Morgunblaðið - 23.10.1953, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 23, okt. 1953
Læknisráð vikunna?:
Nýrnasteinar oy drykkjuvenjur
NÝRNASTEINAR myndast í
J>eim hluta nýrans sem kallast
nýrnaskálar (nyrebækkenet).
Halda þeir kyrru fyrir þar
ellegar þeir færast niður eftir
þvaggöngunum og setjast þar að
ellegar fara alla leið niður í
blöðruna.
í>ar geta þeir festst og ný stein-
efni hlaðist utan á þá, svo að þeir
stækka og geta orðið allt að því
eins stórir og hænuegg.
En steinarnir geta haldið áfram
alla leið út um þvagrásina og það
gera þeir oftast.
Ef nýrnasteinn heldur lengi
kyrru fyrir í nýrnaskálum, og
verði hann ekki með tímanum
stærri og stærri, verður fólk oft-
ast ekkert vart við hann nema
er hann veldur nýrnaskálabólgu.
En ef steinninn fer á hreyfingu,
finna menn til hans og þá veldur
hann verkjum, stundum mjög
sárum og samanherpandi.
Grenilegustu einkenni um stein
i þvagrásinni eru einmitt hinir
sérkennilegu verkir. Þessir verk-
ir koma með sprettum og leggur
þá oft niður í blöðruna, jafnvel
■út í þvagrásina. En stundum
valda nýrnasteinar óljósum þrýst
ingsverk á nýrnastað.
Menn geta líka fengið verki
ef steinar eru í blöðrunni. Eink-
um ef hann hreyfir sig. Eru sér-
stök brögð að því ef menn aka
cftir holóttum og ójöfnum vegum.
Verða þessir verkir einkum til-
finnanlegir ef steinarnir eru ekki
ávalir en hafa skarpar brúnir og
odda. Eftir slík mikil sársaujra-
köst gætir oft blóðs í þvaginu
vegna þess að steinninn rispar
slímhimnurnar svo að blæðir úr
þeim.
Sé mikið blóð í þvaginu er hægt
að sjá það með berum augum.
I»vagið verður þá gruggugt og
brúnleitt að lit. En þó ekki séu
mikil brög'ð að blóði í þvági geta
læknar fundið það, annað hvort
með efnafræðilegri rannsókn eða
undir smásjá.
Ef þvaglát stöðvast skyndilega
nokkrum dögum eftir mikil sárs-
aukaköst, má búast við, að steinn
inn komi alla leið út um þvag-
rásina. Þá er þýðingarmikað að
ná í steininn því mikils er um
vert að geta rannsakað hann og
fá að vita hverrar tegundar hann
er. Hvort' þetta er oxalatsteinn,
þvagsýrusteinn eða fosfatsteinn.
Hægt er að komast að því, með
því að rannsaka steininn efna-
fræðilega, því að eftir tegund
steinsins verður oft að haga lækn
ingunni.
Gamall vinur minn er mjög
var magur og grannholda, þótti
ákaflega gott að borða súkkulaði.
Hann hafði þjáðst af nýrnastein-
nm og læknir hans bannað hon-
tim að borða súkkulaði. Mörgum
árum seinna kom það í ljós að
steinarnir voru fosfatsteinar. Ar-
nm saman hafði hann neitað sér
um súkkulaðiát og varð því hinn
versti við lækninn, þegar kom í
ljós að steinarnir voru fosfat-
steinar og súkkulaði því mein-
laust fyrir hann.
Með röntgenrannsókn er hægt
að ganga úr skugga um hvort
steihn sé í þvagfærunum, með
þeim hætti að sprauta efni í æð-
ar sjúklings svo greinileg mynd
sjáist af þvaggöngunum.
Hafi menn tilhneigingu til
steinmyndunar í þvaggöngunum
verða menn að sjá um að þvagið
verði aldrei megnt. Þess vegna
eiga menn að drekka mikið.
Og hvað eiga menn að dreltka?
T. d. mikið af vatni, fullt vatns-
glas kvölds og morgna í viðbót
við það sem menn annars eru
vanir að drekka. Að sjálfsögðu
má drekka annað t. d. saftblöndu
Mikil hjátrú er ríkjandi um
það hvað menn eigi og ekki eigi
að gjöra til að forðast nýrna-
steina. I
Viti' íríehn' hvers" köfiar steinar
myndast í sjúklingnum, þá er
rétt að benda honum á, hvers
konar fæðu hann verður að forð-
ast eða draga við sig að neyta, t.
d. rabarbara ef um er að ræða
oxalsteina, en innmat sláturdýra
ef það eru þvagsýrusteinar sem
myndast.
