Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 258. tbl. — Fimmtudagur 12. nóvember 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kemur IVUto-Tse-Tung í veg fyrir, ú Mabbv sitji fund með Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NXB LUNDÚNUM, 11. nóv. — Churchill fer til Bermuda í byrjun næsta rnánaðar á fund þeirra Eisenhowers Bandaríkjaforseta og Laniels forsætisráðherra Frakka. — í för með honum verður Eden utan- ríkisráðherra Breta. „EKKI RETT!“ í dag hermdu sumar frétta- stofufregnir að Malenkov for- sætisráðherra Sovétríkjanna hefði mikinn hug á að sitja fund þeirra Churchills og Eisenhow- ers. En er á daginn leið, sendi Tassfréttastofan rússneska út frétt þess efnis, að þetta væri alls ekki rétt og kom sú yfir- lýsing mjög flatt upp á stjórn- málamenn Vesturveldanna. í ÚLFAKREPPU Er það álit manna í hinum vestrænu löndum, að Malenkov mn. MAO LEIÐTOGI NR. 1 Er haldið að Mao hafi til- kynnt Malenkov, að hann geti ekki þolað, að hinn rússneski kommúnistaleiðtogi sitji einn slíkan fund sem fulltrúi kommúnistaríkjanna, þar eð hann sé sjálfur réttkjörinn leiðtogi kommúnistaríkjanna. Ofluwar skæruliðasveitir eru í Póllandi Allra brúa vandlega gætt, vélbyssur á járnbrautum, hernaðarmannvirki sprengd í loft upp o. s. frv. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB VÍNARBORG, 11. nóv. — Öruggar heimildir hér í borg fullyrða, að öflugar skæruliðasveitir séu í Póllandi og geri rússneska hern- um alla þá skráveifu, sem þær geta. — Fréttir þessa efnis hafa undanfarið borizt með flóttamönnum, en ósennilegt er, að skæru- liðasveitir þessar séu eins öflugar og flóttamenn hafa viljað halda fram. MARGAR ARASIR * Skæruiiðarnir hafa ger'. j margar árásir á pólskar og, rússneskar járnbrautir og! sprengt þær í loft upp. Einnig 1 hafa þeir kappkostað að eyði- leggja eins mikið af hernaðar- mannvirkjum og þeir frekast mega. ÁTÖK í GÖRLITZ Ferðamenn, sem frá Rússlandi hafa komið, segja, að allra brúa sé vandlega gætt og séu oft vél- byssuhreiður við þær, járnbraut- ir séu vel vopnaðar o. s. frv. Einkum hefur komið til átaka í Görlitz-héraði og hefur þar oft heyrzt skothríð, sem virðist benda til, að til alvarlegra átaka hafi komið milli skæruliða og rússneskra hermanna. k.7 ? iönaT2r unnn Frakka X LUNDÚNUM, 11. nóv.: — í T dag sigraði England írland í knattspyrnu með 3 mörkum gegn 1. — Leikurinn fór fram í Liver- pool. A Síðdcgis í dag fór fram í W París landsleikur í knatt- spyrnu milli Frakka og Svissara. Leiknum lauk með sigri Svissara, 4 mörkum gegn 2. — Reuter. Ráðizt á skip HONG KONG, 11. nóv.: — í gær réðist ókenndur fallbyssubátur á skip á sundinu milli Formósu og kínverska meginlandsins, — Er málið'í rannsókn. Þetta er þriðja árásin á skip á þessum slóðum á stuttum tíma og hafa þjóðernissinnár játað að hafa gert eina árásina. — Reuter. Samþykktir 12. þings SUS Bi.: Ungir Sjálfstæðismcim leggja hafi mikinn hug á að koma til fundar við leiðtoga Vesturveld- anna, en geti það ekki nema Mao-Tse-Tung sitji einnig fund- TILLAGAISLANDS FELLD 0 NEW YORK, 11. nóv. — í dag var felld á þingi S. Þ. málamiðlunartillaga sem fulltrúi íslands bar fram í Túnismálinu. — Með tillögunni greiddu 31 ríki atkvæði, en það var ekki nægi- legt til að hún hlyti brautar- gengi. í Reutersskeyti til Mbl. er ein- ungis greint frá tillögunni og að hún hafi verið felld, en hvorki getið um efni hennar né inni- hald. Kæra Baodaríkj- airna tekin fy rir X NEW YORK, 11. nóv. — Alls T herjarþing S.Þ. samþykkti í dag með 53 atkv. gegn 5 að taka! fyrir kæru Bandaríkjanna þess efnis, að kommúnistar hafi pynt- að og jafnvel drepið fanga sína í Kóreu. Rússar voru á móti því, að kæran yrði rædd og sagði Vishinski, að sakirnar væru upp Iognar. — Cabot Lodge fulltrúi Bandaríkjanna á Allsherjarþing- inu sagði hins vegar, að það væri f jarri því að þær væru tilbúning- ur einn og væru nægar sannanir fyrir hinu gagnstæða. — Reuter. Mossadek þrjóikast enn TEHERAN, 11. nóv. — Mossadek var enn fyrir herrétti í dag.Sagð- ist hann ekki líta á herréttinn sem löglega stofnun, þar eð hann hefði í stjórnartíð sinni afnumið alla herrétti í landinu og aðra þá dómstóla, sem að engu er getið í lögum landsins. — Reuter. Hreinsuð! BERLÍN — Frú Else Zeisser, kona fyrrv. öryggismálaráðherra A-Þýzkalands hefur verið vikið úr embætti fræðslumálaráð- herra. Engin skýring fylgdi brott vikningunni. „Hefur heimurinn annars breytzft svn mjög ?