Morgunblaðið - 23.10.1953, Side 7

Morgunblaðið - 23.10.1953, Side 7
Föstudagur 23. okt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 Nóbelsverðlaunaskáldið W. Churchill segir: „Ég laérði þó eitt — að berjast til hinztu stundar“ HANN hefur hlotið Nóbelsverð- laun sænsku Akademíunnar. — Sumum finnst það fráleitt, öðrur.r ágætt eins og alltaf er. Því ber þó ekki að neita, að hann hefur verið bæði afkastamikill og sérstæður rifhöfundur og svo jmikill mælskumaður, að Demos- þenes einn er talinn hafa staðið honum á sporði í þeim efnum. »Mun það einnig hafa valdið nokkru um, að hann hlaut hin yirðulegu Nóbelsverðlaun sem allir frægustu rithöfundar heims hafa keppzt um að hljóta. En ósennilegt er, að skólafé- lögum hans eða kennurum hafi komið til hugar, þegar hinn ungi maður var „að gata“, eins og ©ft kom fyrir á skólaárunum, að hann ætti nokkurn tíma eftir að hljóta mestu bókmennaverðlaun gem veitt eru. 'k—-k—'k EINKIJM er það tvennt, sem ein- kennir rithöfundinn Sir Winston Churchill. — í fyrsta lagi það, hversu sérlega vel lesinn hann er í heimsbókmenntum, og þá einkum enskum klassískum bók- menntum með þá Gibbon og Macaulay í broddi fylkingar. Mun hann svo víðlesinn, að á því sviði á hann varla sinn jafn- ingja í heimalandi sínu og þótt yíðar væri leitað. í öðru lagi er minni hans afskaplegt, án þess að of djúpt sé í árinni tek- Ið. Er það m. a. í frásögur fært, að eitt sinn þegar hinn heims- kunni leikari Sir Laurence Oli- Vier spurði Churchill, hvernig leika ætti ákveðinn kafla úr einu leikrita Shakespeares, svaraði hann með því að fara með utan hókar allan kaflann með viðeig- andi skýringum sínum og heil- ræðum. Þá má að lokum nefna nákvæmni hans sem er einstæð. Hann setur aldrei orð á pappír Dema að vandlega athuguðu máii. AÐDÁANDI VIKTORÍUTÍMABILSINS An fyrr nefndra eiginleika er ðsennilegt, að Churchill hefði Órðið eins mikill rithöfundur, stjórnmálamaður og málari sem raun ber vitni. — En oftast nær hefur það verið harðfylgi hans og þrautseigja, sem úrslitum réðu, ekki síður á bókmennta- fin stjórnmálasviðinu. I Yfirleitt hefur Churchill lesið bæði ræður sínar og minningar á segulband, og hefur hann ætíð haft það til siðs að vera ekki með neinar óþarfa bollalegging- ar, heldur brjóta þegar til mergj ar kjarna hvers máls; er stíll hans mjög mótaður af þessum yinnuaðferðum, hann er ekki eins samanþjappaður og ella og efninu ekki markaður eins þröngur bás og oft vill verða. Vitanlega hefir gamli maður- Inn orðið fyrir áhrifum fjöl- margra rithöfunda og mælsku- manna allt frá æskuárunum, og er erfitt að benda á neina á- kveðna menn því viðvíkjandi; hins vegar er ljóst, að hann hef- Ur ætíð mótað sinn eigin stíl sjálfur, hefur ekki þurft til þess á hjálp annarra að halda. Eins og fyrr er getið hefur Churchill lesið feyknin öll af alls kyns bpkum á hinni löngu ævi sinni, en á síðustu árum hefur hann þó lítið gert að því og næstum það eina, sem hann hefur lesið upp á síðkastið eru ýmiss konar skjöl og þ. 1. sem snerta embætti hans og dagleg störf. k—k—-'ÍT ÞAÐ er fyrst og fremst fram- kvæmdahugur Churchills, hræðsluleysið við ábyrgðina af gerðum