Morgunblaðið - 23.06.1953, Page 7

Morgunblaðið - 23.06.1953, Page 7
Þriðjudagur 23. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ Endurskoðun skettalayánna hefiir strandað S. L. SUNNUDAG innrammar Tíminn á fremstu síðu blekk- ingarvaðal um afstöðu flokkanna til skattamálanna. Stefna og afstaða Sjálfstæðismanna í þeim málum liggur ljós fyrir og verður ekki hrakin. ★ 1. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem vill og getur lækkað skattabyrðar landsmanna, ef hann fær meiri- hluta á þingi. Það er fyrst og fremst vegna þeirrar megin- stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ríkið hætti hinum marg- háttuðu afskiptnm sínum af málefnum borgaranna, sem hafa sívaxandi útgjöld í för með sér, en lama athafnaþrá ein- staklinganna. Sjálfstæðismenn vilja afnám haftanna, styrkjalausan at- vinnurekstur, jafnvægi í efnahagsmálunum, sem tryggir blómlegt atvinnulíf og forðar frá atvinnuleysi. ★ 2. A Alþingi 1951 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Sjálfstæðismönnum um heildarendurskoðun skattalöggjaf- arinnar. Samkvæmt þeirri ályktun var ríkisstjórninni fal- ið að ljúka þessari endurskoðun og leggja tillögur fyrir síðasta Alþingi. Endurskoðunin hefur tafizt og strandað á fjármálaráðierra Framsóknarflokksins. ★ 3. Þegar sýnt þótti á síðasta Alþingi, að fjármálaráð- herra myndi engar tillögur leggja fyrir þingið, fluttu Sjálf- stæðismenn skattalagafrumvarp, sem tók til einstaklinga en ekki félaga. Fól það í sér lækkun skatta á fjölskyldufólki og lágtekjum og skattfríðindi í sérstökum tilfellum, svo sem við stofnun heimilis. ★ 4. I sambandi við lausn allsherjarverkfallsins í dag, lagði bæjarstjórn Reykjavíkur undir forystu Sjálfstæðismanna, sinn skerf til lausnar þeirrar deilu með því að ákveða við álagningu útsvara stórkostlega hækkaðan persónufrádrátt, skattfrelsi á lágmarkstekjum og fleiri'fríðindi almenningi til handa. Nú ætlar S.Í.S. að skjéta sér bak við gervifélög sín í New York Brask á heimsmælikvarða ÞEIM spurningum Mbl. hvað gróði S.Í.S. af leigu skipsins Perryville hafi numið miklu og hvert hann hafi runnið, er enn ósvarað. „Tíminn“ hefur algjörlega skotið sér undan að svara þeim. Mbl. hefur upplýst að S. í. S. starfrækti tvö geríifélög í New York, sem hafi það hlutverk að vera milliliðir fyrir S. í. S. í farmgjaldabraski þess og hirða ágóða. „Tíminn“ hefur eklti fengist til að gefa neinar upplýsingar um þessa „erlendu aðila“, þrátt fyrir áskoranir Mbl. Hér sést hluti fundarmanna við vígslu Sjálfstæðishússins á Akranesi. — Glæsilegt Sjálfslæishús risiðafgrunni á Akranesi VÍGSLA Sjálfstæðishússins á Akranesi hófst s.l. sunnudags- kvöld kl. 9 Sóttu hana á fimmta hundrað manns. Hvert sæti var skipað og margir stóðu frammi á svölunum. VERKIN LOFA MEISTARANN Jón Árnason formaður Sjálf- stæðisfélagsins á Akranesi setti samkomuna og stjórnaði henni. Bauð hann' alla viðstadda vel- komna, heimamenn og gesti og lýsti síðan tildrögum og fram- kvæmd þessarar myndarlegu byggingar. Aðalverkstjórn og umsjón með verkinu í heild ann- aðist Jón Guðmundsson bygging- armeistari. Fyrir málun hússins hafa staðið málarameistararnir Einar Árnason og Lárus Árnason. Raflagnir og lýsingu rafvirkja- meistararnir Ármann Ármanns- son og Sveinn Guðmundsson, múrhúðun Aðalsteinn Árnason og Eiríkur Þorvaldsson. Pípu- lagnir og uppsetningu hreinlætis- tækja hefir annazt Þórður Egils- son pípulagningameistari. Spegl- ar og ýmislegt smálegt frá Gler- slípun Friðjóns Runólfssonar. Gluggatjöld, rúmfatnaður og dúkar hafa að mestu leyti verið saumað undir stjórn Sigríðar Einarsdóttur saumakonu og allt unnið í sjálfboðavinnu af félags- konum og öðrum velunnurum hússins. Þakkaði Jón Árnason öllum, sem lagt hefðu fram starfskrafta sína í þágu hússins en það hefir risið upp á ótrúlega skömmum tíma eða tæpu misseri síðan haf- izt var handa um byggingu þess. Næstur tók til máls Pétur Ottesen