Morgunblaðið - 22.10.1953, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.10.1953, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1953 Óttasi ú hátt á 5. hundrað kindur hafi drepizt í ofviðrinu ÁRNESI S.-ÞING, 21. okt. — Eftir því sem næst verður komizt, mun hafa fennt um þúsund kindur um miðbik S-Þingeyjarsýslu, alit frá Skjálfanda til Mývatnssveitar og Bárðardais, í fjárskaða- veðrinu mikla 12. þ. m. Um 700 fjár var bjargað. 300 kindur hafa íundizt dauðar og saknað er 140, sem flestar munu hafa drepizt .af völdum hríðarbylsins. í BÁRÐARDAL «--------------------- <m; aðaldal Tvímennlngskeppni Bridgeféi. Ákureyr- ar I Bárðardal fennti 340 kindur. Af þeim náðu bændur 280 lif- andi, — en 22 fundust dauðar og saknað er 29. í Aðaldal fennti 310 kindur og hafa 180 þeirra iundizt lifandi í fönn. Er nú saknað 60 kinda en 80 hafa fund- izt dauðar. REYKDÆLAHREPPUR OG MÝVATNSSVEIT Um 300 kindur fennti í Reyk- dælahreppi og var 240 bjargað úr fönninni og bændur fundu 60 ■dauðar. —- Nú er 60 kinda sakn- •að. — í Mývatnssveitinni fennti minnst á þessu svæði, en fundizt hafa 40 kindur dauðar í fönn. j Bæir þeir sem orðið hafa fyrir mestu tjóni eru Geitafell í Aðal-' dal, en bóndinn þar missti 23 kindur og frá Klömbrum hafa farizt 20 og frá Hraunastöðum 15. — í Reykjadal hefur bónd-' inn að Stafni misst 25, Skógar- sel 10 og Öndólfsstaðir 7. í Mý- vatnssveit fórust 15 kindur á Arnarvatni og 10 á Gautlöndum. — I öðrum sveitum sýslunnar hefur ekki orðið teljandi fjár- skaði svo vitað sé. Miklar kröfugöngur AMMAN — Miklar kröfugöngur hafa verið undanfarið í höfuð- borg Jórdaníu vegna atburðanna sem undanfarið hafa gerzt á' landamærum Jórdaníu og fsraels. j —NTB. 1 AKUREYRI, 21. ont. — Bridge- félag Akureyrar hefur fyrir nokkru hafið starfsemi sína. Er. hún sem jafnan áður með mikl- um blóma en bridgespil er hér á Akureyri mjög vinsæl íþrótt. í gær lauk 3. og síðustu umferð í tvímenningskeppni félagsins méð sigri þeirra bræðra Ár- j manns og Halldórs Helgasona.' Eru þeir vel að sigrinum komnir ! því að öllum öðrum góðum spila- mönnum innan félagsins ólöstuð- j um munu þeir vera þar einhverj-j ir hinir fræknustu. Sigruðu þeir með 387 '/2 stigi. Aðrir urðu þeir ( Jóhann Gauti og Sigurbjörn Björnsson með 346 stig. 3. Jóhann j Þorkelsson og Svavar Zophanías- son með 344%, 4. Mikael Jóns-j son og Þórir Leifsson 33014 og 5. Friðjón Karlsson og Páll Hall- dórsson 330 stig. Alls tóku 32 spilamenn þátt í keppninni er var hin ánægjuleg- asta. Næsta keppni félagsins mun verða innan skamms Og verður það undirbúningskeppni að landsmóti. —Vignir. Kista biskups í kór Dóinkirkjunnar. Biskupsfrúin og forsetahjónin til vinstri á myndinni. - Viriuleg útiör Mskups Stærsti heliir í Ódúðar- hrauni graíinn upp Var noiaður sem náttbé! gangnamanna ' um síðusiu aldamét Framh. af bls. 1. biskupsfrúin, börn biskups og annað nánasta skyldulið og ætt- ingjar. Þá forseti íslands og forseta- frú. Lúðrasveit lék sorgargöngulög meðan líkfylgdin hélt frá Gimli tii kirkjunnar. í DÓMKIRKJUNNI Þegar líkfylgdin kom að Dóm- kirkjunni var hún orðin troðfull af fólki, að því undan- skildu að sætum hafði verið hald ið eftir fyrir presta og skyldulið biskups. Voru þar m.a. öll ríkis- stjórnin, sendiherrar erlendra ríkja, þingforsetar og flestir al- þingismenn. I kirkju báru prestar. Athöfnin í kirkjunni hófst með því að dómkirkjukórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar söng sálminn Ég