Morgunblaðið - 21.06.1953, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.06.1953, Qupperneq 11
Sunnudagur 21. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ M 17 júní hátíðahöld á SelfossL SELFOSSI, 18. júní. — Hátíðahöld fóru hér fram í gær á Þjóð- hátíðardeginum. Hófust þau með skrúðgöngu. Samkoma var í Tryggvagerði og guðsþjónusta var haldin. Þá var keppni í iþrótt- Um og skemmtun um kvöldið. Öll hátíðahöldin fóru hið bezta fram og voru öllum, bæði hátíðarnefnd og þátttakendum til sóma. Kl. 13,30 safnaðist fólk saman á torginu við Selfossbíó til að taka þátt í skrúðgöngu um þorp- ið. Fyrstir í skrúðgöngunni gengu íþróttamenn með ísl. fána, þá kvenskátar, mikill fjöldi barna og fullorðinna og báru börnin litla fána. Um 300 manns tóku þátt í skrúðgöngunni. Kl. 2 hófst sam- koma í Tryggvagarði, með setn- ingarræðu Snorra Árnasonar, fulltrúa, formanns hátíðarnefnd- ar. Þá hófst guðsþjónusta, séra Jóhann Hannesson kristniboði, prédikaði. Þá flutti Sigurður I. Sigurðsson, forstjóri, ræðu, Karla kórinn Söngbræður og kirkjukór Selfosskirkju sungu. Að því loknu kom fjallkonan fram, ásamt tveimur litlum stúlkum í íslenzkum hátíðabúningi. Þá var íánahylling og kórarnir sungu þjóðsönginn. Fór samkoma þessi hið bezt fram, enda hjálp- aðist að hið ákjósanlegasta veður og fagurt umhverfi. Er Tryggva- garður, sem liggur í miðjum bæ, nú orðinn tilvalinn staður fyrir slíkar samkomur sem þessa, vegna hins þroskamikla trjágróð- urs síns, sem þó er ekki eldri en 10 ára. Eftir að háítðinni lauk um kl. 15,30, var drukkið kaffi í veit- ingasal Selfossbíós, en þar seldu kvenfélagskonur á staðnum kaffi til ágóða fyrir Selfosskirkju, sem nú er í Bmiðum. Kl. 5 hófst keppni í frjálsum íþróttum á íþróttavellinum, poka hlaup, reiptog milli Sandvíkur- hrepps- og Selfossmanna, sem endaði með sigri Selfyssinga og að síðustu knattspyrnukappleik- ur milli starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna og U.M.F. Selfoss. Sigruðu U.M.F-menn eftir skemmtilegan leik 4:1. Er þetta fyrsti knattspyrnukappleikur, er háður er á hinum nýja íþrótta- velli. Kl. 20,30 hófst skemmtun í Sel- fossbíói með dagskrá, söng, sýnd Selfosskvikmynd, keppt í skyr- áti, við mikinn fögnuð áhorfenda, síðan dans íil kl. 1. A. Sinicníuhljémsveiiin leikur annað kvöld SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN heldur tónleika fyrir styrktarfé- laga Tóniistarfélagsins, annað kvöld og þriðjudagskvöld í Þjóð- leikhúsinu. Efnisskráin er nýstár leg að því leyti að flutt verða verk eftir tvö nútíma tónskáld, forleikur að óperunni „Matthías málari", eftir Paul Hindemith, en hann er álitinn eitt mesta tón- skáld sem nú er uppi, og „Hári János‘‘-svítuna eftir urgverzka tónskáldið Zoltán Kodály. Auk þess er á efnisskránni Serenata fyrir 12 blásturshlióðiæri og kontrabassa eftir Mozart og „Moldá“ eftir tékkneska tónskáld ið Shiatana. — Ekkert af þessum verkum hefur verið flutt hér áð- ur. Hinn snjalli þýzki hljómsveit- arstjóri' 'Hertnann Hildebrandt stjórnar. — Samsöngur karla- kórasambands Heklu á Akureyri AKUREYRI, 16. júní. — Eins og gert hafði verið ráð fyrir hófst söngmót karlakórasambandsins Heklu s.l. laugardag og er það 7. söngmót