Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12 nóv. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Öla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ^ ÚR DAGLEGA LÍFINU Reynt að létta skipaút- gerðinni aí almenningi SKIPAÚTGERÐ ríkisins hefur frá því er til hennar var stofn- að, verið þungur fjárhagslegur baggi á ríkissj-óði. Hafa framlög ríkisins til útgerðarinnar farið síhækkandi með ári hverju. Á fjárlögum fyrir árið 1952 var tillag ríkissjóðs til Skipaút- gerðarinnar áætlað kr. 3.620.000, en til flóabátanna kr. 1.152.000, eða samtals tæpar 5 milljónir króna. En samkvæmt ríkisreikn- ingunum hefur framlagið orðið yfir 10 milljónir króna eða rúm- lega tvöfalt hærra en áætlað var. Höfðu þó engar umbætur verið gerðar á samgöngukerfinu á þessu ári. Tölur þessar tala sínu máli. Allir heilvita menn sjá að hér verður að spyrna við fæti og leitast við að finna á þessu máli þá lausn er orðið geti öllum að- ilum til hagræðis og hagsbóta. Að því stefnir þirigsályktunartil- laga þeirra Gísla Jónssonar og Sigurðar Ágústssonar, er þeir hafa flutt í sameinuðu þiagi um að fela ríkisstjórninni áð leita samninga við Eimskipafélag ís- lands og Samband ísl: samvinnu- félaga um, að þau taki að sér frá næstu áramótum eða svo fljótt sem auðið er allar strand- ferðir og flóabátaferðir umhverf- is landið. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt það og sannað, að hagur Skipaútgerðarinnar fer versn- andi með hverju árinu sem líð- ur. og svo mun verða áfram eftir því sem Eimskipafélag íslands og Skipadeild Sambandsins efl- ast og geta látið strandferðirnar meira til sín taka. Skipaútgerðin hefur, þrátt fyr- ir tvö ný strandferðaskip ekki getað haldið hlut sínum í sam- keppni við félög þessi, enda beinlínis dæmd til að tapa í þeim viðskiptum og er nú svo komið, sem allir vita, að annað hiima nýja strandférðaskipa út- gérðarinnar, ög það þeirra, sem betra er, hefur hin síðustu ár verið tekið fi*á strandferðunum marga mánuði á ári, til þess að annast skemmtiferðir til suð- rænna landa. Þar við bætist, að ferðir þessar háfa hvergi nærri borið sig fjárhagslega, en almenn ingur hefur orðið áð greiða hall- ann með auknum sköttum. Raunsæir menn og ábyrgir hafa reynt að ráða bót á þessu ófremdarástandi Skipaútgerðar- innar, en lítið orðið ágengt í því efni til þessa, því að sterk öfl hafá staðið þar í móti. Einkum virðast 'Framsóknarmenn hafa verið viðkvæmir fyrir því að hróflað væri við Skipaútgerðinni. Er þess skemmst að minnast er Jóhann Þ. Jósefsson, á árunum 1949—1950, er hann var sam- göngumálaráðherra fól tveimur mönnum að athúga hag og rekst- ur Skipaútgerðarinnar. Á sama tíma fór fram dthugun á rekstri sérleyfisferða póststjórnarinnar. Nokkru síðar tók Framsóknar- flokkurinn við stjórn samgöngu- málanna og fyrirskipaði þegar að hætt skyldi rannsókninni á rekstri Skipaútgerðarinnar. Hinsvegar var haldið áfram athugun á rekstri sérleyfisferða póststjórnarinnar, með " þeim árangri, sem kúnriugt er, að póststjórnin hætti þessum rekstri, en hann.var fenginn ein- staklingum í' héndur. Með þessu1 var létt af ríkissjóði stórkostleg- um fjárútlátum árlega vegna rekstrarhalla þessa fyrirtækis, en jafnframt fóru fram miklar um- bætur á fyrirkomulagi ferðanna og allur aðbúnaður farþega varð stórum betri en áður, án þess að þjónustan yrði dýrari. Framsóknarmenn viðurkenna að vísu öngþveiti það, sem Skipa- j útgerð ríkisins er