Morgunblaðið - 23.10.1953, Síða 8

Morgunblaðið - 23.10.1953, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. okt. 1953 twMaMÍ» Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Yaltýr Stefánsson (ábyr*8*rtn.) Stjórnmálaritstjéri: Sigurður Bjarnason fré Vi^ur Lesbók: Arni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristínsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. ÁskriftMgjald kr. 20.00 á mánuði Innanland* I Uusasölu 1 krónu eintaklð Bæjarstjórnarkosning- arnar og reynslan SÍÐASTA sunnudag í janúar- mánuði n.k. mun verða kosið í bæjar- og sveitarstjórnir allra kaupstaða og flestra kauptúna landsins. Bæjarstjórnarkosningar eru nokkuð annars eðlis en venjuleg- ar þingkosningar. — Kjósendur byggja þá afstöðu sína oft meira á persónulegu mati á þeim mönn um, sem þeir velja um, en flokks pólitískum stefnumörkum. — Á þetta sérstaklega við í hinum fólksfærri byggðarlögum. — En jafnvel hér í Reykjavík gildir þetta að nokkru leyti. Bæjar- stjórnarkosningar eru varla eins harðpólitiskar hér og þingkosn- ingar. Fólkið velur þá menn til þess að stjórna bæjarfélagi sínu, sem það treystir bezt til þess, og sem það hefur bezta reynslu af frá liðnum tíma. í mörgum kjördæmum landsins, ekki hvað sízt í kaupstöðunum, kom það greinilega fram í þingkosning unum í sumar að kjósendur eru orðnir leiðir á samstjórn- arskipulaginu. Þeir viður- kenna að vísu þá staðreynd, sem ekki verður sniðgengin opnum augum, að vegna þess að enginn einn flokkur hefur haft hreinan meirihluta á Al- þingi, hefur það verið nauð- synlegt. En vaxandi fjöldi kjósenda er orðið það ljóst, að til þess að skapa hér heilbrigt og ábyrgt stjórnarfar þarf einn flokkur að fá hreinan meirihluta á þingi. Þjóðin þurfi að fá tækifæri til þess að reyna hreina flokksstjórn og möguleika til þess að draga hana til ábyrgðar fyrir verk sín, endurkjósa hana eða hafna henni, eftir því, hvern- ig hún heldur á málunum og gætir alþjóðarhags. Þetta var áreiðanlega megin- ástæða þess kosningasigurs, sem Sjálfstæðisflokkurinn vann á s. 1. sumri er hann vann fjögur ný kjördæmi af andstæðingum sín- um og minnstu munaði að hann ynni sex kjördæmi til viðbótar og þar með þingmeirihluta. Bar- átta og starf Sjálfstæðismanna undanfarin ár hafði vakið aukið traust á flokknum og skapað þá skoðun hjá mörgu fólki, að heil- brigt stjórnarfar yrði því aðeins skapað að hann gæti einn mynd- að meirihlutastjórn í landinu. Margt bendir til þess að í kaup- stöðum og sjávarþorpum lands- ins muni þessari skoðun aukast mjög fylgi í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vetur. Þar sem Sjálf- stæðismenn hafa stjórnað hefur verið haldið á málum byggðar- laganna af dugnaði og reglusemi. Þeir hafa haft forgöngu um nauð- synlegar umbætur og jafnframt lagt áherzlu á að halda fjárhag bæjar- og sveitarfélaganna á réttum kili. Reynslan af forystu hinna svo- kölluðu vinstri flokka um sjtjórn kaupstaða og kauptúna er hins vegar hin herfilegasta. Nægir þar að nefna „vinstri stjórnirnar" í Vestmannaeyjum, á ísafirði og á Akranesi. Á síðastnefnda staðn- um stóð samvinna þeirra að vísu aðeins örskamman tíma. Þá gáf- ust þeir upp og leituðu ásjár Sjálfstæðismanna. Má því segja að „vinstri stjórnin“ á Akranesi hafi hagað sér skynsamlegar en í