sambandsins. Var það stofnað haustið 1934. Söngur kóranna á laugardag- inn fór fram í Akureyrarkirkju kl. 4 e. h. og svo aftur um kvöld- ið kl. 9. Karlakórarnir sem sungu nú voru Karlakór Mývetninga, söng- stjóri Jónas Helgason, Karlakór Reykdæla, söngstjóri Páll H. Jónsson, Karlakórinn Þrymur á Húsavík, söngstjóri Sigurður Sigurjónsson, Karlakórinn Heim- ir í Skagafirði, söngstjóri Jón Björnsson, Karlakórinn Geysir, Akureyri, söngstjóri Ingimundur Árnason, Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Jónsson. Alls voru söngmennirnir um 200 að tölu. Einsöngvarar voru Egill Jónasson, Stefán Þ. Jóns- son, Jóhann Konráðsson, Eiríkur Stefánsson, Eysteinn Sigurjóns- son og Pétur Sigfússon. — Hver kór söng 2—3 lög undir stjórn síns söngstjóra. Auk þess sungu kórarnir 10 lög sameiginlega og skiptust þá söngstjórarnir á um að stjórna þeim og auk þeirra þrír fyrrverandi söngstjórar, þeir séra Friðrik Á. Friðriksson, Ás- kell Snorrason, tónskáld og Sig- urjón Pétursson. Þau lög, sem kórarnir sungu sameiginlega voru eftir þessa höíunda, Sigfús Einarsson, Björg- vin Guðmundsson, Sigurð Þórð- arson, Jóhann Ó. Haraldsson, Pál H. Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Reissiger og Sveinbjörn Svein- björnsson. — í lok samsöngsins sungu karlakórarnir sameigin- iega þjóðsönginn. Aðsóknin að samsöngnum var ágæt og þótti söngurinn takast vel. Um kl. 11 f. h. á sunnudag var haldið til Skagafjarðar og sungið að Varmahlíð og á Sauð- árkróki. — H. Vald. 56 þús. lönmnar- veikisjúklingar LUNDÚNUM 20. júm. — I skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar er frá því skýrt, að lömunarveikisjúkl- ingum hafi fjölgað um helm- ing á síðasta ári (1952) sam- an borið við næst liðið ár á undan. ★ Voru þá 32 þús. lömundar- veikisjúklingar í Evrópulönd- unum, en þau lönd, sem eink- um urðu fyrir barðinu á þess- ari skæðu veiki, voru Dan- mörk, Holland og Vestur- Þýzkaland. Einnig má geta þess, að tala lömunarveiki- sjúklin.ga í Bretlandi jókst um helming á þessu tímabili. ★ Hvergi er lömunarveikin þó eins útbreidd og í Bandaríkj- unum, en þar hefur hún gert geysilegan usla. Á s.I. ári voru 56 þús. lömunarveiki- sjúklingar þar í landi. — NTB-Reuter. Sjállslæéismenn! SJÁLFSTÆÐISMENN, sem vilja vinna við skriftir í sjálf- boðaliðsvinnu í dag, eru beðn- ir að hafa samband við skrif- stofu flokksins, sími 7100. 99 Islendingnr verðn nð vinnn iA Ræfi við F. Köhler landliðsþjálfara um knallspyrnu S. L. 10 daga hefur valinn hópur austurrískra knatt- spyrnumanna verið við æfing ar á glæsilegu og ágætu íþróttasvæði um 80 km utan Vínarborgar. Menn þessir eru í sumarleyfi sínu, og munu dveljast þarna í 14 daga und- ir ströngum aga. Síðan ferð- ast þeir norður á bóginn og leika landsleik í knattspyrnu við íslendinga mánudaginn 29. júní n. k. Mennirnir sem valdir hafa ver- ið til landsleiksins við ísland eru ágætir knattspyrnumenn, sagði Franz Köhler, hinn austur- riski landsliðsþjálfari íslendinga, sem dvaiið hefur hér um tæpl. 3 mánaða skeið, er tíðindamað- ur Mbl. ræddi við hann á dög- unum. — Ég þori að fullyrða, hélt hann áfram, að austurríska liðið, sem hingað kemur er sterkara en lið það er mætti á