sínum og löngunin til að ávaxta þann arf, sem honum hlotnaðist ungum, er gert hafa honum fært að verða það sem hann er orðinn. Þrátt fyrir rit- mennskuna, þrátt fyrir Nóbels- IJr bókinni „Dóttir Eómar46 Sendiherra Svía í Lundúnum skýrir gamla manninum frá því, að hann hafi hlotið Nóbelsverðlaunin fyrir þetta ár. verðlaunin er Churchill ekki það j sem margir mundu kalla „litter- | er“ maður, þó að honum hafi! tekizt með mikilli atorku og eðl- islægum dugnaði að verða rit- höfundur og mælskumaður. — Hann er maður framkvæmdanna fyrst og fremst og vegna lífs síns og starfs er honum kleift að horfa hetjuaugum á alla til- veruna. Auk þess er hann róman- tískur að upplagi: — Föðurlandið og enski fáninn eru í hans aug- um hið mikilvægasta undir himn- inum, hin glæsilega fortíð Eng- lands gefur honum einnig fyrir- heit um mikla framtíð. En ekki er vist, að draumur hans þar að lútandi rætist, því að nútíðin horfir fram á leið til hins ó- kornna, en síður til baka — til Viktoríutímabilsins. ★ LÍTIÐ FYRIR LEIKLIST Chruchill fer sjaldan í leikhús, hefur tiltölulega lítinn áhuga á leiklist. Aftur á móti finnst hon- um barnslega gaman að horfa á góðar og þá helzt rómantískar kvikmyndir byggðar á „good stoi'y“ eins og gamli maðurinn kemst að orði. Hefur þess m. a. verið getið til gamans, að hann hafi séð kvikmyndina um ást- mey Nelsons, lady Hamilton, að miunsta kosti 17 sinnum. V - —■ ■ ■ — I í ÆSKU sinni ias Churchill m. a. hið mikla rit Darwins um uppruna tegundanna og hefur sagt frá því, að um tíma hafi hann vel mátt teljast alger guð- leysingi, en bætir því við, að hon um hafi verið það skammgóður vermir; og er hann var í lífs- háska á hermannsárum sínum bæði í Indlandi og Afríku, bað hann ásjár undir verndar- væng hins mikla guðdóms og hefur hann gert það æ síðan. ★ BLAÐAMAÐUR UM LANGAN ALDUR Um 1895 hóf Churchill ritstörf sín með því að gerast blaðamað- ur, ferðast um heiminn og skrifa greinar. Vöktu þær nógu mikia athygli til þess, að hann fékk starf sem stríðsfréttaritari bæði S-Indiandi og Suður-Afriku og tók vegur hans þá að aukast til muna. Má jafnvel segja, að hann hafi lifað á ritstörfum alla tíð síðan, að undan skildum þeim árum, sem hann hefur átt sæti í brezkum stjórnum. — Eftir aldamótin fór hann t. d. í fyrir- lestrarferðir um Engiand og Bandaríkin, bjó fyrirlestra sína síðan til prentunar og var bók- um hans yfirleitt vel tekið á þeim árum. Varla er hægt að segja, að Churchill hafi byrjað bókmennta störf sín fyrir alvöru fyrr en 1898, er hann var fréttaritari Daily Telegraph í Indlándi. Reit hann þá bók frá Indlandi, The Malakand Field Force, og fékk hún góðar viðtökur, urðu um hana miklar umræður, og er ungi blaðamaðurinn kom heim aftur til Bretlands fékk hann bréf frá prinsinum af Wales og ræddi heilan dag við Salisbury forsætisráðherra um bókina. -— Gat ungum rithöfundi á þeim tíma hlotnazt meiri heiður? ★ SAVROLA — FANGINN AF ZENDA Síðar skrifaði hann pólitisku skáldsöguna Savrola, og hefur hann sjálfur ráðið öllum frá að lesa hana. Líkist hún Fanganum af Zenda allverulega og þykir heldur ómerkileg. Fjailar hún um Framh á bls. 12 EIN skáldsaga Alberto