Morgunblaðið - 19.06.1953, Síða 16
Veðurútlit í dag:
A og NA kaldi, skýjað, víðast úr-
komulaust.
J1EorflmtWaí>tð
134. tbl. — Föstudagur 19. júní 1953.
AUSTUR-BERLÍN
Sjá grein á bls. 9.
4 Héraðsmót Sjálfstæðisfl.
í Gallbringusýslu í kvöld
‘HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokksins í Gullbringusýslu verður haldið
i Ungmennafélagshúsinu í Keflavík í kvöld kl. 8.30 síðd.
Stuttar ræður flytja: Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins
og Jóhann Hafstein alþm., en skemmtikraftar verða leikararnir
Alfreð Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson ,er flytja leikþátt og
syngja gamanvísur, og norska söngkonan Jeanita Melín syngur
með aðstoð C. Billich.
Að síðustu verður stiginn dans.
Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna aðila: Skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins í Keflavík, Björns Finnbogasonar, Gerð-
mn, Axels Jónssonar, Sandgerði, Jóns Jónssonar, Hvammi, Höfn-
um, Jóns Benediktssonar, Vogum og Jóns Daníelssonar, Grindavík
Prestastefnan hefst í dag
með vígslu í DÓRtkirkiunni
(O .1
'HIN ÁRLEGA prestastefna íslands, Synodus, hefst hér í Reykja-
vík í dag kl. 10,30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en þar fer
jafnframt fram prestvígsla. — Prestar landsins munu vera all-
fjölmennir á ráðstefnu þessari, sem ljúka mun á sunnudaginn.
Sæmd FálkeorSunni
17. júní '
FORSETI ÍSLANDS saamdi, að
tillögu orðunefndar, þtssa menn
Fálkaorðunni 17. jánaá:
Ásgrím Jónsson, Tjwafessor, list-
málara, Reykjav-ik, shjörnu stór-
riddara.
Pétur Á. Jónsjgm:, Ægjemsöngv-
ara, Reykjavik, stðrriddara-
krossi.
Jón Þórðars.crri, íyrrverandi
skipstjóra, VatoHsyrsi, riddara-
krossi.
Karl Strand, IMraá. London,
riddarakrossi.
Moniku Helgadffitaör, húsfreyju
að Merkigili í Skægafirði, ridd-
arakrossi.
Snorra Sigfúss»n, námsstjóra,
Akureyri, riddarakrwssí.
Þorstein J. Eyfírðing, skip-
stjóra, Reykjavík, ríddarakrossi.
(Frétt frá orðuritara).
17. júní
: ..
'ATHOFNIN I
DÓMKIRKJUNNI
Við athöfnina flytur séra Jón
Auðuns, dómprófastur, sýnódus-
piédikun og lýsir jafnframt
vígslu. — Biskupinn yfir íslandi,
dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígir
guðfræðikandidatinn, sem er
Ingimar Ingimarsson og vígist
til Raufarhafnarprestakalls. —
OPróf. Ásmundur Guðmundsson,
séra Jakob Jónsson, séra Birgir
Snæbjörnsson, Æsustöðum og
séra Björn Jónsson í Keflavík
vcrða allir vígsluvottar. — Við
athöfnina þjónar fyrir altari
scra Friðrik A. Friðriksson, pró-
fastur í Húsavík og séra Björn
.Tónsson í Keflavík. Hinn ný-
vígði prestur mun svo flytja
ræðu, en athöfninni lýkur með
altarisgöngu.
Prestastefnan verður sett í há-
tiðasal Háskólans kl. 2 síðd. í
dag. Biskup landsins mun þar
flytja skýrslu um störf og hag
Icirkjunnar á liðnu sýnodusári.
ERINÐI
Klukkan 5 flytja þeir fram-
söugerindi um kirkjubyggingar-
mál, séra Sigurður í Holti og
séra Jakob Jónsson. -— í kvöld
kl. 6 flytja þeir séra Sveinbjörn
Högnason prófastur að Breiða-
bólstað og séra Þorgrímur V.
Sigurðsson að Staðarstað fram-
söguerindi um prestsetrin. í
kvöld kl. 8,20 verður svo opin-
bort erindi flutt í Dómkirkjunni
um kirkjuna og fræðslumálin og
flytur það séra Árelíus Níelsson.
