Morgunblaðið - 03.11.1953, Qupperneq 16
Veðurúfli! í dag;
Stinnings kaldi, allhvass SA. —
Rigning.
Hofielirídáarinn
Sir Winston Churchill.
Sjá grein á bls. 9.
Takmax-kið er:
Sundlaug í Vestur-
bænum n.k. sumur
SAMTÖK íbúa í einstökum bæjarhlutum í því skyni að hrinda í
framkvæmd einhverju sameiginlegu hagsmunamáli eru sjaldgæf
í Reykjavík. Reykvíkingar hafa verðskuldað fengið á sig orð fyrir
íð vera gjöfulir og fljótir til að koma bágstöddum til hjálpar, þegar
því var að skipta. Nú eru að hefjast samskot — aðallega meðal
Vesturbæinga — í því skyni að reisa sundlaug í Vesturbænum.
Má telja það mál hagsmunamál allra Vesturbæinga og mun því
vart þurfa að hvetja þá til að leggja fram sinn skerf til þess að:
Sundlaug Vesfurbæjar rísi
ALMENN ÞÁTTTAICA
NAUÐSYNLEG
Reykjavíkurbær hefur sýnt
sundlaugarmáli Vesturbæinga vin-
semd mikla. Hefur bærinn þegar
veitt 75 þús. krónur til ,augar-
byggingarinnar. Nú er knmið að
Vesturbæingum að sýna, hvað þeir
vilji leggja í sölurnar til þess að
fá sína eigin sundlaug. Það er
ekki nauðsyn að leggja fram stór-
ar f járupphæðir. Hitt er nauðsyn-
legra að allir leggi eitthvað af
mörkum.
Mál þetta snertir fyrst og
fremst Vesturbæinga. Þeirra verð-
Tir sundlaugin. En að sjálfsögðu
koma fjárframlög Austurbæinga
að góðum notum. Má minna þá á,
að með því geti þeir sýnt þakklæti
fyrir að þeir fengu sundlaugarnar
sem byggðar hafa verið. — Auk
þess verður mjög létt á Sundhöll-
inni því um 2000 skólabörn í Vest
urbænum munu, er Vesturbæjar-
laugin er upp komin, hætta að
sælcja Sundhöllina og fá þá Aust-
urbæingar aukin afnot hennar.
AUGLÝSINGARIT
IBR skipaði í sumar f járöflun-
arnefnd vegna Vesturbæjarlaugar
innar. f henni eru Gunnar Frið-
riksson, form., Páll S. Pálsson,
Andreas Bergmann, Erlendur Pét
ursson, Sveinn Þórðarson tiln. af
Reykvíkingafél. og Guðm. Bene-
diktsson tiln. af Reykjavíkurhæ.
Nefndin hefur nú látið prenta
auglýsingarit. Þar birtist ávarp
nefndarinnar og Jónas B. Jónsson
fræðslufulltrúi gerir glögga grein
fyrir sundiðkunum bæjarbúa al-
mennt og þörf Vesturbæinga og
þá sér í lagi skólabarna í Vestur-
bænum fyrir bætta aðstöðu til sund
iðkana.
Þá eru í ritinu auglýsingar frá
ýmsum fyrirtækjum í Vesturbæn-
nm er þau hafa greitt vel fyrir,
og vilja með því sýna stuðning
sinn við málið. Má og taka það
/ram að hvarvetna þar sem nefnd
armenn hafa Ieitað stuðnings fyr-
irtækja, hefnr þeim venð tekið
mjög vel og fengíð góðan stuðn-
ing. —
FJÁRSÖFNUNIN
Auglýsingaritinu verður dreift
um bæinn í dag. Er ætlunín að það
nái til allra íbúa í Vesturbænum.
Inn í því er laust blað og á það
að útfyllast, ef menn vilja leggja
eitthvað af mörkum til sundlaug-
armálsins. Á sunnudaghm kemur
ganga kvennaskólameyjar í húsin
og safna saman fjárframlögunum.
Söfnunarlistarnir verða uð söfn
un lokinni bundnir inn í sérstaka
bók, sem væntanlega verður
geymd í húsakynnum sundlaugar-
innar til minningar um áhuga og
góða liðveizlu Vesturbæinga við
að hrinda sundlaugarbyggingunni
í framkvæmd.