Ólympíu- leikjunum fyrir Austurríki. Af þeim 17 knattspymumönnum sem hingað til lands koma eru 12 „erster ltlasse" leikmenn. Leikmenn í þessum flokki knattspyrnumanna mundu leik- menn hérlendis skoða sem nokk- urs konar atvinnumenn, en sam- kvæmt alþjóðareglum eru þeir í hópi áhugamanna. AUSTURRÍSKA LIÐIÐ Franz Köhler dró upp blaða- úrklippu með nöfnum hinna austurríski leikmanna sem nú eru við æfingar fyrir íslands- förina. Þar eru tveir markmenn, Gilly og Lindenberger, báðir í „erster klasse“, 4 bakverðir. Frich, Zorko, Kandler og Lam- berger. Tveir þeir síðarnefndu eru í „erster klasse“. Þá eru 5 framverðir, Colp, Fendler, Pus- hnigg, Senokovitsch og Weiss og 9 framherjar, Baumgartner, Böhme, Gollnhuber, Grohs, Halla Kafer, Kölly, Praschak og Schind lauer. Af þessum 19 mönnum koma 17 eins og fyrr er sagt. Fararstjórn verður skipuð þrem- ur mönnum, Rauschner, vara- formanni austurríska knatt- spyrnusambandsins, Walch verk- fræðingi og Hierlander, sem er þjálfari liðsins. Blaðið notaði nú tækifærið og spurði Köhler frekar um knatt- spyrnumál. Köhler er um fimm- tugt og horfir því á knattspyrn- una með augum hins reynda manns, sem um áratugi hefur ýmist leikið eða kennt knatt- spyrnu. Hann tók snemma ást- fóstri við knattspyrnuiþróttina, náði miklum árangri, komst ung- ur í landslið Austurríkis sem markvörður og lék um langt ára- skeið, unz hann slasaðist svo í leik, að hann varð að yfirgefa knattspyrnuvöllinn, — sem leik- maður. I stað þsss að kenna íþrótt ina, tók hann nú að kenna hana og er talinn í fremstu röð aust- urrískra þjálfara, hefur verið eftirsóttur víða um lönd, farið víða og allsstaðar náð árangri. Það er þess vegna kannske eng- in tilviljun að austurrísk blöð taka það fram með feitu letri, er þau rita um landsleikinn við ísland: — Varið ykkur. — Köhler er á íslandi. FLJÓTIR AÐ LÆRA — Hvert er álit yðar á íslenzk- um knattspyrnumönnum? ■— í mínu samstarfi við þá, finnst mér ég hafa orðið var við það, ekki sízt, hve fljótir þeir Franz Köhler. eru að læra og hve námfúsir þeir eru. Æfingar okkar hafa gengið vel, þó fámennt hafi ver- ið á sumum þeirra, en þeir sem mæta ekki á réttum tíma, taka ekki þátt í æfingunni. Fyrirkomulagið á æfingum hefði mátt vera betra. Með meiri samvinnu forráðamanna félag- anna í Reykjavík og á Akranesi, hefði mátt fá betri félagslegan anda í starfið. Náin kynni knatt- spyrnumannanna og samfélag þeirra jafnt á leikvelli sem utan hans, eiga mikinn þátt í þeim árangri sem næst. Frá mínum bæjardyrum séð er ,félagspólitík‘ mjög hættuleg. Beztu knatt- spyrnumennirnir verða að æfa saman og æfa vel fyrir lands- leikinn. Það starf sem þeir leggja af mörkum, er unnið FYRIR ÍSLAND og þegar tillit er tekið til þess, er kappleikur milli tveggja félaga hér heima auka- atriði og ætti aldrei að geta orðið til þess að stofna skipan landsliðs í hættu. Þéss vegna verður að stöðva félagaleiki hæfi- legum tíma fyrir landsleik. Allir knattspyrnumennirnir eru jafn nauðsynlegir. „Stjarna“ er nafn, sem ekki ætti að vera til. Þeir eru allir jafnir og það lið, sem er skipað jöfnum og góðum mönnum sem treysta hver öðr- um er vel skipað. ÞJÁLFUNIN — Hvernig hagið þér kennsl- unni? — Ég tek drengina