í, og getuleysi hennar til þess að annast strand- ferðirnar svo að viðhlítandi sé. En þeir hafa ekki hingað til séð aðra leið til þess að bjarga út- gerðinni út úr ógöngunum, en þá, að skapa henni algera einokunar- aðstöðu að því er snertir strand- ferðirnar. Því hafa þeir lagt það til, að Iöggiltar yrðu fjórar innflutn- ingshafnir í landinu, ein í hverj- um landsfjórðungi, þ. e. Reykja- vík, ísafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður, og að engum öðrum en Skipaútgerðinni yrði leyft að annast vöruflutninga frá þessum innflutningshöfnum út um byggðir landsins. I Það er augljóst mál að með því að fara þessa leið tíl þess að bjarga Skipaútgerðinni, væri stigið stórt spor aftur á bak í- samgöngumálum þjóðarinnar. — Afleiðingin .mundi verða miklar tafir á vöruflutningum, dýr um- skipun vörunnar, mikill geymslu kostnaður og vörurýrnun og auk þess vafalaust hækkuð farm- gjöld og fargjöld vegna einokun- araðstöðu útgerðarinnar. En allt þetta mundi vitanlega koma fram í hækkuðu vöruverði. Ótrúlegt er að landsmenn mundu kjósa þessa lausn máls- ins. Hér er því í rauninni ekki nema um tvær leiðir að velja. Annaðhvort að láta reka á reiðanum í því horfi sem nú er, með fyrirsjáanlegt milljónatap ríkissjóðs árlega, < eða að ganga hiklaust að verki um gagngerða breytingu á fram- kvæmd þessara mála, þar sem það sjónarmið eitt væri látið ráða, að fá sem bezta þjónusta á sem ódýrastan hátt. j Liggur þá beint við, enda eðlilegast, eins og segir í áliti flutningsmanná þingsályktunar- tillögunnar, sem að ofan geririir,1 að leita eftir samkomulagi Við Eimskipafélag íslands og Sam- band ísl. samvinnufélaga, um að þau „taki að sér þessd 'þjóri- ustu við fólkið sem Skipaútgerð- in hefur enn á hendi, og tryggja það jafnframt, að hún verði bæði betri og ódýrari fyrir alla aðila.“ Myndu þá þessurri félögum að sjálfsögðu einnig verða falið hlut verk flóabátanna. Vitanlega yrði þá að láta af hendi við þann eða þá aðila, sem tæki þetta að sér, þá farkosti, sem þeir teldu sér bezt henta, en Skipaútgerðin hef- ur nú yfir að ráða, allt eftir nánari samningum. Er þess að vænta að forystumenn þjóðar- innar beri gæfu til að samein- ast um þetta nauðsynjamál svo að það verði leyst sem fyrst á þeim grundvelli, sem lagður er með umræddri þingsályktunar- tillögu. Ef þetta næði fram að ganga' yrði þungri fjárhagsbyrði létt af i ríkissjóði, og þar með mundi á j heppilegan hátt lokið raunasögu Skipaútgerðar ríkisins, sem reyndar þegar er orðin allt of löng. í ★ ★ VIÐ LESUM flést einhyern tíma um mikilmenni sög-' unnar, kynrium okkur ævi þeirra og störf, dáum þau fyrir afrek þeirra eða hötum fyrir misgerðir og mannvonzku. — Skáldin hafa lengstum orkt ljóð um mörg þeirra, rithöfundarnir skrifað um þau skáldsögur og leikrit og farið þar sínar eigin götur, reynt að skýra. sumt í lífi þeirra en annað ekki. En við sem einungis kynn- umst þeim méð því áð lesa rit | sagnfræðinganna, höfum við sjálf reynt að leita orsakanna fyr | ir gerðum og líferni þeirra manna sem mest hafa mótað heimssög- una? Eða höfum við orðið hleypi- dómunum að bráð og mistúlkun lítilsgildra sagnfræðinga? J —★— ★ EIN þessara sögupersóna sem hér um ræðir er t. d. Hinrik Bretakonungur sjöundi. Við höfum lesið leikrit um ævi hans og þekkjum hann gjörlá af frásögnum sagnritaranna, eri höf- um við reynt að gera okkur far UJinrih 7. °9 um að skilja athafnir hans, hug- sjónir og líf, — höfum