Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 7

Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 7
Föstudagur 19. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 ’ r * _ OlaftEV Bförnsson prófessor: Ræktun mannfénaðar eða frjálsa þjóð í ALÞÝÐUBLAÐINU 10. þ. m. hefir Gylfi Þ. Gíslason skrifað heilsíðugrein, þar sem lagt er út af greinum mínum hér í blaðinu um s.l. mánaðamót, en þar gerði ég einkum að umtalsefni væntan leg viðhorf um myndun ríkis- Stjórnar að loknum kosningum þeim er í hönd fara. Enda þótt grein Gylfa sneiði að vísu hjá því, sem var meginatriði greina íninna tel ég samt rétt að gera henni nokkur skil, þar sem hún fjallar um málefni, sem eðlilega Jhlýtur að verða mjög ofarlega á baugi í kosningabaráttunni, en það er stefna flokkanna í efna- hagsmálum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG HAFTASTEFNAN Grein próf. Gylfa ber fyrir- Sögnina „Sjálfstæðisflokkurinn átti mestan þátt í að koma á haftakerfinu“, og er megintil- gangur greinarinnar sá, að sýna fram á það, að svo hafi verið. Þess er nú að vísu getið, að það hafi verið um miðjan fjórða ára- tuginn, eftir það að stjórn Fram- Sóknar og Alþýðuflokksins hafði tekið við völdum, sem „innflutn- jngi og útflutningi var komið undir opinbert eftirlit“, enda hef- Ur almenningur hingað til litið Svo á, að í tíð þeirrar ríkisstjórn- ar hafi höftin fyrst komizt í algleyming. Nú sé ég hinsvegar að í Alþýðu blaðinu 13. þ. m. er grein, þar s'em lögð er megináherzla á það, að hrekja þá niðurstöðu, er próf. Gylfi komst þannig að í grein sinni. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, að í rauninni sé Jón Þorláksson faðir haftastefnunn- ar hér á landi! og vitnað í gömul stjórnartíðindi því til stuðnings. Kannske það eigi nú eftir að ske um aldamótin 2000, ef krataflokk Ur í einhverri mynd verður þá við líði, að þeir haldi því þá fram að Ólafur Thors hafi verið hinn raunverulegi faðir stefnu þeirra? Ég býst nú raunar við að hvor- ugum þessara forustumanna Sjálf Stæðisflokksins myndi þykja sómi að því afkvæmi, sem þeim þannig væri eignað, ef þeir mega með því fylgjast hvað gerist hérna rnegin tilverunnar! Enn sleppum því. Aðalatriðið er það, að öll meðferð Alþýðu- blaðsins á stjórnmálasögu síðustu áratuga í þeim tilgangi að koma ábyrgðinni á haftastefnu þeirri, sem rekin hefur verið á Sjálf- stæðisflokkinn, er svo villandi, sem verða má. Það er að sjálfsögðu ekki tekið upp haftafyrirkomulag með því einu, þótt heimiluð sé opinber íhlutun um gjaldeyrisverzlunina, eins og Jón Þorláksson lét gera 1924. Það getur verið óhjákvæmi legt að hafa slíka heimild, því auðvitað er alltaf hugsanlegt, að slíkt ástand skapizt, að til henn- ar verði að grípa um lengri eða skemmri tíma. í stjórnartíð Jóns Þorlákssonar var heimildin hins vegar aldrei notuð, það var fyrst í stjórnartíð Framsóknar 1931, eins og Alþýðublaðið skýrir líka réttilega frá í fyrrnefndri grein. Reglugerð sú, sem blaðið vitn- ar til frá 1934, er ríkisstjórn þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar og Magnúsar Guðmundssonar sat að völdum, skiptir í þessu sambandi litlu máli, þar sem hún varðar að eins framkvæmdaratriði. Stærsta skrefið í þá átt, að koma haftaskipulaginu á hér á landi, var hinsvegar tekið um áramótin 1934—35, en þá var mjög hert á gjaldeyris- og inn- flutningshöftunum að tilhlutun ríkisstjórnar Alþýðublaðsins og Framsóknar. Er athyglisvert, að þetta skref var einmitt tekið um það leyti sem verzlunarkjörin út á við fóru mjög batnandi, og sannar það hugarfar þeirra, sem þessum málum stjórnuðu þá. HÖFT STRÍÐSÁRANNA Framsókn og Alþýðuflokkur- inn ráku síðan harðsvíraða hafta stefnu allt fram til 1939, þrátt fyrir batnandi verzlunarárferði. Atvinnulíf landsmanna var þá komið