Lýst eftir sjó-
marmi i
gær
I GÆRKVÖLDI lét rannsóknar-
lögreglan lýsa eftir 35 ára göml-
um sjómanni, Magnúsi Ólafssyni,
Ásabraut 15 í Keflavík. Ekki
j hefur spurzt til ferða Magnúsar
frá því 1. maí síðastl. Þann dag
i kom hann í heimsókn til móður
sinnar, sem býr á Eyrarbakka.
Hann fór svo þaðan síðdegis
sama dag með áætlunarvagni á-
leiðis til Reykjavík.
Hafi einhver orðið Magnúsar
var eftir 1. maí, er sá beðinn að
gera rannsóknarlögreglunni við-
vart. — Magnús er einhleypur
maður.
f-kmes vann KR 4:0
ÚRSLITALEIKURINN í II. riðli
Údandsmótsins í knattspyrnu fór
fiam í gær milli Akraness og KR.
Leikar fóru þannig, að Akur-
nesingar unnu með 4:0. Skoruðu
þeir sín tvö mörkin í hvorum
hálfleik.
Akranes keppir því til úrslita
við það lið, sem efst verður í I.
riðli, en það verður annaðhvort
Valur eða Víkingur.
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær,
var samþykkt að fela bæjarráði,
að fjalla um kjörskrárkærur,
kjördeildaskipun, skipun undir-
kjörstjórna og því falið að á-
kveða kjörstaðina í bænum við
væntanlegar alþingiskosningar
28. þ. m. •
RÆssta fh'gslys,
sem orðið hefir
TÓKÍÓ, 18. júní — í dag varð
mcsta flugslys, sem orðið hef- 1
ir, er bandarísk vélfiuga hrap-1
aði í grend við Tókíó og 128 |
manns fórust. Vélflugan var
af Globemaster-tegund.
Hrapaði hún rétt eftir flug-
tak og stóð þegar í ljósum
logum. Með henni voru 120
eða 121 farþegi, en áhöfn var
7 manns. Enginn komst af.
Flestir voru farþegar banda-
rískir hermenn, sem voru að
fara úr leyfi til Kóreu.
Annað stærsta flugslys, sem
orðið hefir, varð í Washing-
ton-ríki í desember í fyrra, er
87 fórust. Globemaster-fluga
hrapaði þar einnig. I marz
1950 fórust 80 manns, er brezk
farþegafluga hrapaði í Suður-
Wales. — Reuter-NTB.
Bæjarstjórn í
sumarleyfi
A FUNDI bæjarstjórnar í gær
var samþykkt tillaga frá
borgarstjóra þess efnis, að síðari
fundur bæjarstjórnar í júlímán-
uði og fyrri fundur í ágústmán-
uði skuli báðir niður falla.
Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, og forsætisráðherra, Stein-
grímur Steinþórsson, ásamt stúdínunum tveimur fyrir framan
styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, er forsetinn hafði lagt
þar blómsveig. — Sjá frá hátíðahöldunum á bls. 6.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Fyrirhugað að stofna hér
félag lækna og presta
Slík félög njóta vinsælda víða erlendis
FYRIRHUGAÐ er að stofna nýtt félag hér á landi, sem vinna á
að meiri samvinnu milli lækna og presta. Eru slík félög starfandi
víða erlendis og hafa gefið góða raun. Verður stofnfundurinn hald-
inn í 1. kennslustofu Háskólans n. k. sunnudagskvöld kl. 20.30 ög
framhaldsstofnfundur n. k. mánudagskvöld kl. 20.30, einnig í 1.
kennslustofu Háskólans. — í tilefni af þessari félagsstofnun hefúr
tveimur mönnum verið boðið hingað til að skýra frá tilhögun
og störfum hliðstæðra félaga erlendis. — Eru þeir báðir frá Dan-
mörku, Dr. med. Jörgen Madsen, yfirlæknir við St. Hansen sjúkra-
húsið í Hróarskeldu, og síra Willy Baumbæq.
Sókn hert
SAIGON, 18. júní: — Franski
hershöfðinginn, sem nýskipaður }
er I Indó-Kína, hefir tilkynnt, að
hann muni beita sér fyrir að
reka styrjöldina með meiri at-
orku eftirleiðis.
Um 600 manns á HéraDsmóti
Sjálfstæðismanna ú Breiðabliki
STYKKISHÓLMI,- 15. júní —
Héraðsmói Sjálfstæðismanna í
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu var haldið að Breiðabliki
í Miklaholtshreppi, sunnudaginn
14. júní s. 1. og hófst kl. 4 e. h.
