Morgunblaðið - 08.10.1953, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.10.1953, Qupperneq 7
Fimmtudagur 8. okt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 ] Ungu rithöfundarair eru hlutlausir í list sinni I þeirra atigum hafa áróðurshók- meiíntir oftast lítið listrænt gildi HINN kunni bandaríski bók-' menntafræðingur og rithöfundur Malcolm Cowley, hefur nýlega skrifaö grein um unga rithöfunda í Bandaríkjunum, yrkisefni þeirra og stefnu; birtist hún í Harper’s Magazine ekki alls fyr- ir löngu. ★ ★ „NÝTT tímabil í bandarískum bókmenntum“, segir hann, er að hefjast, og er tónn ungu höfund- anna allt annar en hinna eldri. Áður fyrr höfðu þeir Hemming- way og Faulkner gífurleg áhrif á bandaríska rithöfunda og það er trúa mín, að ef einhver hinna ’ ungu rithöfunda nú hlýtur mikla j viðurkenningu, þá koma hinir á eftir, svo að eygja megi nýtt bók- menntatímabil í Bandaríkjunum; j er jafnvel farið að örla á því nú þegar. ★ ★ Í>Ó eru ekki allir hinir ungu bandarísku rithöfundar talsmenn hins nýja tímabils, heldur Cow- ley áfram. Má nefna margar ný- Jegar bækur yngri manna, þar sem ekki koma fram sjónarmið ungu höfundanna sem Cowley ræðir um, og nefnir hann því við- víkjandi The Naked and the Dead ogFrom here to Eternity; kveð- ur hann þær heyra gömlu skáld- Skaparsteinunni til bæði að efni ©g búningi. Þær eru natúralistísk ar og hafa á sér pólitískan blæ gagnstætt því sem er í skáld- verkum ungu höfundanna. Rit- höfundar þeir sem verið hafa boð berar þeirrar stefnu sem nú er að ganga sér til húðar eru flest- ir komnir á sextugs aldurinn; þeir voru á sinum tíma margir hverjir ákveðnir stuðningsmenn hins alþjóðlega kommúnisma og skrifuðu bækur sínar í áróðurs- skyni, sem orðið hefur til þess eins að rýra til muna bókmennta- og fagurfræðilegt gildi þeirra. Áróðurinn — boðskapur komm- únismans — var látinn skipa önd- vegi, listin látin víkja. ERU EKKI LIST Ungu rithöfundarnir eru hins vegar ekki kommúnistar, þeir oru hiutlausir í list sinni, — reka «kki áróður fyrir neina stjórn- málastefnu. I þeirra augum erU áróðursbókmenntir einn liður í blaðamennsku okkar tíma, þær geta aldrei orðið hrein og tær j list. — í sannleika sagt eru bæk- ur þeirra ópólitiskar, lausar við alla þjóðfélagsádeilu. I augum ungu rithöfundanna eru bækur sem brendar eru þessu marki neikvæðar — og oftast nær lítils giid listaverk. Þurfum við íslend- ‘ ingar sannarlega ekki að fara út fyrir landsteinana til þess að komast að raun um hið sama, jafn áróðurskennd og síðari tíma skáldverk okkar hafa verið mörg hver. — En hafa þá bækur þess- ara ungu höfunda nokkurn boð- skap að flytja, hljótum við að spyrja? — Eru þessir menn yfir- leitt í nokkrum tengslum við samtíðina, — hvert eru þeir eig- inlega að fara? ★ ★ SKÁLDVERK, segir Cowley, er sjaldnast skrifað til þess að það falli mönnum i geð. Það verður til af öðrum orsökum, og þó að : ungu skáldin minnist lítið sem ekki á mikilvæg atriði nútíma þjóðfélags, s. s. kjarnorkusprengj ur, einræði kommúnismans þverr andi persónufrelsi o. þ. 1., þá héf- ur þetta allt haft veigamikil! áhrif á skoðun þeirra og efnisvalj ' þessir þættir í sögu okkar tima>' já, harmsögu okkar tíma, laða þau ekki að sér, heldur fæla þau frá sér, þau snúast til andúðar á hinni misk- unnarlausu þjóðernisstefnu kommúnismans, sem dulbúizt hefur