Ástæða er til að ætla að ef þessi
samskot ganga vel n.k. sunnudag,
er sundlaugarmálið komið langleið
ina í höfn. Því sýni Vesturbæing-
ar áhuga sinn, má ætla að bærinn
styrki málið enn betur en orðið
er og síðan leggur íþróttasjóður
ríkisins fram veglega fjárupphæð
til byggingarinnar.
En til þess að svo verði vcrða
Vesturbæingar að vera örlátir
á snnnudaginn.
Flokksráð Sjáll-
sfæðlsmanna í
Gullbringusýslu
FUNDUR verður haldinn í
flokksráði Sjálfstæðisflokks-
ins í Gullbringusýslu fimmíu-
daginn 5. þ. m. kl. 8.30 e. h.
Frummælandi á fundinum
verður þingmaður kjördæmis-
ins, Ólafur Thors, forsætis-
ráðherra.
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýnir gamanleik anna^ kvðld
Annar gamanleikur í æfingu - vænfanlega
frumsýndur um miðjan mánuðinn
NÆSTKOMANDI miðvikudags-
kvöld frumsýnix Leikfélag Reykja
víkur bandaríska gamanieikinn
„Undir heillastjörnu", eftir Hugh
Herbert, er nefnist á frummálinu
„The moon is blue“, í þýðingu Þor
steins Ö. Stephensen. — Leikstjóri
cr Einar Pálsson, en leikendur
eru þau hjónin Margrét Ólafs-
dóttir og Steindór Hjörleifsson,
Þorsteinn Ö. Stephensen og Brynj
ólfur Jóhannesson;
JEins og áður segir er þetta gam
anleikur, og gerist hann nú á tím-
um. —
Þá er franskur gamanleikur í
æfingu hjá félaginu, og nefnist
hann „Skattaframtalsskólinn", eft
ir Georges Berr og Louis Ver-
neuil, í þýðingu Páls Skúiasonar
ritstjóra. Leikstjóri þess er Gunn-
ar R. Hansen, en Alfreð Andrés-
son fer með aðalhlutverkið. Aðrir
leikendur eru 12. — Verður þessi
gamanieikur væntaniega framsýnd
ur utn miðjan nóvember.
Hér eru myndir frá hinum miklu húsum við Skúlagötu, scm Eimskipafélag íslands lceypti af Kveld-
úlfi og hefur nú tekið í notkun. Gólfflöturinn er rúmlega 4300 ferm., en alls eru lóðirnar yfir 7500
fprm. að flatarmáli. — Á efri myndinni sést húsið að utan, en neðri myndirnar eru teknar inni í þvi
og eru af hluta af geymslurýminu.
veikihóluefsti irú
-----------------~———#
• •
011 saltsíMm eg
frysti fiskuriim
STYKKISHÓLMI, 2. nóv. —
Danskt farmskip siglir héðan í
kvöld áleiðis til Rússlands, með
alla þá Faxasíld sem hér var
söltuð. Stóðst síldin fyllilega mat
hinna rússnesku síldarmats-
manna og síldarmatsmanna ríkis-
ins. Hér er um að ræða 2000
tunnur síldar.
Þ Iestaði Dettifoss hér fyrir
helgi allar þær fiskbirgðir sem
voru í hraðfrystihúsinu, en það
voru milli 3000—4000 pakkar af
flökum. —Árni.
Heill á húfi í
Vestmanriaeyjum
Á SUNNUDAGINN lét ránnsókn
arlögreglan lýsa eftir manni að
nafni Björgvin Magnússon, Knox
búðum E 11 hér í bæ. Hafði hann
farið að heiman frá sér um miðj-
an dag á föstudag. Síðan hafði
ekkert um hann spurzt. Nánustu
vandamenn voru farnir að ótt-
ast um afdrif Björgvins, er þeir
leituðu til rannsóknarlögreglunn
ar. Nokkru eftir að tilk. hafði
verið lesin í útvarpið, bárust
fregnir um það frá Vestmanna-
eyjum, að Björgvin væri þar heill
á húfi.
