttist þetta á skammri stund. Naustagilið var ekki leng- ur með sömu ummerkjum og áð- ur og má telja að nafnið á gilinu sé Akureyringum yfirleitt gleymt. Þvi einmitt þar er Gróðr- arstöð Ræktunarfélags Norður- lands. ÞEGAR sá félagsskapur spratt af vorhug Norðlendinga, rétt eftir síðustu aldamót, gaf Akureyrarbær þetta land undir væntanl. gróðr arstöð. Og þang- að kom/svo einn góðan veðurdag fjöldi vaskra garðyrkjumanna með öll þau áhöld og útbún- að, sem bezt voru fyrir hendi á þeim árum. — Eins og nýtízku jarðræktar- manna er siður, breyttu þeir þessum grasi gróna hvammi í flag, því þar skyldu vaxa „kynlegir kvistir" og nytja- jurtir frá annarlegu umhverfi. I Mikill stórhugur var tengdur við þennan félagsskap fyrir ! fimmtíu árum, enda komst Guð ■ mundur á Sandi svo að orði i kvæði, sem hann flutti Rækt- unarfélagi Norðurlands: Gervöll landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gera að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð, drengir, sem að hjörðum hóa, hlotið geta síðar óðalsrétt um yrktar dalahlíðar. FRUMKVÖÐULL og fyrsti fram kvæmdarstjóri Ræktunarfé- lagsins, Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum, fékk sína fyrstu búnaðarfræðslu í Noregi, og var fyrst í stað óráðinn í því, hvort hann ætti að leggja aðaláherzlu á almenn búvísindi, jarðrækt og búpeningsrækt ellegar helga skóg ræktinni starf sitt sérstaklega. Hann leit svo á að skógræktin væri eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í búnaðarframförum þjóð- arinnar. Jafnt hugarfar hans sem menntun gerði það að verkum, að Ræktunarfélagið fékk ví5- tækt verksvið. SÍÐAN hefur skipulag á málefn- um búnaðarframfaranna hér á landi tekið margskonar mynd- breytingum. Nýir og nýir aðilar hafa fengið hlutverk, sem Rækt- unarfélagi Norðurlands var ætlað fyrst í stað. Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögin hafa tekíð að sér skógræktarmálin. En þau gleðilegu tíðindi hafa gerzt nýlega, að Ræktunarfélag | Norðurlands hefur ákveðið að beina starfsemi sinni meira í al- | hliða fræðslu og leiðbeiningar, en verið hefur um skeið, með því að Ársrit, Ræktunarfélagsins er gefið út með nýjum svip, og greinar þess eiga að fjalla um landbúnað, skógrækt og almenna náttúrufræði. Mun það áreiðan- lega vekja ánægju hjá öllum vel- unnurum þessa merka félags. — Ritstjórinn er Ólafur Jónsson. HÉR er ekki tækifæri til að rekja hálfrar aldar sögu Ræktunarfélagsins. En í nýút- komnu Ársriti, sem er fyrsta hefti af þessum árgangi, er m. a. mynd, sem hér fylgir af lerkirunna í hinu forna Naustagíli. Hvammur þessi hinu óræktaða gili 'var þyrrk- ingslegur og ó- frjór, á engan hátt frábrugðinn ófrjósömum ’.nóa börðum. Gróður- settar voru þarna helztu tegundir trjáa er menn höfðu með höndum þá og varast að gera nokkurt handar- vik, til þess að bæta skilyrðin fyrir hinum til- vonandi trjágróðri. Skyldi þetta vera skilmerkileg tilraun til þess að vita hvernig skógargróður geti dafnað með því, að hann yrði friðaður frá uppvextinum og alla tíð á meðan hann næði Lerki í Gróðr- arstöð Rf. NI. þroska, en ekkert annað við hann eða jarðveginn gert. PLÖNTUR þessar, bæði lerki- plöntur, birki og reynir, er gróðursettar voru í þenna reit, voru ekki fljótar á sér til vaxtar. Eftir að smáplöntur þessar höfðu staðið þarna í holtinu ein 15—- 20 ár, litu gestirnir, sem í Gróðr- arstöðina komu, niður á þessar plöntur og töldu vafasamt, að þær myndu nokkurn tíma ná þroska. En upp úr því fóru þær að spjara sig. Nú er þarna