alþjóðahyggju og bræða- lagi og snúa sér að hinu persónu lega, einstaklingnum. Atburðarás samtímasögunnar hefur sýnt þeim fram á, að „hið vonda býr í mannshjartanu". Þau eru knúin til að leita einhvers sem þau geta trúað á í þeirri örvænt- ingu sem hvarvetna blasir við okkar kynslóð, reyna að skilja á rnilli góðs og ills. Þau hrífast meira af snilli en kænsku. en þessu tvennu er þyí miður of oft ruglað saman nú á timurn. Þau hafa ekki forkastað trúnni, held ur hafa mörg þeirra þvert á móti leitað huggunnar í fagnaðarerind inu, beðið ásjár við altari krist- innar kirkju. ★ ★ SKÁLDSÖGUR ungu höfund- anna eru heldur grófar, stillinn er einfaldur, en ákveðinn, ef svo mætti segja, málið hreint og tært, hugsanir allar skýrar; má yfir- leitt segja, að bækur þeirra séu fágaðar þrátt fyrir allmikið af grófum orðum úr alþýðumáli. Þó er oft erfitt að fylgja höfundun- um eftir, þvi að þeir klæða efnið oft dularbúningi táknmáls (sym- bolum), svo að erfitt er við fyrstu sýn að sjá háðið sem bak við býr. EINST AKLIN GURINN LAÐAR ÞÁ AÐ SÉR í staðinn fyrir pólitíkina og hinar þjóðfélágslegu ádeilur sem svo mjög ber á í ritum görnlu höfundanna verða atburðir úr lífi einstaklinga eða lítilfjörleg atvik ungu höfundunum að yrkis efni. Þeir skrifa t. d. um sálarlíf ungs fólks og fyrstu kynni þess af lífsbaráttunni, vonbrigði þess, vonir og sigra, en fyrirlíta all- ar þjóðfélagslegar bollalegging- ar. Einstaklingurinn laðar þá að sér, heildin hrindir þeim frá sér. Sögur þeirra gerast gjarna á hótelum, baðströndum eða ein- hvers staðar upp í sveit — aldrei meðal áhrifamanna eða þar sem unnið er að einhverju ákveðnu máli, t. d. á stjórnarskrifstofum eða á öðrum opinberum stöðum. KUNNA BETUR VIÐ SIG í RÓM EN PARÍS Þjóðfélagslega séð heyra ungu bandarísku rithöfundarnir til tveggja hópa: Sumir eru auð- mannasynir, flestir frá Suður- ríkjunum, t. d. nokkrir frá austur hluta Texas, en þaðan hafa engir meiri háttar rithöfundar komið áður. Þeir hafa stofnað til nýrra „bóhemssamtaka" og kunna þess- ir listamenn betur við sig undir bláum himni Rómaborgar en í skarkala og næturlífi Parísar. — I hinum rithöfundahópnum eru yfirleitt háskólaborgarar, sem fást við bókmenntakennslu í framhaldsskólum eða háskólum. Aldrei hafa fleiri ung bandarísk skáld, rithöfundar eða gagnrýn- endur verið háskólamenn og má því viðvíkjandi benda á nöfn eins og Robie Macauley, Mary Mc Carthy, Lionel Trilling, Allen Tate, John Crowe Ransom, Kenneth Burke, Cleanth Brooks, Richard Blackmur, svo að nokk- urra þeirra helztu sé getið. — Eru miklar vonir bundnar við allt þetta unga fólk, enda er það brennandi af áhuga, viðlesið og rnenntað. ’ ..... ★ ★ AÐ LOKUM minijÍRt 'Cowley í fyBtjrieÉndVi grein; srr.hi á hsta- í BMdaríkjunum. Framh. á bls. 12. 1 bréfum Richurds Wugners tit Minnu Pluner birtist okkur við- kvæmur, stórbrotinn persónuleiki ÞAÐ virðist ótæmandi, sem hægt er að skrifa um vissa menn og málefni. Allri nýrri vitneskju til j viðbótar, hverjum nýjum fróð- ! leiksneista er tekið tveim hönd- um. I Þýzki tónjöfurinn Richard j Wagner (1813—1883) er einn þeirra, sem þetta á við um. Heil ógrynni hafa verið rituð um líf og .verk þessa stórbrotna manns J allt frá því fyrst er hann kemur fram á sjónarsviðið, sem lítill j drengur, fullur af næstum óeðli- legri viðkvæmni og óþrjótandi hugmyndaflugi einkennilega