Mora- vias „La Romana“ hefur kom- ið út í íslenzkri þýðingu undir nafninu Dóttir Rómar. Þefta er heit og ástríðuþrungin „sjálfs“ævisaga ungrar stúlku. Höfundurinn sýnir snilli sína einkum í frábærum skapgerð- ar- og tilfinningalýsingum. — Hér fer á eftir stuttur kafli úr byrjun bókarinnar, sem fjallar um framtíðardrauma ungrar stúlku. Sumarkvöld eitt, er ég var á gangi með móður minni, sá ég inn um glugga hamingjusamt fjölskyldulíf í einu þessara litlu einbýlishúsa. Það svaraði alveg til hugmynda minna um friðsamt og gæfuríkt líf og hafði djúp á- hrif á mig. Ég sá inn í stofu, sem var lítil en hreinleg. Þar var rósótt veggíóður, fallegur skápur og dúltað borð. Yfir því hékk ljósakróna. Umhverfis borðið sátu fimm eða sex manneskjur og voru þar á meðal þrjú börn á aldrinum átta til tólf ára. Á miðju borði stóð tarína og var húsmóðirin að ausa súpu á diska fólksins. Það virðist kannske undarlegt, að af öllu þessu, sem fyrir augun bar þarna, var það ljósakrónan yfir borðinu, sem hafði dýpst áhrif á mig, eða öllu heldur bjarmi sá, sem hún varp- aði yfir þessa fjölskyldumynd. Þegar ég hugsaði um þessa sjón síðar, sagði ég við sjálfa mig, að það skyldi verða takmark mitt í lífinu að eignast svipað heimili og fjölskyldu og lifa í þeirri ást og eindrægni, sem bjarminn af slíku ljósi varpaði yfir heimilið. Margir eru ef til vill þeirrar skoðunar, að ég hafi ekki sett markið sérlega hátt, en menn verða að líta á kjör mín og upp- runa. Hjá mér sem var fædd í hrörlegu sambýlishúsi, vakti þetta litla hús sömu tilfinningar, og stærri og fegurri hús hlutu að vekja í hugum þessa fólks, sem ég öfundaði nú af litlu húsunum. Hver og einn sér sína eigin para- dís í fordæmingarstað annarra. Móðir mín gerði sér háar hug- myndir um framtíð mína, og þær gerðu að engu — eins og cg komst brátt að raun um — alla möguleika á því að stefna að þvx marki, sem ég hafði sett mér £ lífinu. Hún áleit, að ég gæti skap- að mér mikla hamingju með feg- urð minni, ef ég gætti þess að1 gifta mig ekki eins og aðrar Framh. á bls. 11. FljúgaPidi diskar frá Vemis EIN furðulegasta bókin sem út hefur komið í hinum enskumæl- andi heimi í haust heitir „Flying Saucers Have Landed“ — Fljúg- ancii diskar hafa lent. Það skal tekið fram þegar í upphafi að höfundar þessarar bókar Desmond Leslie og George- Adamski hafa vottorð upp á það að þeir séu á engan hátt mefl lausa skrúfu. Ilalski rithöiandarinn Alberlo Moravia ÍTALSKI rithöfundurinn Al- berto Moravia siglir um þessar mundir hraðvaxandi byr til auk- inna vinsælda og frægðar um veröld víða. Sögur hans hafa allt frá lokum stríðsins verið met- sölubækur á Ítalíu og nú eru kynni ýmissa annarra þjóða af honum tekin að aukast við sí- fjölgandi þýðingar á ritum hans. Á islenzku kom út í fyrra bókin Dóttir Rómar og fjöldi annarra bóka hafa nú verið gefnar út í nágrannalöndum okkar, bæði á Norðurlöndum, Þýzkalandi og Bretlandi. í Danmörku hafa bækur Mora- vias komið út hjá Nyt Nordisk Forlag, nú síðast kom út bókin ,,Agostino“. Nýlega birtist í Bretlandi „The Time of Indiff- erence“. Moravia lýsir tilfinningalífi sögupersónanna af óvenjulegri snilld. Flestar