— Hreppstjóri Miklaholtshrepps,
Páll Pálsson, setti mótið með
snjallri ræðu og stjórnaði því.
Aðrir ræðumenn voru Gunnar
Fundur í Gurði
is.k. sniQDúdag
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til fundar í samkomuhúsinu
í Garðinum sunnudaginn 21. þ. m. kl. 9 síðd. •
■Framsöguræðu flytur Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
! Thoroddsen, borgarstjóri og Sig-
urður Ágústsson, alþm. Var ræð-
um þeirra tekið með miklum
fögnuði. Skemmtiatriði voru þau,
að Haraldur Á. Sigurðsson og
Alfreð Andrésson fóru með gam-
anþætti og gamanvísur, við mikla
hrifningu áheyrenda. Norska
kabarettsöngkonan, Jeanitta
Melin söng, og var henni sér-
staklega vel fagnað. Varð hún
að syngja mörg aukalög. — Carl
Billich lék á orgel og aðstoðaði
hina skemmtikraftana. Lúðra-
sveit Stykkishólms undir stjórn
Víkings Jóhannssonar lék milli
atriða. — Á eftir var dans stig-
inn til klukkan 1. Hljómvseit
Stykkishólms lék.
Mótið fór hið bezta fram og
var hið ánægjulegasta í alla staði.
Er talið, að um 600 manns hafi
sótt það. —Á. H.
FUNDUR HALDINN
í FYRRA '
í fyrra var haldinn fundur
presta og lækna til þess að ræða
nánari samvinnu þessara tveggja
stétta. Var síra Magnús Guð-
mundsson í Ólafsvík aðal hvata-
maður þessa fundar. Á fundi
þessum var kosin undirbúnings-
nefnd undir væntanlega félags-
stofnun lækna og presta og áttu
þeir sæti í henni, Kristján Þor-
varðsson, læknir, Alfreð Gísla-
son, læknir, síra Magnús Guð-
mundsson og síra Jakob Jónsson.
SKIULÖGÐ SAMVINNA
Að vísu hefur nokkur sam-
vinna milli lækna og presta átt
sér stað hérlendis, en hún hefur
verið með öllu óskipulögð, og
þykir m. a. af þeim ástæðum
nauðsyn bera til slíkrar félags-
stofnunar, sem hér um ræðir.
— Skýrðu hinir dönsku gestir
fréttamönnum svo frá, að slík
samvinna ætti miklu fylgi að
fagna á hinum Norðurlöndunum,
og væri megintilgangurinn með
henni sá að stuðla að auknum
kynnum með prestum og lækn-
um, gefa þeim tækifæri til að
miðla hver öðrum af þekkingu
sinni og sérmenntun, svo að
sjúklingar og aðrir gætu notið
góðs af, og vera í stöðugu og
nánu sambandi við stéttarbræð-
ur sína erlendis.
19. júní kaffi í
Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI — Eins og und-
anfarin ár hefir Húsmæðraskóla-
félag Hafnarfjarðar á boðstóln-
um kaffi í dag 19. júní. Félagið
hefir haft þennan hátt á 19. júní
ár hvert til styrktar hinum fyr-
irhugaða húsmæðraskóla í Firð-
inum. — Selt verður kaffi og
ljúffengar heimabakaðar kökur í
Sjálfstæðishúsinu allan daginn.
Eru Hafnfirðingar hvattir til að
líta inn og fá sér kaffisopa og
styrkja þannig félagið. — G.
Sjálfstæðisflokksins
KOSNINGASKRISTOFUR Sjálfstæðisflokksins í Rvík eru í
Sjálfstæðishúsinu. Sími 7100 og í VR, Voriarstræti 4 (utankjör-
staðakosning. — Símar 7100 og 2938. Skrifstofurnar eru opnar
frá 9 árd. til 10 síðd. daglega.
Utankjörstaðakosningin fer fram í skrifstofu borgarfógeta i
Arnarhvoli (nýja húsinu) frá 10 til 12, 2 til 6 og 8 til 10 dag hvern.
Á öðrum stöðum á landinu er kosið hjá hreppstjórum, sýslumönn-
um og bæjarfógetum.
Þeír kjósendur, sem búast við að dvelja fjarri lögheimilum sín-
um á kjördag, eru minntir á að kjósa sem allra fyrst.
LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER D-LISTINN.