“ Ný kvikmynd um Hitler og Evu Braun BONN, 9. nóv. — Um 300 þingmenn ■ vestur-þýzka þingsins sáu í fyrradag hina furðulegustu kvikmynd, sem lýsa á ævi Ilitlers og Evu Braun. — í mynd þessari er það m. a. sýnt, þegar Eva Braun fær sér steypibað og stuttu síðar sést hönd skrúfa frá gas- klefunum í Auschwitz-fangabúðunum. Kvikmyndin sem heitir „Fimm mínútur yfir tólf“ var fullgerð í október síðastl. og átti þá að frumsýna hana, en hún fékk ekki sýningarleyfi hjá yfir- völdunum í Vestur-Þýzkalandi. Myndin fjallar einkum um einka líf þeirra Hitlers og Evu og i kemur fram í henni ýmislegt l. ! sem áður hefur verið ókunnugt um. LÝKUR MEÐ HERSÝNINGU Á RAUÐA TORGINU Myndinni lýkur með hersýn- ingu á Rauða torginu í Moskvu og eftirfarandi athugasemd þul- ar: — Hefur heimurinn annars breytzt svo mjög? áherzlu á að tryggja öryggi lands og þjóðar Telja sjéllsagl, að íslenzkir verkfakar annist einir allar framkvæmdir í jságu varnarliðsins. Varnarsamningnum verði breylt í samræmi við fengna reynslu EFTIRFARANDI ályktun í varnar- og utanríkismálum var sam- þykkt samhljóða á þingi Samþands ungra Sjálfstæðismanna s. 1. sunnudag: 12. ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna lýsir eindregnum stuðningi sínum við þá utanríkisstefnu, sem fylgt hefir verið á undanförnum árum, og ítrekar fyrri yfirlýsingar um að sjálfstæði og frelsi landsins verði sem bezt tryggt með samstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir, sem á grundvelli svipaðra lífsviðhorfa liafa slegið skjaldborg um frelsi þjóðanna og einstaklinga þeirra, með al- heimsfrið fyrir augum. Þingið telur að vegna hins tvísýna ástands í alþjóðamálum, er skapast hefir af heimsyfirráðastefnu kommúnista, sé nauðsyn- legt að hafa varnir í landinu meðan núverandi hættuástand var- ir. Telur þingið jafnframt tímabært, að hið opinbera láti fara fram athugun á þvi hvaða skerf landsmenn gætu lagt af mörkum til öryggisgæzlu landsins. Telur þingið rétt, að íslendingar taki sem fyrst í eigin hendur rekstur Keflavíkurvallar og framkvæmdir allar, er leiða af dvöl varnarliðsins hér. Leggur þingið því áherzlu á, að hinir erlendu verktakar hverfi á hrott héðan og lýsir vanþóknun sinni á því, hversu framferði þessara aðila að undanförnu hefir leitt til árekstra við íslenzka starfsmenn á Keflavíkurflugvelli. Þingið telur að hér eftir sem hingað til verði að fylgja því sjónarmiði að gera nauðsynlegar breytingar á varnarsamningn- um og framkvæmd hans, í samræmi við fengna reynslu, þannig að jafnan sé gætt fyllstu hagsmuna íslendinga. Leggur þingið í því sambandi áherzlu á, að framkvæmdir á vegum varnarliðs- ins dragi ekki óhæfilega vinnuafl frá atvinnuvegum landsmanna. Jafnframt verði þegar í stað bætt úr öllum þeim misfellum, er rísa kunna af dvöl varnarliðsins hér á landi. ★ Þá gerði þingið einnig ályktun varðandi varnarmálin, sem beint var til þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, og hefur hlaðinu ekki verið afhent sú ályktun til birtingar. Eisenhower tekur af skarið Lýsir yfir vanþóknun sinni á slörfum óamerísku nefndarinnar Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB WASHINGTON, 11. nóv. — Eisenhower Bandaríkjaforseti sagði í dag, að hann væri algerlega mótfallinn því, að Truman fyrrum Bandaríkjaforseta verði stefnt fyrir óamerísku nefndina. Kvaðst hann ekki trúa því, að fyrrum Bandaríkjaforseti hefði gert sér far um að stefna öryggi ríkisins í voða. — Hann sagði, að óvinir Bandaríkjanna neyttu allra bragða í baráttu sinni og áettu Banda- ríkjamenn ekki að taka upp aðferðir þeirra. MC CARTHY HLÆGILEGUR Truman, sem koma á fyrir ó- amerísku nefndina n. k. föstudag sagði í dag. að það væri bók- staflega hlægilegt, að hann hefði hækkað mann í tign eftir að upp hefði komizt, að hann njósnaði fyrir kommúnista. — Hefur McCarthy, hinn ill- og alræmdi öldungadeildarþingmaður full- lyrt, að svo hefði einmitt verið raunin á, hvað mál Wights fyrr- um ráðherra snerti. Tapa forsetanum MANILLA, 11. nóv. — Allt bend- ir til, að forsetaefni þjóðernis- sinna fái "þrisvar sinnum fleiri atkvæði en forsetaefni Frjáls- llynda flokksins. — NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.