í þá örtröð vagna hafta- stefnu þeirrár, sem rekin var, að vinstri flokkarnir sáu sér ekki fært að stjórna landinu lengur einir, og var þá leitað á náðir Sjálfstæðismanna. Jafnframt því sem „þjóðstjórnin“ svonefnda var mynduð, voru sett lögin um gengisbreytingu o. fl. vorið 1939, og hefðu þau getað orðið stórt skref í þá átt, að koma á við- skiptafrelsi á ný, að óbreyttum aðstæðum. En þá skall stríðið á. Á stríðsárunum voru auðvitað margskonar höft og hömlur óhjá- kvæmilegar, en því ollu aðflutn- ingsörðugleikarnir og er það því algera út í hött, þegar próf. Gylfi vitnar í reglur, sem þá voru settar af ríkisstjórnum, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti ráð- herra í, því til sönnunar, að flokk urinn sé fylgjandi haftastefnu. Auk þess er það vitanlega frá- leitt, að gera Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega ábyrgan fyrir gerð- um utanþingsstjórnarinnar, því vitað er, að hann var því ávallt mjög andvígur, að sú leið yrði farin til lausnar stjórnarkrepp- unni, sem þá var. HAGFRÆÐINGAÁLITIÐ FRÁ 1946 , Fyrstu misserin eftir að styrj- öldinni lauk, var slakað mjög á gjaldeyrishömlunum, en við það gengu erlendar innstæður mjög til þurrðar, og haustið 1946 var sýnt, að öngþveiti í gjaldeyris- verzluninni var yfirvofandi, ef ekki yrðu gerðar ráðstafanir til þess að afstýra því. Þá var af st j órnmálaf lokkunum skipuð hagfræðinganefndin svo kallaða, sem við próf. Gylfi áttum m. a. báðir sæti í. Það skal fúslega játað, að í sameiginlegum tillög- um sínum gerði nefndin ráð fyr- ir því, að hert yrði aftur verulega á hinum ýmsu höftum, sem þá hafði verið slakað á um skeið, og þau látin ná til fleiri sviða atvinnulífsins en áður. En það ber að hafa hugfast í því sam- bandi, að nefndin hafði ekki um það frjálsar hendur, að gera til- lögur um þá stefnu í efnahags- málum, sem ætti að fylgja. Sú stefna var mörkuð í erindisbréfi nefndarinnar, sem forystumenn stjórnmálaflokkanna allra höfðu 1 þá orðið sammála um. En samkv. erindisbréfinu bar að leggja megináherzlu á það, að ljúka nýsköpunarframkvæmdun- um á sem skemmstum tíma, án þess þó að stofnað yrði til er- lendra skulda. Það má um það deila, hvort þetta hafi verið sú rétta stefna, en það hlutverk var ekki falið hagfræðinganefndinni, að segja álit sitt um það, a. m. k. kom slíkt ekki fram mér vitan- lega. En ef þessa stefnu átti að reka, þá var óhjákvæmilegt ann- að en herða á höftunum, eins og útlit var haustið 1946. Mér er ljóst, að einstök atriði í tillög- um nefndarinnar má gagnrýna, en skoðun mín er enn óbreytt á því, að eitthvað í þá átt, sem nefndin lagði til, varð að gera, ef framkvæma átti stefnu þá, sem stjórnmálaflokkarnir höfðu markað í erindisbréfi nefndar- innar. ÁGALLAR HAFTANNA LIGGJA í SJÁLFU SKIPU- LAGINU, EN ERU EKKI AÐ KENNA MÖNNUNUM, SEM FRAMKVÆMA ÞAU Þá kem ég að því atriðinu, þar sem grundvallarskoðanamunur er einkum milli mín og próf. Gylfa. Hann viðurkennir fúslega óvinsældir haftastefnunnar þá nærfelt tvo áratugi, sem sú stefna hefir verið rekin hér á landi, þótt stór skref hafi að vísu verið tekin í þá átt að hverfa frá henni tvö síðustu árin, að til- hlutan núverandi ríkisstjórnar. En hann segir að hinn slæmi árangur sé ekki að kenna höft- unum sem slíkum, heldur mis- tökum á framkvæmdinni, en þau vill hann einkum kenna Sjálf- stæðismönnum. Hvað þetta síð- asta snertir, þá veit ég nú raunar ekki betur, en fulltrúar „umbóta- flokkanna" sem svo nefna sig, hafi allan þann tíma, sem höftun- uin hefir verið beitt, haft meiri hluta í öllum þeim nefndum og ráðum, sem framkvæmdina hafa haft með höndum. Má vera, að til séu frá þessu einhverjar einstak- ar undantekningar, en ekki þekki ég þær. Ef spillingin í skjóli haft- anna er þeim mönnum að kenna, sem