við nokk- urn tíma spurt sjálf okkur hinn- ar mikilvægu spurningar: — Hvers vegna, hvers vegna.... ? —★— ★ ★ ÞAÐ HLJÓMAR e. t. v ein- kennilega í eyrum ykkar, lesendur góðir, að milljónir manna hafa liðið hryllilegar sál- arkvalir og jafnvel gengið í op- inn dauðann, einungis vegna þess að Lúther átti við sjúkdóm að stríða sem hann vissi ekki deili á. Einnig er ósennilegt, að leik- ritið Hinrik VII. hefði nokkurn tíma verið skrifað, ef Kolumbus hefði ekki fundið Ameríku og varla hefði Jeanne d’Arc orðið dýrlingur, ef hún hefði farið til góðs kvensjúkdómafræðings. — uu andi áhri^ar: Ljós á Skólavörðuholtið. MÉR hefir oft dottið í hug, þeg- ar ég hefi átt leið upp Skóla vörðustíginn að kvöldlagi, hve mikil prýði væri að því að lýsa upp Skólavörðuholtið. Að vísu ifiá til sanns vegar færa að ekki sé það fagurt um að litast á þess- um stað, að ástæða sé til að varpa yfir hann sérstöku Ijósi til að minna því greinilegar á niður- læginguna. En Leifsstyttán er þar hvað sem öðru líðurogþað erhún sem ég hefi aðallega í huga. Það færi ákaflega vel á að lýsa hana upp með kastljósum — en fyrir alla muni ekki á sama hátt og farið var að með Forseta-styttuna á Austúrvelli,með þremuf stærðar stöngum, sem næstum því yfir- skyggja sjálfa styttuna — óg eru til gróflegrar óprýði, heldur með ljósum, sem komið væri fyrir á jörðunni og köstuðust úpp á við r—’Það gerir allan muninn. Á eftir að breytast. ÞAÐ er ekki vansalaust í hve mikilli niðurlægingu Skóla- ýörðuholtið er í dag. Þetta gæti verið einn allra fallegasti reitur bæjarins, ef að horium væri hlúð sem skyldi, enda er ég í engum vafa um, að það á eftir að taka miklum stakkaskiþtum frá því sem nú er með tímanum. Reyk- víkingar finna vel til þess sjálfir, að hér þarf úrbóta við og ekki hvað sízt, þegar hin glæsilegá Hallgrímskirkja verður risin þar af grunni, mun ekki líðast sá skranbragur sem nú er þar á hlutunum. En við þurfum ekki að bíða eftir Hallgrímskirkjunni með að lýsa Leif gamla upp. Það ætti að gera þegar í stað, og ég er sann- færður um, að það yrði mjög vinsæl ráðstöfun. Egill reisir níðstöng. OK ER þeir váru seglbúnir, gekk Egill upp í eyna. Hann tók sér í hönd heslistöng ok gekk á bergsnös nökkura, þá er vissi til lands inn. Þá tók hann hross- höfuð ok setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála ok mælti svá: „Hér set ek upp níð- stöng, ok sný ek þessu niði á hönd Eiríki konungi ok Gunn- hildi dróttningu," — hann sneri hrosshöfðinu inn á land, — „sný ek þessu níði á lándvættir, er land þetta byggva, svá at allar fari þær villar vega engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi“. Síðan skýtr hann stönginni niðr í bjargrifu ok lét þar standa. Hann sneri ok höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stöngina, ok segja þær formála þenna allan (Úr Egils sögu). M Húsmóðir „kvakar þakkarorði“. ÉR hefir borizt bréf frá hús- móður þeirri, sem fyrir nokkru kvartaði hér í dálkunum yfir ónógum og illum fiski, sem væri á boðstólum í fiskverzlun- um bæjarins. Nú kveður við ann- an tón: „Velvakandi góður! Mig langar til að biðja þig að koma fyrix mig á framfæri þakk- læti til fisksalanna fyrir góða fiskinn, sem komið hefir í fisk- verzlanir síðan ég kvartaði hér á dögunum. Nú er daglega hægt að fá fyrirtaks góða nýja ýsu — það er þó eitthvað annað en áður var — og annað góðfiski. Hafa brugðizt vel við. ÞAÐ er ánægjulegt hve fisksal- arnir hafa brugðizt vel við, og víst er það næg sönnun þess, að aðfinnslan var réttmæt. En hvað um það, okkur húsmæðrun- um finnst ekkert sérstaklega gaman að þurfa sífellt að vera nöldrandi yfir þessu eða hinu, en það verðurn við nú samt að gera til að fá okkar fram — og ánægju legt er það, þegar nöldrið ber einhvern árangur, þannig að við fáum stundum tækifæri til að þákka. Bara að ekki sæki nú í sama horfið óftur — en þá er okkur að mæta á ný. — Húsmóð- ir.