Sfjómmálaskóli
Sjálfstæðisflokkslns
MÆLSKUÆFING frá kl. 5—6
í dag. Kl. 6—7 flytur Sigurð-
ur Bjarnason, alþm., fyrirlest-
ur um stjórnmálaflokkana. —
f kvöld kl. 8,39 flytur Gunnar
Helgason erindi: Fundarsköp
og íélagssíarf.
Leifiif ¥ifi að bölusefja allar glmhrar sínar
MIKIÐ fagnaðarefni mun það vera öllum bændum og jafnframt
öllum landslýð, ef sú verður raunin á, sem austfirzkir bændur em
farnir að vona, að bóluefni það, sem Ksldnamenn liafa reynt á
sauðfé á Ausíurlandi geri féð ónæmt við hinni skæðu garnaveiki.
Fregnir hafa horizt að austan um það að eftir þær tilraunir, sem
gerðar hafa verið með hið nýja bóluefni gegn garnaveikinni, í
Fljótsdal og víðar, telji bændur að hættan af garnaveikinni sé þar
, liðin hjá“, svo þeir geti gert sér vonir um að takast mcgi að
komja fjárstofninum upp þar að nýju.
Um þessi stórtíðindi ritar tilraunastjóri Jónas Pcturs-on að
Skriðuklaustri eftirfarandi fréttapistil. — Kemst Jónas svo að orði:
„Garnaveiki hefir, s:m kunn-'
ugt er, herjað í sauðfé bænda
á Austurlandi undanfarin ár, og
sífellt breiðst meira og meira
út. —
BYRJADI FYRIR
ÞREM ÁRUM
Fyrir þremur haustum var
byrjað að bólusetja lömbin, sem
sett voru á vetur með bóluefní,
sem gera átti þau ónæm fyrir
veikinni. Var slíkt gert sem til-
raun fyrsta haustið hjá allmörg-
um taændum.
Annað haustið var nokkuð lát-
ið af bóluefni til bænda utan
tilraunanna og síðastliðið haust
mun hvert lamb eða svo að
segjá, á öllu Austurandi, hafa
verið bólusett.
TELJA NÆRRI ÖRUGGT
Niðurstaða eða árangur til-
raunanna er mér ekki kunnur,
en það er almenn skoðun bænda,
að bólusetningin sé miidl vörn,
eða nær fullkomið öryggi gegn
garnaveiki. Verður þess nú
glögglega vart að mönnum cr
aftur að aukast trú á sauðfjár-
ræktina.
Flestar gimbrar eru látnar lifa
hér um slóðir, líka þar, sem
garnaveiki hefir lítið orðið vart
ennþá. Er ætlun bænda að ala
sér upp ónæmt sauðfé og farga
því eldra áður en garnaveikinni
gefst kostur á að höggva í það
skarð.
AUKIN TStÚ Á
FRAMTÍDINA
j Slík öryggistilfinning, sem
bólusetningin skapar hjá bænd-
jum gegn garnaveikinni er ákaf-
lega mikilsverð, því að trúin á
Iframtíðina er öflugasta driffjöð-
ur athafna og framfara.
| Ekki veit ég um fjölda lamba,
sem sett verða á vetur' að þessu
sinni, t. d. í Fljótsdal, en full-
yrða má, að þau séu fleiri era
verið hafa um fjölda ára, og
hafa þó Fljótsdælingar lítt. kennt
á garnaveikinni til þessa. Eni
þeir, sem höfðu misst meiri hlut-
ann af fé sínu, þeir finna mun-
inn bezt. Þeirra viðhorf til sauð-
fjárræktunar hefir breyzt mest.
!
ÁIÍERZLA LÖGÐ
Á NÝJAN STOFN
I stuttu máli má segja:
Það er aimenn skoðun bænda
hér eystra, byggð á þeirrl
reynslu, sem fengizt hefir, að
bólusetningin gegn garnaveikinni
skapi svo mikið öryggi að ekki
sé orð gerandí á hugsanlegum
vanhöidum af hennar völdum.
Þess vegna képpast bændur og
búlausir við að eignast gimbrar
og bólusetja þær og byggja af-
komu sína í framtíðinni á sauð-
fjárrækt, eins og verið hefir i
þessum Iandshluta sjálfsagt frá
því er byggð hófst, og öll rök
hníga tiL — J. P. ,