framkvæmdina hafa haft með höndum, þá hvílir sökin á því fyrst og fremst á „umbóta- flokkunum“. En þessi skoðun, að skella berí í þessu efni skuldinni á mennina, sem framkvæma skipulagið, ekki skipulagið sjálft, er líka að mínu áliti röng. Það er ekki til neinn „vísindalegur“ mælikvarði á það t. d. hvaða sjónarmið eigi að liggja til grundvallar úthlutun innflutningsleyfa. Þeir, sem út- hlutunina hafa með höndum eru ávallt fulltrúar einhverra sér- hagsmuna, pólitískra eða stéttar- legra. í rauninni gera þeir ekki annað en skyldu sína, þegar þeir gæta þessara sérhagsmuna við úthlutunina, enda hafa þeir ekki neitt annað við að styðjast. En af þessu leiðir spillingu, rang- læti og rýrnun framleiðsluaf- kasta, og er þar engan um að saka nema skipulagið sjálft. I hinum sósíalisku ríkjum Austur-Evrópu — en sósíalism- inn er ekkert annað en hafta- stefna færð út í æsar — eru menn árlega hengdir hundruðum og jafnvel þúsundum saman, til þess að friðþægja á þann hátt fyrir ágalla skipulagsins. Hins vegar er það gert að trúarjátn- ingu, að sjálft skipulagið sé haf- ið upp yfir gagnrýni. **""TUTNINGSVERZUNIN OG VERÐLAGSEFTIRLITIÐ Próf. Gylfi endurtekur það, sem oft hefir kveðið við í áróðri Alþýðublaðsins, að það hafi ein- göngu verið efnahagsaðstoðin erlendis frá, sem hafi gert það kleift að auka neyzluvöruinn- flutninginn og útrýma vöruskort- inum. Þetta er alveg rangt. Efna- hagsaðstoðin gerði það hinsveg- ar kleift, að hægt var að halda uppi stórframkvæmdum, jafn- framt því, að ástandið á neyzlu- vörumarkaðinum batnaði svo mjög. En þetta bætta ástand var fyrst og fremst að þakka gengis- lækkuninni og afnámi greiðslu- halla á fjárlögum. Hefðu þær ráðstafanir ekki verið gerðar, hefði það ekki komið að gagni nema mjög skamma hríð, þótt tekin hefðu verið erlend lán til neyzluvörukaupa. Þá skrifar próf. Gylfi upp á þann víxil fyrir Al- þýðublaðið, að aukinn innflutn- ingur sé fyrst og fremst hags- munamál heildsalanna og verð- lagseftirlit sé áhrifamest leiðin til þess að lækka dýrtíðina og bæta kjör almennings. Ég get ekki eytt hér rúmi í að hrekja þetta, en leyfi mér að vísa þeim, sem kynna vildu sér gagnrökin móti þessu til bæklings míns, ,Haftastefna eða kjarabótastefna* sem út kom á sl. vetri. Allir, sem einhverja nasasjón af hagfræði hafa, vita, að með verðlagseftirliti verður teljandi beinum árangri í þá átt að halda verðlagi í skefjum ekki náð. Hinsvegar er með . hægt að koma í veg fyrir það, að vísi- talan sýni rétta mynd af dýrtíð- inni, og sé kaupgjald miðað við vísitölu, er þannig hægt að halda því í skefjum. Þannig er vissu- lega hægt að ná raunhæfum ár- angri í því efni að halda dýrtíð í skefjum með verðlagseftirliti, en sá árangur er einkum á kostn- að launþega. Það var engin til- viljum, að hér á landi var fyrst farið að beita verðlagseftirliti að ráði eftir það að gerðardómur- inn „klikkaði" sumarið 1942. Ég býst við, að próf. Gylfa sé þetta jafrdjóst ög mér, en mér finnst hann gera aðeins sjálfum sér ógagn en engum gagn, með því að setja „stimpiT* sinn á þann áróður, sem Alþýðublaðið hefur rekið að undanförnu. Fólk, sem ekki gerir sér sjálfstæða grein fyrir orsakasamhengi verðlags- málanna — og til þess verður ekki ætlast, að allir geri það — tekur ekki meira mark á pró- fessorum, en venjulegum pólit- ískum skriffinnum, en hjá þeim, sem gera sér einhverja grein fyr- ,ir þessu, gæti hann beðið álits- hnekki. MANNFÉNAÐUR EÐA FRJÁLSIR EINSTAKLINGAR Sá er grundvallarmunur á skoð unum mínum og flestra Sjálf- stæðismanna annarsvegar, og for mælenda haftastefnu í einni eða annarri mynd hinsvegar, að við lítum svo á, að þjóðfélagið eigi að veita einstaklingunum sem mest frelsi til þess að afla sér lífsviðurværis á þann hátt, sem þeir óska sjálfir og ráðstafa