hinn vöxtu- legasti skógarlundur, með bein- vöxnum og þroskalegum trjám og teygir lundurinn sig upp eftir brekkunni allt upp í blásinn mel- koll,.sem gnæfði yfir gilið meðan mannshöndin hafði þar engu rótað. Lundurinn í Naustagili hinu forna, kennir okkur, að þeir, sem búast við skjótum árangri af skógrækt á ófrjóu landi, verða fyrir vonbrigðum. En reynslan af þessum lundi kennjr okkur lika, að það er sannmæli, sem Sig- urður Sigurðsson, fyrsti fram- kvæmdastjóri Ræktunarfélagsins hafði að orðtaki: Gróðursettu tré, og það vex, meffan þú sefur. \Jeíua,Landi shrijar: Krían í Tjamahólmanum MAÐUR einn hagorður hér í bænum átti leið fram hjá Tjörninni nú á dögunum og fór ekki hjá því, að andinn kæmi yfir hann, er hann sá kríuna komna í Tjarnarhólmann sinn. Úr þessu varð svo litla kríuljóðið, sem hér fer á eftir: - • Leika á gígju Ioftsins börn. Ljósin hlýju vaka. Aftur kríur út við tjörn ofar skýjum kvaka. Komdu blessuð, krían mín, kætir mig að heyra léttu glöðu lögin þín láta vel í eyra. Þú í fyrra fæddist hér furðu lítið kríli. Mjúklind hlúði móðii þér mataði tjarnarsíli. 11 i-r Þá var gleði og gaman oft, geislum lýst var tjörnin, þegar fyrst sér lyftu á loft iitlu kríubörnin. Löngum sofið lítið var, leið hver stund við gaman. Kríubörnin kynntust þar kát og léku saman. Æskutryggðir tókust þá yið tjarnar græna lundinn, Öll þín gleði, ást og þrá er við hólmann bundin. Því má fuglinn frjáls um geim úr fjötrum vetrarstunda fylgja vori á vængjum heim, vitja æskulunda. Kjartan Ólafsson. Ef til vill verður einhver tón- hagur maður til að hjálpa upp á sakirnar og semja lítið lag við , kríuljóðið? Um skökku númerin. l' ,1 IJORGARI hefir skrifað mér D bréf þar sem hann tekur und- ir með Ó. S., sem kvartaði hér fyrir nokkru um það, hve oft síminn hér í bænum gæfi. skökk númer. „Hér er ekki eingöngu um að ræða — segir Borgari — að þetta ástand sé hvimleitt fyrir þann, sem hringir og þann sem svarar í „skakka númerinu“, þvi. að mér er ekki grunlaust um, að þessi undarlegheit séu fjárhags- legt tjón fyrir símanotendur, Ef ég man rétt, eru 7 símtöl daglega ætluð símanotendum fyr- ir afnotagjald það, sem þeir greiða. Ef símtöl eru fram yfir þann ákveðna fjölda, kostar hvert þeirra 30 aura. Margir reyna því að fara sparlega með símann, því að hann er dýrt þægindatæki. En hvað um þessi skokku númer? Er sá grunur minn réttur, að það komi í hlut símanotenda að greiða fvrir þau? — Ef svo er, er rang- lega haft fé af þeim, sem ég tel með öllu óþolandi. — Borgari". Hleypa upp símareikningnum. JU, það er rétt hjá Borgara, að það eru 7 símtöl daglega sem innifalin eru í símaafnotagjald- inu. Sé hringt í númer og svarað í því, reiknast það sem eitt sim- tal, jafnvel þó að um skakkt númer sé að ræða — svo að mörg „skökk númer“ á dag gera óneit- aniega sitt til að hleypa upp símá reikningnum. Annars vil ég benda bréfritara mínum og öðrum, sem svipaða sögu hafa að segja á, að þeir ættu í þessu sambandi að snúa sér beint til bæjarsímans, sem taka mun kvartanir þeirra til greina og taka „undarlegheitin“ í simum þeirra til athugunar. Hér kann að vera aðeins um smávægilega bií- un að ræða í símatækinu sjáKu en ekki sjálfvirku stöðinni. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að hægt sé að ráða bót á biluninni er auðvitað það, að réttum aðilum sé gert aðvart um hana. ★ Eitt gramm af verulegri hjálpsemi er ávallt meira virði en heilt tonn af hlut- tekningarrík- um orðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.