Einnig vita menn að með ákveð
inni tegund bólgu í þvaggöng-
unum verður mönnum hættara
við myndun steina. Þess vegna
verða menn að fá vissa meðferð
þegar um bólgur er þar að ræða.
En annars eru margskonar ástæð-
ur fyrir því, að læknisráð þurfa
þar að koma til greina.
Ef menn losna ekki við stein
af sjálfu sér eða með því að
drekka mjög mikið, verða menn
oftast að láta taka steininn á
annan hátt.
Læknar nú á dögum eru svo
fingraliprir og hafa svo nákvæm
og vel útbúin tæki, að þeir geta
oft náð steininum úr blöðrunni
eða jafnvel úr þvaggöngunum
þótt steinninn sé ekki kominn
lengr niður. En að því getur rek-
ið að gera þarf uppskurð til að
ná steininum.
Það kemur fyrir að svo margir
og stórir steinar eru. í mannsnýra
að nauðsynlegt verður að taka
nýrað. En þá mega menn ekki
halda að þeir séu að dauða komn
ir, því nýrað sem eftir er getur
tekið við því hlutverki sem nýr-
un bæði unnu fyrir líkamann.
Og þetta er ekkert sem ég sjálf
ur hef búið til. Því ég veit það
líka af persónulegri reynslu. Fyr
ir 25 árum var tekið úr mér
annað nýrað og alla stund síðan
hef ég verið hinn brattasti.
sijornm
rÉistiiii 13 mi
a
ís
vnrspurn a
J 8
mgi
HVE miklu fé hefur ríkisstjórnin varið til að bæta úr at-
vinnuörðugleikum í landinu samkvæmt heimild í fjárlögum.
Hverjum hefur verið veitt fé í þessu skyni, hve mikið hverj-
um, hvaða skilyrði hafa verið sett fyrir framlögum ríkissjóðs
og hvaða framlög hafa komið á móti?
Þessi var fyrirspurn Haraldar
Guðmundssonar í Sameinuðu
þingi í gær til ríkisstjórnarinnar
og varð Steingrímur Steinþórs-
son fyrir svörum.
Atvinnumálanefnd, sem í eru
m. a. fulltrúar frá A.S.Í. og Vinnu
veitendasambandinu var skipuð
1952, sagði ráðherrann og hefur
ríkisstjórnin farið eftir ráðiegg-
ingum hennar varðandi þessi
mál. Atvinnumálanefndin vinnur
nú að víðtækri athugun varðandi
atvinnumál í landinu, og mun
álit hennar liggja fyrir um ára-
mótin.
3JA ÁRA ÚTHLtJTUN
Á árinu 1951 úthlutaði ríkis-
i stjórnin kr. 1.217.646,80 til at-
vinnubóta. Árið 1952 hefði
1 verið veitt kr. 6.490.987,12 í
j sama skyni og 1953 kr.
j 4.944.845,51. Núverandi ríkis-
| stjórn hefði veitt 443 þús. kr.
til að bæta úr atvinnuástandi.
í fjárlögum 1953 var aðeins
heimild fyrir ríkisstjórnina til
að ráðstafa 5 millj. kr. til að
Framh. af bls. 1.
Ekki náðist neitt samkomulag
um allshcrjar reglu um stærð
landhelgi.
o
ALLT LANDGRUNN
OG AÐRAR ÁKVARÐANIR
Nú skal sagt frá stærð land-
helgi nokkurra fleiri ríkja:
Argentína, Chile, Mexikó og
Perú helga sér allt landgrunnið.
Landhelgi Ecuador er 15 mílur.
Egypzka og gríska landhelgis-
línan er ýmist og til skiptis þrjár
og sex mílur. Franska landhelgis-
línan er allt frá 3 mílum upp í
20, eftir því hvort um er að ræða
landhelgi við heimalandið eða
nýlendurnar, Noregur hefur haft
fjögurra mílna landhelgi síðan
1745 og Rússar halda fram að
minnsta kosti 12 mílna landhelgi.
Þessi upptalning sýnir enda
þótt hún sé ekki tæmandi,
hve mikil fjarstæða það er að
halda því fram að nokkur al-
heimsregla sé til um stærð
landhelgi.
ÍSLENDINGAR
FARA AÐ LÖGUM
Þessu næst rekur greinarhöf-
undur nokkuð fiskveiðisamning-
inn 1901 milli Dana og Breta og
skýrir frá því að íslendingar hafi
sagt þessum samningi upp á lög-
mætan hátt. Síðan heldur hann
áfram:
Að jafna réttmætri uppsögn
íslendinga á samningnum víð at-
burðina í Persíu og olíumálið er
bæði rangt og illgirnislegt.