kveiki á kertum mín- um. Þá las séra Óskar Þorláks- son, dómkirkjuprestur ritningar- orð og sunginn var sálmurinn Mitt við andlát augum fyrir mín- um. Þá var leikin á strokhljóðfæri Maríubæn eftir dr. Pál Isólfsson. Björn Ólafsson, Þorvaldur Stein- grímsson, Jón Sen, Einar Vigfús- son, Ingvar Jónasson og Jósef Felzman léku. Síðan flutti séra Jón Auðuns, dómprófastur, líkræðu. Minntist hann sérstaklega hins eldlega á- huga og dugnaðar Sigurgeirs biskups í öllu hans starfi. Sem ungur prestur vestur á Isafirði hefði hann þegar orðið ástsæli fyrir sakir ljúfmennsku sinnar, skyldurækni og kennimanns- hæfileika. í biskupsstarfi hans hefðu sömu eiginleikar skapað honum traust og virðingu allrar þjóðarinnar. — íslenzka þjóðin kveddi hann nú hinztu kveðju með þökkum fyrir dáðríkt og mikið starf í þágu hennar og kristinnar kirkju. Þá var sunginn sálmurinn Lofið guð, ó lýðir, göfgið hann. KVEÐJA FRÁ PRESTA- FÉLAGI ÍSLANDS Þá flutti Ásmundur Guðmunds son, prófessor, kveðju frá Presta- félagi íslands. Minntist hann þess m.a. að það hefði verið lista- mannseðli hins látna biskups, sem varð þcss fyrst og fremst valdandi að hann hafði gifturíka forystu um eflingu söng- og hljómlistarlífs í kirkjum lands- ins. Hann hefði og barizt mjög AKUREYRI 20. okt. — Nú fyrir skömmu tóku nokkrir Mývetning- ar sig saman og héldu fram í Ódáðahraun, til þess að leita uppi helli, sem fyrir um það bil hálfri öld var notaður sem náttból og áningarstaður fyrir gangnamenn. — Fengu þeir í lið með sér j Benedikt Guðnason á Grænavatni í Mývatnssveit, en hann er nú ’ á áttræðisaldri og gisti hann Hvammsfjallhelli oft fyrir og um1 aíðustu aldamót. HVARF UNDIR SANDSKAFL FYRIR 40 ÁRUM Benedikt hefur ekki komið í hellinn síðan um 1910, en þá var hætt að nota hann sem áninga- stað enda hvarf hellismunninn um það leyti undir sandskafl, en hraunið þarna er víða mjög sand orpið. Þeir félagar héldu akandi með jeppabifreið sem leið liggur 37 km í suðaustur frá Grænavatni. Benedikt vísaði fljótt á þann stað, er hellirinn var að finna, enda þótt hann hefði ekki komið á þessar slóðir í 40—50 ár. Þurftu þeir félagar að grafa 3 metra niður í sandinn áður en þeir urðu varir við hellismunn- ann. Gátu þeir þá rennt sér niður 17 m langa sandskriðuna í botn hellisins. STÆRSTI HELLIRINN í ÓDÁÐAHRAUNI Þá voru þeir komnir í stærsta helli, er menn þekkja í Ódáðar- Krauni. Er hann 35 m á lengd, 12 m á breidd og 8 m á hæð. í hell- júnum fundu þeir hlóðir og sprek er notað hafði verið til þess að gera eld. Ennfremur voru ullar- lagðar á steinum og nibbum víðs vegar um í hellinum. Benedikt Guðnason lét svo um mælt,'er hann lgit vegsummerki á landinu þarna, en þessi hluti Ódáðarhrauns er nefndur Út- bruni, að Landeyðing færi vax- andi á þessum slóðum og hefði sandfokið greinilega vaxið frá því, er hann var þarna síðast. HEFÐI GLATAZT AÐ ÖÐRUM KOSTI Sem fyrr segir var Hvamms- fjallahellir fyrr notaður sem án- ingarstaður gangnamanna, en nú er hans ekki lengur þörf til slíkra hluta. Eru göngur breyttar frá því sem áður var og gangnakofar nú gerðir af manna höndum. Fullvíst má telja að Hvamms- fjallahellir hefði að eilífu glatazt og gleymzt, ef hinir framtaks- sömu Mývetningár hefðu ekki fengið þennan fatvísa öldung til þess að vísa sér á hann, því fáir eru það nú orðið, sem þekkja þennan stað. — Vignir. Anægjulegt spilikfid SJílf- sJ. mánudag UM 300 manns sótti mjög ánægjulegt spilakvöld Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, sem