bæði á úti- aifingar og inniæfingar, skýri fyrir þeim á töflu sóknar- og varnaraðferðir. Ég hef reynt að setja þá inn í hvernig austur- rískir knattspyrnumenn leika, hvérnig þeir haga sóknarleik og varnarleik. Það er skylda mín, þó að ég sé Austurrískismaður. Gangi íslendingunum vel, er það gott fyrir mig einnig, gangi þeim illa, er álit mitt sem knattspyrnu- þjálfari í veði. UNGLINGARNIR VANRÆKTIR — Hvað finnst yður mest vanta hér í sambandi við knattspyrn- una? — Það er að leggja meiri rækt við unglingana. Hér eru þeir van- ræktir meðan unglingar í öðrum löndum eru taaldir nauðsynleg- astir allra. Hvert lið í Austurríki hefur á að skipa aragrúa ung- lingaliða á ýmsum aldri og þar er alltaf valið Unglingalandslið. Það vantar og að gera knatt- spyrnullífið allt umfangsmeira. í borg, sem er eins stór og Reykja- vík, þyrftu að vera fleiri félög og á íslandsmóti þyrfti að vera ekki færri en 10 lið sem kepptu. FÉLÖGIN — Hvað finnst yður um þau knattspyrnuufélög, sem hér leika? — Lið Akraness og Vals eru að mínu áliti í sama flokki. Þau eru skipuð jöfnum og góðum leik- mönnum, sem alltaf er hægt að treysta. í næsta flokki er KR- liðið, sem þó býr yfir þeim eig- inleika, að geta gert stóra hluti. Það félag er til fyrirmyndar um félagsanda og samheldni kapp- liðsmanna. Með það að bakhjarli getur liðið oft komið á óvænt og unnið stóra og óvænta sigra, þó það þess á milli geti átt lélega leiki. Loks má svo skipa Fram og Víkingsliðinu í enn einn flokk. Þau eiga hvorfchim sig örfáa ein- staklinga, sem eru meginstyrkur liðsins, sem að öðru leyti er fyllt upp með ungum og óreyndum leikmönnum. 8 DAGAR TIL STEFNU — Hvernig viljið þér hafa landslið íslands skipað? - — Ég hef haft ágætt samstarf við landsliðsnefndina um það mál og meðal hennar verður það mál vel rætt. Mín skoðun er sú, að landsliðið eigi að vera ákveðið minnst 8 dögum fyrir landsleik- inn og á þeim tíma vil ég að liðið leiki tvívegis við úrvalslið ann- arra knattspyrnumanna. Það yrði góð æfing fyrir liðið og síðan mæta þeir Austurríkismönnunum samstilltir og með sigurvilja, leika í 90 mínútur FYRIR ÍS- LAND. A. St. Góður árangur á frjálsíþróllamóllnu ÁRMANN og ÍR gengust fyrir frjálsíþróttamóti s. 1. laugardag. Fór fram keppni í 12 íþróttagrein um. Árangur varð yfirleitt góður og ágætur í sumum greinum, enda góð veðurskilyrði. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m hlaup: Hilmar Þorbjörns son, Á, 11,2 sek. — 400 m hlaup: Guðm. Lárusson, Á, 49,5 sek. — 1500 m hlaup: (A-flokkur) Sig- urður Guðnason, ÍR, 4:06,0 min. — 110 m grindahlaup: Ingi Þor- steinsson, KR, 15,6 sek. — 4x100 m boðhl.: Sveit Ármanns 45,0 sek. — Þrístökk: Daníel Hall- dórsson, ÍR, 13,29 m. — Kúlu- varp: Gunnar Húseby, 15,42 m. — Spjótkast: Jóel Sigurðsson, ÍR, 58,89 m. — Hástökk: Sigurð- ur Friðfinnsson 1,75 m. Sleggju kast: Þórður B. Sigurðsson, KR, 45,03 m. — Kringlukast: Þor- steinn Löve, UMFK, 46,30 m. — 1500 m hlaup, B-flokkur: Slcúli Skarphéðinsson, UMSK, 4:37,2 mín. Kosningaskrifslofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isf lckksins . í Strandasýslu er hjá Kristjáni Jónssyni í Hólmavík, sími 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.