alþm. Valdi hann sem kjörorð sjálfstæðisstefnunnar: „Öryggi, frelsi, framkvæmdir“. „Minnumst þess“, sagði Pétur, „að sigur Sjálfstæðisstefnnunnar ef sigur þjóðarinnar“. Þá talaði næstur Bjarne Bene- diktsson, dómsmálaráðherra. Hóf hann mál sitt með því að flytja kveðju frá formanni Sjálfstæðis- flokksins, Ólafi Thors. Ræðan öll rann frá brjósti Bjarna traust sem stuðlaberg. Lofaði hann mjög verðleika Péturs Ottesens og tók undir hið ágæta kjörorð hans. Næsti ræðumaður, Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri, tók mjög í Framh. á bls. 12 Það virðist augljóst að SIS hugsi ekki til að skila þeim gróða, sem orðið hefur af Perry- ville. Það er nú ríkjandi skoðun meðal þeirra, sem fremst standa í olíubraskinu hjá SÍS, að það hafi verið hið mesta glappaskot af SÍS að endurgreiða hagnað af skipsleigu „Sabrína“ á sínum tíma, heldur hefði SÍS átt að standa sem fastast og skila ekki neinu. — Nú á að viðhafa þessa aðferð í sambandi við gróðann 1 af Perryville. Þar á engu að ' skila. Leppfélagið Union Gulf | Inc. er að nafni til aðili að leigu- 1 samningnum en hitt leppfélagið, Cosmotrade Inc. (Leifur Bjarna- son, Agnar Tryggvason), tók á móti greiðslunni fyrir skipið. Nú á engin endurgreiðsla að fara fram til kaupenda olíunnar held- ur á að kyrrsetja hagnaðinn vest ur í New York. En hver fær raunverulega hagnaðinn? Hvernig skiptist hann á milli þeirra, sem að braskinu standa? Trúlega verð- ur „Tíminn“ tregur til að svara þeirri spurningu. í sambandi við hið síðasta sem fréttst hefur af olíubraski SÍS er rétt að rifja upp tildrög þess að SÍS neyddist til að skila aftur af því fé, sem það ætlaði að stinga undan vestur í Ameríku út af leigu „Sabrína". j COSMOTRADE INC. KEMUR I TIL SÖGUNNAR. ' Hinn 9. febrúar var skipið „Sabrína" leigt til olíuflutninga til íslands fyrir 3,93 dollara á smálestina. Var þvi haldið leyndu þar til 13. maí s.l. að samn ingurinn um skip þetta væri gerður fyrir milligöngu félags nokkurs, sem héti Cosmotrade Ins. Hinn 16. febrúar sótti Olíufé- lagið h.f. um gjaldeyrisyfir- færslu frá Landsbankanum vegna greiðslu flutningsgjalda á brennsluolíum og skyldi upp- hæðin, sem var 110 þús. dollarar eða 1,8 millj. ísl. kr. greiðast til Cosmotrade Inc. Tveim dögum síðar eða 18. febrúar leigði Olíu- félagið af Cosmotrade Inc. skipið „Sabrína" til íslandsferðar, fyrir 8 dollara flutningsgjald á smá- lestina og hinn 20. febrúar veitti svo Landsbankinn umbeðið yfir- færsluleyfi að upphæð kr. 1.795. 200.00. Hinn 18. marz kom svo skipið „Sabrína“ til íslands. RANNSÓKN HEFST Þann 16. april er hafin athug- un á farmgjaldagreiðslum S.Í.S. og þann 18. apríl staðhæfir Olíu- félagið h. f. við verðgæzlustjóra að það hafi greitt 8 dollara á smá- lestina í flutningsgjöld með e.s. Sabrína. Þann 27. apríl leggur forstjóri Olíufélagsins h.f. fram farmsamning við Cosmotrade Inc., sem sýnir að farmgjaldið sé 8 dollarar og fullyrti, að þétta væri hin raunverulega leiga fyrir skipið. En daginn eftir fær verð- gæzlustjóri í hendurnar erlend- ar skýrslur, sem sýna að „Sabrína“ var ekki leigt til ís- landsferðar fyrir 8 dollara heldur fyrir aðeins 3.93 dollara. GRÓÐINN FLUTTUR FRÁ COSMQTRADE Á REIKNING S.Í.S. í LANDSBANKANUM Nú tók málið að vandast fyrir S.Í.S. og Olíufélagið h.f. Rann- sókn var hafin á farmgjalda- braskinu og það var orðið full- komlega upplýst að leigan fyrir Sabrína hafði verið talin miklu hærri en hún raunverulega var. Voru nú góð ráð dýr og var grip- ið til þess að skila hinum leynda hagnaði aftur. Samkvæmt skýrslu, sem fulltrúi Framsókn- armanna i Fjárhagsráði lagði þar fram hinn 13. maí telur S.Í.S. sína eign þann bagnað, sem orðið hafi af leigu „Sabrína" og hafi sá hagnaður veríð þann 6. maí „yfir- færður til Landsbankans á venju- legan hátt“, eins og það er orðað í skýrslunni. Þegar Jón ívarsson leggur fram skýrslu sína í Fjárhagsráði þann 13. maí er þetta ekki lengra komið en svo að S.