“ Dæmdu aldrei náungann, fyrr en þú hef- ir staðið í sporum hans. Og hvers vegna spyrjið þið auð- vitað af mannlegri vantrú og svarið verður einfaldlega eitt- hvað á þessa leið: — Jú, sjúk- dómar ýmiss konar hafa miklu valdið um þróun sögunnar og gerðir þeirra sem hana mótuðu. — Verður leitast við að skýra þetta nokkru nánar hér á eftir. —★— ★ ★ ÁRIÐ 1930 kom út merki- leg bók eftir skozka lækn- inn C. MacLaurin, sem svo mikla athygli vakti á sínum tíma, að hún var bókstaflega etin upp, ef svo mætti segja, og er nú með öllu ófáanleg. Bókin heitir Post mortems of mere mortals og er þar fjallað um sjúkdóma sem ýmsar frægar sögupersónur voru helteknar af. Höfundur rannsak- aði þetta efni um langt skeið og eru niðurstöður hans settar fram í fyrr nefndri bók. —★— ★ ★ HAFIÐ þið nokkru sinni veitt því eftirtekt, að Hin- rik 7. stendur alltaf gleiður á gömlum mynd um sem til eru af honum? Það er að vísu ekki sérlega kon- ungleg stelling, en svo er það nú samt. — Ástæðan er lík legast sú, að hann hafi þjáðst af sára- , sótt (syfilis), en sem kunnugt er, leggur þessi hryllilegá veiki fórnardýr sín af velli á mörgum árum og eitt sjúk ’dómseinkennið er það, að sjúkl- mgarnir standa einmitt gleiðir. Ástæðan er sú, að sýklarnir eyði- leggja ákveðnar taugabrautir. Af sömu ástæðu lyfta sjúklingarnir fótunum hátt þegar þeir ganga, því að þeir eiga erfitt með að átta sig á jafnvæginu. —★— ★ ★ HINRIK 7. var næst elzti sonur föður síns og kvænt- ist ekkju bróður síns látins, Katrínu af Aragoníu. Slíkt hjóna band gekk algerlega í berhögg við fyrirmæli Pófadóms, en þeg- ar Hinrik hafði fullvissað Hans heilagleik um, að hjónaband Katrínar ög bróður hans hafi ver- ið ólöglegt, lagði páfi loks bless- un sína yfir fyrirtækið. — Drottn ing var lengstum mjög ófrjósöm og leit helzt út fyrir, að konungi mundi alls ekki takazt að eign- ast með henni barn, en þar kom þó að lokum, að þau eignuðust dóttur, er síðar hlaut nafngiftina Blóð-María. —★— ★ ★ EFTIR 17 ára hjónaband varð konungur ástfanginn í einni af hirðmeyjum drottning- ar, Önriu Boleyn. — Rann það þá skyndilega upp fyrir honum, að hann hefði lifað í synd og saur- lifnað, þar eð eiginkona hans hafði verið eiginkona bróður hans og vildi láta páfa ógilda allt sam- an. En hann hélt fast við fyrri gerðir sínar og rak þá að því, að konungur skikkaði sjálfan sig yfirmann ensku kirkjunnar og kvæntist Önnu Boleyn í trássi við vilja páfa. —★— ★ ★ SÍÐAR leiddist honum vin- skapurinn og lét hann höggva Boleyn, en tók jafnframt saman við Jane Seymour. Fæddi hún honum son, en lézt nokkru síðar. — Þá vingaðist hann við Önnu af Cleve sem hann hafði aldrei séð og kvaddi stuttu síðar með þessum orðum: — Ég vil ekki sitja uppi með þessa feitú flæmsku rney. í burt með hana! — Næst tók hann Katrínu Howard á sína arma, en lét háls- höggva hana, kvæntist síðan Kátrínu Parr, sem lifði þennan ófyrirleitna kvennamorðingja. Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.