hinum tveimur byggðarlögunum, þar sem þær hafa stjórnað með endemum og leitt kyrrstöðu, upp- lausn og skuldasukk yfir bæjar- félögin. Að þessari reynslu fenginni og í samræmi við úrslit al- þingiskosninganna í sumar bendir allt til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn muni auka fylgi sitt verulega í bæjar- stjórnarkosningunum í vetur. Fólkið vill ekki glundroða og kyrrstöðu „vinstri stjórnanna“. Það vill framkvæmdasamar I bæjarstjórnir, sem gæta þess að halda fjárreiðum byggðar- laganna í lagi og forðast sukk og óreiðu. Virkjun Efra-Sogs KOMMÚNISTAR reyna nú í ör- væntingu sinni, að breiða yfir þau afglöp sín að hafa barizt af heiftarlegu ofstæki gegn hinni nýju írafossvirkjun. En henni og þeim, sem forgöngu höfðu um hana eiga Reykvíkingar það að þakka, að hinni hvimleiðu skömmtun rafmagns er nú hætt. Til þess að klóra yfir þessa yfir- sjón sína láta kommúnistar blað sitt þrástagast á því, að þeir einir hafi skilning á nauðsyn þess að virkja Efra-Sog!!! Þetta er svo hlægileg blekking artilraun, að á henni glepst á- reiðanlega enginn vitiborinn maður. Á meðan virkjun írafoss var enn ekki lokið hófust Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn Reykja víkur handa um undirbúning nýrrar virkjunar við Efra-Sog. Er þeim undirbúningi nú svo langt komið að 29,500 kilowatta orkuver á að verða risið þar árið 1957, ef fjármagn fæst til þess að hefja byggingu þess í tæka tíð. En fram til þess tima er talið fullvíst að orkan frá írafossstöð- inni nægi til þess að mæta raf- orkuþörf Reykjavíkur og orku- veitusvæðisins á Suðurlandi. Svo koma kommúnistafíflin og blaðra um „fjandskap Sjálfstæð- isflokksins“ við virkjun Efra- Sogs!!! Hefur annar eins þvættignur og yfirborðshjal nokkurn tíma heyrzt? Mennirnir, sem hafa bar izt ofstækisfullri baráttu gegn írafossvirkjuninni, sem nú hefur létt stórkostlegum rafmagns- skorti af Reykvíkingum, koma nú og þykjast sanna „afturhald“ á þá, sem a-lla forgöngu hafa haft um þetta mesta og glæsi- legasta mannvirki landsins! Nei, kommar góðir, þið þurfið að fá margar „menningarsendi- nefndir" frá Rússum til þess að ykkur takist að rugla íslenzkan almenning svo í ríminu að hann trúi slíkum þvættingi. Það sýnir líka einstaka þröngsýni kommúnista þegar þeir reyna að gera ríkisstjórn ina tortryggilega fyrir það, að undirbúa raforkuframkvæmd ir úti á landi, þar sem fólkið skortir ennþá algerlega raf- orku. Allt mun þetta verða til þess að auka enn fyrirlitningu almennings á hinum fjar- stýrða flokki, sem nú er að gliðna sundur á þjónkun sinni við hina rússnesku harðstjórn. ^ UR DAGLEGA LIFINU \ Æia, tsic—c k Hinu megin! Fátæk banda rísk listakona, Grace Brenn- an málaði mynd af kisu sinni og þegar hún hafði lok- ið verkinu var húh svo ánægð með árangur- inn, að hún sendi myndina á listasýningu eina mikla í New York. Hún hlaut einnig viðurkenningu og glæst heiðursmerki fyrir léreftið i — þó ekki fyrir myndina af kisu, j heldur fyrir sjálfsmynd, sem hún mörgum árum áður hafði málað á hina hlið léreftisins. I ★ Og annað heiðursmerki S .... sem aldrei var afhent! — i Það átti að afhendast þýzkum ^Áfrinaebi tnc^eKfan vörubifreiðarstjóra, sem viður- kenning fyrir það, að hann hafði stundað bifreiðaakstur í 25 ár og aldrei valdið tjóni. — En