Morgunblaðið - 19.06.1953, Síða 9
Föstudagur 19. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Endurmmniiigar frá blóðvöllum Berllnar
Ósegjanleg kúguni og þjáning kniýr
verkaiýðinn til opinberra mótmæla
Eftir Þorstein Ó. Thorarensen
ÞÚSUNDIR verkamanna í Austur Berlín lögðu niður vinnu og
söfnuðust saman á strætunum í miðborginni. Þeir gengu i þéttri
fylkingu um Friedrichstrasse og stefndu til stjórnarbygging-
anna. Þeir lögðu undir Walter Ulbricht íþróttaleikvanginn. Þeir
hrópuðu: — Við erum verkamenn en ekki þrælar! Burt með
stjórn kommúnista! Við heimtum frjálsar kosningar!
Rússneskir skriðdrekar æða inn í borgina. Vélbyssuskothríð á
Potsdamer-torgi. Skriðdrekarnir rússnesku, sem vega 40 tonn aka
vægðarlaust á múginn í Friedricksstrasse og hold þýzkra verka-
manna er kramið undir stálplötum skriðdrekanna. Leikurinn er
ójafn — berir vinnulúnir hnefar alþýðunnar gegn stáli, blýi og
dýnamiti kommúnista.
FYRSXI LEIÐANGUR MINN
AUSTUR FYRIR JÁRNTJALD
Þessar fréttir síðustu daga
vekja upp endurminingar mínar
frá s. 1. sumri. Þá gafst mér
tækifæri til að skoða þessar slóð-
ir í nokkrum ferðum austur fyr-
ir járntjald. Það vakna upp end-
urminningar um strætin, sem
nefnd eru í fréttum og um hnefa
fólksins, sem eru krepptir af
hatri, þegar ég var þar þá mest-
megnis í leyni, niðri í vösum, nú
síðustu daga eru þeir enn kreppt-
ir en sá er munurinn, að
nú einu sinni hafa menn steytt
hnefana opinberlega og í fullu
dagsljósi framan í hina hötuðu
kúgara.
Fyrstu ferð mína til Austur
Berlínar fór ég í fylgd með
þýzkri húsfrú. Sjálf bjó hún og
maður hennar sæmilega góðu
búi í Vestur Berlín. En bróðir
hennar, ásamt konu og tveimur
börnum, höfðu flúið frá Austur
Þýzkalandi fyrir hálfu ári. Hann
var ,,óviðurkenndur“ flóttamað-
ur, fékk því ekki að flytjast til
Vestur Þýzkalands og mátti ekki
taka sér vinnu í borginni.
Fjölskyida hans lifði því ein-
göngu á hinum opinbera fátækra
styrk, sem er mjög naumur. Til
að nýta það fé sem bezt, fór
systir hans vikulega til Austur
Berlínar til að kaupa brauð.
Nú, hvað er þetta? kann les-
andinn að spyrja. Er brauðið
ódýrara í Austur Berlin en í Vest
ur Berlín?
Nei miðað við laun almenn-
ings er það um það bil þriðj-
ungi dýrara. En flóttamaðurinn
fékk sinn styrk greiddan í Vest-
ur þýzkum mörkum og þau gat
hann notað til að kaupa Austur-
þýzk mörk á svörtum markaði
fyrir aðeins V\ hluta af skráðu
gengi. Og með þessu móti verð-
ur brauðið sem keypt er í Aust-
ur Berlín næstum helmingi ódýr
ara en það sem keypt er vestan
megin járntjalds.
Jæja, hin þýzka húsfrú var
að leggja af stað í brauðleið-
angur og hún bauð mér að fylgja
með.
Gætið að yður! Þér yfirgefið
Vestur Berlín eftir 50 metra. —
Þannig hljóðaði tilkynningin við
gangstéttina á Potsdamer stræti.
Og eftir 50 sekúndur vorum við
í Austur Berlín.
LOKAÐAR SOLUBUÐIR
Fyrst gengum við að svo-
nefndu Columbus-húsi við Pots-
damer-torg. í ríkisverzluninni
þar (HO) ætlaði konan að kaupa
brauðið. En dyrnar voru læstar
og hlerar fyrir gluggum. Til-
kynning fest upp þar sem á
stóð: Lokað, næsta sölubúð er í
Leipzigertrasse 19. Og við þang-
að. — En hvað þar. — Annað
skilti mætir okkur þar: — Lokað
— næsta sölubúð er í Friedrich-
strasse 194. Brauðið fengum við
að sjálfsögðu á endanum. En í
þessu mætti okkur eítt • helzta
einkenni Austur-Berlínar, þ. e.
vöruskorturinn, sem veldur því
að sölubúðir eru ekki opnar
nema eftir hentugleikum.