Í.S. staí\iæfir að það eigi hagnaðinn, sem orðið hafi af leigunni á „Sabrína" og er ckki annað að sjá en að þessi gróði hafi átt að lenda hjá S.Í.S. hér heima úr því ekki þótti leng- ur fært að fela hann vestur í Ameríku hjá Cosmotrade Inc. GRÓÐINN FLUTTUR FRÁ S.Í.S. OG ENDURGREIDDUR En það leið ekki á löngu áður en þeim hjá S.Í.S. og Olíufélaginu var ljóst, að þetta mundi ekki vera nóg. Brask þeirra var af- hjúpað til fulls og gagnvart al- menningsálitinu og kaupendum olíunnar var það ekki nóg að flytja gróðann heim og skrifa liann hjá S.Í.S. Nýtt skref var þessvegna stigið og þann 15. mai var viðskiptavinum Olíufélagsins h.f. tilkynnt, að þeir fengju vevð- lækkun á olíunni, sem kom með t „Sabrína" sem næmi þeim gróða, j sem S.Í.S. hafði neyðst til að flytja heim og var tæpar 700 þús. krónur. Málið liggur því Ijóslega þann- ig fyrir að e.s. „Sabrína" er raun- verulega leigt fyrir 3.93 dollara en ekki 8 dollara en ætlunin var að láta mismuninn ,,hverfa“ vest- ur í Ameríku. Þegar svo þessi svikamylla varð öllum ljós af er- lendum skýrslum, sem ekki var unnt að véfengja var gróðinn fyrst fluttur heim og loks greidd- ur kaupendum olíunnar, þegar engrar undankomu var auðið. NÚ Á AÐ SKJÓTA SÉR BAK VIÐ GERFIFÉLÖGIN í NEW YORK Nú munu herrarnir hjá S.Í.S. telja að þeir komist undan því að endurgreiða vegna leigunnar á Perryville. Þrátt fyrir það þótt leigan á því skipi sé svo há að slíkt hefði verið talið til stórtíðinda meðal skipaleigjenda erlendis hefur ekkert erlent rit um skipaleigur birt neitt um leigumálann á Perryville og hefur honum þann- ig verið haldið leyndum. Það cr aðeins samningurinn milli S.Í.S. og leppfélags þess, sem upplýst er um. Það hefur því enn ekki verið upplýst, á sama hátt og var um „Sabrína“ hve miklu það nemur, sem S.Í.S. bæri raunveru- lega að endurgreiða vegna Perry- ville en þó er vitað að munurinn hlýtur að nálgast 1 milljón ísl. króna. S.Í.S. mun telja að nú sé óþaríi að hafa sömu aðferðina og við „Sabrína" heldur sé nú unnt að skjóta sér bak við leppfélögin og endurgreiða alls ekkert. ,,Tíminn“, sem er málgagn S.Í.S. er óspart á að nota orðið „braskari" um alla aðra en þá, sem eru tengdir hinu pólitíska samvinnuskipulagi. Á máli „Tím- ans“ er allur einkarekstur eitt og hið sama og brask. Nú hefur „Tíminn" hitt sjálfan sig fyrir. Nú er upplýst að sjálft S.Í.S. víl- ar ekki fyrir sér að stofna lepp- félög erlendis til að reka fyrir sig milliliðastarfsemi og viðhafa brask á heimsmælikvarða. kosinn form. Bsnda- Sjállstæðismentt, sem ekki helur náðst til, en vilja iána bíla á kjör- dag, eru beðnir að gela sig Iram í síma 710® BANDALAG íslenzkra lists- manna hélt aðalfund sinn 15. þ. m. Fundur hafði frestazt, vegna þess að beðið var eftir að- rithöfundafélögin tvö raunda sameinast, en það varð ekki. Fráfarandi stjórn skýrði frá stör-fum bandalagsins á síðasta. starfsári og fjárhag þess. Tillög- ur um endurskoðun á skipulag* bandalagsins voru ræddar, og var vísað til frekari athugunar t»V hinnar nýju stjórnar. Formaður og ritari, þeir Valur Gíslason, leikari og Sigurður Guðmunds- son arkítekt, báðust undan end- urkosningu. Kosnir voru í stjórn, einróma: Formaður: Páll ísólfsson, org- anleikari. Varaformður: Valur Gísla- son, leikari. Ritari: Helgi Hjörvar, rithöf- undun Gjaldkeri: Helgi Pálsson, tón- skáld. Meðstjórnendur: Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, frú Sigríður Ármann listdansari og Gunnlaugur Halldórsson, arkí- tekt. Fundurinn fól stjórninni m. ». að vinna að því við ríkisstjórrv og Alþingi, að felldir verði nið- ur tollar á hljóðfærum til list- ræns tónflutnings, hráefnum til myndlistar o. fl. Þá samþykkt* fundurinn áskoranir til ríkisút- varpsins um skipti á tónlist við> útlendar útvarpsstöðvar o. fl. Fundurinn hyllti Ásmund Sveinsson myndhöggvara í til- efni af sextugsafmæli hans nú fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.