sam j blönduðu þróttmikilli drengs- j lund og bernskufjöri — til hins leyndardómsfulla dauða hans, i sem sjötugs öldungs suður í Fen- ^ eyjum. TÓNLIST WAGNERS Richard Wagner er núlifandi kynslóð kunnur fyrst og fremst sem höfundur ódauðlegra tón- verka, sem þó eiga misjöfnum vinsældum að fagna. „Wagner! nei, má ég biðja um eitthvað létt- ara“ — er ósjaldan viðkvæðið. Hinn kyngimagnaði ástríðu- þungi,, sem birtist í svo mörg- um af tónsmíðum hans virðist hlustandanum stundum um megn — þannig, að honum finnst Wagner árið 1841. hann vera ofurliði borinn. Hins- vegar eru aðrir, sem heillast af tónlist Wagners, tilfinningaþrótti hennar og humanisku gildi. Það voru þessir eiginleikar Wagners- tónlistar, sem umfram allt heill- uðu og höfðu djúptæk áhrif á franska viðkvæmnisskáldið Baudelaire og önnur ljóðskáld symbolistastefnunnar á sínum tíma. FJÖLHÆFUR SNILLINGUR En snilligáfa Wagners kom við ar fram en á sviði tónlistarinnar. Hann var í senn tónskáld, hljóm- sveitarstjóri, ljóðskáld, leikari leikstjóri og heimspekingur, per- sónulegur vinur Nietzche og áhugasamur lesandi Schopen- hauers og hafa kynni Wagners af bölsýni þessara tveggja heim- •spekinga vafalaust haft sín áhrif á lifs- og listaviðhorf hans. Wagner mun hinn eini stóri óperuhöfundur fyrr og siðar, sem samdi hvorttveggja, tónlist og texta við óperur sínar þannig, að hugsun bg efni, orð og tónar voru sprottin úr sama jarðveginum, af sömu rót í eina trausta og órjúf- lega heild. STÓRBROTINN PERSÓNULEIKI 1 Og bak við hin mikilúðlegu verk Wagners, skáldsins og tón- snillingsins liggur súýrbrotinn pérsóhuleiki,'; svo einkennilgga margskiptur Pg fullur af andstæð um að samtíðarmenn hans jafnt sem eftirkomendur hafa staðið uppi fullir efa og óvissu. Talið er, að ein sannasta vitn- eskjan, sem völ er á um persónu Wagners og innra mann, séu bréf hans til Minnu Planer, ást- meyjar hans og síðar eiginkonu. Þegar árið 1942 hafði verið gefið út stórt safn af bréfum frá Minnu til Wagners, hið fyrsta þeirra með dagsetningunni 1842. NÝTT BRÉFASAFN Nú fyrir skömmu hefir verið gefið út í fyrsta sinni annað og stærra bréfasafn, ekki minna en 700 bls., sem kostað hefir margra ára ötult starf og erfiði að safna saman. Hin elztu þeirra eru allt frá þvi, er fundum Wagners og Minnu bar fyrst saman árið 1833. Wagner var þá aðeins 21 árs að aldri, lítt þekktur bæði sem tón- skáld og hljómsveitarstjóri. Hann var staddur í borginni Lauchstádt á leiðinni til Leipzig og þurfti á gistingu til einnar nætur að halda. Vinur hans einn, leikari, sem hann hafði kynnzt í Wurzburg kom honum til aðstoð- ar og lofaði að leiða hann undir sama þak og „fallegasta og yndis legasta stúlkan í Lauchstádt ætti heima undir“: leikkonan unga Minna Planer. i 'mm i ' \ . -I \\> * ; K J-i .* *■* • i s **£*:. t _ z Minna Planer. ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Tilviljunin hagaði því svo til, að þau hittust fyrir utan sjálfar húsdýrnar. Hún var fögur og blómstrandi, stolt og tigin í fasi og hinn ungi og örlvndi Wagner varð yfir sig ástfanginn við fyrstu sýn. En Minna, sem var umkringd af fjölda af áköf\im aðdáendum var ekki eins fljót til. Hún var f jórum árum eldri en Wagner og átti sex ára gamla lausaleiksdóttur. Hin bitra reynsla hennar af brigðmælgi og ótryggð í ástamálum hafði gert hana reynda og nokkuð tor- tryggna