sögur hans fjalla um héitar ástríður, eins og þær tíðkast jafnvel sjóðheitastar meðal ítalskrar alþýðu. Bókin „Agostino" segir frá 13 ára dreng, sem er að komast í kynni við ástina i fyrsta sinn. Eins og eðlilegt er, hefur þetta geigvænleg áhrif á sálarlif drengs ins. Sú kona, sem er honum ná- iægust er móðir hans. Drengur- inn hættir að líta á hana sem móður sína ög sér að hún er kona. Allt útlit er fyrir að hinir hörmulegustu atburðir gerist, þegar lausn vandans finnst með mjög dramatískum hætti í sögu- lok. Ástríðurnar blossa enn heitari í „The Time of Indifference". — Alberto Moravia. Ungur- maður, Leo, kemst inn á miðaldra ekkju, sem á gott hús og er vel efnum búin. — Hann flekar bæði ekkjuna og dóttur hennar, ætlun hans er sú ein að eignast húsið og setjast þar að með hjákonu sinni. Þá er það sonur ekkjunnar, sem ætlar að taka til sinna ráða. Hann tekur byssu og ætlar að skjóta Leo. Þar má segja að sé hámark bók- arinnar. En byssan er því miður óhlaðin. Skapgerðarlýsingar Moravias eru snilldar vel gerðar og svo virðist sem hvert orð sé vand- lega vegið og yfirvegað áður en það er fært í letur. Ljósmyntl af Venusarfarinu! En í bókinni staðhæfa þeir að lifandi verur frá reikistjörnunni Marz hafi lent hér á jörð. George ! Adamski lýsir því í bókinni, þeg- ar hann hitti Venusarbúa 20. nóvember 1952. Lýsing hans svo og öll bókin er skrifuð í fullri einlægni, Ijósmyndir af fljúgandi. diskum fylgja með o. s. fr.v. Adamski hitti Venusar-búann skömmu eftir að hann hafði séð fljúgandi disk fara með geysi- hraða um loftið og setjast á jörð- ina. Hann kom auga á mann, sem stóð framan í gilskorning einum. „Hann gaf mér bendingu um að koina nær.“ Þegar Adamski nálgaðist ó- kunna manninn, sá hann að hann var síðhærður og í pokabuxum. — Þá varð mér það ljóst að þetta væri maður frá öðrum heimi. Nú hófst langt samtal, sem fór fram ýmist með merkjum og bendingum, en mest þó með eins konar hugsanaflutningi. Adamski komst að því að gesturinn kæmi frá'reikistjörnunni Venus. Hann sagði m. a. þær fréttir að Venus- búar fylgdust af skelfingu með atómsprengjutilraunum jarðar- búa og að nokkrir Venus-búar lifðu nú dulbúnir á jörðinni. — Adamski fann að hann var þarna í návist veru, sem var ærði að þroska og viti. Að lokum gekk Adamski með gestinum að geimfarinu, sem sveif í lausu lofti um fet yfir j jarðaryfirborði. Honum var ljóst j að þetta litla geimfar hafði bæki- \ stöð á miklu stærra móðurskipi. j Síðan lýsir hann geimfarinu ná- ! kvæmlega. En þegar hann ætl- aði að snerta það til að stíga inn í það fékk hann sterkt rafmagns- högg. Margar fleiri rannsóknir Ad- amskis og Leslies eru birtar í bókinni. Þar eru letursýnishorn úr bókum Venusarbúa. Virðist letrið háifgert hrafnaspark, erw höfundur telur að þegar það tækist að lesa úr táknunum væri það engu litilvægari uppfinning en þegar tókst að lesa egypzka . letrið á Rósetta-steininum. I Þeir geta trúað þessari vitleysu sem vilja, en óneitanlega er ekki óskemmtilegt að lesa gegnum hugarflug þessara furðulegu rit- höfunda, sem með þessu hafa rit- 1 að furðulegustu bók ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.