Sumir hafa leyft sér að stimpla
íslendinga á þessum röngu for-
sendum sem óþokka, lögbrjóta
og þorpara af verstu gráðu. Allt
er þetta byggt á tómum rang-
færslum og lygum. Er einmitt
rétt að benda á það að af öllum
þjóðum hvíta kynstofnsins, þá
eru íslendingar hin löghiýðnasta
þeirra, að þeir virða lög og rétt
og að lagaseíning þeirra og virð-
ing fyrir réttinum hefur þróazt
frá því árið 930.
bæta úr atvinnuástandi. Hefði
því rikisstjórnin gripið til þcss
að ráðstafa fé upp á væntan-
lega heimild í fjárlögum fyrir
næsta ár.
Það sem veitt hefnr verið á
þessu ári í þessu skyni eru
sumpart styrkir og sumpart
lán gegn tryggingu. Ekki er
vitað að svo komnu máli um
mótframlag í öllum tilfellum,
en alls staðar hefur þess verið
krafizt. Styrkir og lán hafa
verið veittir til ræktuijar, vél-
bátaútgerðar, breytingar fisk-
hjalla og fiskiðjuvera, hafn-
arbóta og fleira. Þeir sem
fer.gið hafa styrki og lán eru
þessir:
Eyrarsveit, Snæf.nesi 250 þús.
kr., Stykkishólmur 200 þús. kr.,
Ólafsvík 100 þús., Flateyjar-
hreppur 228,855,51, Suðureyri
225 þús. kr., Eyrarhreppur 60
þús., Grunnavíkurhreppur 100
þús., Bolungarvík 120 þús., Hnífs-
dalur 90 þús., Súðavíkurhreppur
50 þús., ísafjörður 150 þús. kr.,
Drangsnes 90 þús., Hólmavík 125
í 3 sl árnin
til atyinnubóta
þús., Árneshreppur (Ströndum)j
30 þús., Höfðahreppur 120 þús,
kr., Kaupfél. Skagafj. 250 þús.,
Súðahreppur 50 þús., Ásólfs-
hreppur 50 þús., Siglufjörður 750
þús., Hrísey 110 þús., Hauganea
30 þús., Dalvík 100 þús., Ólafs-
fjörður 30 þús., Akureyri 125 þús.,
Húsavík 90 þús., Raufarhöfn 250
þús., Seyðisfjörður 250 þús., Nes-
kaupstaður 100 þús., Mjóafjarð-
arhreppur 15 þús., Eskifjörðup
75 þús., Búðahreppur 40 þús.,
Fáskrúðsfjarðarhreppur 15 þús.,
Stöðvarfj.hreppur 70 þús., Reyð-
arfj.hreppur 45 þús., Djúpivogup
60 þús., Búlandshreppur 130 þús.,
Hafnarhreppur 200 þús., Hvamma
hreppur (V.-Skaft.) 60 þús., Vest
mannaeyjar 75 þús., Álftanes-
hreppur 6 þús. kr.
Auk þess hefðu Suðureyrar-
hreppi, Höfðakaupstað, Djúpa-
vogi og Kaldaðarneshreppi ver-
ið veitt samtals 443 þús. kr. lán
til þess að bæ'ta úr atvinnúlífi á
þessum stöðum.
Öll lánin eru veitt með 5V2%
vöxtum Og flest til 10 ára. Trygg-
ing er yfirleitt veð í þeim fram-
kvæmdum sem lagt er í, eða að
öðrum kosti liggja eignir við-
komandi hrepps til tryggingar
greiðslu lánsins.
Haraldur Guðmundsson þakk-
aði ráðherra greinargóð svör og
kvaðst einskis frekar hafa að
spyrja að svo komnu máli.
Vaxandi siðspilling og þvesr-
andi þjóðemisvitund í kjölfar
minnkandi kristindómsfræðslu
Allar ákvarðanir nm mál-
efni kirkju gerðar með
ráði klerkdomsins
EINS OG frá var skýrt hér í
blaðinu, hélt hinn almenni kirkju
fundur áfram störfum s.l. sunnu-
dag og mánudag. Hlýddu fundar-
menn messu í Dómkirkjunni á
sunnudag og voru til altaris. —
Eftir hádegi var skoðuð hin ný-
uppsetta kirkjugripadeild Þjóð-
minjasafnsins í boði þjóðminja-
varðar, en kl. 16 hófust svo fund-
arstörf í Fríkirkjunni, þar sem
Sigurður Óli Ólafsson alþm.
flutti erindi um kirkjubygging-
ar og skýrði frumvarp sitt um
það mál. Lýsti alþingismaðurinn
þeim erfiðleikum, sem söfnuðir
landsins ættu við að stríða, þegar
um byggingu eða endurbætur
kirkna væri að ræða, þar sem
lán úr hinum alm. kirkjusjóði
hrykkju skammt. Gerðu fundar-
menn mjög góðan róm að máli
ræðumanns, sem sýndi raun-
sæi, velvilja og' skilning í
garð kirkjunnar. Um kvöldið
flutti sr. Jóhann Hannesson er-
indi um kristniboð og rakti sögu-
lega þróun þess.
