Morgunblaðið - 19.06.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.1953, Qupperneq 8
8 MORGLi hBLaÐIÐ Föstudagur 19. júní 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ ÚR DAGLEGA LlFINU S Svikin loforð Framsóknar FRAMSÓKNARMENN hafa mjög gumað af því að undanförnu hve góðar efndir hafi verið loforða þeirra, sem þeir gáfu þjóðinni fyrir haustkosningarnar 1949. Tíminn hefur ritað hverja grein- ina á fætur annarri til þess að sýna fram á, að Framsóknar- flokkurinn hafi einn allra flokka staðið við unnin heit og gefin loforð. Er helzt svo að skilja, sem hin heilbrigða fjármálastefna síðustu ára og hallalaus ríkis- búskapur sé Eysteini Jónssyni einum að þakka og ötulum stuðn- ingi flokks hans. Að vísu skýtur þó heldur skökku við sjálfshól Tímans, að Eysteinn gat þess sjálfur í út- varpsræðu, sem hann hélt við fjárlagaumræðurnar í vetur að vald fjármálaráðherrans yfir fjárlögunum væri ákaflega tak- markað. ★ Munu það hafa verið orð að sönnu og bera gleggst með sér að hin breytta stefna í fjármálum er hvorki fjármála ráðherranum né flokki hans að þakka, þótt ákafir vilji þeir nú heiðurinn eiga. Sú viðreisnarstefna í efnahags- málum, sem framkvæmd hefur verið af núverandi ríkisstjórn á öll upptök sín hjá Sjálfstæðis- flokknum og hann einn barðist fyrir henni lengi vel gegn sam- einaðri andstöðu Framsóknar og Alþýðuflokksins. Eftir kosning- arnar 1949 vildi Framsóknar- flokkurinn enn efna til stjórnar- samvinnu með þau málefni ein að halda áfram hinum gengdar- lausu uppbótum og milljónatuga niðurgreiðslum, sem voru þá í þann veginn að sliga þjóðina. Slík voru hans einu ráð til efl- ingar atvinnuvegunum og út- flutningsframleiðslunnar, að halda þeim uppi með styrkjum sem teknir voru af þjóðinni með síhækkandi skattabyrðum. ★ í slík algjör þrot var stefna Framsóknarflokksins komin 1949, að Eysteinn sá ekkert annað ráð fram úr ógöngun- um en að halda áfram þeirri gjaldþrota- og haftastefnu, sem fylgt hafði verið þá um skeið, viðhalda skömmtun, herða verðlagseftirlit, og ríg- binda enn athafnafrelsi þjóð- arinnar með stórauknum höml um á öllum sviðum. Slík er staðreyndin um afstöðu Framsóknarflokksins í efnahags- málum þjóðarinnar 1949 og það sannar kosningastefnuskrá hans svo ekki verður um villzt. ★ Gegn þessari gjaldþrotastefnu Eysteins Jónssonar snérist Sjálf- stæðisflokkurinn öndverður. — Hann tók einn á sig þá ábyrgð að leysa úr þeim stórfelldu efna- hagsörðugleikum, sem áratuga tímabil verzlunarhafta og ríkis- afskipta hafði leitt yfir þjóðina og myndaði minnihluta stjórn sína. Sú stjórn lagði grundvöll- inn að jafnvæginu, sem nú hef- i ur náðst í ríkisbúskapinn með nviðreisnartillögum sínum. Gengis breytingin kom útflutningsfram- leiðslunni iaftur á heilbrigðan ‘ grundvöll, í stað styrkja og upp- ’bóta var fé ríkisins varið til auk- inna verklegra framkvæmda, 'innflutningshömlur hafa verið afnumdar að miklu leyti og verzl- unin gefin frjáls, skömmtun af- numin, vörugnægð er í verzlun- um og verðlagið hóflegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystuna um hvert og eitt þessara mála, átt upphaf þeirra og eflt þau í fram- kvæmd. ★ Framkvæmd allra þessara mála hafði frá öndverðu staðið á stefnuskrá flokksins. Atvinnu- frelsi er