á leið- inni til þess staðar, þar sem sæma átti hann heiðursmerkinu, ók hann á lögreglubifreið. — Heim- ildarmaður vor vildi ekki hafa eftir þau orð, sem hrukku af vör- um bifreiðarstjórans. ★ Aumur olnbogi Af 253 fyrstu dögunum sem Eisenhower gegndi forsetaem- bættinu var hann í 83 daga fjar- staddur frá Hvítá húsinu, í em- bættiserindum. I 43 daga var hann í fríi. Hann lék golf 56 sinn- um, fór 9 sinnum í veiðiferðir, hélt 33 ræður og 15 fundi með blaðamönnum. Eymsli í olnboga VeU andi álnj^ar: KÆRI Velvakandi! í gær (þriðjudag) varð drengur nokkur hér í Norður- mýrinni fyrir áfalli. Hann átti 8 dúfur, sem komið hafði verið fyrir uppi á bílskúr. Þar flugu dúfurnar hans út og inn og voru honum og öðrum til mikillar ánægju, þar sem þær voru sér- staklega fallegar og spakar. 1 /sY Cr^T J 1 En í gær var brotizt inn í kof- ann og öllum dúfunum, að einni undanskilinni, stolið. Hér hafa verið á ferð drengir, auðsjáanlega fleiri en einn og er leitt til þess að vita, að börn skuli hafa slíkt í frammi. J Þar sem ég veit, Velvakandi góður, að þú hefir reynzt hjálp- j legur undir svipuðum kringum- stæðum og þessum, vildi ég nú j biðja þig að koma áleiðis til drengjanna þeirri málaleitan, að | þeir skili aftur dúfunum og að foreldrar þeirra hvetji þá til ’ þess, hafi þeir á annað borð orðið ' varir við illa fengnar dúfur í fórum þeirra. Með fyrirfram þakklæti. B. K.“ Vonum hið bezta. VONANDI er, að drengirnir, sem tóku dúfurnar trausta- taki, verði við tilmælum B. K. hið snarasta. Ef til vill hafa þeir ekki meint þetta öðruvísi en hvern annan meinlausan hrekk — en það er ekkert snjallt eða skemmtilegt við slíka kulda- hrekki. Bæði dúfutetrunum og drengnum, eiganda þeirra, hefir með þessu verið bakað óþarfa angur og leiðindi, — en sem sagt — við vonum hið bezta. í hálfa og heila stöng. A O skrifar: „Útför biskupsins ! íl iD heitins í dag (miðviku- dag) var að allra áliti fögur og virðuleg athöfn svo sem vera bar. Hin fjölmenna fylking prestanna, hempuskrýddra, settu á hana sérstakan hátíðablæ. ' íslenzki fáninn blakti hvar- vetna í hálfa stöng — það var almenn þjóðarsorg. En það er eitt atriði í þessu sambandi sem mig langar til að vekja athygli á. Ef til vill er það smáatriði en að mínu áliti samt þess vert, að því sé gaumur gef- inn — en það er það, hvernig fáninn skuli dreginn að húni. Ég veitti því eftirtekt á fleiri en ein- um stað í dag er flaggað var í hálfa stöng í tilefni útfarar biskupsins, að fáninn var settur strax í hálfa stöng, án þess að draga hann fyrst að húninum. Samkvæmt viðurkenndum fána- siðum er þetta ekki rétt — það á ætíð að hefja fánann að húni, áður en hann er látinn falla í hálfa stöng. Þetta virðist ýmsum gleymast. Einnig er það siður, að fáninn sé dreginn úr hálfri stöng að húni að greftrun lokinni og lát- inn blakta í heilli stöng nokkurn tíma. — A. S.“ Grettir í Háramarsey. GRETTIR var húsgöngull og fór á aðra bæi þar'í eynni. Auðunn hét maðr, er bjó þar, sem heitir á Vindheimi. Þangað fór Grettir daglega ok gerði sér kært við hann. Sat Grettir þar jafnan á dag fram. Það var eitt kveld harðla síð, er Grettir bjóst heim at ganga, at hann sá eld mikinn gjósa upp á nesi því, er niðr var frá bæ Auð- unnar. Grettir spurði eftir, hvat nýjungu þat væri. Auðunn kvað honum ekki á liggja þat at vita. „Þat myndi mælt“, sagði Grett- ir, „ef slíkt sæist á váru landi, at þar brynni af fé.