þeim eftir eigin vilja, en haftamenn- irnir líta hinsvegar svo á, að yfir- völdunum beri að setja um það sem strangastar og nákvæmastar reglur í smáu og stóru, hvernig einstaklingarnir eigi að haga sér. Á sama hátt og búfjárræktar- ráðunautur segir fyrir um fóður- blöndu handa búpeningi, stærð gripahúsa o. s. frv, eiga opinberar nefndir og ráð að ákvsða gerð og stærð íbúðarhúsa fólks, skammta því matvæli, fatnað, farareyri til útlanda, erlendar fræðibækur o. s. frv. Báðir aðilar vilja vel, en það er aðeins um að ræða mismunandi skoðanir á því, með hverju móti fólkið gati bezt orðið hamingjusamt. FRESLI EINSTAKLINGSINS ER ÖRUGGASTA ÞJÓÐVÖRNIN Auk efnahagsmálanna eru land varnamálin og þá sérstaklega vandamál þau, sem skapast hafa í sambúð íslendinga við hið er- lenda herlið er nú dvelur hér, eðlilega ofarlega á baugi við þess- ar kosningar. í fljótu bragði virð- ist hér um óskyld mál að ræða, en svo er þó engan veginn að öllu leyti að mínu áliti. íslendingar gerðu á sínum tíma “ herverndarsamninginn við Banda 6 rikjamenn með þeim óþægindumt? og hættum, sem ljóst var aS ° þeirri ráðstöfun hlaut að fylgja R til þess að afstýra annarri hættu ennþá meiri, sem þá var ýfirvof- andi, og gat leitt af sér algeraa‘ tortímingu þjóðarinnar, ef ekki ! hefði verið við henni snúist. Það er ósk meginþorra íslend- inga, hvað sem öðru líður, að 1 þessi hætta megi sem fyrst li8a ! hjá, þannig að ekki verði lengur. þörf dvalar erlends herliðs í land- ‘ inu. En það væri mikil grunnhyggni að halda það, að með því væri útrýmt öllum þeim hættum, er nú steðja að islenzku þjóðsrni \ og menningu. Að þessar hættur3 eru einkum miklar nú, á sér miklu dýprn rætur en þær, sem liggja í áhuga erlendra ríkja fyr- ir því, að hafa hér hernaðarlega aðstöðu á tímum friðar og ófrið- >í J?. Grundvallarorsök þeirrar ’ hættu, sem nú steðjar að þjóð- erni og menningu íslendinga, er sú stðreynd, að vegna breyttrar samgöngutækni, er landið, sem áður var einangrað, svo að segja komið í þjóðbraut. Hvort sem um lengri eða skemmri dvöl hins er- lenda varnarliðs verður að ræða, verður það vandamál eftir sem áður fyrir hendi, að fámenn þjóð sem áður var einangruð, kemst í rauninni í nábýli og dagleg jo •d vr samskipti við hinar stærri þjóðir. Það væri að ætla sér að sm'ia .. hjóli tímans við, að hugsa sér að mæta þessu með því að hindra þessi samskipti, sem tækni tím- ans gerir í. senn eðlileg og óhjá- kvæmileg. If íslenzku þjóðerni og menningw verður að mínu áliti með því ■einu bjargað, að ala með ein-..^ saklingunum þann þjóðarmetnað, sem einn getur verið trygging fyrir því, að þessi samskipti geti átt sér stað án hættu fyrir þjóð- I leg verðmæti. En til þess að slík- I ur þjóðarmetnaður fái dafnað verða það að vera frjálsir ein- staklingar athafna sinna, sem n , þetta land byggja. Með þjóð, sem i býr við kúgun haftanna og hinna „ sósíalisku lifsskoðana fær hins 1 vegar aldrei dafnað sá heilbrigði q þjóðarmetnaður, sem einn getur jj I verndað þjóðerni hennar, menn- ;0 ingu og tungu eftir það að rás timanna hefir ýtt henni í hring- iðu hins mikla þjóðahafs. Tíu ára áætlun LUNDÚNUM, 16. júní — í dag birti brezki verkamannaflokkur- inn nýja tíu ára áætlun um end- f urreisn í efnahagsmálum. Er j áætlun þessari raunar stefnt gegn ríkisstjórn Churchills. Kúseign á Akranesi ti! sölu Húseignin Merkigerði 10, Akranesi, ásamt eignarlóð, er til sölu nú þegar. Húsið getur verið laust til íbúðar strax og óskað er. Upplýsingar í síma 81 og 88 Akranesi. BIFREIÐAEIGENDUR Enn vantar bíla í skemmtiferð gamla fólksins á morg- un. — Vinsamlegast látið Magnús H. Valdemarsson vita um bíla þá. sem þér getið lánað. Símar 3193, 3564 og 5659. Fél. ísl. bifreiðaeigenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.