I MIÐBORGINNI
Leiðin,.sem við fórum, lá fyrst
einmitt um það svæði, þar sem
rósturnar voru mestar nú síð-
ustu daga. Frá Potsdamer-torgi
gengum við austur Leipziger-
strasse, e. t. v. þúsund metra. Þar
sker Friedrichstrasse hina fyrr-
nefndu götu og stefnir móti
norðri, að ég held alla leið norð-
ur í Pankow, þar sem stjórnar-
aðsetrin eru. Við gengum norð-
ur Friedrichstrasse en beygðum
austur Unter den Linden og
austur á Alexanderstorg.
Nú ætla ég í fáum orðum að
lýsa þessari borg, þar sem komm-
únisminn ræður, eins og hún
kom mér fyrir sjónir. Það var
mér að sjálfsögðu mikil nýjung
að sjá hana og reyndi ég að hafa
augu og eyru opin fyrir öllu.
Sumsstaðar blandast e. t. v. inn
í frásögnina það sem ég kynnt-
ist í siðari ferðum.
GLÆPUR AÐ BERA
VESTRÆN BLÖÐ
Það er tvennt sem þú mátt
ekki hafa með þér, þegar þú
ferð til Austur Berlínar. 1) Blöð
frá Vestur Berlín. 2) Ljósmynda-
vél. Þau eru orðin mýmörg dæm-
in um að menn eru dæmdir í
3ja—5 eða 7 ára fangelsi vegna
þess að þeir höfðu í vasanum
blaðið Telegraf eða Tagesspiegel.
Fréttir af slíkum dómum standa
skýrum stöfum í blöðum komm-
únista sjálfra.
Þegar þú hinsvegar kemur
austur fyrir takmarkalínuna,
verða blaðsalar kommúnista
mjög þakklátir þegar þú kaupir
af þeim blöðin, því að almenn-
ingur í borginni. kaupir þau ekki,
vill frekar engin blöð lesa en
áróður kommúnista.
/*
ÁRÓÐUR KOMMÚNISTA
Á HVERJUM HÚSVEGG
Það fyrsta, sem maður rekur
augun í þegar til Austur Berlín-
ar kemur eru hinar óteljandi á-
róðursauglýsingar kommúnista.
Þær eru hæstum því á hverj-
um húsvegg. Þær eru málaðar á
veggina sem bönd, ýmist blá eða
rauð og síðan hvítir bókstafir á
böndin. Þau eru á hverjum hús-
gafli, rústaveggjum, milli glugga-
raðanna, handriðum þeirra fáu
brúa, sem eftir standa. Á hlið-
um þeirra fáu sporvagna, sem
hökta skröltandi eftir auðum
strætunum. Yfir inngangi í neð-
anjarðarbrautirnar, utan á eim-
reiðunum, utan á fúnum hliðum
hestvagnanna — bókstaflega um
allt. Nokkur sýnishorn:
— Lifi vináttan við Pólland og
hið volduga forusturíki, • Sovét-
Rússland.
Við öreigar allra landa berj-
umst hlið við hlið fyrir friði undir
forustu hins volduga Sovét-Rúss-
lands.
Undir merki Marx, Engels,
Lenins og Stalins fram í barátth
fyrir friði, éiningu, lýðræði og
sósíaiisma.
Lifi hinn þýzki verkalýður,
sem hefur úrslitáaflið í þjóðern-
is- og þjóðfélagsbaráttu þýzku
þjóðarinnar.
Fram til sósíalismans.
Stalin lengi lifi.
Wilhelm Pieck forseti lengi
lifi o. s. frv. o. s. frv.
Allur almeningur kaupir alls
ekki blöð þau, sem kommúnist-
ar gefa út. Kvikmyndahús eru
heldur ekki sótt. Fólkið orðið
hvekkt á sífelldum áróðurskvik-
myndum.
FÓLKIÐ SKAL HEYRA
ÁRÓÐURINN
En valdhafarnir hafa ráð í sínu
pokahorni. — Fólkið skal heyra
áróðurinn og hvernig koma þeir
því í kring.
Jú, enn eitt einkenni Austur
Berlínar. Á öllum götuhornum
MATARSKAMMTUR
VERKALÝÐSINS
OG SKAMMTUR
„HUGSUÐANNA“
Ég hef margsinnis látið í ljós
við fylgdarkonu mína að mig
langi til að tala við einhverja.