“ Bóndi svarar: „Sá einn mun fyrir þeim eldi ráða at eigi mun gagn í um at forvitnast.“ „Þó vil ek vita“, segir Grettir. „Þar á nesinu stendr haugr,“ segir Auðunn, „en þar var í lagðr Kárr inn gamli, faðir Þorfinns. Áttu þeir feðgar eitt bóndaból í eyjunni, en síðan Kárr dó, hefir hann svá aftr gengit, at hann hefir eytt á brott öllum bóndum þeim, er hér áttu jarðir, svá at nú á Þorfinnur einn alla eyna, og verðr engum þeim mein at þessu, er Þorfinnur heldur hendi yfir.“ (Úr Grettis sögu). hafa um tíma komið í veg fyrir að forsetinn iðkaði golf. Nýlokið er smíði einkaflugvél- ar forsetans, sem rúmar 36 far- þega. I flugvélinni er innréttuð 2 herbergja íbúð forsetanum til handa. Þar má m.a. finna raf- magnsritvél og radiosíma. ★ Fólk segir svo margt j Forvitinn blaðamaður spurði nýlega slökkviliðsstjórann í Buffalo um orsök eldsvoða þar í borginni. Slökkviliðsstjórinn svaraði: „Einhver kveikti á eld- spýtu til þess að leita að gati, sem komið hafði á gasleiðslu — ! og því miður fann hann það“. Franski kvikmyndaleikarinn José Ferrer hefur sagt: „Hjóna- | bandið er eins og leiðinlegt mið- degisverðarboð, þar sem eftir- ' maturinn er borinn fyrst á borð“. í k Máltíð í dós Oft má heyra húsmæðurnar andvarpa mæðulega þegar þær eru að skýra hvor annari frá því, hve stallsystur þeirra í Banda- rikjunum komist auðveldlega frá matartilbúningi. Og slíkt er ekki að ástæðulausu, því reiknað j hefur verið út að húsmóðir í | Bandaríkjunum verji að meðal- tali 2 stundum á dag við undir- búning 3 máltíða, en stallsystir hennar í Evrópu þurfi 4 stundir j til þess. Bandarísk húsmóðir opn ; ar að meðaltali 600 dósir á ári hverju — næstum 2 á dag — og j einungis þess vegna spara banda- ' rískar húsmæður 314 milljón vinunstunda árlega. Sonur læknisins Hinn 10 Dæmdu aldrei náungann, fyrr en þú hefir staðið í spor- um hans. ara gamli sonur læknisins var órólegasti nem andi bekkjar- ins — og að því kom að þol inmæði kennslukon- unnar þraut. „Pétur“! hróp- aði hún. ,,Ef þú ekki ert stilltur, hringi ég í föður þinn og bið hann að koma hingað“. „Það ættuð þér ekki að gera“, sagði Pétur. „Hvers vegna ekki?“ sagði kennslukonan. • „Hann tekur 30 krónur fyrir hverja heimsókn“. ★ Léleg atvinna Og frá Póllandi er eftirfarandi saga sögð: Viktor mætti gömlum vini sín- um á götu í Varsjá og spyr hvers hvers vegna hann líti svona illa út. Vinur hans, Witold svarar lág um rómi, að hann geti ekki lifað af atvinnu sinni. Og þegar Viktor spyr hvað hann geri núna, svar- ar Witold, að hann hafi verið skipaður opinber tannlæknir við pólksa þingið! — Já, en fá ekki þingmennirnir tannpínu eins og aðrir menn — og þurfa þeir ekki á tannlækni að halda? — Jú, svarar Witold, — en eng inn þeirra þorir að opna munn- inn. (Þýtt og endursagt) A. St. ★ ★ ★ ★ NEISTAR ★ ★ ★ ★ .Drenghnokki nokkur fór dag eirm í heimsókn til ömmu sinnar og skyldi nú sýna henni, hversn ^ stór hann vær orðinn. — Amman tók vitanlega vel á móti dóttur- ' syni sínum og tók að spyrja j hann nokkurra barnalegra spurn inga, þegar hann var kominn til hennar: — Þorkell minn, geturðu sagt Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.