höfuðkjarninn í stefnu- skrá hans, en aðstæður höfðu hindrað að honum væri unnt að haga hér svo málum sem bezt hentaði. Flokkurinn hafði frá öndverðu verið andvígur hinum sívaxandi ríkisrekstri, en ekki fengið að gert, sökum skorts á meirihlutavaldi. Það er því ekki fyrr en hann myndar minni hlutastjórn sína, sem hann fær tækifæri til þess að framfylgja að nokkru stefnu sinni ómengaðri, svo stutt sem stjórn hans þó var við völd. Reynsla þeirra þriggja ára sem liðin eru síðan flokkurinn lagði viðreisnartillögur sínar fyrir þjóð ina tekur af öll tvímæli um hvor hafði í upphafi á réttu að standa, Sjálfstæðisflokkurinn eða Fram- sóknarflokkurinn. Sú haftabraut, sem Framsókn vildi feta með krata sér við hlið hefði leitt til miklu meira verðfalls krónunn- ar og þjóðargjaldþrots innan skamms tíma. Stefna Sjálfstæðis- flokksins hefur bætt að miklu úr öngþveitinu, sem áður ríkti í efnahagsmálunum og gert þjóð- inni fært að nýta þau stórfelldu frámleiðslutæki, sem hún fékk 1 hendur á árum nýsköpunarstjórn arinnar til fullnustu. ★ En sú viðreisn, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hóf á önd- verðu ári 1950 og hefur knúið fram æ síðan er þó ekki nema skammt á veg komin. Þótt þjóð- arframleiðslunni hafi verið kom- ið á fastan grundvöll og ráðisi í stórfelldar framkvæmdir í at- vinnumálum er þó margt enn ógert og mörg höft enn óleysi. Verzlun landsmanna þarf að losna að fullu úr viðjum, svo samkeppni, vörugæði og lágt verðlag komist sem fyrst í framkvæmd. Þær skattabyrð- ar, sem eru að sliga atvinnu- rekstur landsmanna og standa heilbrigðri efnahagsþróun svo mjög fyrir þrifum þarf að lækka til mikilla muna og bæta úr hinu rangláta skatt kerfi hið allra fyrsta. ★ Landbúnaðinn ber að efla, bæta ræktun landsins, lækka fram- leiðslukostnað og stækka búin. Halda þarf áfram á þeirri við- reisnarbraut að auka kaupmátt launanna, festa verðlg og gjaid- miðil og fá þannig framgengt hinni raunhæfustu kjarabót öll- um launþegum til handa. Með því yrði jafnframt tryggður heii- brigður rekstur atvinnuveganna, til lands og sjávar. Þessi og önnur viðfangsefni bíða úrlausnar á næstu árurt og þau verða bezt leyst af hendi með stefnu atvinnu- frelsis og séreignar, stefnu stéttasamvinnu og þjóðfélags- friðar, sem ein getur trvggt hinni vaxandi íslenzku þjóð verðug lífskjör og farsæla framfíð. HVAÐ er leiðinlegasta hús- verkið? Hvernig mundir þú, lesandi góður, svara þess- ari spurningu? — Uppþvott- urinn eða gólfþvotturinn er kannski svar þitt, en manstu þá ekki eftir sorpstauknum, sem losa þarf út í tunnu dag- lega? Það má víst ganga út frá því sem vísu, að ef konan kemst hjá því að fara með staukinn út í tunnu og fær mann sinn til þess, þá gerir hann þaö r.ieð ólund, hvort sem hann svo fer duit með þá ólund eða ekki. En þegar þú ert á leiðinni að tunnunni, hefur þú þá nokkru sinni hugsað út í það, hve mikið sorpmagn þú og sam- dJdorpb ireiWMAniw borgarar þínir' bera út í tunnu? ÞAÐ er ótrúlegt en satt, að í hverri viku tæma sorphreins- unarmenn Reykjavíkurbæjar ná- lega 11000 sorptunnur. Á hverju ári er ekið í 18000 tdhnum, eða 15000 bílförmum, eða 75000 rúm- metrum sorps vestur á ösku- hauga. Ef þessu sorpmagni er jafnað jafnt niður á Reykvík- inga, verður niðurstaðan sú, að hver borgarbúi skilur eftir við hús sitt rúmlega 300 kg sorps, sem sorphreinsunarmenn bæjar- ins aka á brott. Er það mun meira magn á hvern einstakling en \JeiuaLandi óLri^ar: Þjóðhátíðin — björt og fögur. 