þau héldu s.l. mánudagskvöld í Sjálfstæðis- húsinu. Er þetta annað spilakvöldið, sem þau efna til í haust, og eiga þessi kvöld vaxandi vinsældum að fagna meðal félagsmanna. Á VAXANDI VINSÆLDUM AÐ FAGNA S. L vetur tóku Sjálfstæðis- félögin hér í Reykjavík upp þá nýbreytni í félagsstarfinu að halda spilakvöld öðru hvoru fyr- ir félagsmenn sina og gesti þeirra. Mæltist þetta mjög vel fyrir og var oft mikið fjölmenni á þess- um spilakvöldum, og þótti af þeim hin bezta skemmtun. Nú í haust hefir þessari starfsemi ver- ið haldið áfram með ágætum ár- angri og var margt manna sam- ankomið á þeim tveimur spila- kvöldurn, serrt haldin hafa verið í háuSt. MIKIL ANÆGJA MEÐ SPILAKVÖLÐIN Á spilakvöldinu s. 1. mánudags- kvöld voru mættir um það bil 300 manns. Eins og alltaf áður var spiluð félagsvist. Mjög marg- ir tóku þátt í spilunum og var spilað á mörgum borðum. Stjórn- endur voru þeir Jakob Hafstein og Hafliði Andrésson. Að loknum spilunum flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson mjög snjalla og skörulega ræðu um grundvöllinn fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins — Að því loknu voru sýndar tvær íslenzk- ar kvikmvndir, Hrognkelsaveiði í Skerjafirði, tekin af Osvald Knudsen og íslenzkt fuglalíf, tekin af Maghúsí JóhanneSsyni. Samkomunni lauk stuttu eftir miðnætti og var mikil ánægja meðal samkomugesta, og höfðu margir þeirra orð á því, að þess- um spilakvöldum þyrfti að-halda áfram. í ráði er að næsta spila- kvöld verði haldið innan skamms. fyrir bættum hag íslenzkrar prestastéttar. Heimili biskupshjónanna hefðl verið öllum'opið. „Hann vildi gefa öðrum það með sér“, sagði prófessor Ásmundur. Og þetta heimili biskupsins yfir Islandi hefði verið fagurt og hlýtt eins og fólkið, sem mótaði svip þess. Hinn látni biskup hefði aldrei kunnað að hlífa sér hcldur geng- ið með þrótti og bjartsýni a3 hverju starfi. „Vér kveðjum þig og þökkuna þér — og vér þökkum guði fyrir þig“, sagði Ásmundur Guðmunds son, prófessor, að lokum. Síðan var sunginn sálmurinn Virztu, góði guð, að náða. Þá lék Þórarinn Guðmundsson kveðju- lag frímúrara á fiðlu. Að lokura var þjóðsöngurinn sunginn. Úr kirkju báru ráðherrar og skrifstofustjórar kirkjumála- og atvinnumálaráðuneytisins. xr t GAMLA KIRKJUGARÐINUM Skátar og sveit lögreglumanna stóðu heiðursvörð við Dómkirkj- una. En þaðan hélt líkfylgdin til gamla kirkjugarðsins. Síðasta spölinn að gröfinni báru nem- endur í guðfræðideild háskólans. Séra Jón Auðuns, dómprófast- ur, jarðsöng og Karlakór Reykja- víkur söng Allt eins og blómstrið eina. Öll fór jarðarförin fram lát- laust og virðulega. Nokkur rign- ing var meðan hún stóð yfir. —- Gjallarhornum hafði verið kom- ið fyrir á Dómkirkjun'ni og hlýddi mannfjöldinn, sem ekkl var rúm fyrir í kirkjunni á at- höfnina úti fyrir. Athöfninni var útvarpað og samkvæmt ósk ríkisstjórnarinn- ar fór útförin fram á kostnað ríkisins. Biskupsmi minnst á Akureyri UkUREYRI, 21. ckt. — Mii ingarathöfn fór fram í Menn 1 skólanum á Akureyri í dag 11 f. h. Séra Friðrik J. Rafn ! vígslubiskup, minntist bisku ins yfir íslandi, Sigurgeirs S j urðssonar. Rakti hann æfifc I biskups, ræddi um störf hans, |brennandi áhuga á viðgai kirkju og kristni í landinu. Sálmar, voru sungnir fyrir eftir ræðuna og stjórnaði Bjö: vin , ( Guðmundsson, tónská söngnúm. —■ Kennsla- féll nic i skólanum það sem eftir i dagsins. —H. Vald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.