gagnvart bliðmálum og ástahótum. VARÐ LIMÐ AGENGT Waener var í heilt ár og meira en það á biðilsbuxunum án þess að honum vrði nokkuð áeenpt. — Eitt lonandi ástabréfið rak annað — Minna var ekki rétt eins dusleg við bréfaskriftirnar. Hinn 10. maí 1835 skrifar Wagner: „Segðu mér, engillinn minn, finnst bér þetta fallepa gert af þér? Árangurslaust hefi ég, í örvæntingarkvöl og þorsta. bpðið eftir nokkrum. línum frá þér“. — Og 4. nóvember sama ár .Minna, mín elskuleg, ég get ckki lýst 'fyrir þér 'huearástandi minu. Þú ert farin frá mér, hjarta mitt er brpct.ið. Ég,ser-.hér eftir. ófær um áð hugsa lenpur i símhtiþgi, snökfandi óg grátandi eins og barn“. EÍRÐARLAUS OG ÁSTRÍÐUFULL ÁST t Hin eirðarlausa og ástríðufullæ ásta Wagners til Minnu birtist greinilega í harmagrát Tristans i óperu hans „Tristan og Isolde“, einu hinu persónulegasta og til- finningaríkasta verki hans. Hanir vildi fá Minnu til að yfirgefa leiksviðið og ganga honum óskipt á hönd í heilögu hjónabandi Hann dáði hana ogMilbað í ofsa- kenndri tilfinningavimu og tregða Minnu varð aðeins til þes^- ; að æsa ástíðu hans. Hinn 9. nóv. skrifar hann enn: I „Minna, Minna! Þetta er sjötta- bréfið, sem ég skrifa þér á með— an ég bíð árangurslaust eftir þv£ öðru frá þér“. 9 | Lesandi þessara bréfa verður oft fyrir djúpum áhrifum af geðs. hræringu þeirri og tilfinninga- | hita, sem þar kemur fram. Stund- um verður honum líka á að brosa. I bréfi frá 21. maí segir Wagner: „.... Ef aðeins þú gætir skilið tilfinningar þær, sem ég er að reyna að láta í ljós! Þú ættir að sjá, hvernig tárin hrynja mér af hvörmum og allt mitt þrek er bugað af sársauka og kvöl! .... Grætur þú aldrei? Ert þú aldreL döpur, Minna? I . LOKSINS! En loks kom að hinum mikla degi. Hinn 24. nóv. 1836 voru Wagner og Minna gefin saman í j hjónaband. Hvort sem um af- brýði eða aðrar ástæður var að | ræða, er vitað, að á undan voru gengnar stöðugar rifrildissenn- ur, sem héldu áfram að endur- taka sig og færast í vöxt öll þau I 30 ár, sem þau voru gift, allt þar ! til Minna dó í janúar 1866. Sam- band hennar við Wagner var ætíð með nokkuð einkennilegum hætti og nokkur bréf frá henni, sem varðveitzt hafa bera vott um sérstæða og hverfula skapgerð. Dóttir Minnu, sem aldrei yfir- gaf hana segir í bréfi einu til Mrs. Burrel, enskrar hefðarkonu, sem mestan þátt hefir átt í að" safna saman persónulegum sendi bréfum Wagners og bjarga þeim frá glötun: „Ást Minnu til Wagners vakn- aði smátt og smátt, en hin al- Framh. á bls. 10. Green. GRAHAM GREENE var fyrir nokkru spurður frétta um ný verk, sem hann hefði á prjón- unum og i því sambandi um við- horf hans til skáldsagna- og leiklistar. Greene vildi, sem fæst segja um hrð nýja leikrit, sem hann hefir í smíðum, hins- vegar sagði hann um hina næstu skáld- sögu sína: — Hún mun ekki fjalla fyrst og fremst um trúarleg — kaþólsk vandamál. Ég hefi hallað mér að algerlega nýrri gerð sögupersóna sprottnum úr allt öðrum jarðvegi ■ en í fyrri skóldsögum mínum. i Aðspurður, hvaða eiginleika hann teldi nauðsynlegastan góðri ^ og vel heppnaðri skáldsögu svar- aði hann: | —- Það er áreiðanlegt, að rit- snilldin ein saman nægir ekki til að tryggja góðan órangur. Það~ þarf fyrs.t eg fremst vo’duga og_ t&ðandji tilfinningu til að skapa hcilsteypt verk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.