1 n júní — í fyrradag, var eins J-í . bjartur og fagur og hugsazt gat. Reyndar dró fyrir sólu og kólnaði dálítið í veðri undir kvöldið hér í Reykjavík en nátt- úran skartaði svo sannarlega sínu fegursta á meðan á aðalhátíða- höldunum stóð um daginn og svo mun það hafa verið viðast um landið. Mannfjöidi hefir aldrei verið meiri á ferli hér í höfuð- borginni enda var allur miðbær- inn gjörsamlega kvikur. Arnar- hóllinn var eitt lifandi litahaf, af hátíðabúnu fólki, og skraut- klæddum börnum. Það var ósköp skemmtilegt að sjá litlu stelpu- hnyðrurnar, sumar hverjar ekki eldri en tveggja — þriggja ára, á upphlut og jafnvel peysufötum. Hinsvegar höfðu margir orð á, að helzt til fátt væri um fullorðnar stúlkur og konur í þjóðbúningi. Enginn íslerizkur búningur ætti að liggja á kistubotninum á þjóð- hátíðardaginn — ekki sízt þegar jafn vel viðrar og í ár. Dansað um stræti og torg. KVÖLDDAGSKRÁ hátíðahald- anna fór hið bezta fram og veðrið setti ekki stólinn fyrir dyrnar með neitt af skemmtiati'- iðunum, sem auglýst höfðu verið. Og síðan var dansað af miklu fjöri um stræti og torg. Minna varð úr þjóðdansasýningunni heldur en fólk hafði gert sér vonir um. Hefir sjálfsagt verið mjög erfitt að koma henni við þarna í mannþrönginni allri. Hugmyndin var ágæt og viðleitn- in til að framkvæma hana virð- ingarverð en betur mun þurfa að skipuleggja þetta atriði á næstu þjóðhátíð. Kaupskapur var rekinn af miklu kappi og höfðu pylsusal- arnir varla undan að afgreiða alla hina pylsuþurfandi við- skiptavini.^Mörgum fannst þó, að þeir myndu ekki geta leyft sér að kaupa eina pylsu fyrir fjórar krónur, — nema þá aðeins af því að það var 17. júní. Ekki var mikið um drykkju- skap og drykkjulæti — þó meira, en sæmandi er vel siðuðum höf- uðstaðarbúum. Ljósasúlur í Dómkirkjunni. EITT sóknarbarn Dómkirkjunn- ar hefir skrifað mér eftirfar- andi bréf: „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkrum árum voru Dómkirkju'ríni gefnar tvær ljóm- andi fállegar bronsaðar ljósasúl- ur. Voru þær fyrst í stað hafðar í kirkjunni sín hvoru megin við kórdyrnar og sómdu sér þar .r. ■ . prýðilega. En svo bar svo kyn- lega við, að þær hurfu þaðan og hafa ekki sézt í kirkjunni um árabil, þangað til nú í vetur, að þær komy aftur. Munu þær hafa verið geymdar uppi á kirkjulofti — hversvegna, veit ég ekki. En þar með er ekki sagan öll. Örlög þessara súlna eru óneitanlega nokkuð einkennileg. Aftur hurfu þær á brott úr kirkjunni, í þetta skipti lánaðar til leiksýninga upp í Þjóðleikhús — án vitundar dómkirkjuprestanna, þótt ein- kennilegt kunni að virðast. Rangt gagnvart helgidóminum. FYRIR nokkru birtust súlurnar aftur í kirkjunni — en aðeins þó til nokkurra daga. Nú eru þær á ný horfnar upp í Þjóðleikhús. Mér finnst þetta algjörlega rangt að farið. Þessar súlur eru kjörgripir, sem gefnar voru Dóm- kirkjunni og þar eiga þær heima og hvergi annars staðar. Mér finnst það stappa nærri helgi- spjöllum að flytja þær á brott úr helgidóminum til að nota þær til skreytingar á leikhússviði ■— jafn vel þótt sjálft Þjóðleikhúsið sé annars vegar. Kirkjurnar okkar eru ekki svo auðugar að fögrum munum, að þær megi við að seilzt sé eftir því fáa, sem þær eiga af því tagi utan að frá. Ég, sem einn safnaðarmeðlimur Dóm kirkjunnar get ekki orða bundizt yfir slíkri aðferð, og fróðlegt þætti mér að vita nánar um sögu þessara súlna frá þeim aðilum, sem hér eiga hlut að máli. — Ég þakka fyrir birtinguna. — Eitt sóknarbarn Dómkirkjunnar“. Vit og vilji eru vopnin, sem þú verður að nota til að afla þér hamingjunnar. venjulegt er í öðrum löndum og stafar það fyrst og fremst af því að pappírsrusli er nú hent í tunn- urnar, en því var áður en hita- veitan kom til sögunnar brent í heimahúsum. Kostnaðurinn við þetta er gífurlegur. Níu bílar, sem nú þarfnast mjög end- urnýjunar, og 50 menn. Samtals eru tæmdar um 5—600000 sorp- tunnur árlega og kostar um 4 krónur að losa hverja tunnu. Heildarkostnaður við sorphreins- unina 1951 varð 2.259,322,60 kr. Verðmætin í sorpinu eru mikil. Það er hópur manna sem lifir góðu lífi af því einu að krafla í öskuhaugunum vesturfrá, hirða flöskur eða járnarusl og selja. En um leið skemma þeir haugana, hirða úr þeim járn- ið og annað er kann að halda haugunum saman. Eftir verð- ur askan og bréfaruslið og á vetrum er brimar saxast á haugana. Sorpið sem fleygt var' út í tunnu uppi í Hlíðum eða inni í Kleppsholti sogast með briminu út í Faxaflóa og hver veit hvert? Tæknin við sorphreinsunina hefur dregið úr kostnaði. Litlu trillurn- ar, sem sorphreinsunarmennirnir nota, hafa gert það að verkum að fækkað hefur verið um 12 menn við sorphreinsun frá 1947 þó bær- inn hafi á sama tíma þanizt út og sorpmagnið, sem hreinsa þarf aukizt. Áður, þegar tveir menn sóttu hverja tunnu eða báru sorpið í bala, út í bílana þurfti fleiri menn og með sama fyrir- komulagi þyrfti nú um 100 menn til sorphreinsunar. Nú er verið að reyna nýja gerð sorptunna, sem munu ódýrari í rekstri. Og ef fólk myndi vefja bréfi utan um matarleifarnar mundi sorphreins- unin verða ódýrari. LOKS er svo að gæta fram- tíðardraumsins í sambandi við sorphreinsunina. Glæsileg sorpeyðingarstöð, sem rísa á inn við Elliðaár. Þangað er sorpinu ekið, þróttmiklir blás- arar aðskilja sorp og bréfa- rusl, en í bréfaruslinu og járnadraslinu í sorpinu eru fólgin mikil verðmæti. Siðast fer sorpið í gegnum ótal vélar, breytist "Stlg af stigi og verð- ur síðast eftir lífrænn áburður sem notaður er í garða. Slík stöð á að skila hagnaði um leið og hún er til þrifa og mikilla bóta. — A. St. Þjóðhátíðisi á Akranesi AKRANESI, 18. júní — Þjóð- hátíðin var haldin hátiðleg á Akranesi í gær. Hófust þau með skrúðgöngu kl. 1,30. Var farið frá Gagnfræðaskólablettinum, gengið um bæinn og haldið aftur til sama staðar. Þar flutti Val- garð Kristjánsson lögfr., ávarp. Karlakórinn Svanir söng tvívegis nokkur lög undir stjórn Geir- laugs Árnasonar. Séra Sigurbjörn Einarsson flutti ræðu. Þá var flutt ávarp Fjallkonunnar og gerði það Bjarnfríður Leosdótt- ir. Að því loknu las Ragnar Jó- hannggson upp. Á eftir var al- mennur isöngur- Úm kvöldið vai' dansað ;á þrem stöðum. Hátíða- höldin ifóru í alla staði vel fram. Veður var svipað og í Reykjavík. '•—Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.