Og eftir að hún hefur sagt mér
að það sé óhætt að tala við hvern
sem er, af því fólki sem er fátæk-
lega til fara, hittum við eina
slíka konu. Hún var að fara í inn
kaup og það sem liggur henni
mest á hjarta, er að segja frá
matvælaskortinum. — Jú, það er
til brauð en það er dýrt. En
kjötskammturinn á mánuði er
1 kg og ef maður kaupir bein-
iaust kjöt eða pylsur þá er dreg-
ið frá 25%. Smjörskammturinn
á mánuði er 150 gr. Og ennþá
verra er að vörurnar fást ekki
nema endrum og eins og fólk
verður að standa í biðröðum svo
klukkustundum skiptir. Mjólkur-
Brandenborgarhliðið með hinum rauða fán kommúnista. Hinn 17.
júní klifu tveir unglingar upp á hliðið og tóku fánann niður. Fólk-
ið sem hjá stóð reif hinn rauða fána í tætlur og brenndi hann.
rísa staurar líkastir ljósastaur-
um. En þeir bera ekki ljósa-
krónu, heldur stóran hátalara.
Og þegar kemur fram yfir há-
degi, glymur áróðursútvarp
kommúnista um allar götur. Fólk
kemst ekki hjá að hlusta á
það.
Þar er dásemdum sósíalismans
lýst frá hádegi til miðnættis. —
Sömu slagorðin og á áróðurs-
böndunum eru þulin. Hinni
„stórkostlegu viðreisn" lýst með
fögrum orðum og staðhæft að
hin mikla dásemd og sæla komm
únismans sé hinum dýrðlega for-
ingja Stalin að þakka.
En mér virðist að þessi áróður
sé mjög neikvæður fyrir sjálfa
valdhafana.
Því að fólkið, sem á hlustar,
lifir í öðrum heimi en hinar
fögru lýsingar eiga við.
TVEIR FRÁBRUGÐNIR
HEIMAR í SÖMU BORG
Maður verður sleginn af að
ganga um götur Austur Beriín-
ar. Fyrir klukkutíma var ég
staddur á Kurfiirstendamm í
Vestur Berlín. Hundruð og þús-
und nýrra biia þutu um göturn-
ar. Vörubílar með múrsteina og
steinlím uku áfram. Verkamenn
og iðnaðarmenn í góðu skapi og
raulandi dægurlög, hlóðu upp
mprsteinum í háa húsveggi. í
hádeginu tylltu menn sér niður
á gangstéttar veitingahús og
supu bjórglas. Stórir búðarglugg-
ar í risamagasínum glömpuðu
móti sólinni fullir af hverskonar
vörum.
Svo er ég kominn hér skammri
stund síðar. Það er sama borgin
en það er önnur veröld. Göturn-
ar eru næstum auðar. Einn og
einn einmana bíll með rússneska
hermenn á vörupalli ekur um
þær.
Og ég furða mig á því, hve
óhreinindin eru mikil. Húsarúst-
irnar liggja óhreyfðar og sand-
urinn frá þeim liggur út yfir
gangstéttina. Fólkið sem eigrar
um göturnar er líka óhreint og
fátæklegt. Það brosir aldrei,
mælir varla orð frá munni.
lítrinn kostar 2 mörk, þ. e. um
8 kr. En mjólk er erfitt að fá.
Sumir fá, hinsvegar miklu
stærri skammt. Það eru vinnu-
hetjurnar og „die intellektuell-
en“, þ. e. hugsuðurnir. Þessir
skammtar eru ætlaðir fyrir
broddana í kommúnistaflokkn-
um.
Friedrichstrasse var áður aðal
verzlunar og viðskiptagata Ber-
línar. Nú hafa allir, sem þar
unnu, flúið til Vestur Berlínar.
Handelsorganisation (HO) hefur
tekið fyrirtækin eignarnámi án
þess að greiða nokkrar eignar-
námsbætur.
AÐEINS SÝNINGARVARA
Þar sem áður voru stórar sýn-
ingarrúður hafa nú verið settár
timburhlerar en á þeim miðjum
er lítill gluggi. Út í þann íitlfi
giugga er .raðað reyktum bjúg
um, eplum eða appelsínum, nið-
ursoðinni síld, brjóstsykri og
súkkulaði.
En yfir - þessari sýningu
hangir skilti þar sem á stendur:
Nur Ausstellungsware
Verkauf in kúrze in unseren
konsum verkaufsstellen.
Þetta þýðir svo mikið sem:
Aðeins sýningarvara.