Á mánudagsmorgun hófust
fundarstörf að nýju og flutti sr.
Ingólfur Ástmarsson morgun-
bænir.
KRISTINDÓMSFRÆÐSLAN
í SKÓLUM
Tcknar voru til umræðu tillög-
ur fræðsiunefndar um kristin-
dómsfræðslu í skólum og ,var
eftirfarandi tillaga í þrem liðum
samþykkt í einu hljóði'-
Almenni kirkjufundurinn bein-'
ir þeirri áskorun til kennslu- j
málastjórnarinnar að taka nú
þegar til athugunar, hvort ekki
sé hægt að búa kristindóms-
fræðslunni vegiegri sess og gera
hana notadrýgri með því,
að taka upp sérstaka kennslu
í kristnum fræðum í yngstu
bekkjum barnaskólanna í stað
þess að hafa hana með átthaga-
fræði, eins og nú tíðkast;
að haga kennslu í barnaskól-
unum þannig um námsefni og
stundafjölda, að umferð sé lokið
í námsefninu, þegar gagnfrseða-
skólarnir taka við;
að kennsla sé í kristnum fræð-
um í tveim fyrstu bekkjum
gagnfræðaskóianna ekki minni
en tvær stundir á viku og ráð-
stafanir gerðar til þess, að hæfi-
legar námsbækur og kennslutæki
séu til á hverju stigi námsferils-
ins.
FRESTUR
FYRIR SJÚKRAIIÚSIN
Epnfremur var samþykkt eft-
irfarandi tillaga, sem vísað hafði
verið til alisherjarnefndar, um
sjúkrahúsprest:
Hinn almenni kirkjufundur í
Reykjavík 1953 telur mjög æski-
legt, að skipaður verði sem allra
fyrst sérstakur prestur við
sjúkrahús og fangelsi Reykjavík-
ur til að annast guðsþjónustur
og sálgæzlu.
RÍKI OG KIRKJA
í málinu ríki og kirkja vaí
samþykkt svofelld tillaga:
Hinn almenni kirkjufunduí
heitir á stjórnarvöld landsins, að
láta kirkju þjóðarinnar njóta
réttar síns í hvívetna, sem henni
ber samkv. stjórnarskránni, svd
að hún verði þess megnug með
fullum stuðningi ríkisvaldsins,
stjórnar og alþingis að inna afi
höndum hið mikla hlutverk I
þjóðlífi íslendinga, sem henni er
falið og hún hefur köllun til.
Heyrir hér til m. a., að fullur
stuðningur sé veittur til kirkju-
bygginga, svo og að allar ákvarð-
anir um mál þjóðkirkjunnar séil
gerðar með ráði fulltrúa lderk-
dómsins og safnaðanna.
*'■
UNDIRBÚNINGSNEFND
Þá var gengið til kosninga f
undirbúningsnefnd kirkjufund-
anna. Samkvæmt lögum kirkju-
fundanna áttu að ganga úr að
þessu sinni 3 aðalmenn og jafn
margir varamenn, en sökum þesg
að einn nefndarmanna, herrai
biskupinn, lézt á kjörtímabilinu,
voru kjörnir 4 aðalfulitrúar og
3 til vara. Kjörnir voru sem að-
almenn þeir: Gísli Sveinsson fv.
sendiherra, sr. Sigurbjörn Á'.
Gíslason, Páll Kolka héraðslækn-
ir og sr. Þorgrímur Sigurðsson.
Fyrir voru í nefndinni þeir: sr.
Sigurjón Guðjónsson, Hanneg
Guðmundsson, stud. theol. og
Sigurbjirn Þorkelsson forstjóri.
Til vara voru kjörnir í nefndina
þeir: sr. Pétur Sigurgeirsson, sr.
Þorsteinn Björnsson og sr. Jakotí
Einarsson, en fyrir voru í ncfnd-
inni þeir: Frímann Ólafsson for-
stjóri, Gísli Jónasson skólastjóri,
Jóhannes Sigurðsson prentari og
Ólafur B. Björnsson ritstjóri.
Ýmis mál fleiri voru rædd á
fundinum, án þess þó að fundur-
inn tæki afstöðu til þeirra. j
Framh. á-bls. 4. !