Seld innan skamms í okkar
kaupfélags söiubúðum.
En þessi spjöld hafa verið svo
mgi í glugganum, að þau eru
upplituð af elli.
VERZLUNARHUS
AUÐSTÉTTARINNAR
Norður í Pankow — þar eru
ráðherrabústaðirnir og bækistöðv
ar kommúnista. Byggingai;
þcirfa eru nýjar og fagrar. Þeir
aka í gljáfægðum bifreiðum. Og
þeir hafa efni á að verzla í HO-
húsinu á Alexanderplatz.
I því stóra verzlunarhúsi fæst
hér um bil allt milli bimins og
jarðar. Amerískir nylonsokkar,
radíógrammófónar, Meissen
postulín, dýrindis persnesk gólf-
teppi, gull- og silfurmunir, dem-
antar, kavíar og kampavín. En
verðið er svo himin hátt að það
er ekki fyrir almenning. Það er
aðeins fyrir hina nýju óhófs- og
auðstétt kommúnistaríkisins, fyr-
ir hina pólitísku hlaupagemlinga
Moskvavaldsins.
Hér hef ég mest lýst hinu efna-
lega ástandi fólksins í Berlín.
En þá má ekki gleyma því, hve
mikil kvöl hin andlega kúgun
er mannlegri sál. Kúgunin, sem
breytir sólríkum degi í drunga
í hugum fólksins.
Þannig kom Austur Beriín
mér fyrir sjónir í fyrrasumar og
ekki virðist ástandið hafa batnað.
Þ. Th.
Héðan mátti greiða andstæðing-
um kommúnista þung höggog stór
ALLIR kannast við ummæli | Með þessum ummælum sann-
Brynjólfs Bjarnasonar, þau er ar Brynjólfur að hann villi
hann mælti á Alþingi 1941, að að ísland verði árásarstöð, þaö-
á íslandi mætti „skjóta án misk- . an sem andstæðingum kommún-
unnar“, aðeins ef það kæmi Rúss- ista verði „greidd þung högg og
um að gagni í viðureign þeirra stór.“
við Þjóðverja.
Manndómur Brynjólfs er ekki
meiri en svo, að hann hefur reynt
að hlaupa frá þessum ummæl-
um sínum og neitar að hafa við-
haft þau. Slíkt stoðar hann ekki;
þau standa skýrum stöfum skráð
í Alþingistíðindum. Flokksmenn
hans sumir hafa fært honum til
afsökunar að hann hafi sagt þetta
í fljótræði en ekki meint það.
Sú afsökun þýðir ekki, því að í
Rétti 1941, s. 133, segir hann
orðrétt:
„íslenzka þjóðin, sem ann
frelsi sínu öllu framar og er
stolt af menningararfi sínum og
sögu, er vissulega reiðubúin til
að leggja fram sinn skerf til
þess að fasisminn, sem frelsi
hennar og sjálfstæði stafar mest
ógn af, megi verða að velli lagð-
ur. íslenzka þjóðin fagnar þeim
aðgerðum, sem gerðar eru í
þessu skyni og hún mundi sízt
harma þótt fasismanum yrðu
greidd þung högg og stór frá
landi því, sem hún ein hefuf
byggt í þúsund ár og ein vill
byggja um alla framtíö."
Hvernig )íst mönnum svo á,
að þeir, sem þessa skoðun hafa,
halda áfram að berja sér á brjósl.,
og láta svo sem þeir hafa ætrð-
verið dyggir fylgismenn hlut-
leysisstefnunnar, vegna þess aÁ»
hún sé íslandi örugg vörn og
megni að halda landinu utan vtí*
styrjaldir?
Hræsnina í þvílíkum kenning-
um kommúnista hefur Stalin
bezt afhjúpað með orðum þeim,
sem Réttur 1939 hefur eftir hon-
um á s. 27:
„I raun og veru ýtir hlutleysis-
stefnan undir. árásir, glæðu*
stríðslogana og stuðlar að út.
breiðslu stríðs allt til heims-
styrjaldar.“
Og á síðu 30 þessi ummæli:
„Allur ófriður, hversu tak -
markaður sem hann er og hversu
afskekktan útkjálka jarðar, sem
hann snýst um, er hættulegur
fyrir friðsömu ríkin.“
Engum, sem allt þetta athug-
ar getur blandazt hugur um, að
tilgangur þeirra nú er sá,- að
Rússar geti náð hér fótfestu til
að greiða iýðræðisþjóðunum héð-
an „þung högg og stór.“